Tíminn - 14.10.1973, Qupperneq 29
Sunnudagur 14. október 1973. TÍMINN 29
Þegar Klnverjar og Rússar voru vinir. Chou En-lai stendur á milli tveggja ráðamanna í Sovétrikjunum þeirra Mikojans og Podgornys á helgasta stað Sovétrikjanna, á grafhýsi
Lenins.
að útlendingum hafi ekki verið
hleypt þar inn. Ég læt i ljós
undrun og spyr hvort að kirkjan
eigi ekki að vera fyrir alla, án til-
lits til stjórnmála. bá leiðréttir
faðir Lorenzo sig og segir að út-
lendingar hafi ekki komið i kirkj-
una á þessum tima.
Dagar útlendingahaturs eru
liðnir, en Kinverjar óttast raun-
verulega árás frá Sovétrikjunum.
Fram til 1960 var fyrirskipað að
gera jarðgöng, bæði i Peking og
öðrum stórborgum. Kinverjar
eyddu miklum tima i að grafa, oft
við ljós frá blysum til að spara
rafmagn. Árangurinn varð gifur-
legt kerfi af jarðgöngum, senni-
lega viðamesta öryggiskerfi i
heiminum. 1 Peking einni eru
þessi göng um 270 km á lengd.
bað er til önnur Peking neðan-
jarðar með matarforða, vopna-
birgðum, sima og stjórnarskrif-
stofum, sem eru nákvæm eftirlik-
ing þeirra á yfirborðinu. Kinverj-
ar segja að þarna geti lifið i
höfuðborginni haldið áfram, ef
kemur til kjarnorkustyrjaldar.
— Hinn gifurlegi fólksfj.öldi i
stórborgunum er vandamálið,
segir Ui Wu-kuo ofursti. Hann er
hátt settur i hernum og hefur
staðið fyrir framkvæmdum við
fjölda undankomustaða, sem nota
á, ef til styrjaldar kemur. — Loft-
árás getur leitt til dáuða milljóna
manna. bað er það sem við erum
að tryggja okkur gegn.
Ég fæ leyfi til að skoða flótta-
skýli neðanjarðar. Kinverjar
hafa gert innganga að þeim á hin-
um óliklegustu stöðum. Inn-
gangurinn að þvi, sem ég heim-
sótti var inni i verzlun við um-
ferðargötuna Ta Sa-la i suður-
hluta Peking, — rétt við hliðið þar
sem Marco Polo á að hafa riðið
inn i Peking. Hlemmurinn yfir
byrginu var bak við búðarborðið,
undir hillu með stafla af bláum
samfestingum.
— Eins og þér sjáið erum við
tilbúnir að verja okkur, segir Ui
ofursti. Ég hrósaði forsjálni Kin-
verjanna og bætti viö að striös-
hætta væri sem betur fer ekki
yfirvofandi. — A meðan að
heimsvaldastefnan og sovézka
útþenslustefnan eru við liði, er
alltaf hætta á styrjöld, segir Ui
ofursti.
Við förum niður i jarðgöngin,
sem liggja 4-8 metra undir yfir-
borðinu. Úr hátalara hljóma her-
göngulög. Við komum inn i stórt
herbergi, þar sem veggirnir eru
þaktir bókum. Á miðju gólfi er
stórt borð og á þvi stendur bolli
með ilmandi, kinversku te.
Ofurstinn sagði að þetta herbergi
ætti að nota sem námsstofu,
fyrirlestrasal eða fundarstað. A
töflu sáum við yfiriit yfir jarð-
gangakerfið, sem liggur út frá Ta
Sa-la. bað er kalt þarna niðri.
bað litur út fyrir að hugsað hafi
verið fyrir öllu, nema upphitun-
inni.
Ég er enginn hernaðarsér-
fræðingur og get þvi ekki metið
gildi þessa kerfis frá hernaðar-
legu sjónarmiði.
En hvort sem það kemur að til-
ætluðum notum þá er þetta nokk-
uð sem á ekki sinn lika. Og ekki
má gleyma að kinversku leið-
togarnir á þessum tima lögðu
nokkra áherzlu á sálfræðilega
þýðingu þessara byrgja.
Kinverjar eru vinnusamir,
skylduræknir og ákaflega hóf-
samir. Allt, sem þeir fá i viðbót
við hinn vanalega bolla með hris-
grjónum er álitinn munaður. bað
er eins og Kinverjar stundi vinn-
una af eldmóði. Ég hef séð þá
stökkva léttilega upp i pallana við
byggingarnar. Ég hef séð þá slita
I sundur raflinur og simastrengi
með handafli einu saman. Alls
staðar sést hversu auðveldlega
Kinverjar nota manninn þegar.
vélarnar vantar. Ég varð lika
undrandi yfir aganum, sem rikir
á kinverskum vinnustöðum og
dugnaði verkamannanna.
