Tíminn - 14.10.1973, Qupperneq 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 14. október 1973.
Maðurinn meö völdin i Kina, Chou En-iai. Draumur hans um að flytja
Kina brott úr einangruninni er aö rætast.
„Við eigum vini
í vestri, en
fjandmenn í
Sovétríkjunum"
—segir Chou En-Lai,
forsætisráðherra Kína
Kina hefur nú opnaö landamæri
sin fyrir öðrum þjóðum. Bandu-
rikin eru á góöri leið með að taka
upp eðlileg samskipti við Pcking
stjórnina. En landamærin i norðri
eru alltaf lokuð. Kínverjum er i
nöp við Rússana og eru sannfærð-
ir um að Sovétrikin muni gera
árás þegar þau sjá sér færi á. I
þessari grein segir Kafaello
Ubaldi frá Kinaför sinni.
Eftir tiu erfið ár hefur gleðin
haldiðá ný innreiðsína i Kina. Ég
óska Chou En-lai til hamingju
með að Kina hefur lært að brosa
aftur.
— Við gleymdum þvi eiginlega
aldrei, svarar hann. Siðan bætir
hann við: — Gamalt máltæki seg-
ir að með illu skuli illt burt reka.
Kinverski forsætisráðherrann
hitti mig i stóru Þjóðþingshöllinni
i Peking. Chou er 74 ára að aldri
en ennþá grannur og liðlegur.
Andlitsdrættirnir eru fullir af
kröftum og hreinleika og minna
mig á tigrisdýr. En Chou er
maður friðarins og þolinmæðinn-
ar. Ég segi honum að þetta sé
þriöja ferð min til Kina og ég hafi
hitt hann áður og ég hafi heilsað
upp á hann árið 1954. — Þér eruð
þá gamall vinur, segir hann
elskulega.
Chou En-Lai hefur nú öll völd i
Kina með blessun Maos for-
manns. Hann hefur ekki náð þess-
um völdum með brögðum og
klikuskap, heldur greindar sinnar
og dugnaðar. Þegar öldurnar
lægði eftir menningarbyltinguna,
var það auðvitað Chou, sem vann
að þvi að koma á friði og spekt i
landinu aftur. Nú er það draumur
Chou að Kina taki upp samskipti
við umheiminn, en einangrist
ekki. Chou sat við hliðina á Henry
Kissinger, þegar það var tilkynnt
að Kina myndi fá aðgang að Sam-
einuðu þjóðunum. „Ótrúlegt”
hrópaði Kissinger. „Ómögulegt”,
sagði Chou En-lai en dauft bros
kom á andlit hans.
Kina og Bandarikin hafa komið
á fót „samskiptaskrifstofum”,
sem i raun og veru samsvara
skiptum á sendiherrum. Sam-
skipti Kina við Vesturlönd aukast
dag frá degi. Stuttur timi er lið-
inn, siðan menn litu á Formósu-
vandamálið sem óyfirstiganlega
hindrun i vegi fyrir eðlilegum
samskiptum milli Kina og Banda-
rikjanna. Nú sýnist þetta harla
litilvægt. 1 fyrra gerðist það i
fyrsta sinn að hópur Kinverja frá
Formósu heimsótti Peking sem
venjulegir ferðamenn. Nýlega
var tilkynnt að Formósa muni
senda borðtennislið til Kina.
Suðaustur-Asia er ennþá deilu-
efni, en Chou En-lai er bjartsýnn.
— Vietcong stendur við alla
samninga, segir hann. En hann er
mjög óánægður að striðsrekstur
skuli halda áfram i Kambodiu og
segist ekki geta viðurkennt að
Bandarikin hafi neinn pólitiskan
rétt til að halda áfram afskiptum
i Indó-Kina. Um stöðu Kina segir
hann: „Það er nauðsynlegt að
grafa djúpar skotgrafir, safna
matarforða og ekki seilast eftir
völdunum”. Þetta þýðir að stórt
og voldugt land eins og Kina má
ekki aðeins undirbúa sig undir
strið, heldur einnig friðinn.
