Tíminn - 02.10.1973, Síða 20

Tíminn - 02.10.1973, Síða 20
MERKIÐ.SEM GLEÐUR , Hittumst i hmtpjélaginu fyrir góóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS AAikil hdtíðahöld í Kína í gær: AAaó formaður lét ekki sjó sig NTB—Peking — Flestir af æðstu mönnum Kina tóku þátt f til- komumiklum hátíöahöldum i Peking I gær af tilefni af 24 ára af- mæli alþýðulýðveldisins. Þö var Mao formaður hvergi sjáanlegur, en búizt hafði verið við þvi að hann kæmi nú opinberlega fram i fyrsta sinn sföan 1. maf 1971, þegar hann stúö við lllið hins himneska friðar og horfði á flug- eidasýningu. Hátiðahöldin i gær fóru sem sé fram, án þess að nokkurt útlit væri fyrir að formaðurinn ætlaði aö koma og vera með. Chou En- lai forsætisráðherra fór meö Norodon Shianouk fursta, fyrrum þjóðhöfðingja Kambódfu til Sun Yat-Sen garösins I Peking og horfðu þeir þar á þjóödansa, úr- drætti úr byltingaróperum og söngva, sem furstinn hafði sjálfur samið. Maður númer þrjú I Kfna, Wang Hung-wen var einnig við- staddur. Hann sat á milli furstans og konu hans. Viða um borgina söfnuðust tugþúsundir fólks sam- an til að horfa á atriði i hátiða- höldunum, sem voru með svipuðu sniði og i fyrra, þegar ekki var heldur farið i fjöldagöngu gegnum Hlið hins himneska friðar. Ganga þessi var fastur liður i dagskrá þjóðhátiðardags- ins allt fram til 1971, en þá var henni aflýst. Ekki bar nú nema litið á áróðri gegn Bandarikjunum og heims- veldissinnum, en hann var mjög áberandi i hátiðardagskránni á siðasta áratug. 1 þetta sinn var aöalatriðið vinátta og tengsl við Kfnverja, sem búa erlendis og á Formósu. Stokkhólmur og Osló dýrastar NTB—Genf. — Stokkhólmur og Osló eru dýrustu borgir Evrópu, samkvæmt könnun, sem tfmaritið Business International hefur gert. Næstar I röðinni eru borg- irnar Parls, Dusseldorf, Frank- furt, Zurieh, Genf, Kaupmanna- höfn og Vín. Madrid og Barcelona á Spáni eru hins vegar- ódýrastar og siðan koma Lissabon, Milano, Róm, Londou, Aþena og Amster- dam. Eftir allt, sem mætt hefur á dollarnum, geta Bandarikjamenn huggað sig við það, að New York er ekki dýrari borg en Brussel, sem er ( tiunda sæti i Évrópu og að japönsku borgirnar Tókió, Osaka og Kobe eru enn dýrari. Rannsókn þessi er byggð á verði venjulegrar matvöru, áfengra drykkja, búsáhalda, hreinlætisvöru, tóbaks, fata og annarra nauðsynja, læknishjálp- ar, skemmtana og ferðalaga. Þess má geta, að samkvæmt könnun blaðsins Financial Times fyrir fáum árum, var Osló talin næstódýrasta borg Evrópu. Hart barizt um helgina í S-Víetnam: Hræðsla sókn að NTB—Saigon — Van Thieu, for- seti Suður-Vietnams varaði I gær viö hættunni á nýrri stórsókn Þjóðfrelsishreyfingarinnar. Hann sagði, að árásin á Le Minh fyrir hálfum mánuði hefði verið fyrsta skrefið I undirbúningi hennar. Forsetinn hélt þvi fram, að sóknin myndi ná hámarki á næsta ári. Hann sagði, að loka þyrfti svæöum, sem þjóðfrelsisfylkingin réöi, þannig að ekki bærust þangað þær birgðir, sem hún þyrfti til undirbúnings sóknarinn- ar. Yfirstjórn hers S-Vietnam við stór- norðan hefur tilkynnt, að 183 hermenn þjóðfrelsishreyfingarinnar hafi fallið i sólarhrings löngum bar- daga um 60 km NV af Saigon um h.elgina. Stjórnarherinn hefði hins vegar aðeins misst niu menn fallna og 100 særða eða týnda. Sagt var að þetta væri mesta mannfall i einum bardaga siðan vopnahléð gekk i gildi. Bardaginn var háður i útjaðri gúmmiplant- ekru. í gær var hart barizt i Quang Nam-héraöi, þar sem þjóöfrelsis- herinn reyndi að stöðva umferð á þjóövegi 1. Hællinn varð eftir ó innbrotsstað Klp-Reykjavik. A sunnudags- morguninn var lögreglunni til- kynnt um innbrot á Laugavegi 87. Þar hafði verið stolið sjónvarps- tæki og myndavélum ásamt einhverju fleiru. Lögreglan fór þegar á stúfana, og fann tvo pilta skömmu síðar meö þýfið i fórum sinum. Voru þeir á gangi á Laugaveginum og tóku komu lögreglunnar ósköp rólega. Annar piltanna viðurkenndi strax að hafa átt þátt i innbrotinu, en hinn neitaði. Sá var klæddur skóm með háum hælum, eða réttara sagt i einn slikan skó, þvi hælinn undir annan skóinn vantaði. Þennan hæl fundu lögreglu- þjónarnir á innbrotsstaðnum og þýddi þvi ekkert fyrir kauða að neita þátttökunni I þjófnaðnum lengur og var hann fluttur með hinum I gæzlu lögreglunnar. Höfuðkúpa fannst rekin á Siglufirði Klp—Reykjavik. — Fyrir nokkrum dögum rak höfuðkúpu á fjöru