Fréttablaðið - 14.11.2004, Síða 38

Fréttablaðið - 14.11.2004, Síða 38
SVIPMYND Kópasker: Kauptún við austanverð- an Axarfjörð. Íbúafjöldi: 138 um síðustu áramót. Upphaf byggðar: Fyrsta íbúðarhúsið var byggt 1912 og einnig sláturhús en tveimur árum fyrr var vöruhús Kaupfélags Norður-Þingeyinga reist þar. Staðurinn var löggiltur verslun- arstaður 1880. Merkar minjar: Jörðin undir at- vinnuhúsnæði Kópaskers geymir jarðfræðilegar minjar, ein elstu set- lög á landinu og steingervinga. Helstu atvinnuvegir: Útgerð og vinnsla sjávarafurða, ásamt þjónustu við næstu sveitir. Náttúruhamfarir: Í janúar árið 1976 urðu miklir landskjálftar á Kópaskeri (um 6 á Richter) og flest mannvirki skemmdust. Frumkvöðlastarf: Á Kópaskeri hefur símenntunarstöð verið starfrækt um árabil. FræÞing heitir hún. 14. nóvember 2004 SUNNUDAGUR12 Vissir þú ... … að Egyptar til forna litu á sjálfa sig sem rauðu þjóðina og máluðu lík- ama sína með rauðum lit máli sínu til stuðnings? … að hjá Rómverjum til forna var rauður litur tákn bardaga? … að rauður litur er notaður á stöðv- unarskyldu, bremsuljós og brunabíla af því að hann sést svo vel úr fjar- lægð? … að á rússnesku er orðið „rauður“ samstofna orðinu „fallegur“? … að Bolsévikar notuðu rauða fána sem tákn sitt þegar þeir gerðu bylt- inguna árið 1917, og þess vegna varð rautt litur kommúnismans? … að á Indlandi er rautt litur hermanna? … að í Suður-Afríku er rautt sorgarlitur? … að það er gæfumerki að hnýta rauðan borða á nýjan bíl? … að í Kína táknar rauður litur heppni og er notaður sem hátíðalitur og einnig við brúðkaup? … að þeir sem eru hjátrúarfullir halda að skrattinn óttist rauða litinn? … að á Grikklandi eru egg lituð rauð um páskana? … að rauður er algengasti liturinn í þjóðfánum? … að það að sjá rautt þýðir að sleppa sér af reiði? … að ef fyrirtæki er á rauðu svæði er það að tapa peningum? … að þegar kínversk börn fá nafnið sitt kallast dagurinn „dagur hinna rauðu eggja“? … að það að mála bæinn rauðan þýðir að skemmta sér vel og lengi? … að rauðhært fólk var talið tengjast djöflinum og var stundum brennt á báli fyrir það eitt að vera rauðhært? Láttu drauminn rætast í rúmi frá Stearns & Foster L a n g h o l t s v e g i 1 1 1 • 1 0 4 R e y k j a v í k • S í m i 5 6 8 7 9 0 0 A f g r e i ð s l u t í m i v i r k a d a g a k l . 1 1 – 1 8 . o g l a u g a r d a g a k l . 1 1 – 1 4 . Bandarísku hágæðarúmin frá Stearns & Foster eru heimsþekkt á meðal vandlátra kaupenda fyrir gæði og glæsileika. Rúmin eru hönnuð fyrir fólk sem vill aðeins hið besta. Þau veita réttan stuðning og tryggja vellíðan á hverri nóttu með sérhönnuðu gormakerfi, bólsturslögum og einstökum frágangi. Bandarísku neytendasamtökin hafa í mörg ár útnefnt rúmin frá Stearns & Foster sem „bestu kaupin“. Hágæðarúm frá Stearns & Foster 30% afsláttur Rýmum fyrir nýjum rúmum og bjóðum því 30% afslátt af öllum rúmum í sýningarsal. Aðeins 6 rúm í boði. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Það var margt um manninn á Þingvöllum þegar ljósmyndari átti þar leið hjá á dögunum. SJÓNARHORN FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.