A eins og hálfs árs timabili hef-
ur Chou náð merkilegum árangri.
Kina hefur fengið inngöngu i
Sameinuðu þjóðirnar, samskiptin
við Bandarikin eru á góðri leið
með að verða eðlileg og
Amerikanar, Evrópumenn og
Japanir berjast um að fá hlut-
deild I verzlunarviðskiptum við
Kina.
Kinverjum er
i nöp við Rússa.
Arið um kring gerist það sama
á hverjum morgni i Peking. Jafn-
vel um hávetur safnast Kin-
verjarnir saman á auðum svæð-
um, jafnt karlar sem konur og
lesa upphátt hugleiðingar Maos
og gera leikfimisæfingar. Úr fjar-
lægð heyrist aðeins muldur og
hviskur, sem stundum blandast
hrifningarhrópum. Siðan fara all-
ir til vinnustaðanna. Menn nota
reiðhjól og maðurinn er ennþá
ráðandi á götunum og bilar sjást
sjaldan. Þessar hópsamkomur
eru haldnar þrisvar á dag, þvi all-
ir hafa þrjár vinnuhvildir. Þetta
likist sennilega Sovétrikjunum á
árunum 1930-1940, heil þjóð tekur
þátt i framleiðslukapphlaupi. En
margt hefur breytzt. Það litur út
fyrir að timar einangrunarinnar
séu á bak og burt.
Hvernig er hægt að útskýra
þetta kraftaverk? Einn af kin-
versku vinunum minum leit
þannig á málin:
— Þær hugmyndir, sem Vestur-
landabúar hafa um Kina mynd-
uðust á 18. öld. Þeir sáu mandar-
Ininn i dýrum fötum með
óhagganlegt augnaráð, og ungar
stúlkur með blævæng, skituga
róna og ópiumreykingamenn. En
það vantaði mikilvægt á mynd-
ina: Sveltandi fólk. Fólk, sem
drekkti börnunum sinum nýfædd-
um i ám og stöðuvötnum til að fá
ekki fleiri munna til að fæða. Svo
rótgrónar voru hinar rómantisku
hugmyndir Evrópubúa um Kina
að þeir neituðu að trúa að Mao
hefði völdin. Þeim fannst ómögu-
legt að trúa að maðurinn með
kringlótta andlitið i dýru fötunum
hefði orðið að vikja frá völdum.
Menn hrópuðu um uppreisn og
stjórnlagarof. Það leit út fyrir að
Kinverjar myndu halla sér að
Sovétrikjunum, en Rússarnir
gerðu hrapalleg mistök.
Hvernig Rússarnir tóku stað-
reyndum um Kina, segist túlki
minum Wu svo frá: — Þeir lifðu
lokaðir innan múra sinna. Þegar
þeir voguðu sér fyrst meðal okkar
þá komu þeir fram eins og þeir
sem ráða. Þeir reyndu að ráða yf-
ir okkur og beittu svipu hug-
myndafræðinnar og hótuðu að
láta okkur svelta i hel, ef við
fylgdum þeim ekki eftir i einu og
öllu. Eiginkonur sovézku tækni-
mannanna fóru I búðir ætlaðar út-
lendingum og mátuðu skinnkápur
sem gerðu feita likama þeirra
enn fyrirferðarmeiri en áður.
Einnig fjárfestu þær i demöntum
sem kostuðu upphæðir sem svör-
uðu til árslauna fimm verka-
manna. Utan við búðirnar stóðu'
skinhoraðir Kinverjar i lérefts-
skóm og horfðu á þær...
