Fréttablaðið - 16.09.2004, Qupperneq 19
19FIMMTUDAGUR 16. september 2004
Ráku einkafangelsi:
Dæmdir í tíu
ára fangelsi
AFGANISTAN, AP Þrír Bandaríkjamenn
hafa verið dæmdir í allt að tíu ára
fangelsi fyrir að pynta Afgana í
einkafangelsi í Kabúl.
Jonathan Idema, sem Banda-
ríkjastjórn kallar mannaveiðara,
segir að aðgerðirnar hafi verið
gerðar með samþykki Bandaríkja-
stjórnar. Bandaríska varnarmála-
ráðuneytið þvertekur fyrir að hafa
haft nokkur tengsl við mennina.
Mennirnir voru handteknir í júlí
og segir lögmaður þeirra að dómn-
um verði áfrýjað enda hafi réttar-
öryggi þeirra ekki verið tryggt þar
sem dómstólar í Afganistan starfi
ekki í samræmi við alþjóðalög. ■
JAFNRÉTTISMÁL Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra telur það mjög
mikilvægt að konur komi í auknum
mæli inn í íslensk stjórnmál og
fagnar auknum áhuga kvenna á
stjórnmálum.
Halldór Ásgrímsson tók við
embætti forsætisráðherra í gær.
Af því tilefni ræddi Fréttablaðið
meðal annars við hann um stöðu
kvenna í íslenskum stjórnmálum í
kjölfar óánægju framsóknar-
kvenna með ákvörðun Halldórs um
að Siv Friðleifsdóttur yrði vikið úr
ráðherrastóli.
„Ég hef reynt að leggja mig
fram um það að konur fái nauðsyn-
legan vettvang í stjórnmálum og ég
fagna því starfi í Framsóknar-
flokknum,“ segir Halldór.
Hann segist hafa reynt að stuðla
að því að konum í stjórnmálum
fjölgi. „Ég geri það vegna framtíð-
arinnar. Ég tel að konur muni skipa
meiri og meiri sess í samfélaginu.
Ég á engan son, ég á þrjár dæt-
ur og ég hlýt að hugsa um framtíð
kvenna eins og hver annar faðir.
Þar af leiðandi gleðst ég yfir því að
mér finnst konur á margan hátt
hafa meiri möguleika en karlmenn-
irnir. Við sjáum að þær standa sig
afskaplega vel í námi, þær eru
reglusamari og sennilega sam-
viskusamari,“ segir hann.
Spurður hvað hægt sé að gera til
að auka þátttöku kvenna á efri stig-
um samfélagsins enn fremur en
orðið hefur segir hann að hvatning
til að taka þátt og vera óhræddar til
að takast á við erfið verkefni sé
mikilvæg.
„Ég held að það sé einnig að
hluta til spurning um sjálfstraust.
Konur eru smátt og smátt að öðlast
meira sjálfstraust. Breytingin sem
orðið hefur á fyrirkomulagi fæð-
ingarorlofs skiptir einnig miklu
máli. Þar er lögð áhersla á ábyrgð
feðra ekki síður en mæðra. Því
verður ekkert á móti mælt að til
dæmis mín kynslóð hefur vanist
því að mæðurnar beri meiri og
aðra ábyrgð á börnunum en feð-
urnir. Ég held að það muni smátt og
smátt breyta miklu, jafnvel tiltölu-
lega hratt,“ segir Halldór.
Hann segir að karlmenn geti
lagt sig fram við að bæta jafnrétti
kynjanna enn meir en orðið hafi.
„Þeir mættu taka meira tillit til
kvennanna og viðurkenna að hæfi-
leikar þeirra séu ekki síðri en karl-
anna. Það hefur stundum skort á
það. Karlmenn þykjast oft geta
miklu meira en konurnar, það er
kannski helst vegna þess að þeir
hafa meiri líkamlega burði, en það
eru nú að verða færri og færri
störf sem útheimta alla þessa lík-
amlegu burði,“ segir Halldór.
sda@frettabladid.is
Fleiri konur í stjórnmál
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur það mjög mikilvægt að konur komi í auknum mæli inn í íslensk stjórnmál og
telur sig hafa reynt að stuðla að því. Hann fagnar jafnframt auknum áhuga kvenna á stjórnmálum.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA
Segir að karlmenn geti lagt sig fram við að bæta jafnrétti kynjanna enn meir en orðið
hafi. „Þeir mættu taka meira tillit til kvennanna og viðurkenna að hæfileikar þeirra séu
ekki síðri en karlanna. Það hefur stundum skort á það.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
BANGLADESS, AP Neyðarástand
ríkir í Dakka, höfuðborg
Bangladess, vegna mikilla flóða.
Ekki hefur rignt meira í landinu
í fimmtíu ár.
Um 600 manns létust í mikl-
um flóðum í Bangladess í lok
júlí en ástandið núna er talið enn
verra. Borgin er í lamasessi, en
um tíu milljónir manna búa í
henni. Allir helstu vegir eru
undir vatni og öll fyrirtæki og
stofnanir eru lokuð. Rafmagns-
laust er víða og ekkert símasam-
band er á sumum svæðum.
Stjórnvöld í Bangladess ótt-
ast að skólp muni menga drykkj-
arvatn en það gæti haft alvar-
legar afleiðingar í för með sér.
Khaleda Zia, forsætisráðherra
landsins, hefur þegar boðað að-
gerðir til að sporna gegn flóðun-
um.
Reynt hefur verið að koma í
veg fyrir að ár flæði yfir bakka
sína og vinna verkamenn og
sjálfboðaliðar hörðum höndum
að því að stafla upp sandpokum
til þess að mynda flóðgarða. Enn
er ekki ljóst hversu margir hafa
látist í flóðunum. ■
FLÓÐ Í DAKKA
Götur borgarinnar eru allar undir vatni og
öll fyrirtæki og stofnanir eru lokuð.
Ólympíuleikar fatlaðra:
Taívanar
ósáttir
TAÍVAN, AP Stjórnvöld í Taívan eru
reið út í stjórnendur Ólympíuleika
fatlaðra sem hefjast í Aþenu á
föstudaginn. Eiginkonu forseta Taí-
vans, sem er fötluð og í hjólastól,
hefur verið bannað að leiða hóp taí-
vanskra íþróttamanna á leikunum.
Taívanar segja að stjórnendur
leikanna hafi látið undan þrýstingi
kínverskra stjórnvalda. Í gegnum
árin hafa miklar deilur staðið milli
Taívana og Kínverja, en Kínverjar
segja Taívan hluta af Kína. Talsmað-
ur taívönsku stjórnarinnar segir að
ferð forsetafrúarinnar tengist ekki
stjórnmálum á neinn hátt. Því sé
ráðstöfunin óskiljanleg. ■
Alvarlegt ástand blasir við í Bangladess:
Verstu flóð í fimmtíu ár
18-19 15.9.2004 19:54 Page 3