Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 47
„You show your age, when you drown your rage.“
- Dease, söngvari og textasmiður The Thrills, sýnir þroskamerki á nýju plötunni
Let's Bottle Bohemia í laginu Not For All the Love in the World.
34 16. september 2004 FIMMTUDAGUR
Í spilaranum hjá ritstjórninni
Nelly: Sweat, Nelly: Suit, Sparta: Porcelain, Hjálmar: Hljóðlega af stað, Nicolai
Dunger: Tranquil Isolation og Pretty Girls Make Graves: The New Romance.
Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is
[ NetListinn ]
TÓNLIST.IS VIKA 36
ÁST
Ragnheiður Gröndal
VÍSUR VATNSENDA-RÓSU
Ragnheiður Gröndal
AFGAN
Papar
I THINK OF ANGELS
KK
MARÍA
Mannakorn
EINHVERS STAÐAR EINHVERN...
Nylon
HEF ÉG SAGT ÞAÐ HÁTT
Friðrik Ómar Hjörleifsson
EINA NÓTT
Mannakorn
WE WILL ROCK YOU
Queen
THE LONG FACE
Mínus
DÍS
Ragnheiður Gröndal
STUN GUN
Quarashi
EINS OG GENGUR
Páll Rósinkranz og Kalli Bjarni
ÓRALANGT Í BURT
Mannakorn
ÞESSA EINU NÓTT
Védís Hervör Árnadóttir
WILD DANCES
Ruslana
HVAÐ VITA ÞEIR
Björgvin Halldórs. og Jón Jósep
ÞÚ BÍÐUR EFTIR MÉR
Ragnheiður Gröndal
FYRIR ÁTTA ÁRUM
Páll Rósinkranz
FALLEGUR DAGUR
Bubbi og Bang Gang
DRY YOUR EYES
The Streets
YOU BELONG TO ME
Björgvin Halldórsson og Krummi
YOU'LL NEVER WALK ALONE
Aretha Franklin
SKYTTAN
Papar
ÖLDUEÐLI
Papar
HAFIÐ
Mannakorn
FÆDDUR TIL AÐ ELSKA
Mannakorn
VIÐ ÁTTUM SAMAN
Mannakorn
DAGLEGA FER MÉR FRAM
Mannakorn
ENGINN EINS OG ÞÚ
Mannakorn
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
Hljómsveitin Embrace hefur
aldrei orðið að því sem hún hefði
getað orðið. Þegar frumraun
hennar kom út árið 1998 var sveit-
in kölluð „arftaki Oasis“ í bresku
pressunni. Sveitin var áberandi í
fjölmiðlum þar og átti nokkur vin-
sæl lög í útvarpi, en svörun frá
plötukaupendum vantaði. Margir
sökuðu hana um að stíga of gaum-
gæfilega í troðin spor The Verve
og Oasis þannig að frumleikann
vantaði. Fyrsta breiðskífan seld-
ist best, en tveir fylgifiskar henn-
ar ollu vonbrigðum.
Þrjú löng ár eru frá því að
sveitin gaf út plötu síðast og
höfðu margir afskrifað hana
eftir að hún missti plötusamning
sinn við Virgin. En piltarnir í
Embrace lögðu hvergi árar í bát
og skila nú af sér sinni bestu
plötu eftir að hafa róið upp á
móti straumi í vonleysi frá því að
þeir hurfu af sjónarsviðinu.
„Við lofuðum sjálfum okkur
þegar við gerðum samning við
nýja plötufyrirtækið okkar að
við myndum ekki gefa út plötu
fyrr en við værum búnir að gera
okkar bestu,“ útskýrir Danny
McNamara, söngvari Embrace.
„Það hefur tekið okkur rúmlega
þrjú ár og rúmlega 500 lagahug-
myndir að klára það. Þess vegna
erum við búnir að vera svona
lengi.“
Danny viðurkennir að
fjarvera hljómsveitarinnar frá
sviðsljósinu hafi verið henni
erfið og það hafi verið erfiðara
að gera nýju plötuna, Out of
Nowhere, en allar hinar þrjár til
samans.
Fyrsta smáskífa plötunnar
heitir Gravity og fór hún beint í
sjöunda sætið á breska vinsælda-
listanum við útgáfu. Embrace er
því aftur komin með tærnar á
þröskuld velgengninnar. Þegar
Fréttablaðið náði í Danny var
hann enn í sæluvímu yfir fyrstu
viðbrögðum.
