Tíminn - 20.11.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.11.1973, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 20. nóvember 1973. TÍMINN 9 í "; Eftir hin ægilegu tiðindi. Nóra vill vera ein og biður börnin að fara. (Myndir :Róbert> farið slika sigurgöngu um heim allan eins og það. „Bníðuheimili” er i dag sýnt aftur og aftur um allan heim. Nýlega vargerð kvikmynd eftir leikritinu, tekin i Noregi með þeirri bandarisku Jane Fonda i aðalhlutverki, þ.e. sem Nóru. Sú hin kunna norska leikkona Liv Ullman fór nýlega með aðalhlut- verkið i Osló. „Brúðuheimili” Ibsens hefur verið sýnt fjórum sinnum áður hér á landi, og auk þess sýndi Rikisjeikhúsið norska það i Þjóð- leikhúsinu eitt sinn, sem og úti á landi. Fyrsta sýningin á „Brúðu- heimili” var árið 1905, með Stefaniu Guðmundsdóttur sem Nóru. Næst var það sýnt á veg- um Leikfélags Akureyrar á siðari striðsárunum. Þá lék Alda Möller Nóru, en leikstjóri var norskur, leikkonan Gerd Grieg. I þriðju sýningunni fór Soffia Guðlaugs- dóttir með hlutverk Nóru og var jafnframt leikstjóri. I það sinn var farið með leikritið i leikför um landið. Fjórða sýning er hjá Þjóðleikhúsinu fyrir rúml. 20 árum, 1951. 1 það sinn fór norska leikkonan Tore Segelcke með hlutverk Nóru og sviðsetti leikrit- ið einnig. „Brúðuheimili” Ibsens var sem sagt fyrst sýnt af tslendingum fyrir um 70 árum og siðast fyrir 20 árum. Með hið fræga og eftirsótta hlutverk Nóru hafa farið i þessari timaröð: Stefania Guðmunds- dóttir, Alda Möller, Soffia Guð- lagusdóttir, Tore Segelcke. Þá fimmtu, Guðrúnu Ásmundsdótt- ur, sjáum við svo núna á fimmtu- daginn á fjölum Þjóðleikhússins. Þetta verður i fyrsta sinn eftir margra ára hlé, sem Guörún leik- ur á sviði Þjóðleikhússins, en hún hefur verið ein aðalleikkona L.R. i fjölda ára. Guðrún var á sinum tima nemandi i Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, og fyrsta hlut- verk hennar var i Blóðbrullaupi Lorca fyrir 14 árum. Fyrsta leikritið eftir Ibsen var sýnt hér fyrir rösklega 80 árum. Það var „Vikingarnir á Háloga- landi” þar sem Indriði Einarsson var leikstjóri og þýðandi. Þjóð- leikhúsið hefur sýnt alls fimm leikrit eftir Ibsen, „Brúðu- heimili” ( 1952), „Villiöndin” (1954), „Pétur Gautur” (1963), „Afturgöngur” („Nár vi döde þágner”) (1967) og loks fyrir þremur árum „Sólness bygginga- meistari”. Það er ekki bara staða konunn- ar í þjóðfélaginu (sem er þó ærið atriði út af fyrir sig, ekki sizt með vaknandi áhuga mannaá þvi i dag), sem „Brúðuheimili” tekur til meðferðar. Heldur koma þar skýrt fram margir aörir þættir i mannlegu lifi. — Step. Notaðir bílar til sölu á góðum kjörum 1973 Pontiac Firebird extrit 1973 Saab 96 1973 Scout II 1973 Opel Manta SR 1973 Volkswagen 1303 1972 Volkswagen 1300 1972 Volkswagen sendiferðablll (rúgbrauð) 1972 Opel Record II 1972 Scout II 1972 Land/Rover disel 1972 Ford Cortina XL 1972 Chevrolet Nova sjálfskipt 1972 Toyota Corona Mark II 1972 Citrone GS 1971 Vauxhall Viva 1971 Taunus 17 m 1971 Chevrolet Malebu 2ja dyra V8 sjálfs. 1971 Opel Record 4ra dyra L 1970 Opel Record 4ra dyra 1969 Land/Rover disel 1968 Opel Record. BBB HRH BBI RWMI BSM BB9H Tilkynning frá Vatnsveitu Kópavogs til húsbyggjenda í Kópavogi Athygli húsbyggjenda i Kópavogi er vakin á þvi að ekki er heimilt að láta vatn sí- renna. Þar sem vart verður við að þessi regla sé ekki haldin, verður umsvifalaust lokað fyrir vatn á húsinu. Rekstrarstjóri Kópavogsbæjar. Veggfóður- og málningadeild Óskalitir csiofty) I4M möguleikar í litavali Armúla 24 — Reykjavík Símar 8-54-66 oa 8-54-71 Opid til kl. 10 í kvöld riiiiiiiiiiiiiiiHi""'1'""1111........ MR býður 10 teg. fuglafóðurs • varpkögla heilfóður •hveitikorn • hænsnamjöl MR • ungafóður 4 teg. • blandað hænsnakorn • bygg •maískurl fóður grasfrœ girðingirefni MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Sími: 11125

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.