undir gamalli bryggju á Siglufirði. Höfuðkúpa þessi hefur trúlega legiö lengi i sjó, en hún hefur nú veriö send suður til Reykjavikur til rannsóknar, og er nú beðið eftir skýrslu þaðan. Eftir að höfuðkúpan fannst hafa verið gengnar fjörur i ná- grenni bryggjunnar og leitað að fleiri beinum, en ekkert annað hefur fundizt. Það logaði glatt I geymslubragganum viðHafnarbló þegar slökkviliðið kom á staðinn. (Tlmamynd GE) Margar filmur eyðilögðust — er geymslubraggi við Hafnarbíó skemmdist í eldi Klp—Reykjavik — A laugardags- kvöldið brann geymslubraggi við hlið Hafnarblós á Barónsstlg. Eldurinn kom upp, þegar hlé var á nlu-sýningu og fengu gestirnir ekki að fara inn I bióiö aftur eftir hlé, þar sem hætta var talin á, að eldurinn læsti sig I sjálft kvik- myndahúsið. í bragga þessum voru geymdar filmur, bæði gamlar og nýjar, þar af nokkrar sem átti eftir aðsýna. Eyðilögðust þær allar ásamt mörgum öðrum filmum, sem þarna voru inni og margs konar dóti frá kvikmyndahúsinu. Ekki er vitað um eldsupptök, en talið er að um ikveikju hafi verið að ræða. Börn og unglingar hafa mikið sótt í þennan skúr að und- anförnu og er talið að þau hafi farið ógætilega með eld þarna fyrr um kvöldið. Markezinis falið að mynda gríska stjórn NTB—Aþenu — Papadoupoulos, forseti Grikklands, fól I gær SpyrosMarkezinis aö mynda nýja stjórn I Grikklandi. Markezinis, sem er 64 ára, verður þar með fyrsti forsætisráðherra Grikk- lands. Samt sem áður mun Papa- doupoulos ráða ftestu I stjórninni og hann dró enga dul á það, þegar hann fól Markezinis verkefnið. Undirbúningur þingkosninga á næsta ári mun verða helzta verk- Nýr skuttogari til Sauðárkróks — Skagfirðingar eiga nú þrjá SUNNUDAGINN 30. september stækkaði skipastóll Skagfirðinga um tæp 300 tonn. Skipiö, sem um ræðir er skuttogarinn Skafti SK 3, sem keyptur var frá Noregi, en hann er tæplega eins árs gamall og var afhentur fyrri eigendum I desembcr 1972. Tvö útgerðarfélög stóðu að kaupum skipsins, þ.e. Nöf h/f á Hofsósi og Útgerðar- félag Skagfirðinga h/f á Sauðár- króki. Skipið reynist ágætlega á heimleiðinni og ganghraði þess mældist um 13 sjómilur. Aö sögn Stefáns Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Út- geröarfélags Skagfirðinga, er hinn nýi skuttogari 299 lestir, samkvæmt nýju mælingunum. Skipið er búið 1500 hestafla Wichmann aðalvél og tveim ljósavélum af Caterpillar-gerö. Flottrollsútbúnaður fylgdi skip- inu, en það mun fara á botn- vörpuveiðar og flotvarpan höfð um borð og notuð, ef tilefni gefur til. Ennfremur fylgdu með skip- inu kassar til að isa aflann i, en lestin er öll útbúin með það fyrir augum. Gat Stefán þess, að kassa- fiskurinn væri afgerandi betri, og hefðu þeir reynslu af þvi, þvi að félagið á fyrir tvo skuttogara Drangey og Hegranes, þar sem hið fyrrnefnda hefði rúm fyrir kassa að 2/3 hlutum en hið siðar- nefnda enga kassa. Talsverður munur væri á gæðum fisksins, Fyrirhugað er að sameina út- geröarfélögin tvö og koma á fót einum stórum útgerðaraðila við Skagafjörð sem sæi um hráefnis- öflun fyrir frystihúsin við Skaga- fjörð, þ.e. tvö á Sauðárkróki og eitt á Hofsósi. Framkvæmda- stjóri fyrir Nöf h/f er Pétur Jóhannsson. —hs— efni hins nýja forsætisráðherra á næstunni. — Ég er bæði sagn- fræðingur og stjórnmálamaður og ég get notið góðs af reynslu minni á báðum sviðum, segir Markezinis sjálfur. Hann var einn af fyrstu grisku stjórnmálamönn- unum, sem vöruðu við hættunni á að herinn tæki völdin og sagði að slikt yrði endir konungdóms i landinu. Hann hafði rétt fyrir sér. Markezinis varð ráðherra 1953, þegar Grikkland var að mestu i rústum verðbólgan skelfileg og hjálp Bandarikjanna að lokum komin. Hann hófst þegar handa, lækkaði gengið um helming og gerði ýmsar ráðstafanir til að auka landbúnaðarframleiðsluna og lét einnig samþykkja lög til verndar erlendum hagsmunum i landinu. En ekki löngu eftir að stefna hans kom i framkvæmd, vék hann úr stjórninni vegna per- sónulegs ósamkomulags við for- sætisráðherrann, Alexandros Papagos. Þegar Papadoupoulos kom til valda, hætti Markezinis öllum af- skiptum af stjórnmálum og gaf sig allan að skriftum og sagn- fræði. Siðan hefur hann sent frá sér tvær bækur af fjórum um stjórnmálasögu Grikklands. óskast Sundlaugavegur Seltjarnarnes Austurbrún Laugarásvegur Tunguvegur Sogavegur

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.