Tíminn - 07.09.1973, Page 6

Tíminn - 07.09.1973, Page 6
TÍMINN Föstudagur 7. september 1973 1 Hér eru menn heldur betur I þungum þönkum, enda betra, að rétt verð sé skrifað á skrána Sögur úr biblíunni Komin er út hjá Rikisútgáfu námsbóka bók, sem Siguröur Pálsson kennari hefur tekið sam- an, og nefnist hún Góði hiröirinn. Bókin er ætluð 2. og 3. bekk barnaskóla til lesturs og umræðu. Efnið er úr bibllunni, nokkuð að jöfnu úr Gamla og Nýja testa- menti. Reynt var að velja sögurnar sem bezt við hæfi barna og segja þær á máli, sem ungir lesendur skilja vel, og halda þó um leið hefðbundnum málblæ bibliu- sagna. Tilvitnanir og bendingar varð- andi efni bókarinnar eru á öftustu siðu. Er þess að vænta, að þær komi kennurum að notum. I bókinni eru margar myndir eftir Baltasar, prentaðar í litum. Bókin er 64 bls. að stærð i stóru broti. Setningu og prentun annað- ist Litbrá hf., en bókband var unnið i Bókfelli hf. Dýrmæt áritun Sveins Björnssonar og Björns Þórðarsonar: FYRSTADAGSUMSLAG FRÁ 1944 MEÐ Benedikt á vinafund ÁRITUN ÞEIRRA FÓR Á 20 ÞÚSUND á uppboði Félags frímerkjasafnara að Kjarvalsstöðum EJ-Reykjavik. — A miðvikudags- kvöldið fór fram frlmerkjaupp- boð aö Kjarvalsstöðum á vegum Félags frimerkjasafnara, og voru þar seld frlmerki fyrir samtals rúmlega 330 þúsund krónur. Mest átök urðu um fyrstadagsumslag frá lýðveldisstofnuninni 1944, en þetta umslag var áritað af Sveini Björnssyni, forseta, og Birni Þórðarsyni, forsætisráðherra utanþingsstjórnarinnar. Skráð lágmarksboð I þetta umslag var aðeins 2500 krónur, en þegar yfir lauk fór það á 20.500 krónur eftir harða samkeppni. Frlmerkjauppboðið fór fram i Myndlistarhúsinu við Miklatún, Kjarvalsstöðum, þar sem nú stendur yfir frimerkjasýningin „Islandia 73”. Uppboðið hófst klukkan rúmlega 20, og var upp- boðssalurinn þá þéttskipaður fólki á öllum aldri, Islending- um og erlendum frlmerkjasöfn- urum, sem fjölmennt hafa á sýn- inguna. A uppboðinu voru rétt tæplega 200 gripir, en um flesta þeirra uröu litil átök meðal bjóðenda. Enginn vildi bjóða i 26 númer, og 41 uppboðsnúmer fór á skráðu lágmarksverði. Meðal þeirra gripa, sem ekki gengu út, voru sumir þeir, sem skráð höfðu hæst lágmarksverð, svo sem Lindner- albíím á 28 þúsund, og albúmið Frimerkjasýningár á íslandi, sem hafði að geyma 72 umslög og 5kort og var skráð á 15000 krónur. Fór hægt af stað Uppboðið fór frekar hægt af stað. Enginn bauð i fyrsta upp- boösnúmerið, en slöan komu mörg númer, sem fóru á lágu verði, innan við eitt þúsund krón- ur. Einstaka sinnum kom þó til nokkurrar samkeppni, er tveir menn — og einstaka sinnum fleiri — vildu fá sama gripinn. I ein- staka tilfellum margfaldaðist skráð lágmarksverð, en oftast var þó um nokkur hundruð króna hækkanir að ræða. Nokkur dýr merki Inn á milli komu nokkur fri- merki, sem fóru á hærra verði. Má þar sérstaklega nefna eitt sett af Alþingishátiðarfrimerkjum frá 1930, óstimpluð. Dýrasta settið af þessum frimerkjum fór á 9600 krónur. Nokkur söfn Þá voru nokkur söfn seld undir lokin. Innstungubók með kompl. safni af Islenzkum merkjum frá 1944 til 1973 (eitt af hverju merki), öll stimpluð, fór á 5.500 krdnur, og Ghanasafn, konpl. i Lindner albúmi, fyrir árin 1957 til 1969, fór á 12 þúsund krónur. Keppnin um lýðveldis- umslagið En mesta keppnin var um lýð- veldisumslagið, sem áður er nefnt. Þetta var fyrstadagsum- slag meðlýðveldisfrimerki frá 17. júni 1944, stimplað. Það, sem gerði þetta umslag svo eftirsókn- arvert, var þó fyrst og fremst, að það var áritað af tveimur helztu forystumönnum þjóðarinnar á þessum tima, þeim Sveini Björnssyni, forseta, og Birni Þórðarsyni, forsætisráðherra. Skráð lágmarksboð var 2.500.