Tíminn - 14.10.1973, Síða 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 14. október 1973.
Mcnn og málofni
Metframkvæmdir
í byggingamálum
Hvatning Gísla
Guðmundssonar
BLAÐIÐ Þjóöólfur, sem er gefið
út af Kjördæmissambandi
Framsóknarmanna á Suðurlandi,
ræðir nýlega um byggöamálin i
itarlegri forustugrein. Það þykir
vel til fallið að rifja hér upp
nokkur atriði hennar, en með
vissum rétti má segja, að
byggöastefna eigi vöggu sina á
Suðurlandi sem landsmálastefna,
en þá er átt við fundinn i Þjórsár
túni I janúar 1916, sem var upp-
hafið að framboði og sigri óháðra
bænda i landkjörskosningunum
siðar á þvi ári.
Þjóðólfur hefur greinina með
orðunum: „Auka þarf jafnvægi i
byggð landsins”. Þessi setning
hefur oft sézt á prenti og heyrzt i
ræðum manna á undanförnum
áratugum. Areiðanlega hafa
Framsóknarmenn farið fyrir
öðrum á Alþingi i sambandi við
slfk mál og hefur Gisli
Guðmundsson alþm. haft þar
forystu fyrir sinum samherjum.
Þó ekki hafi náöst að lögfesta
nema litið af þvi enn, sem fólst i
frv. þvi til laga um jafnvægi i
byggö landsins, sem Gisli ásamt
fleiri Framsóknarmönnum flutti
þing eftir þing, þá hefur nú i tið
vinstri stjórnarinnar margt
þokast i rétta átt i byggðamálum.
Þessi málaflokkur hefur nú
hlotið ný heiti og er nú oftast talað
um byggðamál og byggðastefnu,
þegar menn ræða um að gera eitt-
hvaö það, sem heft geti fólks-
strauminn til Faxaflóasvæðisins.
Byggðastefnan
er ekki ný
Ýmsir láta sem hér sé um
einhverja nýja stefnu að ræða.
Byggðastefnu, sem ekki hafi áður
verið til. Slikt er hin mesta sögu-
fölsun, þvi Framsóknarflokkur-
inn hefur alla tiö haft þennan þátt
þjóðmála efst á sinni stefnuskrá
og verið mjög athafnasamur um
framkvæmdir I dreifbýlinu, þeg-
ar hann hefur átt menn i rikis-
stjórnum.
Má I þvi sambandi minna á
hinar rösklegu handatiltektir
þegar flokkurinn fór með stjórn á
árunum 1927 til 1932.
Þá beitti hann sér fyrir vega-
geröum og brúabyggingum um
allt land. Auknum strandsigling-
um, héraðsskólum og barna-
skólum, fjölgun læknishéraða og
byggingu sjúkrahúsa og sjúkra-
skýla. Þá var Rikisútvarpinu
komið á fót. Ræktunarstyrkir
voru auknir og lánastofnanir eins
og t.d. Búnaðarbankinn
stofnaöar. Ótal margt annað
mætti nefna, sem flokkurinn þá
og siðar átti frumkvæði að, svo
landsbyggðin og fólkið i dreif-
býlinu gæti notið góðs gengis.
Ný sókn í
byggðamólum
Þessari stefnu sinni er
Framsóknarflokkurinn enn sem
fyrr trúr og má best sjá það af
þeim málum, sem efst eru á
baugi hjá rikisstjórn og Alþingi.
Skal þar fyrst nefnd efling
Byggðasjóðs, en honum hefur
veriðfenginn fastur tekjustofn til
viðbótar þvi sem hann hafði, eru
það 100 milljónir króna á ári
næstu 10 ár. Þá hefur honum
verið veitt 350 millj. kr. láns-
heimild á ári. A þessu ári hefur
Byggðasjóður nál. 500millj. kr. til
að lána.
Endurnýjun togaraflotans og
dreifing hans um landið er eitt af
þýöingarmestu byggðamálunum.
39 skuttogurum hefur nú verið
ráðstafað þannig, að Reykjavik
fær 8, alla af stærri gerð.
Reykjaneskjördæmi fær 2 af
stærri gerð og 3 af minni gerðinni.
Vesturland fær 2, sinn af hvorri
gerö, stærri og minni.
Vestfirðir fá 6 skip, öll af minni
gerðinni.
Norðurland vestra fær 3 skip,
hin smærri.
Norðurland eystra fær 3 hin
stærri og 4 minni. Austurland fær
6 skip, öll af smærri gerð, og
Suðurland fær 2 skip, sem bæði
eru af smærri gerðinni. Fer
annað til Vestmannaeyja en hitt
til Þorlákshafnar.
