Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 35
27ÞRIÐJUDAGUR 26. október 2004 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is FRÁBÆR SKEMMTUN SÝND KL. 8 og 10:15 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 8 B.I. 16 Sýnd kl. 5, 8 og 10:30. B.I. 16 HHHH S.V. MBL HHH1/2 V.G. DV SÝND kl. 8 og 10.20 B.I.16 ára Þær eru mættar aftur...enn blóðþyrstari! Kyngimagnaður spennutryllir sem fær hárin til að rísa. Svakalegur Spennutryllir! Með íslensku tali kl. 4 og 6 HHH DV HHH1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.45 - 8 - 10.15. B.I. 16Sýnd kl. 6 - 8 - 10 B.I. 16 SÝND kl. 6 SÝND kl. 8.15 B.I. 14 SÝND kl. 10.15 „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist" Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens „ , s f, í ... list" i rt s il lj r til t i rt s SÝND kl. 6 og 10 HHHH kvikmyndir.is HHH Ó.H.T. Rás 2 Á SALTKRÁKU SÝND KL. 4 og 6 ÍSLENSKT TAL. MIÐAVERÐ KR. 500,- Bakvið martraðir hans leynist óhugnalegur sannleikur Frá leikstjóra Silence of the Lambs TOM CRUISE JAMIE FOXX Fór beint á toppinn í USA! FRÁ LEIKSTJÓRA SCARY MOVIE Frumsýning ÞAÐ SEM ÞÚ SÉRÐ ER ÞAÐ SEM ÞÚ FÆRÐ. FYRST VAR ÞAÐ THE WICKER MAN, SÍÐAN VAR ÞAÐ THE OMEN OG NÚ ER ÞAÐ THE GATHERING. SÝND kl. 6 og 8 2 fyrir 1 á allar erlendar myndir í dag ef greitt er með Námukorti Landsbankans 2 fyrir 1 á allar erlendar myndir í dag ef greitt er með Námukorti Landsbankans FRÉTTIR AF FÓLKI■ TÓNLIST Smáfiskurinn Oscar kemst heldur betur í álnir þegar honum er eign- aður slysalegur dauði mafíuhá- karlsins Frankie. Hákarlabaninn verður stjarna og veður í pening- um og sénsum en missir um leið sjónar á öllu því sem virkilega skiptir máli í lífinu þegar Angie, fiskastelpan sem elskar hann, fellur í skuggan af tálgellunni Lolu. Sælan verður líka skammvinn hjá Oscari þar sem Frankie var sonur mafíuforingjans Don Lino sem hyggur vitaskuld á hefndir að hætti blóðþyrstra hákarla og til þess að eiga möguleika á að halda lífi og blekkingunni um hetjuí- myndina þarf Oscar að ganga í bandalag með grænmetisætunni Lenny. Lenny er hákarl og bróðir Frankies heitins en hefur ekki geð í sér til að taka við fjölskyldufyr- irtækinu. Það er ekki frumleikanum fyrir að fara í þessari sögu og þar sem ekki er boðið upp á nein til- þrif eða skemmtilegan viðsnúning á klassískar mafíumyndir fer grínið allt meira og minna fyrir ofan garð og neðan. Spennan er einnig í lágmarki þannig að það læðist leiði að manni á meðan myndin rennur eftir hefðbundum farvegi. Það er helst að litadýrð neðansjávarríkisins geti haldið yngstu áhorfendunum hugföngn- um en þeir sem eru komnir til vits og ára fá lítið fyrir sinn snúð. Aðalpersónan Oscar er svo veikasti hlekkurinn í þessu öllu saman en persónan er í grunninn leiðinleg og verður nánast óþol- andi í meðförum Wills Smith. Þá fer það ofurskutlunni Angelinu Jolie ekki að tala fyrir Lolu og hin hjartagóða Angie verður hvorki fugl né fiskur hjá Zellweger. Mafíuhákarlarnir eru einu per- sónurnar sem eitthvað er spunnið í og þar eru þeir áberandi bestir Robert De Niro sem gerir góðlát- legt grín að sjálfum sér í hlut- verki Don Linos og Michael Imperioli (Christopher úr The Sopranos). Þessir gaurar kunna mafíósataktana utanbókar og blása smá lífi í staðna söguna. Þórarinn Þórarinsson Tíðindalaust á hákarlavígstöðvum SHARK TALE LEIKSTJÓRI: BIBO BERGERON O.FL. AÐALHLUTVERK: WILL SMITH, ROBERT DE NIRO, RENÉE ZELLWEGER, ANGELINA JOLIE NIÐURSTAÐA: Það er fátt um fína drætti í ófrumlegri sögunni og skortur á frumleika og tilþrifum verður til þess að grínið fer allt meira og minna fyrir ofan garð og neðan. Litadýrðin heillar þó yngstu áhorfendurna. