Tíminn - 27.09.1973, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Fimmtudagur 27. september 1973
Frá setningu 35.
iðnþings íslands
Úr ræðu Magnúsar Kjartanssonar iðnaðarmálardðherra
ÞRÍTUGASTA og fimmta iðnþing
islendinga var sett i Hafnarfirði i
gær, og mun það standa-á laugar-
dag eins og skýrt var í blaðinu I
gær og mun það standa fram á
laugardag eins og skýrt var i
blaðinu i gær. Setningin fór fram i
Bæjarbiói, en þingfundirnir
verða i iuisi iðnaðarmanna i
Ilafnarfirði. Verður þar rætt um
margvisleg mál — iðnþróunará-
ætlunina, læknimcnntun, tolla-
mál, iðniiiggjöf, verðlagsmál,
samkeppnisaðstöðu og margl
annað.
Magnús Kjartansson iönaðar-
málaráðherra ávarpaði þingið
viö setningu og meðal þes sem
hann reifaði var hugmynd umal-
mennan verðjöfnunarsjóð til þess
að mæta ófyrirséöum hagsveill-
um á erlendummörkuðum.
Honum fo'rust meðal annars orð
á þessa leið:
Svo er nú ástatt i atvinnu-
málum og efnahagsmálum hér-
lendis að hvarvetna er mikil
gróska og hagsæld ef á heildina er
litið, meiri framkvæmdagleði og
hærra neyzlustig en nokkru sinni
fyrr i sögu þjóðarinnar, þótt
neyzlunni sé misskipt og menn
greini vissulega á um hvort allar
framkvæmdirnar séu jafn nyt-
samlegar. Vandamál þau sem við
er að etja eru þó i heild fyrst og
fremst velmegunarvandamál,- of
mikil þensla, of ör þróun einka-
neyzlu, of mikið skipulagsleysi i
allri framkvæmdagleöinni. Slik
vandamál eru torveld viðfangs,
en þó ættu þau i eðli sinu að vera
miklum mun auðleystari en þau
viðfangsefni sem þjóðin tókst á
viö fyrir örfáum árum, þegar
þjóðartekjur lækkuðuog þúsundir
manna gengu atvinnulausar.
Það vandamál sem er hvað tor-
veldast viðfangs og hefur raunar
fylgt þjóðfélagi okkar allt frá sið-
ustu heimsstyrjöld er verðbólgan.
Verðbólga er mikil meinsemd,
hún breytir i sifellu tekjuskipt-
ingu og eignaskiptingu á kostnað
þeirra sem vanmegnugastir eru i
þjóðfélaginu, hún grefur undan
ýmsum mikilvægum siðferði-
íegumgrundvallarsjónarmiðjumi:
hún torveidar alla áætlunargerð
svo mjög að hún verður stundum
tóm markleysa. Hún þenur út
hverskonar þjónustustarfsemi,
brask og spákaupmennsku, en er
framleiðsluatvinnuvegunum
þung i skauti. Engri atvinnugrein
er hún jafn háskaleg og iðnað-
inum, þvi að hann þarf umfram
allt að geta gert áætlanir sem
standgst og búa við efnahagslega
festu.
Við segjum oft að verðbólgan sé
heimatilbúið vandamál, og vissu-
lega hefur hún einatt verið til
marks um getuleysi okkar og
skort á samstöðu. En á siðustu
árum hefur nýr þáttur íléttazt inn
I hina séríslenzku verðbólgu og
orðið mikill örlagavaldur; það er
hin alþjóðlega verðbólga sem
geisar nú með sivaxandi hraða i
iðnaðarþjóðfélögunum umhverfis
okkur, austan hafs og vestan.
