Tíminn - 04.11.1973, Side 40
rGHÐTl
fyrir góóan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
-
Sendimenn Samhjálpar í kirkjunni á Akranesi:
Bón um liðsinni samborgaranna
til bjargar fólki á refilstigum
Georg Viöar, forstöðumaOur Samhjálpai;! ræðustóli i Akraneskirkju á miOvikudagskvöldiO. 'Þar var
húsfyllir, og um tuttugu þúsund krónur söfnuOust til hinnar fyrirhuguOu hjálparstofnunar, auk þess sem
útbýtt var um sextiu giróseOIum. —Ljósmyndir: Hlynur Eggertsson.
liðsinni til þess að gera tilraun
með sams konar stofnun og
sænskir hvitasunnumenn reka i
Sviþjóð. Áætlaður kostnaður
rikisins af rekstri Litla-Hrauns
árið 1974 er þrjátiu milljónir, og
svo eru hælin i Viðinesi og
Gunnarsholti, Flókadeild og
deildir á Kleppi, vinnutap þjóð-
félagsins af völdum drykkjuskap-
ar, stóraukinn löggæzlukostnað-
ur, óteljandi slys og mikið mann-
fall af völdum áfengis og eitur-
lyfja. Allt næmi þetta hundruðum
milljóna, ef saman væri talið, auk
þess sem ekki verður metið til
fjár. Og nú spyr ég: Finnst ekki
nógu mörgum þess vert að
styrkja okkur i Samhjálp til þess
að reyna að bjarga einhverju af
þessu fólki öllu, sem farið er i
hundana eða á leið til tortiming-
ar? Ekki sizt þegar i okkar hópi
eru menn, sem okkur hefur þegar
tekizt að bjarga af refilstigum.
Hvers vegna ættum við ekki að
geta gert það, sem tekizt hefur i
sviþjóð, spyr Georg Viðar að lok-
um, ef við fáum aðstöðu til þess?
Við förum fram á að geta veitt
drukknum mönnum og brotafólki
aðhlynningu, hjúkrun og leiðsögn
og talað um fyrir þvi i stað þess
að láta það hrekjast úti i myrkri,
þar sem það er dæmt til þess að
halda áfram á sömu braut. Vilja
ekki nógu margir leggja okkur lið
við það, svo að við getum sýnt
ótvirætt, hverju við kunnum að
geta komið til leiðar?
Einar Gislason, forstöðumaður Fíladelfíusafnaöanna, flytur boöskap
sinn.
— PAi) er geigvæniegt, hve viða
er böl og neyð af völduin áfengis-
drykkju og eiturlyfjaneyzlu. I»vi
verður tæpast með orðum lýst,
hvað einstaklingar og fjölskldur
eiga við að strfða vegna þess
arna. Fólk stcypir sér i glötun
hópum saman, og ættingjar þess
og vandafólk eiga uin sárt að
binda. 95% allra fanga á l.itla-
llrauni cru þangað komnir vegna
þess, að þeir hal'a flæk/.t i
drykkjuskap, og svo eru allir hin-
ir, utan liæla og innán, sem ýmist
eru komnir á y/.tu þröm eða i
hráðri liættu staddir. IMér cr nær
að halda, að langflestir eigi cin-
hvern náinn ættingja, vanda-
mann eða vin, sem stendur höll-
um l'æti vegna ofneyzlu áfengis.
Sá heitir Georg Viðar, er lét
þessi orð falla við Timann. Hann
er úr Filadelfiusöfnuðinum i
Reykjavik og lorystumaður
hreyfingar, sem stolnað hefur
verið til innan safnaðarins til
bjargar drykkjusjúklingum og
eiturlyfjaneytendum og hlotið
nafnið Samhjálp. Markmið Sam-
hjálpar er að koma fyrst upp
hjálparstöð i Reykjav. og kaupa
siðan jörð, þar sem endurhæfing
getur l'arið fram við bústörf, unz
fólkið hel'ur sigrazt á veikleika
sinum og er fært um að taka á ný
upp störf á venjulegum vinnu-
markaði.
Um þessar mundir er Samhjálp
að hefja samkomur viða um land
til þess að kynna aðíerðir sinar og
leita fjárframlaga i þessu skyni,
og var hin fyrsta haldin i kirkj-
unni á Akranesi á miðvikudags-
kvöldið, og munu siðan fleiri
fylgja á el'tir, l'yrst hér nærlendis
og seinna viðar um latul.
