Tíminn - 14.10.1973, Page 20

Tíminn - 14.10.1973, Page 20
20 TÍMINN Sunnudagur 14. október 1973. Hiónin Katrín Ágústsdóttir og Stefán Halldórsson eru bæði handavinnu- og teiknikennarar að mennt og stunduðu slíka kennslu um árabil. Síðan kynntist Katrín batik-list- iðnaði/ fyrst í Myndlista- og handíða- skólanum í Reykjavík, en síðar f fram- haldsnámi í Danmörku, þar sem hún vann á verkstæði. Þegar heim kom tóku þau hjónin að leggja stund á þennan listiðnað sem tómstundagaman, en hér fór sem oft- ar, að mjór er mikils vísir, og nú er svo komið, aðtómstundaiðjan er orðin full- komið starf fyrir þau bæði. Myndir þeirra hafa notið mikillar hylli, enda hefur þeim ekki tekizt að fullnægja eftirspurninni, eins og fram kemur í þessu greinarkorni. Það er vissulega gott til þess að vita, að enn skuli hafa bætzt við ný grein ís- lenzks handiðnaðar, þótt að vísu sé hér um fleira að ræða en iðnað einan. Hér er líka list á ferðinni. HVAÐ ER batik og batikmynd? Ja, það er kannski ekki von að þeir viti það, sem sitja lon og don við skrifborð, pikkandi á ritvél, — jafnvel ekki þótt Danskurinn noti orðið batist, sem þýðir á þeirra máli fínt léreft. Nei, sá, sem ekki hefur séð batikmyndirnar hennar Katrinar Agústsdóttur og manns hennar, Stefáns Halldórssonar, hann veit ekki, hvað batikmynd er, —ekki alveg, svo mjög er sjón sögu rikari. Fyrst var það tómstundaiðja. Þau hjónin voru sótt heim einn góðan veðurdag, ekki alls fyrir löngu til þess að hnýsast i vinnu- brögð þeirra. Það var frúin, sem fyrst varð fyrir svörum, þegar gesturinn spurði, heldur svona ófróðlega: — Hvernig er farið að þvi að búa til batikmynd? — Við byrjum á þvi aö teikna mótivið — hugmyndina — á lér- eft. Það er rétt að geta þess þegar i upphafi, að helzt þarf að teikna á llfrænt efni, til dæmis léreft, bóm- ull eða hör. Ull hef ég ekki reynt. Við vinnum þetta þannig, að þeg- ar myndin hefur verið teiknuð, berum við fljótandi vax á léreftið. Vaxið þarf að vera brætt við visst hitastig, það má hvorki vera of kalt né of heitt. Siðan eru þeir fletir myndarinnar einangraðir meö vaxi, sem eiga aö vera hvit- ir. Siðan kemur litabaðið. Þá er byrjað á ljósasta litnum, til dæmis gulum. Að þvi loknu er efnið látið þorna, þá vaxborið aft- ur, sfðan litabað, og svo koll af kolli, þangað til i myndina eru konnir allir þeir litir, sem þar eiga að vera. — Hvenær byrjuðuð þið hjónin að fást við þetta? Stefán, hvað vilt þú segja mér um það? — Fyrir um það bil tiu árum kynntist Katrin kona min þessu, þegar hún var á námskeiði i Dan- mörku. Hún fór svo að reyna þetta og eftir að við höfðum unnið við þetta i hjáverkum i þrjú ár og sent nokkrar myndir til sölu, fannst okkur timi til kominn að reyna meira, þvi að viðtökurnar voru frábærar. Þær fáu myndir, sem við sendum frá okkur, seld- ust strax. Siðan fór þetta smám saman vaxandi. Katrin minnkaði við sig kennsluna og fór að helga sig eingöngu þessu starfi. Eins varð þetta með mig. Við höfðum bæði verið kennarar, en nú var svo komið, að ég gat lika farið að draga saman seglin i kennslunni, og farið að snúa mér eingöngu að þessu. Nú er svo komið, að við er- um bæði hætt kennslu en vinnum eingöngu saman að batik og ann- arri myndsköpun, meðal annars með þrykki. — Og er hægt að lifa á þessu? — Já, þetta hefur veitt okkur nægilegt lifibrauð, en heldur ekki meira. Það hefur löngum verið sagt, og vafalaust með réttu, að af list sé ekki hægt að lifa, en af listiðnaði er það hugsanlegt, að