Þessi alþjóðlega verðbólga er
mjög fróðlegt fyrirbæri, sém
gaman hefði verið að bollaleggja
um, þótt til þess sé ekki ráðrúm
hér. Hún er að hluta til afleiðing
af þeirri baráttu okkar aldar að
tryggja þegnunum aukið efna-
hagslegt jafnrétti i samræmi við
siðferðisleg og pólitisk sjónarmið,
og þeirri baráttu lýkur ekki fyrr
en mönnum hafa verið tryggð
efnahagsleg lýðréttindi, ekki siðri
en þau stjórnmálalegu sem við
njótum nú. En hin alþjóðlega
verðbólga er einnig afleiðing af
þeirri staðreynd sem menn gera
sér nú loks ljósa, að auðlindum
jaröar eru takmörk sett og einnig
þeim hagvexti sem miðast við
sivaxandi eyðslu á slikum auð-
lindum. Það er engin tilviljun að
verðhækkanirnar eru hvað
mestar á þeim vörutegundum
sem augljóst er að skortur verður
á I fyrirsjáanlegri framtið, ef
hagvaxtarkapphlaupið heldur
áfram svo sem verið hefur.
Þannig eru verðhækkanir hvað
mestar á ýmsum málmum, sem
menn óttast að kunni að verða
torgætir á næstunni, á trjáviði, á
olium, bensini og öðrum orku-
lindum og á ýmsum tegundum
matvæla.
Þessi alþjóðlega verðbólga
hefur haft mikil áhrif á efnahags-
kerfi okkar, svo mjög sem við
erum háðir viðskiptum við aðrar
þjöðir, og þar við hefur bætzt
ringulreiðin i gengismálum, en
hún er hluti af sama vandamáli.
Við höfum einnig notiö hennar i
mjög rikum mæli, vegna þess að
verðlag á útfluttum sjávar-
afurðum hefur hækkað örar og
meir á alþjóðlegum mörkuðum,
en dæmi eru um i sögu þjóðar-
innar. Um miðjan júli i ár hafði
útflutningsverðlag á sjávar-
afurðum hækkað um 36% frá
ársmeðaltali 1972, en þá var
verðið talið mjög hátt. Verðlag á
frystum fiskafurðum var þá orðið
yfir 20% hærra en gert var ráð
fyrir um siðustu áramót. Og svo
að enn eitt dæmi sé tekið hækkaði
verðlag á loðnu um 126% milli
ára.
Þessar miklu sveiflur hafa leitt
til þess, að gengi krónunnar
gagnvart dollara hefur verið látið
hækka i áföngum á þessu ári, svo
að verð dollarans hefur lækkað úr
rúmum 97 krónum i ársbyrjun i
rúmar 83 krónur nú. Þessum
gengishækkunum hefur verið
ætlað að draga úr áhrifunum af
hinum miklu alþjóðlegu verð-
sveiflum, milda áhrifin af verð
hækkunum á innflutningsvörum
okkar, draga úr þeirri þenslu sem
fylgir skyndilegum verð-
hækkunum á fiskafurðum. En
jafnframt höfum við rekið okkur
harkalega á þá staðreynd, sem
við þekkjum af langri reynslu, að
gengisbreytingar hrökkva ekki til
að leysa vandamál af þessu tagi.
Það hefur verið stefna Islend-
inga að miða gengi krónunnar við
afkomu sjávarútvegsins, þannig
að hann væri arðbær atvinnu-
grein og er það að sjálfsögðu
afleiðing af þvi aö meginþorri
gjaldeyristeknanna kemur frá
honum. Sjávarútvegurinn verður
hins vegar að sæta mjög miklum
sveiflum; aflabrögð eru óstöðug,
háð veðurfari og breytingum á
fiskstofnum, og verðlag á er-
lendum mörkuðum hefur verið
undirorpiö mjög stórfelldum um-
skiptum. Þannig hefur afkoma
sjávarútvegsins einkennzt af
tíðum og næsta kröppum
hagsveiflum, þar sem bæði magn
og verð hafa tekið verulegum
breytingum á skömmum tima.
Þessar hagsveiflur lenda siðan á
hagkerfinu i heild sinni, annað
hvort sem tekjuaukning með
miklum þensluáhrifum innan-
lands eða sem tekjutap með sam-
dráttaráhrifum. Þetta er ein
meginástæðan fyrir þeim öru
gengisbreytingum sem viö höfum
orðið að þola og hafa raunar yfir-
leitt verið gengislækkanir þar til
á þessu ári.
