Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 2
2 16. september 2004 FIMMTUDAGUR
LÖGREGLA Bandarískur maður sem
handtekinn var þegar hann kom
með Skógarfossi, skipi Eimskipa-
félagsins, til landsins á mánu-
dagskvöld hafnar því að vera
framseldur til Finnlands. Maður-
inn hefur verið eftirlýstur í Finn-
landi fyrir að hafa numið dóttur
sína á brott seinni hluta ársins
2001.
Smári Sigurðsson hjá alþjóða-
deild ríkislögreglustjóra, segir
barnsmóður mannsins, sem er
finnsk, hafa forræði yfir dóttur-
inni og því hafi maðurinn brotið
lög þegar hann fór með hana til
Bandaríkjanna. Síðar var dóttur-
inni skilað aftur til móðurinnar í
Finnlandi og er þar nú. Maðurinn
var úrskurðaður í tveggja vikna
gæsluvarðhald á meðan framsals-
gagna er aflað en að því koma
dómsmálaráðuneytið og ríkissak-
sóknari. Smári segir að í fram-
haldinu verði væntanlega tekin
ákvörðun um hvort, og þá hvenær,
maðurinn verði framseldur.
Hann segir alþjóðadeildina
fara yfir áhafnalista allra skipa
annarra en fiskiskipa, og við þá
athugun hafi komið í ljós að mað-
urinn væri eftirlýstur. Maðurinn
var að koma með Skógarfossi frá
Norður-Ameríku og ekki er annað
vitað en hann hafi verið á leið
hingað til lands að sögn Smára. ■
Tryggja verði hagsmuni
Íslendinga til frambúðar
Ýmsir þættir sameiginlegrar fiskveiðistefnu Evrópusambandsins fara ekki saman við hagsmuni
og réttindi Íslendinga, að því er fram kemur í frumskýrslu nefndar Halldórs Ásgrímssonar.
SJÁVARÚTVEGUR Mikill munur er á
stöðu sjávarútvegs í Evrópusam-
bandinu og á Íslandi, að því er
fram kemur í nýrri frumskýrslu
nefndar er Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra setti saman um
fiskveiðistefnu Íslands og Evr-
ópusambandsins.
Grundvallarmunurinn er fólg-
inn í því að ríki ESB hafa framselt
ákvörðunarvald til sambandsins en
Íslendingar fara sjálfir með stjórn
fiskveiðimála. Þá hefur sjávarút-
vegur litla efnahagslega þýðingu
fyrir ESB miðað við þjóðarfram-
leiðslu en gífurlega þýðingu fyrir
íslenskan efnahag. Sjávarútvegur
stendur undir 63% af verðmæti
vöruútflutnings Íslendinga.
Skýrsluhöfundar komast að
þeirri niðurstöðu að stjórnsýsla í
kringum sjávarútveg sé einfald-
ari á Íslandi. Allir þeir sem komi
að málum hafi sameiginlega hags-
muni í því að tryggja skynsam-
lega nýtingu auðlindarinnar til að
ná fram hámarks efnahagslegum
ávinningi á ábyrgan hátt. Í ESB
eru ákvarðanir teknar af ráð-
herraráði þar sem öll ríki sam-
bandsins hafa atkvæðarétt, þótt
hagsmunir þeirra af sjávarútvegi
séu engir. Ákvarðanir um fisk-
veiðistjórnun geta því verið not-
aðar sem skiptimynt í óskyldum
málum. Einnig segja nefndar-
menn að ítrekað sé gengið gegn
tillögum framkvæmdastjórnar
ESB í fiskveiðimálum, sem byggð
er á ráðgjöf vísindamanna um
leyfilegan hámarksafla.
Grundvallarmunur er á nálgun
ESB og Íslands varðandi meðafla
og brottkast. Sjómenn ESB eru
skikkaðir til að kasta frá borði fiski
sem er undir viðmiðunarmörkum,
eða sem óheimilt er að veiða, hvort
sem hann er lifandi eða ekki. Talið
er að fiskur sem dreginn er um
borð í skip drepist í flestum tilfell-
um þótt honum sé sleppt lifandi í
sjóinn. Á Íslandi er brottkast bann-
að og margvíslegar reglur eru í
gildi til að koma í veg fyrir það.
Helsta niðurstaða skýrslunnar
er sú að ýmsir þættir sameigin-
legrar fiskveiðistefnu Evrópu-
sambandsins fari í bága við hags-
muni og réttindi Íslendinga. Það
sé almenn skoðun meðal Íslend-
inga að við getum ekki gerst aðild-
arríki ESB án þess að sérstaða
okkar gagnvart sjávarútvegi
verði metin og tryggði til fram-
búðar í aðildarsamningi með var-
anlegu fyrirkomulagi.
sda@frettabladid.is
Færeyskur línubátur:
Vélarvana
SIGLINGAR Færeyskur línubátur varð
vélarvana í gær við Meðallandsbugt
um tíu sjómílur suður af Meðal-
landsfjörum.
Fjórtán manns eru í áhöfn báts-
ins sem er 560 brúttótonn. Land-
helgisgæslan var ekki í viðbragðs-
stöðu vegna þessa en fylgdist vel
með gangi mála. Um klukkan níu í
gærkvöld var vindhraði þar sem
báturinn var staddur fimmtán til
átján metrar á sekúndu. Á tíunda
tímanum í gær kom annar
færeyskur bátur til aðstoðar.