Um leið og þetta er að gerast þá
er einnig i gangi endurbygging
frystihúsanna, fiskverkunar-
stöövanna og sláturhúsanna i
landinu og er þar um að ræða
stórmáþsem kostar of fjár.
Hrmgvegurinn
og rafvæðingin
Vegaframkvæmdir eru nú
meiri en nokkru sinni áður og
hefur framlag rikisins til þeirra
verið tvöfaldað á tveimur árum.
Er þar fyrirferðarmesta fram-
kvæmdin hringvegurinn eða
brúa- og vegagerð á Skeiðarár-
sandi, sem tryggt er að lokið
verður á næsta ári, en einnig fer
mikið fé bæði til Norðurlands-
áætlunar og Austurlands
áætlunar.
Aætlað er, að rafvæðingu dreif-
býlisins ljúki á næsta ári. Þrjú
allstór orkuver eru i smiðum þar
sem er Lagarfossvirkjun, Laxár-
virkjun og Mjólkárvirkjun, og svo
er stór virkjun aö hefjast viö
Sigöldu, og að þvi búnu er ráðgerð
samtenging flestra eða allra
orkuvera landsins og jöfnun á
raforkuveröi.
Með nýjum hafnalögum eru
stóraukin framlög hins opinbera
til hafnabygginga. Er sliks mikil
þörf þvi stórverkefni biða úr-
lausnar hvarvetna um land, ekki
sist með tilliti til hinnar öru
þróunar i stækkun fiskiskipanna.
í sveitum landsins stóraukast
framkvæmdir nú með ári hverju.
Á árinu 1970 voru lánveitingar
Stofnlánadeildar 141 millj. kr.,
1971 254 millj., 1972 370 millj. en á
yfirstandandi ári er lánaþörfin
áætluð 570 millj. kr.
1000 leiguíbúðir
Þá var á siðasta Alþingi
samþykkt að byggðar skuli á
næstu 5 árum 1000 leiguibúðir
utan Reykjavikur, til að bæta úr
húsnæðisskortinum viðsvegar i
bæjum og þorpum landsins og til
að vega að nokkru á móti hinum
miklu Breiðholtsbyggingum i
Reykjavik á siðustu árum, sem
drógu til sín meginhlutann af
fjármagni húsnæðislánakerfisins.
Hér hefur með fáum orðum
verið drepið á nokkra þætti
byggðamála, sem núverandi
stjórnarflokkar eru með miklum
áhuga og góðu samkomulagi að
vinna að.
Allir vita og viðurkenna hversu
rik nauðsyn það er, að halda öllu
landinu I byggð og nytja auðlindir
þess bæði til lands og sjávar, en
það verður ekki gert nema
búsetuskilyrði samkvæmt
nútimakröfum séu tryggð, og
jafnvægi skapað milli ibúa
landsins hvar á landinu, sem þeir
eru búsettir.
Aö þessu er nú unnið með
öllum þeim hraða, sem vald-
hafarnir geta beitt.
Framsóknarmenn mega fagna
þvi góða samkomulagii sem hjá
rikisstjórn og Alþingi er um þessa
byggðastefnu, þvi hún hefur frá
upphafi verið eitt aðaláhugamál
Framsóknarflokksins,
,,Aðgöngumiði
kommúnista"
Vorið 1957 stóöu málþannig, að
fyrirsjáanlegur var mikill
raforkukostnaður i Reykjavik og
annars staðar á Suðvesturlandi,
nema hafizt yrði handa um nýja
virkjun við Sogið. Vinstri
stjórnin, sem þá fór með völd,
vann kappsamlega að þvi að út-
vega lán til þessarar fram-
kvæmdar.m.a. I Bandarikjunum.
Það hefði mátt ætla, ef ályktað
væri af skrifum Mbl., að „vinir
Reykjavikur”, forkólfar Sjálf-
stæðisflokksins, hefðu verið
stjórninni hjálplegir i þessu máli
og sýnt þannig i verki, að vinátta
þeirra við Reykjavik væri
sterkari en fjandskapur þeirra
viö stjórnina.
En hver var reynslan? Hingað
kom um það leyti blaðamaður frá
ameríska blaðinu „Wall Street
Journal”. Hann birti grein héðan
I blaði sinu 17. april 1957. Þar
sagði m.a. að ýmsir Islendingar
væru óánægðir yfir fjárhags-
aðstoð Bandarikjanna við Island.
Siðan sagði orðrétt:
„Einn af leiðtogum Ihalds-
flokksins, sem missti völdin, er
alveg jafn-gramur: „Lán Banda-
rikjanna”, segir hann, „borga
aðgöngumiða kommúnista að
valdastólunum””.