Þessar tilraunir til þess að
jafna metin i þágu sjávar-
útvegsins með gengisbreytingum
hafa komið mjög harkalega við
aörar atvinnugreinar og raunar
afkomu landsmanna i heild.
Tökum iðnaðinn sem dæmi.
Þegar sjávarútvegurinn hefur átt
I erfiðleikum og gengið hefur
verið ákveðið I samræmi við það.
hefurstaða iðnaðarins orðið mjög
sterk; hann hefur átt auðvelt með
að keppa við innfluttan varning á
heimamarkaði, og opnazt hafa
ótviræðir möguleikar til útflutn-
ings á iðnaðarvarningi. Sé gengið
hins vegar ákveðið með hliðsjón
af stöðu sjávarútvegsins eins og
hún er hvað bezt, eins og t.a.m.
nú, fer þvi mjög fjarri að það
nægi sem forsenda fyrir iðnaðar-
framleiðsluna i landinu. Iðnaður-
inn hefur ekki nema að litlu leyti
notið þeirra stórfelldu verð-
hækkana sem sjávarútvegurinn
hefur fengið, og þvi hlýtur gengi
sem miðað er við sjávarútveginn
að verða allsendis ófullnægjandi
fyrir iðnaðinn. Afleiðing af
gengishækkununum i ár er þvi sú
að iðnaðurinn á i vaxandi erfið-
leikum. Samkeppnisaðstaða
hans á heimamarkaði hefur
versnað og örðugleikar út-
flutningsiðnaðarins aukast i
sifellu. Sú bjartsýni um aukinn
iönaðarútflutning sem gagntók
menn i ársbyrjun — og ég reyndi
að tendra eftir bezta megni —
hefur nú dofnað til mikilla muna.
Otflutningur á iðnaðarvarningi
hefur vissulega aukizt, en hitt er
ekkert launungarmál að ýms þau
fyrirtæki sem stunda slikan út-
flutning eru nú rekin með halla,
og það ástand getur ekki haldizt
nema skamma stund.
Þessar staðreyndir sanna að
gengisbreytingar eru engan
veginn fullnægjandi hagstjórnar-
tæki til þess að tryggja öryggi i
efnahagsmálum: þar verða
önnur og fleiri hagstjórnartæki aö
koma til. Einu sliku hagstjórnar-
tæki var komið á laggirnar 1969
með stofnun veröjöfnunarsjóðs
fiskiðnaðarins. Ætlunarverk hans
var að jafna hagsveiflur af
völdum verðbreytinga f sjávarút-
vegi, taka við óvenjulegum verð-
hækkunum á sjávarafurðum en
jafna siðan metin ef verð
hækkaði. Þessum sjóði eru hins
vegar settar mjög þröngar
skorður: hann er i fjórum
aðskildum deildum með sér-
stakan fjárhag, almennri deild,
freðfisksdeild, mjöl- og lýsisdeild
og saltfisksdeild. Litið er á hverja
deild sem eign viðkomandi at-
vinnugreinar, og sjóðurinn
verður aðeins nýttur i hennar
þágu. 1 heild var sjóður þessi
1.254 milljónir I árs byrj-
un, en 1.568 milljónir um miðj-
an júli þetta árið. Hann haf&i
þannig aðeins aukizt um rúmar
300 milljónir eða réttara sagt sú
deild hans sem fær tekjur af
loðnu, þótt ytri aðstæður hefðu átt
aö geta tryggt miklu stórfelldari
tekjuaukningu. Astæðurnar fyrir
þvi að tekjur sjóðsins jukust ekki
meira en þetta eru m.a. þær að
ákveðið var að hækka gengið,
þannig að tekjur sjávarútvegsins
minnkuðu sem þvi svaraði i
krónum talið. Þetta hagstjórnar-
tæki hefur þvi orðið óvirkara sem
þessu nemur.
