Tíminn - 14.10.1973, Page 11

Tíminn - 14.10.1973, Page 11
Sunnudagur 14. oktdber 1973. TÍMINN II Ann-Mari og Mari-Ann eru svo likar að þær á vissan hátt hafa alveg sömu tilfinningar og hugsa eins. þær væru örugglega eineggja tviburar. Tvieggja tviburar eru yfirleitt ekkert sérlega likir hvor öðrum, og oft af sitthvoru kyninu. Eineggja tviburar eru hir.s vegar alltaf sama kyns, og eru eins og spegilmynd hvor af öðrum. Það voru Bodil og Birgitta lika alltáf i uppvextinum, og eru það að vissu leyti ennþá. Það eina sem er ólikt með þeim, er það, að Bodil hefur litað á sér hárið og skipt um greiðslu. Þær fæddust 2. sept. 1946. Bodil er eldri, hún fæddist fimmtán mlnútum á undan systur sinni. Afleiðingin er lika sú að hún hefur alltaf siðasta orðið, þegar á að ákveða eitthvað. Það er oft þannig með tvibura, að það er litið á þann sem fæðist fyrr, sem eldri og reyndari. Jafnvel þótt það séu ekki nema nokkrar minútur á milli þeirra. Þær ólust upp i Odensbacke I Sviþjóð og i uppvextinum var ekki hægt að sjá nokkurn mun á þeim. Þær gengu i sama skóla og voru i sama bekk, léku sér saman og sváfu i sama herbergi. — Auðvitað var þá skemmtilegt segir Birgitta,þannig höfðum við alltaf leikfélaga við hendina. — Manni fannst maður aldrei einmana, segir Bodil — En það er staðreynd, að við vorum ekki alltaf sammála og slógumst eins og önnur börn. Hvorugri þeirra finnst það vera ókostur að vera tviburi. Það eina var, að maður fékk ekki eins mikið af leikföngum eins og skyldi, þvi foreldrarnir þurftu alltaf að kaupa tvennt af öllu. Ef önnur fékk einhvern hlut, þurfti hin lika að fá eins. Auk þess fannst þeim báðum þreytandi, að vera alltaf meðhöndlaður eins og ein persóna, þar sem þær væru raunverulega tvær persónur. Og svo þetta vanalega — Guð minn góður hvað þið eruð likar. — En þegar strákar fóru að sýna okkur áhuga, fór það að vera virkilega spennandi. — Við vorum alltaf likt klæddar og strákarnir voru alltaf að ruglast á okkur. — Birgitta lék ærlega á kærast ann minn einu sinni — segir Bodil hlæjandi. — Hann hafði komið akandi til að sækja mig, en Birgitta fór út til hans, i staðinn fyrir mig. Hún settist upp i bilinn. Þau voru búin að keyra um langa lengi, þegar Birgitta spurði að lokum hvort það væri nú ekki ég, sem hann hafði ætlað út með. Tviburarnir voru alltaf saman, langt fram á tvítugs aldur, þá fóru leiðir þeirra að skilja. Birgitta fór að vinna sem hjúkrunarkona á elliheimili, og Bodil sem meinatæknir og fluttist til örebro. Þær ætluðu ekki að gifta sig samtímis — það höfðu þær ákveðið. Hér átti ekki að vera neitt systrabrúðkaup. Bodil gifti sig i ágúst 1968 og Birgitta gifti sig upp á dag ári siðar. Nú búa þær ekki á sama stað lengur, og hafa orðið ólik áhugamál, en þær hafa samband hvor við aðra, á hverju ári. Birgitta vildi strax eignast barn, en Bodil fannst ekkert liggja á. Samt var það Bodil sem varð fyrst ófrisk. Þegar hún gat talið sysur sina á að láta I rannsaka sig kom i ljós að hún var lika ófrisk. En það átti lika að vera tvær vikur á milli fæðinga hjá þeim. Hvað er það sem orsakaði það, að Birgitta fékk verki i bak og maga um leið og Bódil? Áður fyrr undruðu þær sig oft yfir þvi, að ef önnur fékk verki fékk hin þá lika. Þegar önnur fékk tannpinu, fékk hin lika tannpínu. Auk þess hugsa þær lika alltaf hvor til annarrar á sama tima jafnvel þótt þær búi langt hvor frá annarri. Um leið og Bodil hefur ákveðið að hringja til Birgittu, hringir siminn og Birgitta er alltaf i simanum eða öfugt. Slikt kemur oft fyrir fólk,sem stendur i nánu tilfinningasam- bandi hvort við annað. En hjá Bodil og Birgittu kemur þetta alltaf fyrir. Það eru til fleiri eineggja tvi- burar, sem likt er komið á með og Bódil og Birgittu. Til dæmis hjá Ann-Mari og Mari-Ann. Þær eru báðar núna 30 ára og báðar giftar. Þær voru stöðugt saman til átján ára aldurs, þá lentu þær i sitt hvorum landshlutanum. Þegar þær voru 22 ára bjó Ann-Mari i Gautaborg og Mari-Ann i Stokkhólmi. Eina nóttina um þrjú-leytið vaknaði Ann-Mari viðverki i maganum. A sama tima hafði Ann-Mari verið flutt