Tíminn - 14.10.1973, Page 36
36
TÍMINN
Sunnudagur 14. október 1973.
Hinir „óekta” hippar Róma-
borgar hafa flúiö heim til pabba
og mömmu, lagt frá sér Indiána-
skikkjurnar og leðursandalana og
sitja nú við simann til að biða eft-
ir fréttum af Getty-málinu. Lög-
reglan hefur yfirheyrt alla vini
hans, en árangurslaust. Paul
Getty III, barnabarn oliukóngsins
með sama nafni, hvarf, eða var
rænt aðfaranótt 10. júli sl.
1 byrjun héldu flestir, að hér
væri um að ræða gróflegt gabb,
eða að milljónaerfinginn ungi
hefði bara stungið af um stundar
sakir til að sinna nýrri vinkonu i
friði. Lögreglan i Róm tók það
alls ekki alvarlega að piltinum
hefði verið rænt. Hann svaf sjald-
an heima hjá móður sinni, en bjó
stundum langtimum saman hjá
vinkonum sinum, nýjum og nýj-
um,og listamönnum.
Þessir vinir hans hafa skýrt frá
þvi, að Paul hafi yfirleitt verið
peningalaus og hann hafi oft rætt
um það i gamni, að setja sitt eigið
rán á svið til að bjarga efnahag
sinum. Þá varð lögreglan enn tor-
tryggnari.
En nú er óttazt, að eitthvað hafi
komið fyrir Paul. Hvarf hans hef-
ur einnig ieitt til þess, að ungu
hipparnir, vinir hans, hafa nú
leitað skjóls heima hjá foreldrum
sinum. Þeir eru farnir að hugsa.
Hvað getur hafa komið fyrir vin
þeirra „gullbryddaða” hippann,
sem var erfingi margra milljóna
dollara?
Hvaða fólk er þetta svo annars,
sem Paul Getty III umgekkst, og
sóar lifi sinu i aðgerðarleysi á
götum og torgum Rómaborgar?
Hvaðan kemur það? Það talar
sama mál, klæðir sig i sams kon-
ar larfa, sem lita helzt út fyrir að
vera einkennisbúningur. Það
syngur sömu söngva og lifir eftir
sömu einföldu reglunum, en þrátt
fyrir það, á það sér ólika fortið og
bakgrunn.
Strokubörn i svelti
Um leið og vora tekur i Róm,
koma þessi ungmenni þangað,
hvaðanæva að úr heiminum. Ef
vill hafa þau aðeins hugsað sér
aðtivelja nokkrar vikur, en setj-
ast i þess stað að þarna. Þau
verða gagntekin af borginni og
loftslaginu. Þarna er hægt að sofa
undir berum himni, án þess að
nokkur skipti sér af og alls staðar
er eitthvað fagurt að horfa á.
Næstum allt, sem miðar að þvi að
halda lífi, er leyft.
Hér er ekkert eftir af þvi ung-
lingafyrirbrigði, sem til varð i
Bandarikjunum og kallaðist
„blómabörn”. Hér eru þetta að-
einshópar unglinga, sem ráfa um
I eirðarleysi.
Það er vandalaust að blanda
sér I hópinn, en eftir nokkra mán-
uði fer að verða erfitt að finna
leiðir til að halda „hinu ljúfa lifi”
áfram. Fyrstu hipparnir hugsuðu
ef til vill alvarlega um að bæta
heiminn, en sú hugsun er vist liðin
undir lok.
— Ég kom til Rómar fyrir
tveimur árum. Þá kunni ég ekki
orð i itölsku, en það hefur ekki
verið mér vandamál, segir Si-
mona Hoxxilia, en hún er
kennaradóttir frá Sao Paulo i
Brasiliu. — Hér eru öll mál töluð
og hér gerir enginn greinarmun á
lit eða stétt. Ég hafði með mér
peninga að heiman og keypti
næstum alltaf mat handa þessum
nýju vinum minum, þegar þeir
voru svangir. Hér hef ég kynnzt
mörgum nýjum vinum, stórkost-
legra ungu fólki en nokkurs stað-
ar annars staðar i heiminum.
