Tíminn - 14.10.1973, Qupperneq 39

Tíminn - 14.10.1973, Qupperneq 39
• - Sunnudagur 14. október 1973. vTÍMINN 39 ® Botik allt far um að skilja viðfangsefni mitt. — Hefurðu nokkuð reynt að kynna þér lifnaðarhættina við sjóinn? — Reynt hef ég það að visu, en þar er persónuleg þekking min ennþá minni en i þeim þætti at- vinnusögunnar, sem við höfum verið að tala um. Jú, ég hef lesið um sjósókn á bókum og kynnt mér gamlar myndir, sem ég hef getað náð i. Þó vil ég taka það skýrt fram, að ég hef aldrei gert eftirmynd af neinu gömlu, sem ég hef séð, heldur teiknað það, sem mér sjálfri datt i hug. — Þetta ber þá ekki svo að skilja, að ég geti keypt af þér mynd og siðan flett upp i bók til þess að sjá, hvaðan þú hafir tekið hana? — Nei, það vona ég sannarlega að þér takist ekki. Hins vegar vona ég að þeir, sem kunnugir eru islenzkum þjóðháttum og at- vinnulifi, eins og þetta var fyrr á timum, skilji hvað ég á við, þegar þeir sjá myndirnar minar. íslenzkt efni fyrir íslendinga. — Við minntumst aðeins á söl- una áðán, Stefán. Eru ekki Vestur-tslendingar sólgnir i myndir frá ykkur? — Jú, við höfum mikið orðið þess vör. Fyrir tveimur árum kom hingað til okkar Vestur-ts- lendingur, sem stundaði verzlun. vildi gjarna fá sendar myndir vestur til dreifingar þar. — Genguð þið ekki að þvi? — Nei. Við erum fyrst og fremst að hugsa um söluna hér heima, enda er það nú svo, að við höfum enn ekki getað fullnægt eftir- spurninni. Það má ef til vill kalla það kokhreysti, en ég held, vin- sældir þessarar vöru stafi ekki sizt af þvi, hversu þjóðleg hún er. Menn gera lika jöfnum höndum að kaupa myndir til þess að eiga þær sjálfir eða til þess að senda þær vinum sinum og frændum i útlöndum. — Ykkur finnst þá jafnvel, að varan eigi ekki annars staðar heima en hér? — Það má alveg orða það svo. Okkur finnst, að þau verk, sem sótt eru i islenzkt þjóðlíf eigi að seljast hér og hvergi annars staöar. — Katrin, hvernig finnst þér hráefnið.sem þið vinnið úr, falla að yrkisefninu, sem þið notið? — Þegar við byrjuðum á þessu og ég kynntist þessari tækni hér i Handiðaskólanum, þá var það eingöngu I formi dúka, eins og þetta reyndar venjulega er. Þá hvarflaði það að mér, hvort þetta listform myndi ekki einmitt falla mjög vel að þvi verkefni, sem við siðar áttum eftir að velja okkur. Samblöndun litanna og æðanna gerir það að verkum, að á mynd- ina kemur gamall blær, og litirnir likjast ákaflega mikið okkar jurtalitum. Litirnir eru svo skyld- ir innbyrðis að þeir elta hver ann- an og verða þvi alveg ótrúlega samræmdir. Það er þessi sam- runi litanna, sem á svo vel við það myndaefni, sem hér er um að ræöa. — Hafið þið þá eingöngu haldið ykkur að þessum þjóðlegu mynd- um? — Nei, ekki er það nú alveg. Þegar við förum að helga okkur þessari atvinnu eingöngu, þá fannst okkur, sem gaman gæti verið að spreyta sig á einhverjum fleiri verkefnum. Þegar ég vann á verkstæði i Danmörku fyrir nokkrum árum, hafði ég kynnzt svokölluðu rammaþrykki, sem er dálitið sérstök grein, og er eigin- lega talin til tauþrykks. Þetta er þannig unnið, að maður þrykkir litnum i gegnum silkiefni. Við þrykktum svo nokkra dúka og fórum einnig að búa til svokallaö ar skykkjur, þar sem við þrykkt- um munstrið en unnum siðan með batik ofan i