á spitala i snarhasti, þar sem hún átti sitt fyrsta barn. Hún hafði haft verstu hriðarnar um þrjúleytið um nóttina. Næsta morgunn hringdi Mari-Ann og spurði — Hvernig liður Ann-Mari? Ég veit að hún er búin að eiga barn, en var það drengur eða stúlka? — Auðvitað vissi ég að það var ekki langt i það að Ann-Mari fæddi barnið segir Mari-Ann- — En ég vissi alls ekki, að hún hefði verið flutt á spitala einmitt þessa nótt. Og ég vissi ekki að þetta voru eins konar hriðarverkir, sem ég hafði. En núna þegar ég hef átt mitt eigið barn, get ég sagt að verkirnir voru alveg samskonar. Verkir hjá einni syturinni leiddi þannig til, að hin systirin, jafnvel þótt hún væri i 45 milu fjarlægð, fékk einnig verki. Hvorug þeirra telur það útilokað að það hafi verið samskonar tengsl. sem um var að ræða milli Bodil og Birgittu. Eini munurinn var sá, að við báðar áttum raunverulega von á barni. Seint kvöld eitt, voru Ann-Mari og maðurinn hennar að koma heim úr veizlu . Allt i einu hrópaði Ann-Mari til mannsins sins: — Hvaðer klukkan? Það hefur eitthvað komið fyrir Mari-Ann. Klukkan var nákvæmlega fimm minútur yfir fjögur. Það hafði raunverulega eitt- hvað komið fyrir Mari-ann. Hún og maðurinn hennar höfðu farið út af veginum og keyrt á tré. Klukkan i bilnum stopppaði nákvæmlega fimm minútur yfir fjögur. Einu sinni varð sonur Ann-Mari alvarlega veikur og það varð að flytja hana á sjúkrahús I snar- hasti. —Mari-Ann fann á sér hvað fyrir hafði komið, og hringdi samstundis til systur sinnar. 1 augnablikinu búa þær sytur á sama stað. Mari-Ann á tvo syni, en Ann-Mari á þrjá. Báðar langar til að eignast tvibura, meira en nokkuð annað. — Það er mjög gott að vera tviburi, finnst þeim báðum. Þær hafa átt skemmtilega æsku saman. Þær hafa lfka notfært sér það hvað þær eru lfkar til að leika á fólk. A táningaaldrinum léku þær óspart á strákana. Enginn þeirra gat séð nokkurn mun á þeim. En þær hafa lika einnig verið gabbaðar. 1 eitt skiptið stökk Mari-Ann á sína eigin spegilmynd. Hún hafði ákveðið að hitta Ann-Mari i and- dyrinu á hóteli. Og þegar hún sá systurina koma, hljóp . hún á móti henni til að heilsa henni. En það var bara ekki systirin.... 1 skóla skrifuðu þær næstum eins stfla frá orði til orðs. Þær dreymdi sömu draumana og þær töluðu upp úr svefni, um sömu hlutina. Þær voru nákvæmlega jafn háar og nákvæmlega jafn þungar. Og það eru þær lika núna- upp á gramm. kris- lausl. þýtt og endursagt. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður BYGGINGATÆKNIFRÆÐINGUR — UMSJÓNARMAÐUR. Staða UMSJÓNARMANNS við VÍFILSSTAÐASPÍTALA er laus til umsóknar. Óskað er eftir að ráða byggingatæknifræðing i stöðuna. Starfið er einkum fólgið i eftirliti með framkvæmdum, áætlanagerð og ann- arri undirbúningsvinnu um fram- kvæmdir. Byrjunartimi gæti verið samkomulagsatriði. Laun samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknir er tilgreini aldur, mennt- un, og fyrri störf, ásamt meðmælum, ef fyrir hendi eru, sendist stjórnar- nefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 26. október 1973. Reykjavik, 12. október 1973. SKRIFSTOFA R í KISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765 Tilkynning til Akurnesinga fró Brunabótafélagi íslands Frá og með 15. október tekur Rikharður Jónsson við störfum umboðsmanns á Akranesi. Skrifstofa umboðsins verður fyrst um sinn að Skólabraut 32. Skrifstofan verður opin alla virka daga, nema laugardaga, frá 10 til 11.30 og 2-5 e.h., en á föstudögum til 6.30 e.h. Brunabótafélag íslands Lónasjóður íslenzkra nómsmanna minnir ó að umsóknarfrestur til að sækja um al- menn námslán rennur út mánudaginn 15. október n.k. Sama dag rennur út frestur til að sækja um ferðastyrki og kandidatastyrki. Skrifstofa sjóðsins verður opin mánu- daginn 15. okt. kl. 9-12 og 1-5. Aðra daga 1-4. Reykjavik, 11. október 1973. Lánasjóður islenzkra námsmanna. Mykju-snigill til sölu. Þriggja ára með girkassa. Einnig mjaltavéladæla, ásamt rafmótor. Upplýsingar gefur Óskar Jóhannesson, Ási i Mýrdal, simi um Vik.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.