Tíminn - 02.10.1973, Page 8

Tíminn - 02.10.1973, Page 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 2. október 1973. Ræða Einars Ágústssonar, utanríkisróðherra, á allsherjarþinginu í gær: 200 mílna auðlindalög- sögu fær enginn sföðvað Einar Agústsson, utanrlkisráðherra iræðustóli á AUsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Herra forseti, 1 upphafi máls mins vildi ég leyfa mér að óska yður til ham- ingju meö kjör yðar sem forseti 28. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Ég árna yður allra heilla I þessu starfi og heiti yður fullum stuðningi sendinefndar minnar. Ég vildi einnig leyfa mér að votta framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna virðingu mína fyrir árangursrikt starf hans aö baráttumálum Sameinuðu þjóö- anna. Ég minnist með ánægju heimsóknar framkvæmdastjór- ans til Islands fyrr á þe'ssu ári, en þá heimsóknar framkvæmda- stjórans til Islands fyrr á þessu ári, en þá heimsókn mat islenzka rikisstjórnin og þjóðin öll mikils. Þá vil ég mega taka undir meö þeim þingfulltrúum, sem tekið hafa til máls á undan mér, og bjóða þau riki velkomin, sem nú hafa gerzt aðilar að samtökum okkar — sem sé Sambandslýð- veldið Þýzkaland, þýzka Alþýðu- lýðveldið og Bahamaeyjar. Viö hyggjum allir gott til þess fram- lags, sem þau munu leggja sam- tökunum til. Vil ég nú vikja nokkuð að þvi, hvaða hlutverki Sameinuðu þjóð- irnar eiga að gegna i veröldinni i dag, að okkar dómi, og hver við teljum að helztu stefnumörk Sameinuðu þjóðanna skuli vera, nú 28 árum eftir að samtökin voru stofnuð. Aðildin að Sþ er horn- steinn islenzkrar utan- rikisstefnu. Island er eitt af minnstu aðild- arrikjum Sameinuðu þjóðanna. Allt frá þvi að við gengum i sam- tökin árið 1946 höfum við litið á aöild okkar að þeim sem horn- stein Islenzkrar utanrikisstefnu. A miklu riður fyrir litla þjóð, engu siöur en stórveldin, að vel takizt viö lausn vanda á stjórn- mála- og öryggissviðinu I veröld- inni. Jafnframt, að til sé áhrifarik alþjóðastofnun, sem sé vel fær um að fást við hin margvislegu vandamál.sem upp koma þjóða I milli. Reynsla okkar hefur sýnt, aö svæðasamningar, hve gagn- legir sem þeir kunna að vera, geta ekki ávallt þjónað hagsmun- um hinna minni aðildarrikja eða tekið tillögur þeirra til greina. Málstaður smárikjanna fær betri byr og hollara fylgi innan stofn- unar, sem öll riki veraldar eru aðilar að. Ekki þarf að fara i grafgötur um að aldrei hefur verið meiri Viauðsyn á samvinnu rikja á sviöi stjórnmála, efnahagsmála og þjóöfélagsmála en einmitt i dag. Spurningin er þvi sú, hvernig viö getum gert Sameinuðu þjóðirnar sem hæfastar til þess að efla slika samvinnu. I þessu tilefni viljum við leggja áherzlu á það, sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóöanna segir i innganginum að ársskýrslu Sameinuðu þjóðanna, að samtökin eru ekki fær um að setja niður deilur I veröldinni nema þvi aðeins að þau njóti óskoraðs stuðnings og stjórn- málavildar allra hlutaðeigandi rikja. Sú einfalda staðreynd, að þennan stuðning skortir allt of oft, er orsök þess, að vonir margra varðandi árangur af starfi Sam- einuðu þjóðanna hafa brostið. Það, sem hér á skortir, er að ménn geri sér miklu ljósar en áður, að Sameinuðu þjóðirnar eru engin alheimsrikisstjórn, heldur einvöröungu tæki til f jölþjóðlegra samninga og samvinnu. Það er með þessar staðreyndir i huga, sem skoða ber fullyrðingar um að það hafi reynzt Sameinuöu þjóð- unum um megn að leysa átök, sem ógnað hafa heimsfriðnum, svo sem styrjöldin i Vietnam, eða að þeim hafi ekki tekizt að koma á fullum friði i Austurlöndum nær. Með þessu er þó eigi sagt að ekki sé full ástæða til þess að gera Sameinuðu þjóðirnar að miklu sterkara afli i alþjóðamálum og veita þeim mun meira frumkvæöi og vald til þess að gripa I taum- ana á hættutímum en þær nú hafa. Breytinga á Sþ er þörf i dag Veröldina skortir ekki mál- fundafélag eða umræðuvettvang fyrir þröngsýna þjóðarhags- mundi, held.ur alþjóðastofnun, sem hefur styrka forvstu um lausn