eða i kring. — Hafið þið gert dálitið að þessu? — Nei, ekki er hægt að segja það. Þetta eru ekki heldur hlutir sem hægt er að leggja mikla stund á, einfaldlega vegna þess, að slika dúka er hægt að fá verk- smiðjuframleidda eins marga og hver vill, en vitanlega höfum við ekki nein tök á þvi að keppa við fjöldaframleiðsluna. Tilraun okkar með þetta var aðeins okkur til gamans og tilbreytingar. Og Hópferðir skipulagða í DRAUGAHÚS nákvæmlega hið sama er að segja um mussurnar. Prýðisgott samstarf, eins og vera ber. — Stefán, hvað er langt siðan þið fóruð að vinna eingöngu að þessum listiðnaði? — Það eru tvö ár siðan. Þá hafði þetta þróazt smátt og smátt, alltaf i þá áttina að aukast, og nú er svo komið, eins og fram er komið hér á undan, að við höfum þessa iðju fyrir fastan atvinnuveg og gerum ekki neitt annað. — Þið hafið lært þetta með það fyrir augum, að það gæti siðar meir orðið sjálfstæð atvinnu- grein? — Nei, það var ekki einu sinni svo. Við vorum bæði kennarar, þá fannst okkur sem þetta myndi vera tilvalin sumar- og tóm- stundavinna fyrir okkur, svo að við þyrftum ekki að leita út á hinn almenna vinnumarkað á hverju vori, þegar skóli væri úti. Siðan óx þetta okkur svo gersamlega yfirhöfuö sem aukavinna, að ekki var um annað að ræða en að snúa sér að þvi eingöngu. — Ég hef nú talað við ykkur bæði til skiptis og þið hafið svarað sinni spurningunni hvort, eða svo að segja. En má égvera svo nærgöngull að spyrja, hvort það sé ekki stundum þreytandi að vinna heima aðeins tvö og ein að sama verkefninu? — Ég hef, — segir Stefán — oft verið spurður að þvi af minum fyrrverandi samkennurum, hvernig það eiginlega sé að hafa konuna fyrir yfirboðara. Ég hef þá jafnan sagt, að það væri synu betra en hjá öðrum yfirboðurum, jafnvel þótt þeir hafi verið svo góðir, að manni fyndist ekki hægt að hugsa sér neina betri. — En Katrin, —- hvað hefur þú um þessa reynslu að segja? — Stefán segir að ég sé yfir- boðarinn, en ég hef löngum sagt, að það sé hann, sem ráði, en ég sé vinnukrafturinn. — Nú, það er svona. Og þið ætlið auðvitað að halda þessu áfram, fyrst það gengur þó ekki verr en þetta? — Já, að sjálfsögðu. Að svo mæltu kveðjum við hjónin i Hlaðbæ 9 og þökkum ánægjulegt spjall og höfðinglegar móttökur. Það þarf minna til en reyktan lax austan úr Vopnafirði til þess að gera einum litlum blaðasnáp glatt i sinni, þegar hann dettur inn úr dyrum ókunn- ugs húss til þess að taka þar upp viðtal. —'VS. Q Afsalsbréf Þorleifur Björgvinsson selur Arna Marinóssyni hluta i Dverga- bakka 26. Breiðholt h/f selur Thor Thors hluta i Æsufelli 6. Auðunn Jónsson selur Kristjáni Geirmundss. hluta i Granaskjóli 23. Gunnar Þorleifsson selur Rikis- prentsm. Gutenberg húseignina Siðumúla 18. Pétur Björgvinsson selur Báru Þórarinsd. hluta I Safamýri 48. Elisabet Theodórsd. o.fl. selja Arndisi Sigurðard. hluta i Hjarðarhaga 23. Þórður Kristjánsson selur Þóru Einarsd. hluta i Keldulandi 5. Júliana Signý Gunnarsd. selur Magnúsi Jóhannssyni hluta i Tjarnarg. 10. Jón Sturluson selur Sigfúsi Jónssyni hluta i Sæviðarsundi 31. Guðný Jenný Bjarnad. og Katrin Bjarnad. Vest. selja Viðari Halldórss. hluta i Miðtúni 68. Pétur Ingólfsson selur Helgu Guðmundsd. Hausmann hluta i Lynghaga 18. Benedikt Sigurðsson selur Sig- rúnu Astu Haraldsd. hluta i Óðinsg. 