En Simona hefur þegar tvisvar
sinnum verið lögð inn á sjúkrahús
vegna fiknilyfjaneyzlu. Það var
þýzk vinkona, sem hún veitti
húsaskjól, sem kom henni á
bragðið. Þeir sem vel þekkja Si-
mone, segja, að of seint sé að
bjarga henni.
Það er þessi hópur, sem Paul
Getty III tilheyrir og það eru
þessir „óekta” hippar, sem nú
bfða eftir fregnum af „gullbrydd-
aða” hippanum.
Haldinn skemmdafýsn
Móðir Pauls, Gail Getty Geff-
rejs, 39 ára gömul, segir frá: —
Ég þekki allflesta nánustu vini
Pauls og lifið, sem þau lifa. Þetta
eru allt ágætis krakkar, sem nú
öðlast lifsreynslu, sem við eldri
fengum aidrei. Það er ástæðan til
að ég leyfði Paul að vera með
þeim. Það sem nú hefur komið
fyrir hefði getað orðið hvar sem
var, annaðhvort á heimili okkar
hér I Italiu, i Sviss, eða hjá föður
hans I London.
Það er sem sé með samþykki
móðurinnar, að Paul Getty hefur
valið hina rótlausu og sjálfstæðu
tilveru. Hann var rekinn úr skóla
15 ára fyrir leti og slæma ávana.
Einfaldlega slæm fyrirmynd
jafnaldra sinna.
Siðan hefur Paul Getty III lagt
hönd að ýmsu. Nánasti vinur hans
er hinn 10 ánam eldri Mario Crisi,
fyrrverandi ljósmyndari, sem nú
er orðinn listmálari. Hann býr i
greni I hippahverfinu Trastevere
og hefur þar málaraaðstöðu sina.
Af honum hefur Paul lært að mála
abstrakt-myndir og til að byrja
með vildi hann ekki viðurkenna
þær. En vinirnir lögðu að honum
og nú undirritar hann myndir sin-
ar fullu nafni.
Þessar klessumyndir hans
færðu honum iðulega máltiðir i
svanginn og Hann fékk þá tilfinn-
ingu, að geta bjargað sér sjálfur,
án peninga fjölskyldunnar.
— Á nokkrum mánuðum varð
hann einn af okkur, segir Mary
Spencer, 18 ára stúdent og leik-
kona. — Hann vann sér inn smá-
peninga með þvi að mála og búa
til skartgripi. Hann kaus að lifa
frjálsu lifi og hélt þvi áfram. Allir
vissu hverra manna hann var, en
það skipti engu máli.
— Ég kenndi honum að sitja
fyrir, segir Carlo Scimone. —
Honum gekk vel að læra og vildi
ekki vera öðruvisi en við hin.
Hann var alltaf i leit að nýjum
ævintýrum og nýrri reynslu.
Hann spreytti sig á „under-
ground”-kvikmynd, skrifaði
handritið og var aðstoðarleik-
stjóri. Allt þetta gerði hann til að
sanna sjálfum sér, að hann þyrfti
ekki á hinu fræga nafni sinu að
halda til að koma sér áfram.
Hann var á hraðferð allan heila
daginn.
Scimone heldur áfram : — Paul
var aldrei meira en tiu minútur á
sama stað. Hann kom heim til
min á öllum timum sólarhrings-
ins til að bera undir mig hug-
myndir sinar. Hann borðaði, þeg-
ar tækifæri var til. Stundum fór
hann og heimsótti móður sina og
systur. Annars var hann um-
kringdur tilfallandi vinum og
kunningjum og hann var ákaflega
vinsæll meðal ungu stúlknanna.
En þegar um var að ræða nafn
hans og mannorð, var eins og
hann væri haldinn skemmdar-
fýsn.
