Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 44
Forráðamönnum HSÍ hefur ekkienn tekist að fá aðalstyrktaraðila
fyrir Íslandsmótið í handbolta en
vonir standa til að það takist von
bráðar. Í fyrra var aðalstyrktaraðilinn
RE/MAX fasteignasalan og báru
karla- og kvennadeildin nafn hennar.
Tómas Holton hefur gengið til liðsvið sitt gamla félag, Val, í 1. deild-
inni í körfubolta. Tómas er uppalinn
á Hlíðarenda og var til að mynda í
síðasta Valssliðinu sem varð Íslands-
meistari fyrir 21 ári síðan, eða árið
1983, og reyndar vann liðið einnig
sigur í bikarkeppninni það ár. Það er
engin spurning að Tómas er einn af
betri leikstjórnendum íslenskrar
köfuboltasögu. Hann lék einnig lengi
með Skallagrími ásamt því að þjálfa
liðið og náði þar mjög góðum ár-
angri. Tómas er fertugur að aldri en
kunnugir segja hann í toppformi og
er hann Valsmönnum án efa mikill
styrkur í komandi baráttu.
Fo r r á ð a m e n nRenault eru al-
varlega að íhuga að
leysa ökuþórinn
Jarno Trulli undan
samningi sínum við
liðið vegna lélegrar
frammistöðu í und-
anförnum keppn-
um í formúlunni.
R e n a u l t - m e n n
skoða nú að skipta Trulli út í þremur
síðustu mótum tímabilsins sem
verða haldin í Kína, Japan og Brasil-
íu.
FIMMTUDAGUR 16. september 2004 31
4.3.2.m.fl. karla – 3.2.mfl.kvenna
Æfingar 3x í viku
Þriðjudagar, Fimmtudagar og Föstudagar kl: 06.30 - 07.30.
8 vikur kosta 43.900
37.900 ef greitt er með MasterCard
3 mán. greiðsludreifing.
4 vikur kosta 21.900
2 mán. greiðsludreifing.1
.
n
á
m
s
k
e
ið
5.flokkur karla og 4. flokkur kvenna:
Æfingar 2x í viku
Mánudagar og Miðvikudagar kl: 06.30 - 07.30
8 vikur kosta 29.200
25.300 ef greitt er með MasterCard
3 mán. greiðsludreifing.
4 vikur kosta 14.600
2 mán. greiðsludreifing.2
.
n
á
m
s
k
e
ið
Námskeið
Í boði eru 3 námskeið
8 vikur: 27. Sept. – 22. Okt og
1. Nóv – 29. Nóvember.
4 vikur: 27. Sept – 22. Okt
4.vikur: 1. Nóv – 29. Nóvember.
Markmið skólans:
• Bæta og ná fram fyrr knattspyrnulegum
þroska.
• Bæta grunnþætti knattspyrnunnar.
• Lögð áhersla á tækniæfingar og bæta
samhæfingu
líkamans.
• Auka leikskilning með það í huga að skapa
liðsheild.
• Styrkja og efla sálræna hlið nemanda.
• Áhersla um heilbrigðan lífstíl og hollt
matarræði.
• Íþróttasálfræði með áherslu á einbeitingu.
• Bæta leikskilning og „taktik“.
Hver er tilgangur skólans?
• Að gefa metnaðarfullum unglingum
möguleika á að verða betri
knattspyrnumenn.
• Hámarka framfarir með sérsniðnum
einstaklingsæfingum.
• Upp koma betri leikmenn, andlega,
leikskilningslega, tæknilega, og síðast
en ekki síst líkamlega. Lögð er áhersla
á að æfingar í skólanum séu ekki sprett-
eða úthaldsæfingar, heldur lögð
ofuráhersla á einstaklinginn.
• Að skólinn búi til „betri“ leikmenn sem
verða foringjar
í sínum félagsliðum.
• Liðin eignast fleiri leikmenn sem eiga
möguleika að komast í meistaraflokka,
forval landsliðshópa svo og landslið KSÍ.
Það skiptir okkur miklu máli sem að
skólanum stöndum að vera í góðu samstarfi
við ykkur sem rekið íþróttafélögin í landinu
svo og foreldra.