28. Ingólfur Bjarnason selur Guð- rúnu Ingólfsd. hluta i Silfurteigi 2. Carl Sæmundsen selur Elli- og hjúkrunarh. Grund eignarlóð að Brávallag. 30. Björn Arnason selur Guðrúnu Þ. Ólafsd. hluta i Bugðulæk 20. Ólafur F. ólafsson selur Bjarna G. Bogasyni huseignina Óðinsg. 30 A. Steingerður Halldórsd. selur Ragnhildi ólafsd. hluta i Stóra- gerði 16. Birgir Viðar Halldórss. selur Það er ekki útilokað að í framtíðinni munu ferða- skrifstofur koma á hóp- ferðum í hús, þar sem draugagangur hefur verið. England er gott dæmi um slíka möguleika, þar er mjög gott safn af slíkum húsum og hefur Andrew Green gefið út bók um 350 slíka staði. Kráin Gullna ljónið i Leeds er 200 ára gömul og er nú i eyði. En draugarnir halda áfram sinum leik, jafnvel þótt húsið verði rifið segir Green. Thomas Scott, fyrrum eigandi Gullna ljónsins, segist oft hafa séð eldri mann með grátt hár, i siðum dökkum frakka. Börnin hans tvö segja, að margar nætur i röð hafi eldri kona komið inn til þeirra og boðið þeim góða nótt með kossi. Frú Donnie Towned núverandi eigandi kráarinnar fussaði yfir þessu. En nú hefur hún sagt, að i þrjú skipti, meðan hún hefur setið i hárþurrku,hafi hún fundið gólfiö dúa undir sér, og sér hafi fundizt eins og einhver gengi i gegnum herbergið. 1 fvrsta skiptið, sem hún tók eftir þessu, flutti hún stólinn til þar sem hún hélt að laus gólffjöl hefði dúað svona vegna titrings frá hárþurrkunni. En fjölin hélt áfram að titra. Andrew Green býr auðvitað sjálfur i draugahúsi. Það er 250 ára gamalt og hafði staðið autt i þrjú ár, þegar hann flutti i það. Þrjú sjálfsmorð hafa verið framin i húsinu. Fyrir skömmu kom þangað raf- magnsmaður til að lesa á raf- magnsmælinn. — En góð tóbaks- lykt hérna, sagði hann. Green reykti ekki, en það hafa fleiri en rafmagnsmaðurinn komið með svona athugasemdir. Það hús, sem hefur haft mest áhrif á Green, er hús i Montpelli- er i London. Arið 1887 framdi 12 ára gömul stúlka sjálfsmorð með þvi að stökkva niður úr turni i öðrum enda hússins. Arið 1934 var kallað á móður Green, sem er hjúkrunarkona, i vitjun til húss- ins. Hafði barnfóstra kastað barni fram af turninum og hent sér siðan fram af sjálf. Skömmu siðar var húsið selt og stóð tómt i tiu ár. Tuttugu sjálfsmorð og eitt morð höfðu átt sér stað þarna — öll úr turninum. Arið 1944 heimsótti Green húsið ásamt föður sinum, og þeir klifr- uðu upp i turninn. Meðan þeir dáðust að útsýninu, datt Green allt i einu i hug. Farðu yfir hand- riðið, það eru aðeins nokkrir metrar niður, þú meiðir þig ekk- ert. Hann ætlaði að fara að hoppa þegar faðir hans greip i hann. Seinna heimsótti Green húsið i fylgd með áhugamönnum um leiklist. Æfði þetta áhugafélag i húsinu. A fyrstu æfingunni féll Geir Christiansen hluta i Kapla- skjólsv. 