Tíminn - 04.11.1973, Side 12
12
TÍMINN
KÁTT OG
LÍFSGLATT
FÓLK ER
LANGLÍFAST
Fíngerð og smávaxin gömul
kona dettur niöur rafmagnsstiga i
stóru vöruhúsi. Hún liggur neðan
við stigann og hreyfir sig ekki.
Fólk kemur þjótandi aö, meðal
annars lögreglumaður, sem finn-
ur fljótlega nafnskirteini gömlu
konunnar, litur á það og dregur
djúpt andann. Svo segir hann í
undrunartón:
— En hér stendur, að hún sé
hundraö ára. I>að getur ekki ver-
ið...
En þá kemur lif i konuna.
— Ójú, vist er það rétt. Hjálp-
aðu mér á fætur, ungi maður.
Einn þeirra, sem heyrði þetta
atvik, var þýzki rithöfundurinn
Norbert Lebert. Hann fékk nafn
og heimilisfang gömlu konunnar
og heimsótti hana. Hún hafði ekki
fengið eina skrámu við fallið.
Hvers vegna ætti hún þá að vera
að fara á slysavarðstofu? Nei, og
Emma Scheunemann gat einnig
sagt honum, að hún notaði aldrei
gleraugu, heyrði vel og þyrfti
ekki að ganea við staf. Þeear hún
var 95 ára kom hún í fyrsta sinn i
flugvél, og siðan hefur hún verið á
ferð og flugi. — Ég elska aö
fljúga, sagði hún himinlifandi.
Haldið þér kannske, að Emma
sé eitthvert sérstakt tilfelli? Nei,
langt i frá. Sagan um hana er að-
eins ein hinna mörgu, sem Nor-
gert Lebert hefur safnað i bók
sina „Glaðlynt fólk lifir lengst”.
Efninu I bókina hefur hann safnaö
I mörg ár og hefur verið natinn
við að verða sér úti um visinda-
legar upplýsingar, sem styðja þá
kenningu, að við getum hlakkað
til ellinnar, séum við glaðlynd að
eðlisfari.
Lebert vill gjarna losa okkur
við gamlar kreddur um ellina.
Það er alls ekki satt, að við verð-
um endilega hálfblind og
heyrnarlaus fyrirbrigði, sem að,-
eins geta vænzt vorkunnsemi
Hann segir það tóma dellu, að við
þurfum að lifa einhverri skugga-
tilveru i ellinni.
Þetta mál kemur okkur svo
sannarlega við núna,þegar fólk
verður langlifara en nokkru sinni
fyrr, og velferðarþjóðfélög hafa
efni á að setja á eftirlaun fólk,
sem enn hefur fulla starfsorku.
Mörgum finnst þetta eins og
samfélagið sé að afskrifa þá frá
daglega lifinu og setja þá I bið-
stofu dauðans. Maður skyldi ætla,
að eftir þvi sem fólk lifir lengur
og heldur sér betur, verði ellin
auðveldari. En þróunin hefur orð-
ið i gagnstæða átt. Æskan hefur
aldrei verið dýrkuð eins og nú og
það svo, að unga fólkið heldur, að
það eitt að vera ungur, sé það
eina, er einhvers virði er i Iffinu.
Hinn broslegi árangur af þessari
dýrkun er sá, að blessuðum ung-
lingunum hrýs hugur við að verða
25 ára og eru handvissir um að
öllu sé lokið um þritugt..
Og við hin verðum l'yrir áhrif-
unum. Okkur finnst næstum
skammarlegt að vera komin yfir
þritugt, og ef við hleypum i okkur
kjarki og segjum eins og er, að
það sé hreint ekki sem verst, trúir
okkur enginn.