Lýsingin stendur heima við það
sem enski Kinasérfræðingurinn
Dennis Bloodworth segir: „A
þessum árum lá það i augum uppi
að Kinverjar myndu velja Mao,
en aldrei Sovétrikin”. Það var
ekki hægt að forðast vinslitin við
Sovétrikin. Kina ákvað að sjá
um sig sjálft.
Þvi næst liðu tiu ár i einangrun,
árin frá 1960-1970, hin dimmu ár
kinverska kommúnismans.
Smátt og smátt fór Kina að koma
I kastljós heimsins aftur. Eftir
eymd og fátækt komu nokkur ár
framfara og uppgangs. Kina
sprengdi fyrstu kjarnorku-
sprengju sina yfir eyðimörkum
Sinkiangs, hreinsanir voru gerðar
i æðstu stöðum og heiftarlegt
valdastrið var milli Mao Tse-
tung, Liu Shao-chi og Lin Piao.
Nú segja Kinverjarnir að þétta
tiu ára tlmabil hafi verið sem
hreinsandi bað. Úreltar hug-
myndir varð að leysa af hólmi
með nýjum, segja þeir. Það var
nú litið á gamla slagorðið: „Við
skulum brjótast áfram án nokk-
urs hjálpar” sem sjálfbirgings-
hátt og I staðinn kom : „Við eigum
vini allsstaðar i heiminum.” Og
það er vist bæði satt og rétt.
Vinirnir eru i Asiu (jafnvel i
Japan) Afriku, Evrópu og Ame-
riku. En ekki i Sovétrikjunum.
Það er ennþá litið á landamærin i
norðri sem hin „bölvuðu landa-
mæri”. Deilurnar við Sovétrikin
minna á trúarbragðadeilur og
reynslan hefur sýnt að engar deil-
ur eru hatrammari en slikar.
„Kinverskir kaþó-
likkar elska Maó”
Faðir Lorenzo gerir merki
krossins og útdeilir náðarbrauð-
inu i kaþólsku Nathan kirkjunni i
Peking. Hér er ekki munur á hvit-
um, gulum og svörtum mönnum,
hér eru aðeins trúaðir menn. Um
50mannstaka þátt i morgunguðs-
þjónustunni, Vesturlandabúar,
Afrikumenn og fáeinir Kinverjar.
Þeir siðastnefndu eru brennandi
af trúarofstæki sem helzt finnst
hjá nýfrelsuðu fólki og i sértrúar-
söfnuðum.
Kirkjan er illa upphituð með
kolum. Guðþjónustan fer fram á
latinu samkvæmt gamalli venju,
sem er búið að leggja niður i hin-
um kaþólska heimi eftir kirkju-
þing, sem haldið var fyrir nokkr-
um árum. En kinverskir kaþó-
likkar hafa verið lengur
einangraðir en svo.
Faðir Lorenzo er kinverskur
prestur. Undir hempunni klæðist
hann svonefndum Leninein-
kennisbúningi, hnepptum upp i
háls. Félagar i Kommúnista-
flokknum klæðast þessum bún-
ingi I bláum lit, en faðir Lorenzo
hefur hann svartan. Við tölum
ofurlitið saman á latínu, en það er
eina tungumálið, sem hann talar
auk kinverskunnar.
Hann segir, að nú séu um 6000
kinverskir kaþólikkar i Peking og
fimmtiu prestar. Faðir Lorenzo
er i hópi þeirra, sem kaus heldur
að slita vinskap við Vatikanið, en
að lenda i kinversku fangelsi.
Laun hans eru 80 yen á mánuði
lítið hærri en laun verkamanns.
Rikið greiðir honum þessi laun.
— Kinverskir kaþólikkar elska
Maó, segir faðir Lorenzo.
Ég spyr hann hvort hann hafi
tekið þátt i menningarbyltingunni
og hann svarar játandi. Ég spyr
hann hvort kirkjan hafi verið opin
meðan á henni stóð, og hann svar-
ar þvi einnig játandi, en bætir við