Ég er persónulega þeirrar
skoðunar að hugmyndin um verð-
jöfnunarsjóð hafi veriö rétt, en að
það þurfi að framkvæma hana á
miklu viðtækari grundvelli. Ég
tel að slfkur sjóður eigi ekki að
vera eign neinnar sérstakrar at
vinnugreinar eða undirgreinar,
heldur sameign þjóðarinnar
allrar. Tilgangur sliks sjóðs ætti
að vera að mæta ófyrirséðum
hagsveiflum á erlendum
mörkuðum, taka við óvæntum
tekjum og bæta ófyrirsjáanleg
skakkaföll i þágu útflutningsins i
heild, en ekki neinnar einnar at-
vinnugreinar. Væri slfkur
heildarájóður til sem almennt
hagstjórnartæki og gæti gegnt
hlutverki sinu, væri ekki lengur
þörf á þvi að breyta genginu i
sifellu á þann hátt sem gert hefur
verið, heldur hefði gengis-
skráningin það hlutverk eitt að
breyta kostnaðarlagi innanlands
gagnvart útlöndum, en það er
mjög svipað í hinum ýmsu at-
vinnugreinum. Þá yrði gengið
ekki framar notað til þess að
jafna hagsveiflur einnar atvinnu-
greinar, heldur yrði það al-
mennur skiptamælikvarði milli
tslands annars vegar og við-
skiptalanda okkar hins vegar.
Hér er um að ræða almenna
hugmynd sem ég vildi koma á
framfæri, þótt hún sé umfangs-
Framhald á 35. siðu.
Ingólfur Finnbogason, forseti
Landssambands iðnaðarmanna.
Fjölmenni
við setningu
iðnþings
Fjölmenni var við setningu 35.
iðnþings, cn þingið sækja hátt á
annað hundrað fulltrúar vfðs-
vegar að á landinu. Þetta er i
fjórða sinn sem iðnþing er haldið i
llafnarfirði.
Forseti Landssambands
iðnaðarmanna, Ingólfur Finn-
bogason setti þingið og minntist
hann i upphafi fyrrverandi iðn-
þingsfulltrúa, sem látizt hafa frá
þvi að siðasta iðnþing var haldið,
þeirra Jökuls Péturssonar,
málarameistara, Kristolinu
Kragh, hárgreiðslumeistara og
Guðmanns Péturssonar, húsa-
smiðameistara. Þingfulltrúar
risu úr sætum i virðingarskyni við
hina látnu félaga. Ingólfur
Finnbogason fék þessu næst að
stöðu íðnaðarins um þessar
mundir og brá upp myndum af
efnahagsaðstæðum, er snúa að
iðnaði eða rekstri hans. Sagði
! Ingólfur, að þótt atvinnuástand
væri með afbrigðum gott um
þessar mundir, þá væri öllum það
i vel ljóst, er með efnahagsmálum
fylgdust, að boginn væri orðinn
æði spenntur og verðbólgudraug-
urinn allófrýnilegur. Væri þvi
hollt hverjum hugsandi manni,
sem nú væri að undirbúa kröfu-
gerð á hendur atvinnurekstrinum
á komandi hausti, að fara sér
hægt svo að ekki brysti.
Að lokinni setningarræðu for-
seta ávarpaði iðanðarráðherra,
Magnús Kjartansson, þingið.
VERÐUR
SÝR
SELD?
Timinn hefur fregnað, að Land
helgisgæ/.lan hafi i hyggju að
reyna að selja gæzluvélina TF-
SVR, og vilji festa kaup á flugvél
til gæzlustarfa, sem er ódýrari i
rekstri. Hefur heyrzt, að Flug-
félag Islands eða þá Flugleiða
samsteypan hafi áhuga á að
kaupa vélina, sem er af gerðinni
Fokker Friendship, en vélar af
þeirri gerð hafa reynzt Flug-
félaginu vel undanfarin ár.
Hafsteinn Hafsteinsson, tals-
maður Landhelgisgæzlunnar,
vildi ekki staðfesta, að þessar
heimildir blaðsins væru sannar.
Hafsteinn sagði, að auðvitað væri
Landhelgisgæzlan alltaf vakandi
fyrir möguleikum á þvi að bæta
flugvélakostinn, en sér vitanlega
væru flugvélakaup ekki á dag-
skrá þessa stundina.