„Mér líður eins og ég sé orð-
inn 17 ára. Þetta er stórkostleg
tilfinning. Mér finnst okkur vera
sýndur mikill heiður. Við höfum
farið í gegnum erfiða tíma og
þetta er stórkostleg tilfinning.“
Það getur verið gott að eiga
góða vini að, og Embrace geta
líklegast þakkað félaga sínum
Chris Martin, söngvara Coldplay,
fyrir þessa nýfengnu velgengni.
Íslandsvinurinn semur nefnilega
lagið Gravity og beinir þannig
eyrum Breta aftur að sveitinni.
„Við kynntumst honum á tón-
leikum í Blackpool fyrir um 5
árum síðan, þegar Coldplay
hitaði upp fyrir okkur. Við erum
alltaf að spila lög fyrir hvorn
annan í gegnum símann. Hann
spilaði Gravity fyrir mig fyrir
svona tveimur árum. Ég var
alveg dolfallinn og sagði honum
að mér fyndist þetta með betri
lögum sem hann hefði samið.
Hann var sammála, en sagði að
honum fyndist það hljóma of
mikið eins og Embrace til að
geta notað það. Hann hringdi
svo í mig þegar við vorum að
gera plötuna og spurði hvort ég
hefði áhuga á að nota lagið.
Fyrst var ég mjög skeptískur á
hugmyndina. Þá sagði hann mér
frá því hvernig Gram Parsons
og vinir hans skiptust stöðugt á
lögum á sjöunda áratugnum.
Þannig gæti þetta virkað vel
fyrir alla. Ég spjallaði við strák-
ana í sveitinni og við ákváðum
að ef lagið kæmi vel út myndum
við nota það, annars ekki.“
Þegar þið byrjuðu voru allir
að líkja ykkur við The Verve og
Oasis, því það voru stærstu
sveitirnar á þeim tíma. Hvað
segja bresku gagnrýnendurnir
núna?
„Þeir eru eiginlega að segja að
það hafi verið rangt að líkja okkur
við þessar tvær sveitir,“ segir
Danny og hlær. „Ég las grein eftir
gagnrýnanda í gær sem sagði að
við værum endurkomukóngar.
Hann sagði að það væri greinilegt
að hæpið sem var í kringum okkur
í fyrstu hefði orðið til af góðri
ástæðu, því við erum enn að. Hann
sagði að við ættum það skilið, sem
mér fannst gott að lesa.“
Líður þér eins og þetta sé ný
byrjun?
„Þegar við byrjuðum á þess-
ari plötu höfðum við bara trúna á
okkur sjálfa. Við áttum enga pen-
inga og vorum ekki með neinn
samning. Þess vegna líður mér
eins og þessi plata sé spunnin
upp úr engu,“ segir Danny og út-
skýrir þannig titil plötunnar Out
of Nowhere.
biggi@frettabladid.is
Endurkomukóngar í Bretlandi
RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Hún gerir
það gott með fjögur lög af þrjátíu vinsæl-
ustu lögunum á NetListanum.
EMBRACE Fyrir ári síðan töldu allir að dagar Embrace væru taldir. Í dag á hljómsveitin eitt vinsælasta lagið í Bretlandi.
Gítarleikari U2, sem heitir réttu
nafni Dave Evans en er þekktur
sem The Edge, vinnur nú hörðum
höndum þessa dagana við að búa til
tónlist fyrir nýja teiknimyndaseríu
um Batman. Þetta verður í annað
skiptið sem gítarleikarinn býr til
tónlist fyrir ofurhetjuna því eins og
margir muna gerði U2 lag við
myndina Batman Forever árið 1995.
„Það sem er svo frábært við hug-
myndafræðina að Batman er
hversu berstrípuð sagan er í barátt-
unni á milli góðs og ills,“ sagði The
Edge í viðtali við MTV. „Það er auð-
velt að tengja sig við báðar hliðar
einhvern tímann í sögunni.“
Í upphafi nýju seríunnar hefur
milljónamæringurinn Bruce Wayne
barist við glæpi í búningi Batmans í
þrjú ár. Í eilífri baráttu sinni fyrir
réttlætinu eignast hann erkifjendur
á borð við Jókerinn, Kattarkonuna
og Ráðgátumanninn. ■
The Edge og Batman
THE EDGE Á milli þess sem gítarleikari The
Edge býr til tónlist um ofurhetjur sem reyna
að bjarga heiminum reynir hann sjálfur að
leggja sitt af mörkum til heimsfriðar.
46-47 (34-35) Tónlist 15.9.2004 19:26 Page 2