Tíminn - 04.11.1973, Page 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 4. nóvember 197:}.
Greinagerð um holræsamá! Reykjavíkurborgar:
SKOLPINU VERÐUR VEITT
í SJÓ Á ÞREM STÖÐUM
Nú eru útrennslisrörin þrjátíu
A borgarráðsfundi
var lögð fram greinargerð gatna-
málastjóra um holræsamál
Reykjavikurborgar með tilliti til
umhverfisverndar. Eins og nú
standa sakir i þessum málum
rennur skolp úr um 30 holræsum
út i sjó alltumhverfis Reykjavik
og er sjórinn mjög mengaöur,
aðalíega i Skerjafiröi og út af
Skúlagötu. Athuganir hafa verið
gerðar á leiðum til úrbóta og
fjallar greinargerðin um niður-
stöður þeirra.
Borgarstjóri og gatnamála-
stjóri skýrðu blaðamönnum frá
þessari greinargerð og ræddu
þeir leiðir, sem einkum koma til
greina til úrbóta. Allar tillögur-
nar, sem gerðar voru, gera ráð
fyrir að engu skolpi verði veitt i
Skerjafjörð, en aftur á móti verði
skolpið leitt út i sjó út af Gróttu. 1
einni tillögunni er jafnvel gert ráð
fyrir að veita öllu skolpi frá
Reykjavik og nágrenni þar i
sjóinn, þar sem straumar taka
við þvi og dreifa um hafið. En
vegna kostnaðar og tæknilegra
örðugleika kemur sú tillaga vart
til greina. Alls eru tillögurnar
sex, en að sögn borgarstjóra er
einkum ein þeirra, sem kemur til
greina og ætti að veröa viðráðan-
leg. Er hún á þá leið að skólpi frá
Reykjavik og nágrenni verði veitt
i sjó á þrem stööum, frá Gróttu,
frá Laugarnesi og Geldingarnesi.
Kostnaður við þá framkvæmd er
áætlaður tæplega 1,5 milljarður
króna, miðað við verðlag 1. okt.
1 framkvæmdaáætlun er gert
ráð fyrir, að leiðslan út af Gróttu
nái 900 metra út í sjó, en frá
Laugarnesi og Geldinganesi 300
metra út i sjó. Viö leiðsluna út af
Laugarnesi verður heinsistöð, og
mun skolpið sem þar fer um
verða hreinsað með efnafræði-
legum aðferðum áður en þvi er
veitt i sjóinn, en þar eru
straumar minnstir og hættan
mest á að skólpiö safnist saman
og mengi sjóinn nærri landi.
Að sjálfsögðu þarf núverandi
holræsakerfi borgarinnar mikilla
breytinga og lagfæringa við til að
samræmast nýju kerfi. Er þvi
brýn þörf á að hafa hraðan á að
ákveða hvort hefja á þessar
framkvæmdir i náinni framtið
eða ekki. Kvað borgarstjóri æski-
legast að borgarstjórn tæki
ákvörðun um máliö fyrir áramót,
eða áður en fjárhagsáætlun
borgarinnar fyrir næsta ár verður
fullgerð.
Um fjármögnun til fram-
kvæmdanna taldi hann helzt
koma til greina, að leggja á skatt,
sem sambærilegur er við vatns-
skattinn, og væri heimild fyrir
þvi i lögum og yrði þá skatturinn
helmingur núverandi vatns-
skatts, eöa um 45 millj. kr. á ári,
og mundi hann innheimtur með
fasteignagjöldum.
Enn er þetta mál á umræðu-
stigi. Ekki hefur verið haft sam-
ráð við nærliggjandi sveitarfélög
um það, en á miklu veltur aö
samvinna takist. Varlegt mun
að áætla að verkið taki 10 til 15 ár
áður en þvi er fulllokið. OÓ
Þátttakendur á framhaldsnámskeiðinu ásamt leiðbeinendum
Merk starfsemi Æskuiýðsráðs ríkisins:
Efndi til framhaldsnámskeiðs
fyrir félagsmálakennara
«-
MEDAL þeirra verkefna, sem
mest eru aðkallandi á vettvangi
æskulvðsmála, er þjálfun og
Iræðsla félagsforystumanna og
leiðbeiuenda. Skortur fleiri hæfra
leiðtoga og leiðbeinenda kemur á
ýmsan liátt i veg fyrir eðlilega
þróun og eflingu æskulýðsstarfs i
landinu.
Æskulýðsráð rikisins markaði
sór þvi i upphafi þá stefnu, að eitt
af fyrstu verkefnum ráðsins
skyídi vera að beita sér fyrir
samræmdu og yfirgripsmiklu
átaki i félagsmálafræðslu æsku-
lýðsfélaga og samtaka með þvi
að standa fyrir samningu náms-
efnis fyrir félagsmálanámskeið
og að veita æskulýðsfélögum
nokkurn fjárhagslegan stuðning
við framkvæmd slikra nám-
skeiða.