Innifalið í verði er:
Æfingatreyja, sokkar og
stuttbuxur
Morgunmatur
Allar nánari uplýsingar í síma 896-2386 og á heimasíðu okkar www.knattspyrnuskólinn.is
Skráning er á: skraning@knattspyrnuskolinn.net
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
Reykjanesmótið í körfubolta í fullum gangi:
Grindvíkingar hafa
unnið báða leiki sína
KÖRFUBOLTI Grindvíkingar áttu einn
magnaðasta lokasprett sem sést
hefur í langan tíma þegar þeir
unnu sinn annan leik í röð í
Reykjanesmótinu í körfu-
bolta í fyrrakvöld.
Grindavík vann 25 stiga
sigur á Haukum, 110-85, en
þegar rúmlega fimm mín-
útur voru eftir af leikn-
um voru Hafnfirðingar
með eins stigs forystu,
83-81, eftir að hafa
verið með tíu stiga
forskot á tíma í þriðja
leikhluta, 68-58. Á
stuttum tíma ger-
breyttist leikurinn,
G r i n d v í k i n g a r
snögghitnuðu, Hauk-
um virtist fyrirmun-
að að skora og
Grindavík vann
lokakafla leiksins 28-
2 og leikinn þar með
110-85. Darrel Lewis
var með 32 stig, 8 frá-
köst og 5 stolna bolta hjá
G r i n d a v í k ,
Helgi Jónas
Guðfinnsson
var í landsliðs-
formi með 28
stig og 69%
hittni (11 af 16
skotum fóru rétt
leið), Þorleifur Ólafsson skilaði 14
stigum og 8 stoðsendingum af
bekknum, þjálfarinn Kristinn
Friðriksson skoraði 11 stig og
Morten Szmiedowicz bætti við 10
stigum og 10 fráköstum.
Hjá Haukum var nýi banda-
ríski leikmaður liðsins, John Wall-
er, með 25 stig í sínum fyrsta leik,
Mirko Virijevic bætti við 21 stigi
og 12 fráköstum, Kristinn Jónas-
son skoraði 13 stig, Þorsteinn
Gunnlaugsson setti niður 9 stig á
15 mínútum og Sævar Ingi Har-
aldsson var með 8 stig og 9
stoðsendingar.
Í seinni leik kvöldsins áttust
við erkifjendurnir í Reykja-
nesmótinu, Keflavík og Njarð-
vík, en bæði lið voru án lykil-
manna sem eru á fullu í undir-
búningi með landsliðinu. Kefl-
víkingar áttu mjög góðan dag
gegn nágrönnunum úr Njarð-
vík sem fundu sig ekki og Kefla-
vík vann leikinn með 17 stigum,
101-84. Bæði lið tefldu fram
nýjum erlendum leikmönnum
og Athony Glover vann þeirra
fyrstu rimmu en
hann skoraði 36
stig og tók 15
fráköst gegn 22
stigum og 12
fráköstum frá
Njarðvíkingnum
Troy Wiley.
Glover er klókur og
fiskaði einnig 10 villur
á Njarðvíkinga og
þrátt fyrir að vera
ekki tveggja metra
maður er hann
mjög öflugur inn
í teig. Gunnar
Stefánsson setti
niður sex
þrista í leikn-
um fyrir
Keflavík og
skoraði 23 stig
og einn allra
besti maður
leiksins, Halldór Örn Halldórs-
son, bætti við 15 stigum, 10 frá-
köstum, 6 stoðsendingum og 5
vörðum skotum.
Hjá Njarðvík var Brenton
Birmingham stigahæstur með 23
stig auk 14 frákasta og 5 stoðsend-
ingar og Guðmundur Jónsson var
með 19 stig og 6 stoðsendingar en
ekkert stiganna samt úr tveggja
skotum því hann setti niður fimm
þrista og fjögur víti. ■
32 STIG GEGN HAUKUM Darrel
Lewis heldur uppteknum hætti
með liði Grindavíkur í körfunni.
Frábært tækifæri fyrir félagið
FH-ingar taka á móti þýska 2. deildarliðinu Alemannia Aachen á Laug-
ardalsvelli í kvöld klukkan hálf níu. Þetta er fyrri leikur liðanna.
FÓTBOLTI Í kvöld klukkan 20.30 taka
FH-ingar á móti þýska 2. deildar-
liðinu Alemannia Aachen í 1. um-
ferð Evrópukeppni félagsliða í fót-
bolta. Leikurinn fer fram á Laug-
ardalsvelli og það þarf vart að
taka fram hversu mikilvægur
hann er fyrir FH og í raun íslenska
knattspyrnu. Það lið sem kemst
áfram fer í riðlakeppni sem spiluð
verður langt fram eftir vetri.