Það er þessi nýmóðins hjátrú,
sem Lebert vill útrýma. Ef heils-
an er i lagi og við kærum okkur
kollótt um alla þá vitleysu um ell-
ina, sem okkur hefur verið talin
trú um frá blautu barnsbeini, get-
um við lifað stórkostlegu lifi á
ellilaunaaldri. Lebert hefur rætt
við sérfræðinga viðs vegar um
heim, og kemur sigri hrósandi
með hvert dæmið af öðru. Og svo
sannarlega eru þau ekki fá.
Er hræðilegt að verða
100 ára?
t Bandarikjunum átti að taka
viðtöl við 500 manns, sem komnir
voru yfir 100 ár. Þegar
viðmælandinn kom til að hitta
einn þeirra, var honum sagt, að
hann væri úti að höggva tré.
Undrandi gekk viðmælandinn i
áttina til hans, og gamli maður-
inn hætti andartak aö höggva,
þegar hann fékk heimsóknina.
Dauðskelkaöur blaðamaðurinn
horföi á hann ýta eitursnák til
hliðar, áöur en hann tók til máls:
— Þaö er allt morandi af þessu
hérna. I gær drap ég sjö.
Annar maður, sem var á listan-
um, hafði miklar kvartanir fram
að færa. Hann fékk enga vinnu: —
Það er eins og fólk haldi, að ég sé
of gamall, sagöi hann. Honum
fannst það ranglátt, þar sem hann
hafði ekki verið lasinn nema einu
sinni um ævina, og svo las hann
gleraugnalaust, heyröi ágætlega
og var stálhraustur.
A ttaliu fékk Lebert eftir-
farandi sögu: — Læknir, þér
verðir að athuga i mér augun, ég
skil ekki,hvað það getur verið, en
ég get ekki þrætt nál lengur, sagði
fallega gráhærða konan. Hana
furðaði á þvi, að læknirinn skyldi
stinga upp á þvi að hún fengi sér
gleraugu. Döpur á svip hristi hún
höfuðið. — Úff, ég er liklega að
verða gömul. Hún var 102 ára.
Hver hefur breitt út þá vitleysu,
að það sé hræðilegt að verða 100
ára? Lebert heldur þvi fram, að
við séum svo hárviss um að
gamalt fólk missi minni og
skilning, að við litum á þá sem
undantekningar, sem eru friskir á
allan hátt. En eru þeir það?
Bandariskir sérfræðingar, sem
Lebert ræddi við, segja, að
heyrnarleysið stafi öllu fremur af
of miklum hávaða i of langan
tima en af elli. Auðvitað hafi ellin
áhrif á heyrn og sjón, en alltof oft
sé ellinni kennt um skaða á þess-
um liffærum, þó að aðeins um-
hverfinu sé um að kenna.
— Æðakölkun er alls ekki eitt-
hvað, sem heyrir ellinni til, segir
Paul Overhage, þekktur mann-
fræðingur. Bæði hjartað og æða-
kerfið getur verið ungt til hárrar
elli.Kirtlar framleiöa einnig fram
á elliár, og hvað blóöið áhrærir,
gætum við vist lifað að eilifu.
Þegar þvi er haldið fram, að
þessi eða hinn sé orðinn ellimóð-
ur, þá trúið þvi ekki. Það er röng
sjúkdómsgreining að sögn
Leberts. Látið engan telja ykkur
trú um, að þið þurfið endilega að
verða sjúklingar, með takmark-
aðan skilning á umhverfinu, þeg-
ar þið eldist.
Litið bara á Adenauer gamla.
Hann var 73 ára, þegar hann varð
kanslari, og gegndi embættinu i
14 ár. Eöa Goethe? Bæði hann
sjálfur og vinir hans töldu hann
hafa óendanlega möguleika, þeg-
ar hann var áttræður. Michelang-
elo var 73 ára, þegar hann tók að
sér að stjórna byggingu Péturs-
kirkjunnar i Róm. Ekki var
Churchill heldur neitt unglamb,
þegar hann stóð i þvi að búa til
mannkynssögu.
Nú munuð þið vafalaust tauta
eitthvað um, að það sé ekki rétt
að bera okkur, þessi venjulegu,
saman við undantekningarnar.