-, en fljótlega færðist fjör i leikinn, og gekk boðið milli fjögurra manna. Þeir helltust smátt og smátt úr lestinni eftir þvi sem upphæðin hækkaði, þar til umslagið var slegið á 20.500 krón- ur. Annað sams konar umslag, nema hvað áritanirnar vantaði, fór á 2300 krónur, og er þvi auð- séð, að I augum safnara eru þess- ar áritanir mikils virði. Þessi keppni var hápunktur uppboðsins, sem I heildina var fremur rólegt. Samtökin „Friends of Iceland” gangast fyrir kynningarfundi um landhelgismálið I Grimsby, laug- ardaginn 8. þ.m., kl 7:30 e.h. og hafa boðið blaðafulltrúum rikis- stjórnarinnar að senda fulltrúa til þess að túlka islenzkan málstað á fundinum. , Form fundarins verður þannig, að þingmaður frá Bretlandi og Is- landi flytja i upphafi 20—30 min- útna ræður hvor, en að framsögu- ræðum loknum verða frjálsar spurningar frá áheyrendum i salnum. Munu frummælendur svara þeim eftir þvi sem fundar- stjóri beinir spurningum áfram til þeirra. Benedikt Gröndal, alþingis- Framhald á 5. siðu. ögri í Noregi en Vigri í söluferð til Þýzkalands Togarinn ögri er nú staddur i Noregi, þar sem verið er að setja i hann grandaraspil, en Vigri er á leið til Þýzkalands, þar sem ætl- unin er að hann selji á næstunni. Þegar togararnir voru smiðaðir i Póllandi árið 1972 voru hin svo- kölluðu grandaraspil svo ný á markaðnum, að Pólverjar voru ekki farnir að setja þau i þau skip, sem þeir höfðu i smiðum. Þar sem þessi nýja tegund spila veitir mjög mikið öryggi og af þeim er auk þess mikill flýtisauki, þá hef- ur það verið afráðið, að senda báða togara ögurvikur h/f til Noregs þar sem þessi nýju spil verða sett i þau. Er ögri nú staddur i Noregi af þessum sök- um, en Vigri mun fara seinna. Vigri er á leið til Þýzkalands i söluferð, en þar eru mjög miklir hitar þessa dagana og jafn'vel möguleiki á þvi að farið verði til Belgiu. Um það verður tekin á- kvörðun þegar þar að kemur. Hann mun siðan væntanlega fara i enn eina veiðiferð áður en hann fer til Noregs. — hs. SKYLDA MIN AÐ LÁTA ALMANNA- VARNIR VITA, segir Ragnar Stefánsson — Þaö hefur verið talsvert um minni háttar jarðhræringar sunn- an Langjökuls undanfarin ár, einkum I grennd við Hagavatn og Sandvatn, sagði Ragnar Stefáns- son jarðskjálftafræöingur við Timann i gær. En þaö hefur ekki verið sérlega mikið um þær slð- ustu daga. Ég sneri mér til Almannavarna á miðvikudaginn vegna þess, að bílstjóri, sem verið hafði hjá vinnuflokki uppi á hálendi, til- kynnti mér, að sprunga væri komin i hjarn i Bláfelli, svo að þær gætu látið kanna þetta, ef á- stæða þætti til. Það er skylda min að koma slikri vitneskju áleiðis, en aðrir ákveða, hvernig þeim finnst eiga að bregðast við. Þó að þarna reyndist ekki neitt sérstakt á seyði, má fólk ekki kveinka sér við að láta vita um það, ef það tekur eftir einhverju varúðarveröu, sagði Ragnar. Umslagiö á lofti — dýrgripur, sem sómir vel I bezta safni. Erlend hafrannsókna skip í Reykjavík Undanfarið hafa farið fram mikl- ar og viðtækar rannsóknir á vegum alþjóða Hafrannsókna- ráðsins á innstreymi kalda sjávarins milli tslands og Græn- lands og Islands og Færeyja. Mikill fjöldi hafrannsóknaskipa hefur verið við þessar rannsókn- ir, m.a. Bjarni Sæmundsson og nokkur þýzk, bandarisk og sovézk skip. Nokkur af þessum skipum voru að koma inn á höfnina i Reykjavik i gær, miðvikudag, og munu visindamennirnir á skipun- um bera saman bækur sinar með- an þeir dveljast hér. Ennfremur var i för með rannsóknaskipunum bandariskur isbrjótur. — hs —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.