Tíminn - 14.10.1973, Síða 6

Tíminn - 14.10.1973, Síða 6
TÍMINN Sunnudagur 14. október 1973. Rætt við Sigtrygg Albertsson, hótelstjóra Það var augljóst hagræði að sameina þessi tvö hús i einni glæsilegri byggingu. Hótelið losn- aði á þann hátt við að byggja veit- ingasali, en félagsheimilið aftur á móti við að innrétta fullkomið, dýrt eldhús, og auðveldara var að skipuleggja veitingastarfsemi félagsheimilisins. Var stofnað hlutafélag um rekstur hótelsins, en það hafði raunar lengi staðið til. Aðal hluthafar eru Húsavíkur- bær, Kaupfélag Þingeyinga, Félagsheimilið og undirritaður, en auk þess eru fjölmargir aðrir hluthafar, þvi mikill og almennur áhugi er i bænum um byggingu nýja hótelsins. 1 hótelinu verða 34 2ja manna herbergi, og þar af eru 24 með sérstöku baði, og tvær setustofur verða fyrir gesti. Herbergin eru mjög smekklega búin húsgögnum og verða búin hljómtækjum, sima og sjónvarpstækjum. Við höfum reynt að miða við beztu tegund svonefndra túr- ista-hótela, sem hér á landi hafa verið reist, eins og t.d. HótelEsju I Reykjavik og Hótel Loftleiðir, svo eitthvað sé nefnt af þvi, sem tekið er til fyrirmyndar. Lyfta er milli hæða i húsinu fyr- ir gesti. Þá verður rekin kaffiteria i hótelinu, þar sem seldur verður matur, kaffi og aðrar veitingar. í kjallara hótelsins verður mjög fullkomið eldhús, sem tekið verð- ur i notkun innan skamms. Hótel- ið mun kosta fullbúið með frá- genginni lóð og innanstokksmun- um um 60 milljónir króna.Er þetta þvi mikið átak fyrir ekki stærra bæjarfélag. Grein Jónas Guðmundsson Sem menn rekur ef til vill minni til, þá brann hótelið á Húsavik fyrir fáeinum árum,en það var til húsa i litlu timburhúsi, er stóð á landbakkanum ofan við hafskipa- bryggjuna. Þangað áttu margir ferðamenn leið, þótt húsakynni væru i þrengra lagi. Svo vel vildi þó til, að húsið var gestalaust, þegar það brann til ösku um áramótin 1970-1971. Þar með var hótellaust um hrið i höfuðstað Þingeyjarsýslna. Það var öllum ljóst, að við svo búiö mátti ekki standa til lang- frama. Húsavik er 2000 manna bær, og þangað leggja margir að- komumenn leiö sina, ýmsir fara brýnna erinda, en aðrir sér til gamans, og nú er aftur risið hótel á Húsavik, og það ekki af verri endanum. Timinn kynnir að þessu sinni Hótel Húsavik, en á siðasta sumri ræddum við við hótelstjórann, Sigtrygg Albertsson, en hann rak einnig gamla Hótel Húsavik um árabil. Sagðist honum frá á þessa leið. — Það er orðið langt siðan sú hugmynd kom fram, að nauðsyn- legt væri að reisa nýtt og vandað hótel hér á Húsavik. Gamla hótel- ið hafði aðeins sex gistiherbergi, sem vitanlega var alltof litið. Þessi frumstæða aðstaða bein- linis hindraði fólk i að koma til Húsavikur og eiga þar viðdvöl. Til bæjarins áttu margir erindi, þvi hann liggur i þjóðbraut ferða- manna. Hér er rekin umfangs- mikil þjónusta við viölent, torfært hérað á vetrum, sjúkrahús og ýmis embætti, sem margir eiga erindi við. Ljóst var, að við svo búið mátti ekki standa öllu leng- ur.. Það mun hafa verið árið 1967, sem byrjað var á grunni nýja hótelsins, sem er reyndar við- bygging við glæsilegt félagsheim- ili Húsavikur, sem reist hefur verið á staðnum. Herbergi með baði, síma, hljómtækjum og sjónvarpstæki. Allt úr stóli, gleri og pallisander í 60 milljón króna ferðamannahöll á Húsavík

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.