Fréttablaðið - 16.09.2004, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 16. september 2004 35
Anna Katrín, söngkona af guðs náð og
umsjónarmaður 17/7 á Popptíví
„Eva Cassidy er með eina fallegustu rödd í bransan-
um. Hún er svo tær og falleg. Ég er mikill aðdáandi
hennar og ég hlusta mikið á plötuna Songbird. Þessi
plata er tilvalin ef mann langar að taka því rólega og
slappa af. Uppáhaldslagið mitt á plötunni er Fields of
Gold. Eva hefur þann sérstaka hæfileika að geta sung-
ið af mikilli innlifun og hún túlkar allt fallega sem hún
syngur.“
Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari
„Ég er akkúrat núna að hlusta á Erykuh Badu, plötuna
sem kom út í fyrra. Platan heitir Worldwide Under-
ground og sveitin sem hún er með heitir Freakquency.
Mér finnst þetta vera besta platan hennar. Hún er
gjörsamlega að sleppa sér með hljóðfæraleikurunum
í hljóðverinu. Þetta er svona retro hiphop. Ég elska
hana.“
Gísli Galdur Þorgeirsson, plötusnúður og
tónlistarmaður
„Hef verið að rýna aftur í fortíðina og rifja upp nokkr-
ar íslenskar perlur. Tívolí med Stuðmönnum og Ísland
med Spilverki þjóðanna eru báðar frábærar plötur
sem innihalda brilljant lagasmíðar og sérstaklega
skemmtilega útsettar raddir. Síðan er ég búinn að
hlusta dálítið á nýja diskinn með Hjálmari og hann
lofar mjög góðu. Skemmtileg lög og sérstakur söngv-
ari. Kominn tími á íslenskt reggí!“
Á HVAÐ ERU GRÚSKARARNIR AÐ HLUSTA?
Kringlunni www.sonycenter.is Sími 588 7669
20GB harður diskur. Það er ekki aðeins hægt
að geyma tónlist á spilaranum, heldur líka skjöl og
myndir.
G-Sensor er hannaður til að vernda þau gögn
sem eru á harða disknum ef hann verður fyrir
hnjaski.
30 klukkustunda líftími rafhlöðu. Þar sem
spilarinn er hannaður til að eyða sem minnstri orku,
þá endist rafhlaðan mun lengur en í öðrum
spilurum .
Betri hljómur. Þökk sé ATRAC staðli Sony
færðu nú betri hljóm en hægt er að ná út úr
venjulegum MP3 skrám.
Hleðslustöð. Gerir allar tengingar einfaldar
hvort sem um er að ræða rafmagnshleðslu eða
gagnahleðslu.
Finnd’ann - Eigð´ann - SMS leikur
Í Fréttablaðinu í dag er Sony NW-HD1
spilarinn falinn. Ef þú finnur hann getur þú lesið
SMS kóðann og sent hann á númerið 1900.
Þú gætir unnið NW-HD1 spilarann frá Sony.
NW-HD1
Finnd’ann, eigð´ann...