minnsta kosti þegar maður er eins heppinn og við vorum að detta niður á það form, sem er vinsælt og eftirsótt. — Rekið þið eigin verzlun, eða seljið þið vöruna i búðir? — Strax og við vorum farin að iáta þetta frá okkur, komumst við I samband við liðstiðnaðar- og heimilisiðnaðarverzlanir, sem siðan hafa tekið að sér að dreifa þessu. Nefna má þrjár verzlanir, sem viö skiptum við núna. Þær eru Rammagerðin, íslenzkur heimilisiðnaður og verzlunin Kúnigund. — Hafið þið ekki haldið sýn- ingar? — Katrin hélt einkasýningu árið 1970iBogasal Þjóðminjasafnsins. Sú sýning fékk mjög góða dóma, og af 28 myndum, sem þar voru til sölu, seldist 21. Öflun hráefnis er talsvert vandamál. — Hvernig gengur að afla hrá- efnis til listiðnaðar af þessu tagi? — Það hefur verið mjög erfitt að fást við þá hlið málanna. Það er nefnilega þannig ástatt i veröldinni núna, að minnsta kosti hér I Evrópu, að léreft er nær ófáanlegt. Þetta hefur táknað það fyrir okkur, að við höfum orðið að liggja með birgðir af lérefti eitt til eitt og hálft ár fram i timann til þess að vera viss um að verða ekki uppiskroppa. Um litina er það að segja, að við höfum notað svokallaða deka- batikliti, sem framleiddir eru i Þýzkalandi. Það hefur alltaf tek- izt að útvega þá, en það tekur langan tima, vegna þess, hvernig pökkunarformið á þessu er. Við þurfum svo mikið af þessu, að við kaupum það i kilóatali, en hér á landi eru aðeins til sölu fimm gramma einingar. Það þarf sem sagt að pakka þessu sérstaklega handa okkur. Vaxið er flutt inn fyrir okkur og þarf að sækja það allt frá Þýzka- landi til Rússlands. Það tekur oft langan tima að fá svar við pöntunum eins og allir vita, sem i sliku þurfa að standa. — Notið þið vaxið sem nokkurs konar einangrunarefni? — Já. Eins og Katrin var að lýsa áðan, þá er það notað til þess að einangra myndflötinn. Fyrst hvita flötinn, en siðan fyrir hvern lit, koll af kolli, þangað til myndin er fullbúin. Til gamans má geta þess, að vaxið,sem við notum er aö helmingi til býflugnavax og parafinvax. Þessar tvær vax- tegundir eru svo hitaðar saman og notaðar þannig. — Eruð þið hjónin eina fólkið hér á landi, sem leggur stund á þessa listgrein? Katrin, vilt þú svara þessu? — Við munum vera þeir einu, sem lifa eingöngu af þessari teg- und listar. En það er með hana eins og aðra list: Hana er hægt að læra. Það er til fjöldi góðra bóka um þessa listgrein, þar sem fólk getur kynnt sér hana eins og það vill. Ég held, að þetta sé hvergi kennt hér eins og er, en þó veit ég, að batik hefur verið kennt i Myndlista- og handiðaskóla ts- lands. Annars er það um þessa grein listar að segja, að hún er alveg sambærileg við málaralist til dæmis. Við veljum aðeins batik, en ekki málningu og pensil til þess að koma þvi á framfæri, sem við viljum segja. íslenzkir búningar i öndvegi. — Veljið þið ykkur eitthvert sérstakt myndaefni öðru fremur? — Já. Við veljum einkum is- lenzka lifnaðarhætti og, islenzka búninga, meðal annars þjóðbún- inga. Þá má nefna vikinga. Þeir eru gifurlega vinsælir, einkum af erlendum kaupendum, en aftur eru islenzkar þjóðlifsmyndir mjög eftirsóttar af Islendingum Kona að koma heim af stöðli. Kýrnar horfa vingjarnlega á eftir henni, enda hafa islenzkar húsmæður löngum borið hiýjan hug til kúa sinna og verið þeim góðar. Þarna er einn forfaðir okkar að saxa sér I nefið. Verði honum tóbaks- kornið að góðu, þegar þar að kemur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.