hinna erfiðustu vandamála er að dyrum berja á hverjum tima. Vel má vera, að breyta þurfi grundvallaruppbyggingu Sameinuðu þjóðanna m.a. end- urskipuleggja starfsgrundvöll öryggisráðsins, til þess aö ná' þessu markmiði, en ekki ber aö horfa I slikt, þegar um er að ræöa aö skapa áhrifarikara tæki til þess að bægja vofu styrjalda og hungurs frá dyrum mannkynsins. Viö skulum ekki gleyma þvi að Sameinuðu þjóðirnar voru stofn- aðar fyrir nærfellt 30 árum i veröld, sem um margt var gjör- ólik þeim heimi, sem við nú búum i. Um leiö og samtökin þurfa að efla mjög friðargæzlustarf sitt, verða þau að laga sig að nýjum aðstæðum. Þar skyldu hags- munir hinna nýfrjálsu rikja sitja I fyrirrúmi og rödd þeirra og áhrif innan Sameinuðu þjóðanna ber að styrkja. Oreltar kennisetningar nýlendualdanna verður að afmá , ekki sizt á sviði lögfræði- og þjóð- félagsvisinda. Þótt stundum geti veriö nauð- synlegt aö benda á veilurnar i uppbyggingu og starfi alþjóða- stofnana, þá er einnig rétt að minna á það, sem vel hefur tekizt I alþjóðamálum, frá þvi fundum okkar bar siðast saman i þessum sal. Merkir áfangar Lengi hefur Kóreumálið verið eitt mesta þrætueplið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar hafa nú veður vel skipast I lofti eftir að beinar samningaviðræður hófust milli Norður-Kóreu og Suður- Kóreu. Hefur það leitt til þess aö báðum rikisstjórnunum hefur nú veriö boðið að koma til þessa alls herjarþings og flytja hér mál sitt. Og Kóreunefnd Sameinuðu þjóð- anna hefur, eftir 23 ára starf, lagt til I ársskýrslu sinni, að hún ljúki störfum. Verður það annaö jákvætt skref i samskiptum Kóreurikjanna tveggja. Öráðið er hins vegar um framtíð varnarliös Sameinuðu þjóðanna i Suður- Kóreu. Það er mál, sem öryggis- ráðinu ber að ákvarða, þar sem það varðar verndun friðar i þess- um hluta heims. Er það von okkar aö geta innan skamms boðið bæði Kóreurikin velkomin i samtök Sameinuðu þjóðanna. Merkum áfanga var náð, þegar bæði þýzku rikin gerðust aðilar að samtökunum. Hér var um að ræða ávöxt þess starfs, sem unnið hefur veriö að undanförnu, og miðar að þvi að draga úr viðsjám i Evrópu, og sem m.a. hefur leitt til samninganna milli þýzku rikj- anna tveggja, og milli Vestur- Þýzkalands, Sovétrikjanna og Póllands. Þessari þróun ber mjög að fagna, og hún hefur leitt til þess, að mun friðvænlegra er i veröldinni nú en áður. Við bjóöum bæöi þýzku rikin velkomin til starfa i Sameinuðu þjóöirnar og einnig hið nýja Lýðveldi Bahama. Miklar vonir eru einnig bundn- ar við það að góður árangur náist á öryggismálaráðstefnu Evrópu, sem hófst i Helsinki I júli siðast- liðnum og heldur nú annan fund sinn I Genf. Vissulega er timi til þess kom- inn aö brjóta niöur þá veggi, sem hafa aðskilið þjóðir Evrópu, þrátt fvrir sameiginlega sögu og menn- ingarleifö. Við verðum ekki að eins að leita eftir gagnkvæmri minnkun herafla rikja álfunnar, heldur auka mjög viðskiptasam- vinnu og nánari tengsl einstakl- inga hinna ýmsu þjóða Evrópu. Takmarkið er sameinuð Evrópa, sem getur lagt þungt lóð á vogar- skálar friðar i veröldinni. Milljónir manna búa undir oki nýlenduvelda A dagskrá þessa allsherjar- þings er að finna langan lista mála, sem miklu skipta fyrir þjóðir heims. Sérstök ástæða er til þess að minnast á nýlendumál- in. Sú staðreynd skyldi ekki gleymast, að milljónir manna búa enn undir oki nýlenduvelda, sviptar flestum mannréttindum. Slikt er ástandið, þrátt fyrir itrekaðar aðgerðir Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði á undan- förnum árum. Meginorsökin I þessu efni liggur hjá þeim rikis- stjórnum, er hér eiga hlut aö máli, og sem hafa ár eftir ár virt algjörlega að vettugi samþykktir og fyrirmæli Sameinuðu þjóð- anna, ekki sizt i Suður-Afríku. Hraða verður þvi að ófrjáls riki fái sjálfstæði og öllum ráðum veröur að beita gegn þeim rikis- stjórnum, sem enn þverskallast viö að veita þjóðum, sem þær stjórna, frumstæðustu mannrétt- indi. Islendingar eiga auðvelt með að skilja hlutskipti slikra þjóöa, þar sem við bjuggum