Fréttablaðið - 16.09.2004, Page 54

Fréttablaðið - 16.09.2004, Page 54
FIMMTUDAGUR 16. september 2004 Gildir til 19. september eða á meðan birgðir endast. 50% afsláttur 10% afsláttur af völdum LEGO vörum* *Eingöngu í Hagkaupum Skeifunni, Kringlunni og Smáralind *Í öllum verslunum Hagkaupa af öðrum LEGO vörum* Í dag kl.17 er heilsuþátturinn vinsæli á dagskrá útvarps Sögu 99,4 Þátturinn í dag er í umsjá Einars Karls Haraldssonar sem ræðir við Sigurður B. Þorsteinsson, yfirlæknir þjónustudeildar lyfjamála og Vilhelmínu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga og formann lyfjanefndar LSH, um ný krabbameinslyf, nýja von fyrir sjúklinga og ný vandamál. Hlustendum er velkomið að senda spurningar og ábendingar til þáttarins með rafpósti á heil@internet.is Misstu ekki af íslenska heilsuþættinum á Útvarpi Sögu 99,4! Hverjir fá n‡ju krabbameinslyfin? Smáríki krufin til mergjar ■ RÁÐSTEFNA BÍÐA SPENNT EFTIR FYRSTU RÆÐU HALLDÓRS Baldur Þórhallsson og Ásthildur Elva Bernharðsdóttir hafa skipulagt alþjóðlega ráðstefnu um smáríkjarannsóknir, sem Rannsóknarsetur um smáríki efnir til í Norræna húsinu á morgun og á laugardaginn. „Áhugi á smáríkjarannsóknum er vaxandi, bæði hér á landi og víða um heim,“ segir Baldur Þórhalls- son, formaður stjórnar Rannsókna- seturs um smáríki. „Enda er smá- ríkjum alltaf að fjölga í heiminum.“ Á morgun hefst í Norræna hús- inu tveggja daga ráðstefna á vegum Rannsóknasetursins þar sem fjallað verður um lýðræði, Evrópumál, hagkerfi og tungumál í smáríkjum. „Við erum að fá þarna um þrjá- tíu manns sem flytja erindi og taka þátt í pallborðsumræðum. Þetta er heljarinnar dagskrá,“ segir Ásthildur Elva Bernharðs- dóttir, forstöðumaður Rannsókna- setursins. Haldnar verða fimm málstof- ur þar sem athyglinni verður beint að einum málaflokki í senn. Byrjað verður á umræðu um lýðræði þar sem fræðimenn frá Danmörku, Noregi og Sví- þjóð kynna niðurstöður lýðræð- isrannsókna sinna, sem þeir hafa unnið að undanfarin ár. „Þarna er í fyrsta sinn skilst mér komið kjörið tækifæri til að þessir fræðimenn leiði saman hesta sína og beri saman stöðu lýðræðis í þessum löndum,“ segir Ásthildur Elva. Í tveimur málstofum verður fjallað um stöðu smáríkja í Evr- ópusambandinu og möguleika þeirra til þess að hafa áhrif á gang mála þar. Á laugardaginn verður síðan annars vegar fjallað um íslenska utanríkisstefnu frá lokum kalda stríðsins, hins vegar um tungumál smáríkja og möguleika þeirra til að vaxa og dafna í heimi alþjóða- væðingar. Það verður Halldór Ásgríms- son sem opnar ráðstefnuna í Nor- ræna húsinu í fyrramálið. „Hann flytur þar líklega sína fyrstu ræðu sem forsætisráð- herra á þessari ráðstefnu okkar,“ segir Baldur, eilítið stoltur í bragði. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E ..Ó L. 52-53 (40-41) TV 15.9.2004 19:49 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.