í skugga afans
Að baki Pauls stendur afi hans
eins og skuggi, Paul Getty I., auð-
ugasti maður heims. Frá Sutton
Place, gömlum herragarði við
London, kippir gamli maðurinn
enn I þræðina og segir fjölskyld-
unni, hvernig hún eigi að sitja og
standa.
Eftirlætissonur hans, George,
sem var meðeigandi i hinum
geysilegu auðæfum, lézt af
áfengiseitrun i Los Angeles fyrir
nokkrum mánuðum. Lögreglan
hefur enn ekki komizt að þvi,
hvað raunverulega gerðist. Getty
yngri, faðir Pauls III, beið i 35 ár,
áður en hann gerði uppreisn gegn
valdi föður sins á sinn hátt. Með
Ein af siðustu myndunum, sem teknar voru af hinum 17 ára milljónaerfingja, áður en hann hvarf.
Statistahlutverk
og „gras”
Marco R. hefur verið i Róm i
sex mánuði. Hann er frá itölsku
þorpi og strauk einfaldlega að
heiman.
— Ég er ekki byrjaður að
„reykja” ennþá og kannski byrja
ég ekkert á þvi, segir hann. — En
ég fer ekki heim aftur. Ég var
lærlingur hjá slátrara og þar sá
ég aldrei neitt nema sama fólkið
og þetta var eilift tilbreytingar-
leysi. Hér er þetta allt öðruvisi. Á
kvöldin förum við út og syngjum
og spilum á torgunum. Vinir min-
ir eru allra þjóða og hafa yfirleitt
meiri menntun en ég, en það
skiptir engan nokkru.
Marco átti ekki grænan eyri,
þegar hann kom til Rómar. Nú
hefur hann til umráða ibúð, sem
hann lánar nánum vinum sinum
fúslega. Roskinn kaupmaður með
vissar tilhneigingar greiðir húsa-
leiguna. Þannig lifa margir hipp-
ar I Rómaborg, af þvi sem þeim
býðst frá degi til dags.
Alex er Hollendingur. Aðeins
lögreglan veit hið fulla nafn hans.
Hann lifir á þvi að selja kunn-
ingjunum marijuana og er orðinn
eins konar '„yfirmaður” meðal
hippanna. Hann á alltaf „gras”.
Það kemur frá vinum hans i
Amsterdam.
Hluti þessara ungmenna aflar
sér fjár fyrir hinu daglega spag-
hetti með þvi að bregða sér til
kvikmyndabæjarins Cinecitta og
taka að sér statistahlutverk i ein-
hverri þeirra mörgu mynda, sem
þar eru framleiddar eins og á
færibandi.
— Ég hef verið I kvikmyndun-
um I þrjá mánuði stanzlaust, seg-
ir Maria, stúlka frá Sikiley, sem
strauk að hoiman. — Þaðer erfitt,
en veitir vissa ánægju og er allvel
borgað. Nú er ég nýhætt, en hér i
Róm hverfa peningarnir, áöur en
maður veit af. En ég á marga
góða vini, sem hjálpa mér.
Þeir, sem þekkja Mariu, telja,
að hún eigi aðeins einn góðan vin i
einu, sinn á hverjum árstima.
Tvo á veturna, þegar finu frúrnar
fara upp i fjöll á skiði og einn á
sumrin, þegar baðstrandalifið
blómstrar.
Hippabörn
,,fina fólksins”
Hipparnir I Róm kalla hippa-
börn fina fólksins „aðskotadýr”
og eru ekkert sérlega hrifnir aí
þeim. Meðal aðskotadýranna eru
stúlkur og piltar úr finustu hverf-
um borgarinnar og þau eiga for-
eldra, sem finnst afkvæmin bara
hafa gott af að afla sér alls kyns
reynslu. Ef til vill leigja þessi finu
börn sér kvistherbergi i hippa-
hverfunum, en fara siðan heim og
sofa I fina rúminu sinu. Þau flétta
hálsbönd og tala máli hinna fá-
tæku, en fá peninga frá pabba á
kvöldin, til að skreppa á rándýra
næturklúbba.