27. Lillý Jónsson selur Agúst Þórarinss. hluta i Nesvegi 66. Jón Þór Jónsson selur Pétri Péturssyni hluta i Kleppsvegi 58. Gunnar Már Hauksson selur Friðrik S Guðjónss. hluta i Álf- heimum 70. Helga Rósmundsd. selur Gisla Eirikss. og Dýrleifu Frimannsd. hluta i Sogavegi 176. Stefán Guðbergsson selur Rúti Snorrasyni hluta i Stóragerði 8. einn leikaranna i trans og talaði eins og ung stúlka: — Ég framdi ekki sjálfsmorð, ég vildi bara fara niður i garð. Arið 1970 var húsið rifið og ibúðarblokk reist þarna á sama stað, en sögusagnir eru alltaf að heyrast um undarleg hljóð. Stjórnendur fyrirtækis i Yeadon urðu fyrir óþægilegri reynslu árið 1970. Um átta mán- aða timabil, alltaf milli kl. 11 og 16,var ómögulegt að vinna á einni skrifstofunni. Húsgögn fóru af stað, þungum skjalaskáp var velt um koll, og siminn var alltaf eyði- lagður. Að lokum las prestur staðarins úr ritningunni i her- berginu. Hefur ekki orðið vart við neinn draugagang siðan. Það er ekkert þvi tii fyrirstöðu, að ferðir verði skipulagðar fyrir fólk til slikra staða. England er samt eina landið, þar sem ein- hver grundvöllur er fyrir sliku — bæði hvað viðkemur fjölda slikra húsa og lika vegna fjölda heimilda um viökomandi staði. Green hefur sinar kenningar um svokallaða drauga. Hann litur ekki á drauga sem sönnun fyrir framhaldslifi. Hann heldur þvi fram, að myndir verði endur- skapaðar vegna einbeitningar I* hugans eða upplifunar. Visst fólk " komi inn á sömu bylgjulengd og maður sjálfur og þetta fólk sjáist að hluta til eða alveg. Þetta fólk lifir, en er á öðrum stað en við. Það verður haldið áfram aö tala um draugagang, og það munu halda áfram að berast fregnir af merkilegum drauga- gangi, það verður lika haldið áfram að koma með nýjar skýringar á honum. Það hlýtur að vera eitthvað til i þessu, segjum við og hlæjum við. Green kemur með viðvörun gegn þvi að taka þessu sem grini. — Biddu við, þú sem hlærð að draugum i dag, þú átt kannski einhvern tima eftir að verða einn slikur. — (kris.— lausl. þýtt og emlurs.). Ekkert nýtt komið fram um líkfundinn á Sauðárkróki EKKERT hefur komið fram nánar um likfundinn á Sauðár- króki, en frekari rannsókn málsins var haldið áfram siðdegis i gær.Að sögn Jóhanns Salbergs sýslumanns, er alveg óvist hvort um morð hafi verið að ræða. Maðurinn hét Skarphéðinn Eiriksson og var bóndi i Vatnshlið, Húnavatnssýslu. Hann var ókvæntur. —gbk HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins rnmrn Námskeið í stjórmm og áætlanagerð Húsnæðismálastofnun rikisins, Iðnþróun- arstofnun íslands og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hafa, i samvinnu við Samband sveitarfélaga Austurlandskjör- dæmis, ákveðið að gangast fyrir nám- skeiði á Neskaupstað, i stjórnun og áætl- anagerð fyrir verktaka og framkvæmda- aðila i byggingariðnaði. Tilgangurinn með þessu námskeiði er að gefa framkvæmdaaðilum og verktökum kost á stuttu en yfirgripsmiklu og sérhæfðu námskeiði um það, hvernig megi skipu- leggja sem best byggingariðnað, með það fyrir augum að nýta sem best fjármagn, vinnuafl og fl. þætti, sem máli skipta. Þá verða kynntar reglugerðir Húsnæðis- málastofnunar rikisins, og kröfur þær, sem stofnunin mun i framtiðinni gera til þeirra er fá fyrirgreiðslu hjá henni. Námskeiðið verður haldið á Neskaupstað dagana 26. og 27. október næstkomandi. Nánari upplýsingar verða gefnar i sima 91-22453 hjá Húsnæðismálastofnun rikis- ins, eða hjá Kristni Jóhannssyni, Nes- kaupstað, simi 97-7560, og i síma 97-1280 hjá Sambandi sveitarfélaga Austurlands- kjördæmis. Nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig i framangreindum simanúmerum fyrir 20. október. HÚSNÆÐISMALASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.