Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 46
33FIMMTUDAGUR 16. september 2004
Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind
Tveir fyrir einn af völdum meistaraverkum Disney á
DVD
Allir þessir titlar og fjölmargir aðrir í boði!
Breski leikarinn Jude Law óttast að
Hollywood hafi ofnotað hann og að
aðdáendur sínir muni fá nóg af sér
enda munu sex nýjar myndir með
honum koma út fyrir jól.
Law, sem hefur verið einn vinsæl-
asti karlleikarinn síðustu ár, leikur í
vísindaskáldsagnamyndinni Sky
Captain and the World of Tomorrow
sem þegar er byrjað að sýna. Í næsta
mánuði bregður hann sér í kven-
mannsklæði í endurgerð myndarinn-
ar Alfie, sem Michael Caine lék í. Síð-
an taka við myndirnar Huckabees,
Closer, Aviator og A Series of Un-
fortunate Events.
„Ég er svo seinheppinn að mynd-
irnar eru allar sýndar á sama tíma ,“
sagði Law. „Ég vil bara að fólk viti að
það er ekki mér að kenna ef það fær
nóg af mér.“ ■
■ FÓLK
Law óttast offramboð
JUDE LAW Óttast að fólk muni fá nóg af
honum enda offramboð af myndum sem
hann leikur í.
Í talska leikkonan Monica Bellucci ogeiginmaður hennar
Vincent Cassel ætla að
taka sér frí frá kvikmynda-
leik til að annast dóttur
sína, Devu, sem fædd-
ist í Róm á sunnudag.
Bellucci og Cassel
kynntust 1996 við tök-
ur á myndinni L’Appar-
tement. Síðan þá hafa
þau m.a. leikið saman í Irreversible og
The Brotherhood of the Wolf.
Veitingastaður leikarans AshtonsKutcher, Dolce, var rændur tvíveg-
is á skömmum tíma á dög-
unum. Kutcher er eigandi
staðarins ásamt 17 öðr-
um hluthöfum. Töluverð-
um pening og dýru víni
var stolið og mun
Kutcher vera miður sín
vegna málsins. Ætlar
hann að auka öryggis-
gæslu staðarins í framtíðinni.
Íslandsvinurinn Harrison Ford slappvið að setjast í kvið-
dóm í Kaliforníu í máli
gegn eigendum MGM-
kvikmyndafyrirtækisins.
Ford sagðist ekki geta
verið hlutlaus í málinu
því einn hinna ákærðu
gaf víst grænt ljós á
framleiðslu nýjustu kvikmyndar hans.
Í rska hjartaknúsaranum Colin Farrellfannst afar óþægilegt að nota
hárkollu við tökur á nýjustu
mynd sinni, A Home at the
End of the World. Hann
segist aldrei hafa lagst
jafn lágt á kvikmyndaferli
sínum.
Hin þokkafulla Nicole Kidman hef-ur þakkað leikkonunni Lauren
Bacall fyrir að segja að hún sé ekki lif-
andi goðsögn, heldur al-
gjör byrjandi í faginu.
Þær stöllur leika einmitt
saman í myndinni Birth.
„Mér fannst gott að hún
vísaði þessum goðsagn-
arorðrómi á bug,“ sagði
Kidman. „Með því að setja mig á stall
sem ég á ekki heima á hvílir á mér
ábyrgð sem ég vil ekkert með hafa.“
Breska leikkonan Minnie Driversegist búa í hjólhýsi þegar hún
dvelur í Bandaríkjunum.
Hún segir að staðurinn sé
þó ekki eins slæmur og
rapparinn Eminem bjó í á
æskuárum sínum. Driver
er að gefa út sína fyrstu
plötu sem kemur út á
næstunni.
Söngkonan Whitney Houston ætlarí samstarf með plötuframleiðand-
anum Clive Davis í fyrsta
sinn í fimm ár. Davis
uppgötvaði Houston
árið 1983 og átti stóran
þátt í að hún seldi 14
milljónir eintaka af sinni
fyrstu plötu. Houston
hefur átt við eiturlyfja-
vandamál að stríða undanfarin ár en
ætlar nú að endurvekja forna frægð.
Leikarinn Orlando Bloom þakkarkvikmyndaferli sínum fyrir að hafa
nælt sér í stúlku drauma
sinna. Sú heitir Kate
Bosworth og er banda-
rísk leikkona. Hafa þau
verið að hittast í tvö ár.
Bloom segist ekki hika
við að fljúga þvert yfir
Atlantshafið til að geta
hitt hana í einn dag.
FRÉTTIR AF FÓLKI
44-45 (32-33) Skrípó 15.9.2004 19:25 Page 3