Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 27
19ÞRIÐJUDAGUR 23. nóvember 2004 2 9.750k r. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Fyrstir koma - fyrstir fá! Alicante beint leigu- flug me› Icelandair! Sumarhúsa- eigendur og a›rir farflegar til Spánar! Tilbo› 18. des. Flug fram og til baka með flugvallarsköttum. Tilvali› tækifæri til a› stytta veturinn. Netverð frá . HB Grandi er fyrir sameiningu með mestan kvóta allra sjávarút- vegsfyrirtækja á landinu. Eftir sameiningu verður fyrirtækið með 31 þúsund þorskígildistonna kvóta innan íslenskrar lögsögu sem er níu prósent af úthlutuð- um kvóta. Sé úthafskvótinn tek- inn með er kvótinn 52 þúsund tonn eða tólf prósent af heildar- kvótanum. Kristján Þ. Davíðsson, aðstoð- arforstjóri HB Granda, segir Tanga liggja vel við síldar- og kolmunnaveiðum, auk þess sem bræðslur fyrirtækisins eru nær miðum á fyrrihluta loðnuvertíð- ar. Tangi hefur fryst síld og loðnu á Vopnafirði auk mjöl- framleiðslu. „Síldarfrysting hef- ur verið í gangi hjá Tanga með miklum ágætum í haust, meðal annars með afla skipa HB Granda,“ segir Kristján. „Meðan þeir Tangamenn hafa verið í þessu hafa þeir átt bágt með að manna bolfisksvinnsluna. Það hefur þýtt að þeir hafa látið okkur hafa þorskinn til vinnslu á Akranesi.“ Kristján segir þetta samstarf hafa gengið vel og því sé sameining rökrétt framhald af þessari samvinnu. Við sameininguna er HB Grandi kominn þétt upp að kvótaþakinu. Kristján vill engu spá um hvort eða hvenær kvóta- þakinu verði lyft. „Við höfum í sjálfu sér nóg að gera við að vinna úr þessari sameiningu sem við gerum ráð fyrir að verði. Það verður kappnóg að ná fram sam- legðaráhrifum og vinna úr hag- ræðingunni.“ haflidi@frettabladid.is RÖKRÉTT FRAMHALD Kristján Þ. Dav- íðsson, aðstoðarforstjóri HB Granda, segir sameiningu við Tanga og Svan rökrétt framhald af góðri samvinnu fyrirtækjanna upp á síðkastið. HB Grandi kominn að kvótaþakinu Fr ét ta bl að ið /G VA HB Grandi er stærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki landsins. Við sameiningu við Tanga og Svan RE-45 verður risinn enn stærri. Tillaga um samruna HB Granda, Tanga og Svans RE-45 verður lögð fyrir stjórnir félaganna í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.