Fréttablaðið - 16.09.2004, Qupperneq 8
16. september 2004 FIMMTUDAGUR
Siv víkur fyrir Sigríði:
Lyklakippan minnti
á rjúpnaveiðibannið
STJÓRNMÁL Siv Friðleifsdóttir af-
henti Sigríði Önnu Þórðardóttur
lykla að umhverfisráðuneytinu
síðdegis í gær og voru þeir festir í
kippu á rjúpufæti. Siv sagðist
hafa ráðlagt arftaka sínum að
halda fast í umdeilt þriggja ára
rjúpnaveiðibann enda hefði nýleg
rannsókn rennt stoðum undir
bannið.
Sigríður Anna er sjöundi ráð-
herra sjálfstæðismanna en Siv
hverfur úr ríkisstjórn enda gefa
framsóknarmenn einn ráðherra-
stól eftir. Siv var þó hvergi bang-
in þegar hún lét af embætti í gær
og sagðist eiga jafna möguleika
og hver annar þegar ríkisstjórnin
verður stokkuð upp að nýju, ári
fyrir kosningar, eins og Halldór
Ásgrímsson hefur boðað. ■
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson seg-
ist ekki óttast að Davíð Oddsson og
sjálfstæðismenn láti illa að stjórn
þótt þeir víki nú úr stjórnarforystu.
„Ég held að það sé stjórninni þvert
á móti styrkur að hafa hann innan-
borðs“, sagði Halldór þegar hann
tók við lyklavöldum í forsætisráðu-
neytinu af Davíð síðdegis í gær.
Halldór sagði að fyrsta verk sitt
yrði að semja stefnuræðu ríkis-
stjórnarinnar en til þess þyrfti
hann að hafa náið samráð við alla
ráðherra.
Forsætisráðherrann nýi sagði
„ekkert liggja á nýju fjölmiðlafrum-
varpi“ nú öfugt við nýliðið sumar.
Haldið yrði fast við að selja Símann,
þótt hann vildi ekki fastsetja
tímaramma að öðru leyti en því að
segja að þetta væri spurning um
„vikur eða mánuði“. Halldór stað-
festi að tekjuskattur yrði lækkaður
um 4 prósentustig á kjörtímabilinu
og byrjað á eins prósents lækkun
um áramót. Hann sagði að lækkun
eigna- og virðisaukaskatts og hækk-
un barnabóta yrðu forgangsmál
enda bentu hagvaxtarspár til þess
að svigrúm gæfist til þeirra. Hall-
dór neitaði að skýra nánar frá.
Halldór lagði áherslu á að varn-
armálin væru meðal erfiðustu
verkefna stjórnarinnar og sagði
ekkert óeðlilegt þótt þau yrðu á
hendi nýs utanríkisráðherra. For-
sætisráðuneytið hefði farið með
þau mál á meðan samskiptin hefðu
verið beint við Bandaríkjaforseta.
Davíð Oddsson útskýrði afskipti
sín af því máli úr stjórnarráðinu
með „sérstöku eðli forsætisráð-
herraembættisins“ sem gæti haft
afskipti af einstökum málum. „Það
er hefð fyrir því í íslenskum stjórn-
málum, að forsætisráðherrann geti
blandað sér í nánast hvaða málefni
sem er,“ sagði Davíð er hann lét af
embætti forsætisráðherra eftir
þrettán ára setu í stjórnarráðinu.
a.snaevarr@frettabladid.is– hefur þú séð DV í dag?
VARÐ MOLDRÍKUR Á KVÓTAKERFI
SEM HANN SKÓP SJÁLFUR
Forsætisráðherra
milljarðamæringur
RJÚPNAFÓTUR
Siv Friðleifsdóttir afhenti Sigríði Önnu
Þórðardóttur lykla að umhverfisráðuneyt-
inu í rjúpnafótarkippu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
RÍKISRÁÐ
Ráðuneyti Halldórs: 5 framsóknarráðherrar og 7 sjálfstæðisráðherrar, fleiri en nokkru sinni. Aðeins Sigríður Anna Þórðardóttir ný í stjórninni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Styrkur fyrir stjórnina
að hafa Davíð með
Halldór Ásgrímsson, nýr forsætisráðherra, segir það styrk fyrir ríkis-
stjórnina að hafa Davíð Oddsson innanborðs. Hann segir skattalækkan-
ir, einkavæðingu og varnarmál mikilvægustu málefnin.
STJÓRNMÁL Aðeins eitt dæmi er um að
forystuflokkur í ríkisstjórn hafi haft
jafn lítið fylgi og Framsóknarflokk-
urinn hefur nú þegar hann tekur við
forystu í ríkisstjórn. B-listi Fram-
sóknarflokksins fékk 17,7% í síðustu
kosningunum vorið 2003. Sami
flokkur var í stjórnarforystu 1978
með 16.9% á bakvið sig og er það
minnsta fylgi sem dæmi er um að
forystuflokkur í ríkisstjórn hafi
haft. Gunnar Helgi Kristinsson,
prófessor í stjórnmálafræði, segir
enga reglu um að stærsti flokkurinn
hafi stjórnarforystu: „Óvenjulegar
aðstæður hafa valdið því í stjórn-
málasögu okkar að lítill flokkur fái
stjórnarforystu, ýmist vegna þess
að samstarfsflokkar gefa eftir ráðu-
neyti í skiptum fyrir forsætisráðu-
neytið eða vegna þess að þeir eru í
óvenjulega sterkri aðstöðu í stjórn-
armyndun.“ ■
Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar:
Næstminnsta fylgi
forystuflokks
FORMAÐURINN
Framsóknarflokkur Halldórs er sá forystuflokk-
ur í stjórn sem næstminnst fylgi hefur haft.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
08-09 15.9.2004 21:18 Page 2