Fréttablaðið - 16.09.2004, Side 6
NEYTENDUR Eins og fram kom í
Fréttablaðinu í gær eiga Íslend-
ingar heimsmet í skattlagningu á
áfengi. Samkvæmt sundurliðuð-
um kostnaðartölum frá ÁTVR fer
hlutur ríkisins í einstakri vöruteg-
und upp í allt að 85% af verði.
Þannig borgar neytandinn ríkinu
2.419 krónur í skatt af hverri
keyptri 700 ml. Absolut-vodka-
flösku, sem kostar 2.880 krónur í
vínbúð. Inni í þeirri tölu er bæði
24,5% virðisaukaskattur, sem
hljóðar upp á 567 kr. í þessu til-
tekna dæmi, og áfengisgjald, sem
hljóðar upp á 1.852 krónur.
Skatthlutfall í öðrum tegund-
um er einnig hátt. Þannig tekur
ríkið um 59% af hverri seldri
flösku af Baileys-líkjör, 62% af
tiltölulega ódýrri franskri Merlot
rauðvínsflösku og 68% af hverri
seldri dós af Tuborg Gold.
Þegar áfengisgjald á sterkt
vín, þar sem skatthlutfallið er
hvað hæst, er borið saman við
áfengisgjöld í nágrannalöndum
sést ótvírætt að Íslendingar eiga
vinninginn í álagningu. Bretar
leggja 1.066 kr áfengisgjald á
hvern lítra af 40% áfengi, Þjóð-
verjar 447 krónur, Danir 667
krónur, Svíar 1.891 krónu og Kýp-
urbúar 71 krónu. Norðmenn skatt-
leggja rausnarlega og leggja 2.327
krónur á hvern seldan lítra af 40%
áfengi, en komast þó ekki með
tærnar þar sem Íslendingar hafa
hælana, með 2.646 krónur.
gs@frettabladid.is
6 16. september 2004 FIMMTUDAGUR
KJARAMÁL Heildarlaun karla í ár
eru 22 prósentum hærri en
kvenna samkvæmt launakönnun
Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur. Karlar eru að meðaltali
með 307 þúsund krónur á mánuði
en konur þiggja 252 þúsund krón-
ur. Það er sami launamunur og
kom fram í launakönnun félagsins
í fyrra. Í könnuninni er miðað við
fólk í fullu starfi. Kynbundinn
launamunur, þ.e. þegar búið er að
taka tillit til vinnutíma, aldurs,
starfsaldurs og starfsstéttar, er
15%.
Samkvæmt könnuninni hafa
grunnlaun hækkað að meðaltali
um sex prósent frá því í fyrra en
heildarlaun um fimm prósent, úr
249 þúsund krónum á mánuði í
273 þúsund. Laun sölu- og af-
greiðslufólks hækkuðu mest, um
tíu prósent. Forstöðumenn og
sviðsstjórar fá hæstu launin að
meðaltali, 424 þúsund á mánuði
en afgreiðslufólk á kassa hefur
lægstu launin, 154 þúsund krón-
ur. Tveir af hverjum fimm þátt-
takendum í könnuninni sögðust
vera sáttir við launin sín en einn
af hverjum þremur sagðist ósátt-
ur.
Vinnutími félagsmanna VR
hefur lengst um rúma eina og
hálfa klukkustund frá síðustu
könnun og er núna 44,8 klukku-
stundir á viku. Vinnuvika karla er
um sjö klukkustundum lengri en
kvenna. ■
Póstforstjóri hættir:
Ekkert við
því að segja
VIÐSKIPTI „Er ekki lífið bara
svona?“ svaraði Björn Jósef Arn-
viðarson, stjórnarformaður Ís-
landspósts, spurður um skyndi-
lega uppsögn Einars Þorsteinsson-
ar forstjóra og áform hans um
stofnun nýs póstdreifingarfyrir-
tækis í samvinnu við útgáfufélag
Fréttablaðsins. „Hann vildi breyta
til og ekkert við því að segja.“
Björn Jósef hefur ekki áhyggj-
ur af því að Einar búi yfir við-
skiptaleyndarmálum eða öðrum
viðkvæmum upplýsingum sem
væru illa komnar í samkeppnisfyr-
irtæki. „Í nútíma viðskiptum ger-
ast hlutirnir hratt og það sem er
nýtt í dag getur verið úrelt á morg-
un. Einar er heiðarlegur maður og
það hvarflar ekki að mér að hann
fari að nýta einhverja vitneskju
héðan í óeðlilegum tilgangi.“
Björn Jósef sagðist auðvitað
sjá á eftir góðum manni en ekki
væri annað að gera en þakka hon-
um fyrir vel unnin störf og óska
honum góðs gengis. ■
VEISTU SVARIÐ?