Breiðbandið: Af fullum þunga
„Gamansögurnar eru stundum nokkuð staðbundn-
ar og á þessi plata því örugglega eftir að seljast
eins og heitar lummur í Keflavík og nágrenni. Ekki
er þar með sagt að hún geti ekki fallið í kramið
annars staðar því bæði sögurnar og textarnir hafa
oftast víðari skírskotun. Af fullum þunga er ágætis
plata sem ætti að koma flestum í gott skap með
léttleika sínum.“
FB
The Thrills: Let's Bottle Bohemia
„Platan hljómar eins og hún hafi verið gerð á
sama tíma og fyrri platan. Þetta má bæði telja kost
og galla. Lagasmíðarnar eru ögn veikari en áður og
það gæti valdið því að þessi plata gleymist hættu-
lega fljótt. Þessir piltar hefðu átt að bíða aðeins
lengur, semja fleiri lög og skila frá sér betri plötu
en síðast. Því miður tókst það ekki.“
BÖS
Nick Cave and the Bad Seeds:
Abattoir Blues /The Lyre of
Orpheus
„Þó að platan sé tvöföld, og hver plata heiti sínu
nafni, er þetta mjög heilsteypt verk. Meistaraverk
sem grípur við fyrstu hlustun og vex svo bara og
vex. Þeir eru ekki margir sem hafa nægilegan
sköpunarmátt í það að gefa út 17 laga plötu þar
sem ekkert þeirra er slæmt. Lifi kóngurinn, húrra,
húrra, húrra, húrra!“
BÖS
The Fiery Furnaces:
Blueberry Boat
„Vegna undarlegs eðlis síns hlýtur þessi plata að
vera með þeim forvitnilegri sem hefur komið út í
ár. Hún fer yfir allan skalann þessi plata. Ótrúlega
hrífandi, en ekki búast við því að grípa hana alla
við fyrstu hlustun.“
BÖS
Hjálmar: Hljóðlega af stað
Gripurinn er í raun óaðfinnanlegur og ber þess
greinilega merki að liðsmenn Hjálma hafi unun af
því sem í gangi er. Þá er óhjákvæmilegt að hrósa
hljómsveitinni fyrir töluverða fjölbreytni í sköpun-
inni og sterkur karakter einkennir hvert lag sem
gerir plötuna enn betri. Ég fulllyrði að þessi plata
verði ein besta plata þessa árs þegar upp er staðið
og hvet lesendur til að fylgja Hjálmum um hvert
fótmál. Fullt hús stiga.“
SJ
Damien Rice: b-sides
„Það sem gerir Damien Rice að stórkostlegum tón-
listarmanni í mínum eyrum er tjáning hans. Hann
hefur fengið ótrúlega gjöf með rödd sinni sem
hann gæti hæglega misnotað með því að syngja
„gallalaust“ eins og Idolstjarna. Í staðinn er eins og
hann sé að gefa hlustandanum bita af sál sinni
þegar hann syngur. Ef Damien Rice nær að halda
þessum hætti á næstu plötu gæti hann hæglega
orðið einn merkasti tónlistarmaður Íra á þessum
áratug.“
BÖS
Geir Harðarson: Landnám
„Geir er greinilega undir sterkum áhrifum frá trú-
badorum á borð við Megas, Bubba Morthens og
Bob Dylan. Í því felst bæði kostur og galli. Kostur-
inn er auðvitað sá að lögin minna oft á þessa
meistara og eru gæðin oft á tíðum eftir því. Gall-
inn er aftur á móti sá að Geir gengur of langt í að
hljóma eins og áhrifavaldar sínir því rödd hans er
sjaldan eins tvö lög í röð. Einna best er þegar
Geir er bara hann sjálfur, alla vega að því ég best
veit.“
FB
The Cooper Temple Clause:
Kick Up the Fire & Let the
Flames Break Loose
„Þetta er rokktónlist og ekki er hægt annað en að
líkja þessu við Radiohead. Þetta eru þó engar eftir-
hermur, því þeir líkjast ekki bresku undrabörnun-
um í lagasmíðum, flutning eða tjáningu... heldur
útsetningum. Aðall sveitarinnar er ást þeirra á lag-
línunni og vel útsett elektróníkin í bland við rokkið.
Í Bandaríkjunum er greinilega að myndast ný
indie-rokk sena sem finnst gaman að skreyta hug-
smíðar sínar með tölvum. Tékkið endilega á þess-
ari.“
BÖS
Nina Nastasia: Dogs
„Þessi plata er alls ekki frumleg en einlæg tónlist
sem er vel útsett og smekklega. Einfaldar strengja-
útsetningar skreyta einfalt gítarplokkið og tilfinn-
ingaþrunginn sönginn. Nina Nastasia er svo sann-
arlega gerð úr við en ekki plasti. Alvörukona sem
fjallar um alvöruhluti og tjáir sig á almennilegan
hátt. Heilsteypt og falleg plata.“
BÖS
[ SMS ]
UM NÝJUSTU PLÖTURNAR
PLATA VIKUNNAR Nýjasta afurð meist-
ara Nick Cave er hans besta plata í sjö ár.
Hún heitir Abattoir Blues /The Lyre of
Orpheus og kemur í búðir á mánudag.
PLATA VIKUNNAR
46-47 (34-35) Tónlist 15.9.2004 19:27 Page 3