Lebert hefur lfka séð við þvi.
Hann kemur fram með alveg
ófræga skozka kennslukonu. Hún
var 100 ára þegar hún skrifaði
bók, sem meira að segja var gefin
út.
Framkvæmdasemi
lengir lifið
Lebert vill að við spyrjum,
hvort við höfum öll tækifæti til að
lifa lengi. Og auðvitað svarar
hann játandi, skilyrðislaust. Litið
bara á herra Turner. Hann er 91
árs og er að læra frönsku, vegna
þess eins, að hann langar til að
skreppa til Frakklands. Hann
hefur rétt lokið við að læra
heilmikið um tónlist, bókmenntir
og heimspeki og lærði ensku, áður
en hann byrjaði á frönskunni. Eða
þýzka póstafgreiðslumanninum,
sem kenndi sjálfum sér norsku,
þegar hann var á áttræðisaldri.
Hvers vegna? Jú, hann langaði til
að lesa norsk ljóð á frummálinu.
Það eru margir, sem eru ekki
feimnir við að byrja á einhverju
nýju, þó að þeir séu svo gamlir,
að flestir telji þá búna að vera og
dauða úr öllum æðum. Spurningin
er bara, hvort við höfum kjark,
vilja og löngun til áð byrja. Flest-
ir þurfa að visu að byrja á þvi að
yfirvinna hræðslu og öryggis-
leysi, sem allar kreddurnar hafa
skapað. öll reynsla sýnir, að þeir
geta lært, það tekur bara aðeins
lengri tima. Reyndur kennari,
sem Lebert vitnar i, segir það oft
taka nokkurn tima að sannfæra
fólk um, að það geti lært.
Það eru margir, sem eru ekki
feimnir við að byrja á einhverju
nýju, þó að þeir séu svo gamlir,
að flestir telji þá búna að vera og
dauða úröllum æðum. Spurningin
er bara, hvort við höfum kjark,
vilja og löngun til að byrja. Flest-
ir þurfa að visu að byrja á þvi að
yfirvinna hræsðlu, og öryggis-
leysi, sem allar kreddurnar hafa
skapað. öll reynsla sýnir, að þeir
geta lært, það tekur bara aðeins
lengri tima. Reyndur kennari,
sem Libert vitnar i, segir það oft
taka nokkurn tima að sannfæra
fólk um, að það geti lært.
Dæmi: Prófessor við banda-
riskan háskóla hafði 1103
manneskjur og lét þær gangast
undir eins konar gáfnapróf.
Einkum var þarna um að ræða
vísindi, listir og almennan fróð-
leik ýmsan. Tólf árum siðar
rannsakaði hann þetta sama fólk,
og niðurstaöan varð sú.. ja, hvað
haldið þið? Jú, að meðaltali var
greindin mun meiri en hún var
fyrir tólf árum, og hæfileikarnir
til að draga ályktanir einnig.
Þetta er ekki eina rannsóknin,
sem sýnir, að þeir eldri eru þeim
yngri fremri, þar sem lifið og
reynslan hefur eitthvað að segja.
AÍlt, sem viö kemur raunveru-
leika lifsins, er þeim ljósara en
hinum yngri, en efni eins og
stærðfræði og rafeindir er þvi
fjarlægara, nema það hafi sér-
stakan áhuga á þvi.
Þá eru þeir gömlu heldur ekki
jafn færir, munuð þér kannske
segja. En enn sér Lebert við þvi,
meira að segja með visindalegum
stuðningi: Hinir eldri gera miklu
færri vitleysur yfirleitt. Þá geng-
ur það upp.
Hægt en örugglega færumst við
nær lykilorðinu: Framkvæmda-
semi. Það er með greind eins og
vöðva. Það þarf að nota hana.
Einhæfni, leiðindi og áhugaskort-
ur er eins hættulegt fyrir heilann
og likamleg leti fyrir vöðvana.