A s.l. vetri efndi æskulýðsráð, i
samráði við fræðslunefndir UMFI
og I.S.I., til námskeiðs fyrir
félagsmálakennara að Leirár-
skóla i Borgarfirði, og lagði þar
fram námsefni til nota á félags-
málanámskeiðum.
Hafa félagasamtök og skólar nú
þegar haldið 24 námskeið með
alls 488 þátttakendum, þar sem
farið hefur verið yfir námsefni
þetta. Fóru námskeiðin fram
undir handleiðslu áðurgreindra
félagsmálakennara og með nokk-
urri aðstoð æskulýðsráðs. Æsku-
lýðsráð hefur átt góða samvinnu
við fjöimarga aðila um fræðslu-
starfsemi þessa, og hefur þáttur
Ungmennafélags tslands verið
þar stærstur.
Um siðustu helgi efndi Æsku-
lýðsráð rikisins til framhalds-
námskeiðs fyrir félagsmálakenn-
ara i Álftamýrarskóla i Reykja-
vik.
Á námskeiði þessu var einkum
fjallað um kennslufræðileg atriði,
framkvæmd félagsmálanám -
skeiða og uppbyggingu slikrar
fræðslu i náinni framtið. Leið-
beinendur á námskeiðinu voru
Reynir G. Karlsson æskulýðsfull-
trúi. Sigurður R. Guðmundsson
skólastjóri. Guðmundur Gislason
kennari og Sigurþór borgilsson
fulltrúi i kennslufræðideild
Fræðsluskrifstofu Reykjavikur.
Að námskeiðinu loknu fengu
þátttakendur afhent skirteini.
sem veitir þeim rétt til þess að
kenna námsefni Æskulýðsráðs
rikisins á félagsmálanámskeið-
um. Þeir. sem hlutu þessa viður-
kenningu. voru:
ArnaldurM. Bjarnason, Fosshóli,
S-Þing.
Birgir Karlsson, Leirárskóla,
Borgarfirði.
Birgir Olsen, Ytri-Njarðvik.
Guðmundur H. Einarsson,
Reykjavik.
Guðmundur Gislason, Reykjavik.
Guðmundur Guðmundsson,
Vorsabæjarhjál., Árn.
Guðmundur Sigurmonsson, Ytri-
Tungu, Snæf.
Guðni Jónsson, Reykjavik.
Guðni Björn Kjærbo, Keflavik.
Gunnlaugur Snævarr, Reykjavik.
Helgi Gunnarsson, Vik i Mýrdal.
Helgi Gunnarsson, Vik i Mýrdal.
Helgi Jóhann Þórðarson, Egils-
stöðum.
Hólmbert Friðjónsson, Keflavik.
Ingimundur Ingimundarson,
Sauðárkróki.
Jóel Blomquist Jacobsson,
Reykjavik.
Jóhannes Sigmundsson, Syðra-
Langholti, Árn.
Karl Eysteinn Rafnsson, Höfn,
Hornafirði.
Kristján L. Möller, Siglufirði.
Magnús Ölafsson, Sveinsstöðum,
A-Hún.
Niels Á. Lund, Miðtúni, N-Þing.
Ólafur Oddsson. Hálsi, Kjós.
Pétur Þórarinsson, Reykjavik.
Rikharður Jónsson, Akranesi.
Sigurður Geirdal, Kópavogi.
Sigurður Ragnarsson, Reykjavik.
Sigvaldi Ingimundarson, Reykja-
vik.
Tryggvi Gunnarsson. Reykjavik.
Sig. Valdimar Bragason, Dalvik.
bóroddur Jóhannesson. Akur-
eyri.
Þorvaldur Páimason. Borgar-
firði.
Kostaboð frá Kína
LEIRTAU A VERÐI SEM VEKUR UNDRUN
1 SETT KR. 175
8 SETT KR. 1350
16 SETT KR. 2650
Sendum gegn póstkröfu
Búsáhöld og gjafavörur
MIDBÆR, Iláaleitisbraut 58-60, simi 35997
GLÆSIBÆ, Alfheimum 74, simi 86440
OPIÐ TIL KL. 10 í GLÆSIBÆ.
Bella auglýsir
Gæðavara á ótrúlegu verði! — Engin af-
sláttarkort. Komið, og þið munuð sann-
færast um verð og gæði.
Drengjaföt á 1-4 ára. Tclpukjólar á 1-10 ára. Náttlot a alla
fjölskylduna. Nærfatnaður á börn og fullorðna. Kvenund-
irfalnaður I miklu úrvali. Drcngjaskyrtur. Sokkabuxur
fyrir börn og ulloröna. Barnaúlpur. Regnfatnaður. Tilbú-
inn sængurfatnaður. I.éreft, straufritt. Damask. Allur
ungbarnafatnaöur. Fallegar sængurgjafir i úrvali.
Glæsilegt vöruúrval. — Póstsendum.
BELLA
Laugavegi !)í) — Simi 26-0-15.