Tíminn - 27.09.1973, Page 15

Tíminn - 27.09.1973, Page 15
Fimmtudagur 27. september 1973 TÍMINN 15 Gröf i Skilmannahreppi — þessi bær stóð fram til ársins 1919. r- m wBr? ' JÍBBéSF * Jfm w - œF f mjji 1! il . Leirárgarður eystri í Leirársveit — bærinn stóð fram yfir aldamót. með, en þeir hafa verið 6 á þessu timabili, þar af 3 settir. Garðakirkja var helguð Laurentio og Sebastiano. f Garðaprestakalli voru fyrrum kirkjurá eftirtöldum stöðum, auk Garðakirkju: Kotsstöðum, Hey- nesi, Ytra-Hólmi, Kjalardal, Hvitanesi og Kirkjubóli, siðar Innra-Hólmi. A timabilinu 1824- 1891 var engin kirkja á Innra- Hólmi, og Garðakirkja eina sóknarkirkjan i prestakallinu. Stofnun byggðasafns Þvi máli, að koma á fót byggða- safni fyrir Akranes og nærsveitir, var fyrst hreyft árið 1949, samtimis á fundi i stúdentafélag- inu á Akranesi og i bréfi til menningarráðs kaupstaðarins. Málinu var vel tekið. Menningar- ráð tók að sér hugmyndina og sendi út til bæjarbúa ávarp, þar sem bent var á þýðingu þess, að einu og öðru frá eldri timum væri meiri sómi sýndur og varðveitt fyrir komandi tima. — Aðal- hvatamaður að stofnun safnsins var sóknarpresturinn á Akranesi, séra Jón M. Guðjónsson og gekk hann ötullega að uppbyggingu þess. Séra Jón Benediktsson, er var prestur i Görðum (1865-1886) lét reisa þar steinsteypt ibúðarhús á árunum 1878-’82, og er það þvi elzta hús sinnar tegundar á land- inu. Þessi „forngripur” var i eigu sóknarnefndar, en á fundi 26. febrúar 1959 ákvað hún og til- kynnti formlega, að gefa byggða- safninu húsið til ævarandi eignar og afnota fyrir starfsemi sina. Tók séra Jón M. Guðjónsson við húsinu fyrir hönd byggðasafns- ins. Þann 13. desember 1959 af- henti séra Jón það safnstjórn, sem skipuð er 5 mönnum, kosnum af bæjarstjórn Akraness og .ein- um úr hverjum hreppi sunnan Skarðsheiðar (Innri-Akranes- hreppi, Skilmannahreppi, Leirár- og Melahreppi og Hvalfjarðar- strandarhreppi). I ræðu, sem séra Jón hélt við þetta tækifæri, sagði hann meðal annars: ,,Að fortið skal hyggja, ef frumlegt skalbyggja, án fræðslu þess liðna séstei hvað er nýtt”. Og var það siðan tekið upp sem einkunnarorð safnsins. Við vigslu safnsins bárust frá þáverandi skólastjóra á Akra- nesi, Ragnari Jóhannessyni, eft- irfarandi visur: Enn á fornu óðalssetri opnar saga kynni sin, og gripir hennar, gulli betri, i Görðum heilla augu þin. Ljúka hér upp liðnar aldir löngu horfnum feöra siö, hér eru varöar timans taldir, tign og fræöi aö gleöjast viö. Hér eru munir móöur þinnar, minning helg I hverjum grip, ættargulliö ömmu minnar, afa gamla lúiö skip þess, er yfir lög og lööur lyfti skipshöfn orkumanns. Hér er smiöi hagleiksfööur, hamarinn gamli, sögin hans. Láttu þessa Ijúfu minning liöa hljótt um huga þinn, bregöi þessi kæra kynning, kvöldsins roöa I sálu inn. Kynstofns minjar miklu varöa menningu og þjóöar hag. Langri sögu gömlu Garöa gimsteinn bætist enn — I dag. Byggöasöfnum er ætlað það hlutverk, að leiða hugina aftur til liðinna tima og festa i brjósti hvers manns, tryggð og rækt við fornan arf og um leið ást til byggðar sinnar og lands. Þeim er ætlað að vera litil mynd af þvi, sem forfeður okkar áttu við að búa. Þar sjáum við hlutina, sem þeir handléku. Þar upplifum við „heim”, sem einu sinni var, en kemur aldrei aftur. Þakka ber sérstaklega sóknarprestinum á Akranesi, séra Jóni M. Guðjónssyni fyrir óeigingjarnt starf hans i þágu safnsins. — Allir þeir, sem heimsækja Garða, munu vera sammála um, að þar hafi verið unnið frábært starf. — Þ.J. (Afmstrong LOFTA- PLÖTUR Þ. ÞORGRÍMSSON & CO SUbURLANDSBRAUT 6 SÍMI38640 TIMINN ER TROMP Litli-Sandur á Hvalfjaröarströnd — elztu húsin frá aldamótum, stóö fram til 1943

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.