Hér sést hvorki óregla né sóða-
skapur.sem hefur einkennt og
einkennir enn sovézkar verk-
smiðjur. bað er hægt að sjá verk-
lagni Kinverjanna á höndum
þeirra og lögun fingranna. Jafn-
vel hjá þeim, sem vinna erfiðis-
vinnu eru fingurnir mjóir og
liðugir, ekki stuttir og gildir eins
og hjá 'Rússum. Við skulum nú
lita á lif kfnversks verkamanns
og hvað rikisstjórnin gerir fyrir
hann.
Dugnaðurinn er
verðlaunaður.
Venjuleg iaun kinversks verka-
manns eru um 60 yen á mánuði,
eða um 2500 kr. isl.,eitt kg af hris-
grjónum, sem er mikilvægasta
fæða Kinverja kostar ekki meira
en 0,40 yen. Samfestingur kostar 7
yen og venjulegir skór 18 yen eða
um þriðjunginn af mánaðarlaun-
unum. Leiðtogarnir hafa áhuga á
að halda þessari stöðu óbreyttri
um nokkurt skeið.
Kinverjarnir segja, að fyrst
ætli þeir að þróa landbúnaðinn,
siöan léttiðnaðinn og loks þunga-
iðnaðinn. betta þýðir að Kinverj-
ar ætla ekki aö kasta sér óundir-
búið út i iðnvæðinguna eins og
Rússarnir á sinum tima. beir
hafa lært mikið af mistökum
Rússanna (og það fer i taugarnar
á Rússum) en Kina þarf einnig á
umfangsmikilli iðnvæðingu að
halda til að komast áfram.
Til að ná settu marki hafa Kin-
verjar ekki hikað við að ráðast á
fyrri hugmyndir. Fvá byrjun var
hið algjöra launajafnrétti i verk-
smiðjunum undirstaða i hagfræði
Maos. bað áttu ekki að .koma
fram nýjar stéttir fátækra og for-
réttindamanna eins og i Rúss-
landi. Slik afstaða er auðskilin i
landi þar sem aðalatriðið var að
útvega 800 milljónum bómullar-
föt, einn bolla af hrisgrjónum á
dag og þak yfir höfuðið. Nú hefur
stjórnin opnað leiðir fyrir auka-
greiðslu og forréttindi fyrir þá,
sem afkasta meiru en hinir.
Sá, sem afkastar meiru fær
hærri laun. Hann getur veitt sér
dýrari neyzluvörur átt tvo
klænaði i staðinn fyrir einn og síð-
ast og ekki sizt eignazt eigið reið-
hjól, sem er eins konar stöðutákn
hjá Kinverjum likt og einkabill-
inn hjá Vesturlandabúum.
Meðallaunin 60 yen
geta hækkað upp i 80-100 yen fyrir
þann sem er sérhæföur i viökom-
andi atvinnugrein, 200 yen hjá
duglegum tæknimanni og 250 yen
fyrir verkstjóra. betta eru smáar
upphæðir á okkar mælikvarða, en
þýðir þó aö Maó-stjórnin viður-
kennir mismun einstaklinga eftir
kröftum þeirra og veikleikum.
Ný menning?
Ur gluggunum á hótelherberg-
inu minu get ég séð úthverfi kin-
versku höfuðborgarinnar. betta
er borg með lágreistum gráum
húsum, sem virðast halla sér að
móður Jörð. Jörðin er þurr,
minnsti vindgustur þyrlar upp
rykskýjum.
lierbergið mitt er litið, en
hreinlegt og snoturt með göml-
um, þægilegum húsgögnum. A
litlu borði er hitabrúsi með vatni,
dálitið af te, bolli og fat með
ávöxtum frá Suður-Kina. A skrif-
borðinu er dagatal, sem gleymzt
hefur að rifa af, siðan fyrsta mán-
uð ársins, eins og timinn skipti
ekki máli i þessu landi.
Spurning leitaði fram i hugann,
sem ég reyndi að svara: Er Kina
Maos aðeins nýtt einveldi eða er
það nýtt menningarriki?
(lauslega þýttog endursagt.
—gbk).
Ungling vantar
á heimili i Borgarfirði i vetur. —
Upplýsingar um simstöðina i Reykholti.
Frá götu I Shanghai. Hér er veriö aðspila kinverskt teningaspil.