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Fáðu vasabox fyrir nicorette lyfjatyggigúmmí ® Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir og aðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. ,,Við ætlum fjórar vinkonur saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla?Krakkar! Komið að mála keramik. Notið tímann og gerið jólagjafirn r. Opið virka daga kl. 8-18. Keramik fyrir alla, Laugavegi 48b, sími 552 2882 www.keramik.is BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Tvíréttað í hádeginu á aðeins 1.900 kr. Nýr hádegismatseðill alla þriðjudaga villibráð á kvöldin • • • • • • Söngkonan Christina Aguilera munkoma fram í þáttunum um Simp- son fjölskylduna. Hún leikur popp- stjörnu-“wannabe“ þegar Lísa tekur þátt í einhvers konar Idol þætti. Aðrir tón- listarmenn sem hafa komið fram í þættin- um eru hljómsveitin Aerosmith, James Brown, Cypress Hill, Tom Jones, Red Hot Chili Peppers, Ringo Star, The Ramones og margir fleiri. Billy Bob Thornton hefur viður-kennt að hann geti ekki lifað án kynlífs: „Ég er eins og einhvers konar villt dýr.“ Leikarinn sem hefur verið giftur fimm sinnum sagði við Men’s Health tímarit- ið: „Ég held að hjóna- band sé gott. Ég hef reynt að láta það ganga en tókst það reyndar ekki, en þá hélt ég bara áfram með lífið. Það er enginn glæpur. Ég hef verið giftur fimm sinnum og sumum finnst það furðulegur hlutur, en hins vegar á ég vini sem neita að giftast og sofa hjá 15 manneskjum á viku. Hvort er betra? Ég reyndi þó alla- vega.“ Thornton skildi við fimmtu konu sína, Angelinu Jolie, árið 2002. Leikkonan Joan Collins var ekki sáttvið meðferðina sem hún þurfti að þola á Heathrow flugvellinum nýlega. Leikkonan þurfti að fara úr skónum, jakkanum og taka af sér hattinn og sól- gleraugun fyrir fram- an alla hina farþeg- ana á Heathrow. Vitni segja að þessi 71 árs gamla leik- kona hafi orðið bál- reið og öskrað á ör- yggisverðina: „Vitiði ekki hver ég er?!“ Collins er viss um að leitað hafi verið á henni aðeins vegna frægðar hennar. „Hún varð rosalega reið og það var frekar fyndið að sjá þessa stóru stjör- nu standa þarna bálreiða og ber- fætta,“ sagði vitni. Skjalataska U2 kemur í leitirnar Löngu horfin skjalataska með textum og minnisblöðum fyrir plötuna October með U2 sem kom út 1981 er loksins komin í leitinar. Töskunni var á sínum tíma stolið á tónleikum sveitar- innar í Portland. Bono segir að sá sem skilaði töskunni hafi gert mikið góðverk og er hann þeirri persónu ævin- lega þakklátur. Bono neyddist til að endurskrifa alla textana að October skömmu áður en upptök- ur hófust í hljóðveri. Hafa liðs- menn sveitarinnar alla tíð bölvað hljóðversvinnunni í sand og ösku og sagt upptökurnar þær erfið- ustu til þessa. Þrátt fyrir að plat- an hafi fengið góðar viðtökur fékk hún hvorki jafngóða dóma og fyrsta plata U2, Boy, né sú þriðja, War. Það var hin 44 ára Cindy Harr- is sem skilaði töskunni, sem hún fann á háaloftinu í leiguhúsnæði í Washington árið 1981. Hún segist ekki hafa vitað að töskunni hafi verið stolið fyrr en mörgum árum seinna. Þá hafði hún ekki hugmynd um hvernig hún ætti að ná sambandi við hljómsveitina. Talið er að töskunni hafi verið stolið af grúppíum eftir tónleika sveitarinnar á næturklúbbi í Portland. Nokkrum árum síðar spilaði U2 aftur í borginni og spurði Bono þá áheyrendur um töskuna. Gerði hann það aftur á tónleikum þar í borg fyrir þrem- ur árum. ■ U2 Bono, söngvari U2, var hæstánægður þegar hann fékk skjalatöskuna aftur í hendurnar eftir 23 ára bið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.