1Hvers vegna var Lögregluskólinn ífréttum í gær?
2Hvað heitir hinn nýi formaður einka-væðingarnefndar?
3Hvers vegna fór Chelsea-leikmaður-inn Eiður Smári Guðjohnsen út af á
11. mínútu í leiknum gegn PSG?
Svörin eru á bls. 42
410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna
Eru n‡ju
íbúðalánin
fyrir mig?
Landsbankinn býður „fjármálastjórum heimilanna“
á opinn kynningarfund um nýju íbúðalánin
í aðalbanka, Austurstræti 11 í kvöld kl. 20.00.
Skráning: fiú getur skrá› flig á kynningarfundinn
me› flví a› hringja í síma 410 4000 e›a
með tölvupósti á kynning@landsbanki.is
BJÖRN JÓSEF ARNVIÐARSON
Stjórnarformaður Íslandspósts.
Ríkið tekur 84% af
hverri vodkaflösku
Álagning á áfengi á Íslandi er sú mesta í heiminum. Af hverri 700 ml
Absolut-vodkaflösku sem kostar 2.880 krónur í vínbúð tekur ríkið 2.419
krónur í skatt.
ÁFENGISGJÖLD Á ÍSLANDI
AF VÖLDUM TEGUNDUM
Dæmi 1
Absolut vodka 700 ml, 40%. 2.880 kr.
Virðisaukaskattur 567 kr.
Áfengisgjald 1.852 kr.
Heildarskattur 2.419 kr
Heildarskattur sem hluti verðs = 84%
Dæmi 2
Baileys-líkjör 700 ml, 17,5%, 2.080 kr.
Virðisaukaskattur 409 kr.
Áfengisgjald 810 kr.
Heildarskattur 1.219 kr.
Heildarskattur sem hluti verðs = 59%
Dæmi 3
Rauðvín – Angove’s Bear Crossing Cab.
Sauvignon Merlot, 750 ml, 14%. 1.090 kr.
Virðisaukaskattur 214 kr.
Áfengisgjald 465 kr.
Heildarskattur 679 kr
Heildarskattur sem hluti verðs = 62%
Dæmi 4
Bjór – Tuborg Gold, 500 ml, 5,5%. 197 kr.
Virðisaukaskattur 39 kr.
Áfengisgjald 95 kr.
Heildarskattur 133 kr.
Heildarskattur sem hluti verðs = 68%
(heimild: ÁTVR)
%
84
80
70
60
50
40
30
20
10
VINNUVIKA STÉTTA
Skrifstofufólk 41,0 klst.
Sérhæft starfsfólk og tæknar 42,4 klst.
Skrifstofufólk við afgreiðslu 42,7 klst.
Sölu- og afgreiðslufólk 45,1 klst.
Gæslu-, lager- og framl.störf 45,6 klst.
Stjórnendur og sérfræðingar 46,9 klst.
MEÐALLAUN
Forstöðumaður/sviðsstjóri 423.649 kr.
Markaðsstjóri 388.604 kr.
Forstjórar/hærri stjórn.störf 370.828 kr.
Hag- og viðskiptafræðingar 361.703 kr.
Verk-, tölvunar- og kerfisfr. 357.823 kr.
Gestamóttaka 194.501 kr.
Vaktstjóri í verslun 193.825 kr.
Ræstingar og þrif 192.310 kr.
Matráðsk./matsv. 189.824 kr.
Afgr. á kassa 154.132 kr.
Könnun á vegum Verslunarmannafélags Reykjavíkur:
Launamunur kynjanna minnkar ekki
GUNNAR PÁLL PÁLSSON
Formaður VR kynnti niðurstöðu könnunar-
innar í gær.
Skagamenn
og miðborgin:
Flýtt fyrir
Sundabraut
SAMGÖNGUR Bæjarstjórn Akra-
ness vill að ríkisstjórn og Al-
þingi kappkosti lagningu Sunda-
brautar og hraði undirbúningi
hennar. Á bæjarstjórnarfundi í
fyrradag var tekið undir nýlega
ályktun samgöngunefndar
Reykjavíkur um að lagning
Sundabrautar sé ein allra mikil-
vægasta samgöngubótin á
höfuðborgarsvæðinu enda hafi
hún jákvæð áhrif á byggða-
þróun. Þá skipti hún máli í fyrir-
hugaðri sameiningu hafnanna á
Akranesi, Reykjavík, Borgar-
nesi og Grundartanga. ■
SUNDABRAUT
Hér má sjá eitt af þremur mögulegum
brautarstæðum.
06-07 15.9.2004 19:51 Page 2