Tíminn - 27.09.1973, Síða 1
IGNIS
FRYSTIKISTUR
BAFIÐJAN SÍMI: 19294
Hálfnað
erverk
þá hafiðer
T
i
i
sparnaður
skapar
verðmæti
Samvinnubankinn
Ásiglsng-
ar Breta:
UTANRÍKISMÁLA-
NEFND hélt i gær fund,
þar sem fjallað var um
hugsanleg stiórnmála-
slit við Breta vegna
þeirra atburða, er
freigátan Lincoln sigldi
á varðskipið úti fyrir
Austurlandi á laugar-
daginn. Sat Einar
Ágústsson utanrikisráð-
herra fundinn, svo sem
venja er.
Fyrir nefndinni lágu afrit af
sjóprófum þeim, sem farið hafa
fram, og álit dómkvaddra sér-
fræðinga, sem fengnir voru til
þess að meta niðurstöður sjó-
prófsins með tilliti þess, hver
sökiná bæri. Nefndarmenn ræddu
málið ítarlega og gerðu hver fyr-
ir sig grein fyrir afstöðu sinni.
Fær ríkisstjórnin þvi fulla vit-
neskju um afstöðu þeirra allra.
Málið fer nú fyrir ríkisstjórn-
ina, sem halda mun fund árdegis i
dag og taka ákvarðanir sinar i
samræmi við eðli þess.
Sérfræðingarnir sam-
mála
Ríkisstjórnarfundur í dag
Utanríkismálanefnd á fundi i gær vegna siöustu ásigiinga Breta á varðskipin. Talið frá vinstri: Pctur Thorsteinsson ráðuneytisstjóri, Matthfas
A. Mathiesen, Benedikt Gröndal (sat fundinn i fjarveru Gylfa Þ. Gfslasonar), Kinar Agústsson utanrikisráðherra, Þórarinn Þórarinsson, for-
maður nefndarinnar, Eysteinn Jónsson, Magnús Kjartansson, iðnaðarmálaráðherra (sat fundinn i fjarveru Gils Guðmundssonar) og Bjarni
Guðnason. Jóhann Hafstein sótti fundinn ekki. — Tfmamynd: Gunnar.
VIÐ HÓFUM störf strax eftir að
sjóprófum var lokið. I dómkvaðn-
ingunni var farið fram á,að þrir
hæfir og óvilhallir menn hlýddu á
sjóprófin og að þvi loknu skyldu
þeir skila áliti um, hverjar
ályktanir megi draga af sjópróf-
unum um aðdraganda og orsök
árekstranna. Við unnum að
þessari álitsgerð fram eftir nóttu
og lukum störfum klukkan fimm i
morgun, sagði Jón Finnsson, hrl.,
einn hinna þriggja dómkvöddu
sérfræðinga i viðtali við blaðið i
gær.
— Gengið var frá álitsgerðinni
i morgun, og við afhentum hana
dómsmálaráðuneytinu á hádegi.
Framhald á 35. siðu.
STÍFLAN í LAGARFLJÓTI
AÐ VERÐA FULLGERÐ
Skortur á verkamönnum við virkjunina
SB—Reykjavík. — Vinna við
Lagarfossvirkjun gengur sam-
kvæmt áætlun, þrátt fyrir
tilfinnanlegan skort á verka-
mönnum. Fljótið er nú i þann
veginn að stfflast, og hefur vatns-
horð við stifluna hækkað um rúm-
an metra á þremur dögum. Við
Kgilsstaði vcrður hins vegar eng-
in hækkun vatnsborðs.
m
Gert er ráð fyrir að vélaupp-
setning hefjist um áramótin.
Byggingu stöðvarhússins er nú að
ljúka, og verður þakið væntan-
lega sett á það um mánaðamótin.
Allri steypuvinnu verður lokið um
mánaðamót október nóvember,
ef ekki gerir frost fyrir þann
tima.
Undanfarið hefir verið auglýst
eftir trésmiðum og verkamönn-
um til starfa viö virkjunina.
Sæmilega hefur gengið að fá
smiðina, en verkamenn fást ekki.
Ástæðan fyrir skortinum er sú, að
i sumar hafa unnið þarna um 40
menn, sem fara i skóia i haust.
Þegar flest hefur verið i sumar,
hafa um 60 manns verið þarna að
störfum, en nú eru þeir um 30, og
gengur verkið þvi hægar.
Veðurguðirnir hafa verið
starfsmönnum við virkjunina
einkar góðir i sumar. Sérstaklega
var júlimánuöur heitur, og þá
var einmitt verið að starfa úti
við, en niðri á milli bergveggja
hitaði sólin svo upp, að hitinn
þar var yfirleitt um eða yfir 30
stig.
Ef allt heldur áfram eins vel og
þaö hefur gert og stenzt áætlun,
fara vélarnar i Lagarfossvirkjun
aö snúast um áramótin 1974-1975.
SIÐUR I DAG
Kynlífsvandamál ó-
þekkt i Kina, bls. 11.
Gamlir bæir i Borgar-
firði, sunnan Skarðs-
heiðar, bls. 15 og 16.
Ég andaðist tvisvar
bls. 29.
Gefið mér tækifæri,
bls. 18 og 19.
Ég er gift Hitchc oek
bls. 6 og 7.
Maðurinn bak við
Hvitu vagnana bls. 22
og 23.
Á þrælamarkaði i
Bamaskus, bls. 10
íþróttir bls. 25, 26 og
27.
Hann varð harðast úti
Liklcga hefur enginn orðið harðar úti i stórviðrinu á dögunum en
Þorsteinn Sigmundsson i Elliðahvammi eigandi hænsnabúsins,
sem fauk. Sennilega er eignatjón hans þrjár til fjórar milljónir
króna, og stendur hann nú uppi nálega slyppur. Hæsnin fuku út
um holt og móa, og þar hefur hann verið að tina skrokkana sam-
an. llér stcndur hann við húsrústirnar, og plastpokarnir eru full-
ir af dauðum hænum. — Timamynd:GE. S"Ö bl 33