Tíminn - 14.10.1973, Page 26
26 TÍMINN Sunnudagur 14. október 1973.
Samstaða og samhugur Vals-
manna utan vallar sem innan
Rætt við Þórð Þorkelsson, formann Vals
Knattspyrnufélagiö
Valur er talandi tákn um
fórnfúst starf áhuga-
manna, sem byggt hafa
upp öflugt íþróttafélag á
einhverjum feqursta bletti
borgarinnar, viö rætur
öskjuhlíðar, með
iþróttahúsum og völlum,
sem eru, og hafa veriö,
vettvangur reykvísks
æskufólks svo aö þúsundum
skiptir. Enda er oft vitnað
til Vals og forustumanna
þess félags, þegar rætt er
um íþróttafélög, sem
skarað hafa fram úr, bæði
iþróttalega og félagslega.
Og þvi verður ekki á móti
mælt, að það er vinalegt
um að litast að Hlíðarenda,
íþróttasvæði Vals, sérstak-
lega þó, þegar allir vellir
eru yfirfullir, iðandi af lifi
þeirra, sem etja kapp í
bróðurlegum leik.
Þórður Þorkelsson hefur verið
formaður Vals undanfarin 4 ár.
Iþróttasiðan átti viðtal við hann i
þeim tilgangi að forvitnast um
hagi félagsins og um þau verk-
efni, sem framundan eru.
Vandalaust að fylla annað
hús
Enda þótt iþróttaaðstaða Vals sé
eins og hún gerist hvað bezt i
Reykjavik, kom það á daginn i
viðtalinu við Þórð, að hún er
allsendis ófullnægjandi. „Þó að
viö byggðum annað iþróttahús,
væri vandalaust að fylla það”,
sagði hann, ,,en það er hjá okkur
Þóröur Þorkelsson, formaður Vals, viö hinn nýja grasvöll, sem Valsmenn byggja nú á svæði sinu.
(TímamyndirGE)
eins og öðrum iþróttafélögum
borgarinnar, að aðstöðuleysið
kemur i veg fyrir, að við getum
aukið starfsemi okkar. Byltingar-
nar á iþróttalögunum, svo og lof-
orð Reykjavikurborgar um aukna
aðstoð við byggingu iþróttamann-
virkja, eykur bjartsýni manns
um það, að hægt verði, áður en
langt um liður, að auka húsakost,
svo að hægt sé að anna hinni
miklu eftirspurn, sem er eftir
iþróttatimum”.
Nýr grasvöllur í byggingu
— Hvaða framkvæmdir standa
yfir hjá félaginu núna, Þórður?
— Nú er unnið að byggingu nýs
grasvallar á svæðinu, en hann
verður 90x120 metrar að stærð.
Framkvæmdum við hann hefur
miðað nokkuð vel áfram og
gerum við okkur vonir um, að á
miðju næsta ári veröi hann til-
búinn undir sáningu eða tyrfingu.
Astæðan fyrir þvi, að ráðist var i
byggingu þessa vallar er tviþætt.
Annars vegar þótti nauðsynlegt
að fjölga grasvöllum á svæðinu
svo að unnt sé að hvila vellina til
skiptis, sem ekki er vanþörf á i
okkar óbliðu veðráttu. Og hins
vegar þótti rétt að stefna að þvi
að fjölga grasvöllum til þess, að
yngri aldursflokkarnir geti, eins
og meistaraflokkurinn^ æft og
keppt á grasi.
Alhliða iþróttamiðstöð.
— Nú búið þið Valsmenn við
ágæta aðstöðu hér að Hliðarenda,
a.m.k. ef miðað er við mörg
önnur iþróttafélög, en samt er
aðstaðan ekki fullnægjandi að
þinum dómi?
— Aðstaðan verður sjálfsagt
aldrei það góð, að hægt sé að tala
um að hún sé fullnægjandi. Það
sést bezt á þvi, að það virðist
sama hve mörg iþróttahús eru
byggð i Reykjavik, alltaf skortir
æfingatima. Þetta eina iþróttahús
okkar fullnægir hvergi þörfum
félagsins. Við þurfum að leigja
æfingatima annars staðar, og
þyrftum á fleiri timum að halda
en okkur er unnt að útvega, og þá
miða ég einvörðungu við æfinga-
tima fyrir keppnisfólk okkar. En
okkur dreymir einnig um það, að
einhvern tima komi að þvi, að við
getum sinnt eldri félagsmönnum
meira. Hér þarf að risa aðstaða
til iþróttaiðkana fyrir fólk á öllum
aldri ásamt gufubaðstofu og
setustofu, þar sem hægt er að
koma saman, m.ö.o. alhliða
iþróttamiðstöð. En sjálfsagt
verðum við að biða lengi eftir
sliku.
— En hafið þið hugsað fyrir
byggingu nýs iþróttahúss?
— Já, það höfum við raunar
gert. Einnig þarf félagið að koma
sér upp nýju félagsheimili.
Þessar byggingar verða stað-
settar á svæðinu vestan megin við
núverandi iþróttahús.
— Verður svæðið þá ekki full-
byggt?
Hvað
er á
döfinni
hjá
félög-
unum?
Handknattleiksmenn Vals hafa staðiö sig mjög vel á þessu ári. Stúlkurnar sigruðu aö venju I innanhússmótinu. Og nú tókst Val einnig aö sigra
i karlaflokki. Á myndinni sést Ólafur H. Jónsson, einn bezti leikmaður Vals, i landsleik.