Þegar Fréttablaðið fór í prentun
átti eftir að koma taug milli bát-
anna. Síðan var talið að það tæki um
tíu til tólf tíma að draga bátinn til
Vestmannaeyja. Veðurspá fyrir
svæðið var slæm í gærkvöld. ■
Já, ég gerði það því þetta er með bestu
miðlum sem eru í notkun á landinu.
Einar Þorsteinsson sagði upp stöfum sem forstjóri
Íslandspósts á þriðjudag. Hann hefur tekið við
stjórn Pósthússins, nýs póstdreifingarfyrirtækis
sem byggir á dreifingargrunni Fréttablaðsins.
SPURNING DAGSINS
Einar, sagðirðu upp bréflega?
Menning og viðskipti:
Aukið vægi í
blaðinu
FRÉTTABLAÐIÐ Umfjöllun um menn-
ingarmál og viðskipti fær frá og
með deginum í dag aukið rými í
blaðinu. Vill Fréttablaðið með því
mæta sívaxandi kröfum lesenda í
samræmi við aukna útbreiðslu og
aukinn lestur blaðsins.
Á menningarsíðum verður vak-
in athygli á því áhugaverðasta
sem er í boði í lista- og menning-
arlífinu hverju sinni. Umsagnir
verða birtar um bækur, leiklist,
myndlist, arkitektúr og tónlist.
Hefur blaðið í þessu skyni ráðið
til starfa gagnrýnendur sem
kynntir verða innan tíðar.
Á viðskiptasíðum verður fylgst
með viðburðum og hræringum í
atvinnulífinu og á fjármálamörk-
uðum. Þar munu birtast regluleg-
ar greinar eftir sérfræðinga um
markaði, efnahagsmál og fjármál.
Sjá bls. 24 og 26-27
Búist er við að fellibylurinn Ívan grimmi gangi á land í Bandaríkjunum í dag:
Hundruð þúsunda flýja Ívan grimma
BANDARÍKIN, AP Hundruð þúsunda
manna á suðurströnd Bandaríkj-
anna hafa rýmt heimili sín því búist
er við að fellibylurinn Ívan, sem
varð 70 manns að bana í Karabíska
hafinu, gangi á land í dag. Stjórn-
völd hafa beðið tvær milljónir
manna um að flýja frá hættusvæð-
unum.
Ekki er vitað nákvæmlega hvar
fellibylurinn, sem hlotið hefur við-
urnefndið „grimmi“, muni fara yfir.
Mesta hættan er talin vera á strand-
lengjunni frá Flórída til Lousiana. Í
gær var búið að loka öllum flugvöll-
um og höfnum á hættusvæðunum
og umferðarteppur voru á helstu
þjóðvegum. Ástandið var sérstak-
lega slæmt á þjóðveginum sem ligg-
ur frá New Orleans en borgin er sú
stærsta á hættusvæðinu sem er
undir sjávarmáli.
Talið er að ef Ívan grimmi fari
á land við New Orleans muni það
hafa hrikalegar afleiðingar í för
með sér. Árið 1965 gekk fellibyl-
urinn Betsy yfir New Orleans og
varð hann 74 mönnum að bana.
Betsy var mun veikari fellibylur
en Ívan grimmi. ■
UMFERÐARTEPPUR Á HÆTTUSVÆÐUM
Ástandið var sérstaklega slæmt á þjóðveginum sem liggur frá New Orleans en borgin er
sú stærsta á hættusvæðinu sem er undir sjávarmáli.
FRÁ ATHAFNASVÆÐI EIMSKIPS
Bandaríkjamaður sem kom með Skógar-
fossi frá Norður-Ameríku hafnar því að
vera framseldur til Finnlands en þar hefur
hann verið eftirlýstur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
SJÁVARÚTVEGUR HEFUR MIKLA EFNAHAGSLEGA ÞÝÐINGU FYRIR ÍSLENDINGA
Grundvallarmunur er á nálgun ESB og Íslands varðandi meðafla og brottkast. Sjómenn ESB eru skikkaðir til að kasta frá borði fiski sem
er undir viðmiðunarmörkum, eða sem óheimilt er að veiða, hvort sem hann er lifandi eða ekki. Á Íslandi er brottkast bannað og marg-
víslegar reglur eru í gildi til að koma í veg fyrir það.
Aðstoðarmaður
Halldórs:
Útilokar
aðild að ESB
STJÓRNMÁL Björn Ingi Hrafnsson,
aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms-
sonar forsætisráðherra, sagði í
viðtali við AP-fréttastofuna í gær
að ríkisstjórnin hefði engin áform
um að sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu.
Í frétt AP segir að hrókering-
arnar í ríkisstjórninni hafi engin
áhrif á stefnu hennar. Hins vegar
hafi leiðtogar ríkisstjórnarflokk-
anna mismunandi stefnu varðandi
Evrópusambandið.
Sigurður Eyþórsson, fram-
kvæmdastjóri Framsóknarflokks-
ins, segir í viðtali við AP að Fram-
sóknarflokkurinn hafi um árabil
sagt að sá tími muni koma að Ís-
land gangi í Evrópusambandið. ■
Bandaríkjamaður sem nam dóttur sína á brott í gæsluvarðhaldi:
Vill ekki til Finnlands
02-03 15.9.2004 22:22 Page 2