sjálfir við erlenda stjórn I meir en 500 ár, og höfum raunar aðeins nýlega hlotið fullt sjálfstæöi. Kúgun milljóna manna, ekki að- eins i Suður-Afriku, heldur einnig annars staðar.geturhæglega leitt til vopnaðra átaka og kemur i veg fyrir að draga megi úr viðsjám i alþjóðamálum. Þvi skorum við á þau riki, sem enn beita kúgunar- og nýlendustefnu, að þau virði samþykktir og ályktanir Samein- uöu þjóöanna á þessu sviði. Sameinuðu þjóðirnar verða að leggja rika áherzlu á, að rikis- stjórnir breyti eftir ákvæðum mannréttindayfirlýsingar Sam- einuðu þjóðanna, einnar hinnar merkustu yfirlýsingar, sem frá samtökunum hefur komið. Samtökin þurfa að gerast mann- legri i eðli sinu og starfi — fjalla ekki aðeins um vandamál rikja heldur einnig hins óbreytta borgara, lif hans og örlög,undir hvaða stjórnarfyrirkomulagi, sem hann kann að búa. Hvert riki hafi óskorað vald yfir náttúruauð- lindum sinum Starf Sameinuðu þjóðanna á sviði efnahags- og þjóðfélags- mála hefur lengi borið rikulegan ávöxt, og má þar m.a. nefna stofnun Umhverfismálaráðs Sameinuðu þjóðanna á síðasta allsherjarþingi. Það er ekki einungis brýn nauðsyn að vernda umhverfi mannsins gegn skað- legum áhrifum, heldur einnig að nýta með skynsemi og gát náttúruauðlindir veraldar, sem margar hverjar fara óðum þverr- andi. Slikt verður bezt gert með þvi að tryggja óskoruð yfirráð hvers rikis yfir náttúruauðlindum sinum.hvortsem þær eru á landi, I hafsbotninum eða I hafinu þar yfir. Aðeins fáar vikur eru siðan fundir yfir 85 hinna hlutlausu rikja, haldinn i Alsir, lýsti þvi yfir, að sérhver skerðing á rétti hvers rikis til þess að fara með óskorað yfirráð yfir náttúruauð- lindum sinum væri „andstæö markmiði og grundvallarreglum Sameinuðu þjóðanna og bryti einnig I bága við friðsamlega samvinnu rikja og viðhald friðar og öryggis i veröldinni”. Undirstrika má einnig, að sið- asta allsherjarþing gerði mjög skorinorða yfirlýsingu i þessu efni. Yfirgnæfandi meirihluti rikja veraldar samþykkti álykt- unartillögu nr. 3016 (XXVII), með 102 atkvæðum gegn engu, og itrekaði þar með rétt rikja til var- anlegra yfirráða yfir öllum náttúruauðlindum þeirra, þar á meöal auðlindum þeim, sem finn- ast I hafsbotni og fiskimiöum hafsins þar yfir. Tvær aðrar stofnanir Samein- uöu þjóöanna hafa siðan itrekað þessa grundvallarreglu. Eru þaö Auðlindanefnd Sameinuðu þjóð- anna, á fundi sinum I Nýju-Delhi I febrúar s.l., og efnahags- og fél- agsmálaráðið á 54. fundi sinum I maímánuði s.l., meö ályktun sinni nr. 1737, (LIV). Vilji Sþ i málinu er ljós A þvi leikur ekki hinn minnsti vafi, að það er vilji Sameinuðu þjóðanna að þjóðir njóti fullra rikisyfirráða yfir fiskistofnunum á landgrunninu og I hafinu yfir hafsbotnssvæðinu, langt út fyrir hin gömlu 12 milna mörk. Ég vil lika sérstaklega undirstrika þá staðreynd, að rikisstjórn Islands lýsti einmitt yfir slikri auðlinda- lögsögu með hinum nýju reglum um fiskveiðimörk Islands, sem gefnar voru út á síðasta ári. tslendingar hafa þess vegna hag- að aðgerðum sinum I fullu sam- ræmi við yfirlýsingar 27. allsherj- arþingsins varðandi yfirráð rikja yfir náttúruauðlindum sinum. Sú staðreynd, að yfir 100 riki sam- þykktu ályktun nr. 3016 (XXVII), felur i sér alþjóðaviöurkenningu á heimildinni til þess að færa fisk- veiöilögsöguna út á mörk land- grunnsins. I þessari sömu ályktun er þvi ennfremur lýst yfir, að allar að- geröir rikja, sem miða að þvi að koma i veg fyrir, að önnur riki geti notið yfirráðaréttar yfir auð- lindum sinum, séu brot á sá,tt- mála Sameinuðu þjóðanna. Ástandið á íslandsmið- um hefur stórversnað Herra forseti, Eitt ár er nú liðið siðan ég vakti athygli allsherjarþingsins á hinu hættulega ástandi, sem þá þegar rikti á Islandsmiðum, þar sem fiskveiðilögsaga Islands hafði verið færð út i 50 milur frá strönd- um. Mér þykir það mjög miður, aö verða nú að skýra allsherjar- þinginu frá þvi, að ástandið hafi ekki batnað og að það hafi þvert á móti stórversnað. Það hefur Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.