Nú kunna einhverjir að halda,
aö þetta hafi ekki verið rétt eftir
haft og Mbl. hafi leiðrétt þetta við
fyrsta tækifæri. Reyndin varð
hins vegar önnur. Hinn 25. april
birti Mbl. I staðinn orðrétta
þýðingu á grein hins ameríska
blaðamanns, án minnstu athuga-
semda. Það var gert til að sanna
ameriska sendiráðinu hér, að
ummæli hins grama foringja
Sjálfstæðisflokksins væru rétt
höfð eftir. í tilvitnuninni hér að
framan er fylgt þýðingu Mbl.
Ef nokkuð var hægt að gera til
að spilla fyrir þvi, að Sogslánið
fengist i Bandarikjunum, þá var
það einmitt þetta, að áhrifamiklir
menn á Islandi héldu þvi fram, að
lánið væri i þágu kommúnista.
Hér var þvi gerð hin óskamm-
feilnasta tilraun til að koma I veg
fyrir að vinstri stjórnin fengi lán
til Sogsvirkjunarinnar.
Rógurinn um
utanríkis-
róðherra
Þessi 16 ára gamla saga rifjast
óneitanlega upp, þegar lesin eru
æsingaskrif Mbl. um Einar
Agústsson utanrlkisráðherra um
þessar mundir. Það hefur hvilt á
Einari Ágústssyni að annast
kynningu landhelgismálsins út á
viö og hefur það tekizt með
miklum ágætum. Ekki sizt bar
nýlokin för hans á allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna góðan
árangur í þessum efnum. Þá
vinnur Einar Agústsson nú jafn-
framt að samningagerð við
Bandarikin I tilefni af endur-
skoöun varnarsamningsins. Það
er vandasamt mál og viðkvæmt.
En meðan Einar Ágústsson sinnir
þannig tveimur mikilvægum
málefnum, sem snerta mjög
sambúðina við aðrar þjóðir, er
hann látlaust ausinn auri i Mbl.
og reynt að gera sem minnst úr
honum. Þetta gerir ekki mikið til
hér innanlands, þar sem menn
þekkja vel til iðju Mbl., og gera
sér Ijóst, að þá standa andstæð-
ingarMbl.sigyfirleittbezt, þegar
það ófrægir þá mest. öðru máli
gegnir hins vegar um erlenda
aðila, sem ekki þekkja til mála-
vaxta. Hjá þeim getur slikt valdið
misskilningi og tortryggni. En
hér verður að treysta á það, að
Bandarikjamenn þekki sitt fólk
og meti það með tillti til þess.
Hin
neikvæða
kynning
I ræðu, sem Hannes Jónsson
blaðafulltrúi hélt á landhelgis-
fundinum að Hótel Sögu, rakti
hann Itarlega þá miklu kynningu,
sem rikisstjórnin hefði haldið
uppi til stuðnings málstað
Islands. Hannes minnti jafnframt
á, að jafnhliða þessari jakvæðu
kynningu, hefði átt sér stað önnur
kynning, neikvæð kynning. Þessa
neikvæðu kynningu hefði
Morgunblaðið annast. Það hefði
birt hverja greinina af annari til
þess að ala á sundrung og tor-
tryggni i sambandi við fram-
kvæmd málsins. Auk þess hefði
það aftur og aftur búið til sögur
um sundrung og úlfúð I málinu
innan rikisstjórnarinnar og látið
aö þvi liggja, að ekki þyrfti annað
en fella rikisstjórnina til þess að
samningar tækjust. Með skrifum
af þessu tagi, sem auðvitað hefðu
verið þýdd og send til Bretlands,
hefði Morgunblaðið gefi Bretum
til kynna, að það væri engin þörf
fyrir þá að semja við okkur.
Okkar eigin sundrung mundi
leiða til þess að við gæfumst upp
og Bretar mundu fá allt það, sem
þeir vildu i lokin vegna þessarar
sundrungar, sem Morgunblaðið
hefði stöðugt alið á og sagt að
rlkti, ekki bara á milli stjórnar-
andstöðu og stjórnar heldur
einnig innbyrðis I stjórninni.
Jónas Árnason áréttaði þessi
ummæli Hannesar mjög eftir-
minnilega i stuttri ræðu, sem
hann hélt á fundinum. Hann
skýrði frá þvi, að hann hefði tekið
þátt i nokkrum sjónvarps-
umræðum i Bretlandi og alla-
jafnan hefðu það verið úrklippur
úr Mbl., sem andstæðingar
tslands hefðu vitnað einna helzt i
máli sinu til stuðnings.
Þ.b.
Forseti islands flytur ávarp viðsetningu Alþingis 10. október s.l.