Hin næsta verður i Selfosskirkju á
fimmtudaginn.
— Eg er nýkominn frá Sviþjóð,
sagði Georg Viðar við blaðið, þar
sem hvilasunnusölnuðir reka
stofnun, sem náð hefur ótrúlegum
árangri við lækningu drykkju-
manna og eiturlyfjasjúklinga,
kennda við Lewy Pethrus, einn
forystumanna hvitasunnu-
hreyfingarinnar á Norðurlönd-
um. Samkvæmt skýrslum sænska
rikisins la-knast 1-2% þeirra
manna, sem þar dveljast á rikis-
reknum hælum, en 75% i stofnun
hvitasunnusaínaðanna i Stokk-
hólmi, og er það þrettán ára
reynsla.
Upphaf þessa björgunarstarfs i
Stokkhólmi var það, að févana
maður, sem bjó i einu herbergi,
tók að verja tima sinum og þeim
aurum, sem honum áskotnuðust,
til þess að hjálpa drykkjumönn-
um. Siðan gerðist það, er Lew
Pethrus frétti að minnast ætti sjö-
tugsafmælis sins með veizlu að
hann óskaði þess, að frá þvi yrði
horfið, en ijármunirnir látnir
renna i sjóð til þess að koma upp
hjálparstofnun. Uá var hús keypt
og maðurinn, sem riðið hafði á
vaðið, Erik Edin, kvaddur til þess
að veita henni forstöðu. Nú hefur
þessi hjálparslofnun limm hús til
umráða, á fjögur sjálf, en hefur
eitt, fimm hæða stórhýsi, að láni
frá Stokkhólmsborg. Veltan er
orðin hundrað milljónir islenzkra
króna, þar af koma um sex
milljónir frá Stokkhólmsborg, og
starfsmenn um fimmtiu marg-
ir fyrrverandi albrotamenn,
drykkjusjúklingar og eiturlyfja-
neytendur.
Uegar Einar Gislason, for-
stöðumaður Filadelfiusafnað-
anna hér, átti fimmtugsafmæli,
fór hann likt að og Lewy Pethrus
l>á var Samhjálp stofnuð, og 150
þúsund krónum skotið saman, i
stað þess að halda á annan hátt
upp á afmæli hans.
Georg Viðar hefur að undan-
förnu búið i bilskúr, sem var inn-
réttaður, svo að hann gæti heitið
ibúðarhæfur, og þar eru löngum
næturgestir, drykkjumenn og
eilurlyfjaneytendur, sem hann
hefur tekið upp á arma sina —
einn og tveir og þrir og allt upp i
sjö. En á daginn hefur hann orðið
að sleppa af þeim hendinni
vegna vinnu sinnar, og þá vill
Istöðuleysið yfirbuga timbraða
næturgesti hans. Og nú hefur
hann verið kvaddur til þess að
veita Samhjálp forstöðu i þeirri
von, að upp komizt hjálparstöð,
þar sem eitthvað svipað gæti
gerzt og i Pelhrusarstofnuninni i
Stokkhólmi.
Sjálfur átti ég að baki ljótan
feril, sagði Georg Viðar, er ég
kom inn á samkomu hvitasunnu-
manna i Sviþjóð. l>ar voru ræðu-
menn, sem búnir voru að þræða
Kór Ffladelfiusafnaðarins á samkomunni á Akranesi.
öll hæli þjóðfélagsins og vitnuðu
um frelsun sina. Gömul kona sat
við hlið mér og hvatti mig til þess
að standa upp og vitna. Ég hugs-
aði sem svo: Maður er búinn að
gera svo margar glorlurnar, að
það munar ekki um, þótt ég bæti
einni við. Upp frá þessari stundu
var ég annar maður. En frá fyrri
ferli minum hef ég reynsluna, og
ég veit hvaö það er, að standa i
sporum þeirra manna, sem ég nú
reyni að bjarga.
Ég held, að enginn geti útskýrt
það, hvað gerist i brjósti manns,
þegar kallið kemur. Uetta gerist
oft allt i einu — iðulega á sam-
komum, en lika stundum i ein-
rúmi. Ég get bara sagt, að það er
Kristur, sem kemur. Maður er
leiddur til Krists og helgaður hon-
um.
Nú komum við og minir sam-
starfsmenn til þjóðfélagsins og
samborgaranna og biðjum um