Mikið sjálfstraust í liðinu
Heimir Guðjónsson, fyrirliði
FH, sagði sína menn einbeitta
fyrir leikinn þótt það væri mikið
að gerast hjá liðinu þessi misserin.
„Okkur hefur gengið vel að undan-
förnu og það er mikið sjálfstraust
í liðinu. Við höldum að þetta þýska
lið sé öllu sterkara en Dunferm-
line sem við slógum út í síðustu
umferð. Þjóðverjar hafa alltaf
verið þekktir fyrir gott skipulag
og mikinn aga og samkvæmt þeim
upplýsingum sem við höfum feng-
ið er þetta mjög sterkt lið. Við
hljótum þó að eiga einhverja
möguleika gegn þeim en pössum
okkur vandlega á því að fara ekki
fram úr okkur sjálfum. Það er
mikið að gerast hjá okkur þessa
dagana og það er því sérlega mik-
ilvægt að við höldum einbeiting-
unni og förum ekki að hugsa neitt
fram í tímann – það er bara næsta
verkefni og nú á leikurinn gegn
Þjóðverjunum hug okkar allan.“
Heimir segir að ef FH-ing-
ar ætli sér að eiga einhverja
möguleika á að komast í
næstu umferð verði
þeir að ná hagstæð-
um úrslitum á
Laugardalsvellin-
um í kvöld. „Það
er lífsspursmál
fyrir okkur – engin spurning.“
Aðspurður segir Heimir þenn-
an leik í Evrópukeppninni á engan
hátt trufla liðið fyrir stóra leikinn
í Landsbankadeildinni á sunnudag
á Akureyri. Þá getur FH tryggt
sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratit-
il en þeim nægir jafntefli gegn KA
til þess. „Ég tel þvert á móti að
þessi leikur hjálpi okkur því við
erum þá ekkert að hugsa um leik-
inn gegn KA. Þess vegna segi ég
að þessi leikur er kærkominn og
við ætlum okkur að njóta þess að
spila í Evrópukeppninni,“ sagði
Heimir Guðjónsson.
Hollendingurinn
Erik Meijer er
án efa þekkt-
asti leikmað-
ur Alem-
a n n i a
Aachen en
hann hefur
meðal annars
leikið með
Liverpool og
B a y e r
Leverkusen.
Hann sagðist
hlakka mikið
til leiksins á
morgun og það
væri ekkert
vanmat í gangi
hjá hans liði.
„Bæði lið vita í sjálfu sér ekki
mikið um hvort annað og eru í
raun að renna nokkuð blint í sjó-
inn. En augljóslega hefur FH ver-
ið að gera góða hluti í sumar, geta
orðið meistarar, komnir í undanúr-
slit bikarkeppninnar og slógu síð-
an út Dunfermline – það segir sitt.
Við erum 2. deildarlið í Þýskalandi
að mæta verðandi meisturum í
efstu deildinni á Íslandi.
Verður ekki auðvelt gegn FH
Við erum ekki með marga leik-
menn innanborðs sem hafa
reynslu á alþjóðlegum vett-
vangi og flestir hafa spil-
að í þýsku 2. deildinni
allan sinn feril. Við
stefnum að sjálf-
sögðu á að ná góðum
úrslitum á útivelli og
komast áfram í riðla-
keppnina en það
verður ekki auðvelt
og í það minnsta
ekki eins auðvelt og
margir í Þýskalandi
halda.“ Meijer segir
alltaf gaman að koma
á nýjar slóðir.
„Þar sem við leikum í
þýsku 2. deildinni þá gef-
ast ekki mörg tækifæri til
að ferðast til annarra
landa og það er mjög
skemmtilegt að
koma hingað,“
sagði Erik
Meijer.
Verð kr. 39,900.-
Ný námskeið vikulega, staðsetning Mjódd
Sími: 894-2737
www.ovs.is
Vinnuvélanámskeið
HEIMIR SPENNTUR Heimir
Guðjónsson, fyrirliði FH, ætlar að njóta
þess að spila í Evrópukeppninni.
Fréttablaðið/E.ÓL
42-43 (30-31) Sport 15.9.2004 22:15 Page 3