Tíminn - 20.11.1973, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Þriöjudagur 20. nóvember 1973.
Skiptar skoð-
anir á þingi
umfóstureyð-
ingafrumvarp
TK-Reykjavík
Frumvarpiö um fóstureyöingar
og fl. var til fyrstu umræöu i neöri
deild í gær og haföi Magnús
Kjartansson heilbrigöisráöherra
framsögu fyrir málinu. Ilér I
blaöinu hefur veriö gerö Itarleg
grein fyrir frumvarpinu og
viöhorfum læknastéttar og
biskupsnefndar til þess.
Séra Gunnar Glslason lýsti sig
fylgjandi þeim varnaraðgerðum,
sem frumvarpið ráögerði, en
taldi of langt gengið I fóstur-
eyðingasökum og lýsti yfir
stuöningi við sjónarmið biskups-
nefndar i þvi máli.
Ilannibal Valdimarsson lýsti
þvi yfir fyrir hönd þingflokks
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna, að þingflokkurinn væri
andvlgur ákvæðum frumvarpsins
um fóstureyðingar. bingflokkur-
inn væri andvigur eyðingu lífs.
Hafréttar-
róðstefnan
NTIt—New York. Allsherjarþing
SÞ samþykkti á föstudagskvöld,
að hafréttarráðstefnan skuli
haldin i Caraeas i Venezuela hinn
20. júni næsta ár, en ekki reyndist
unnl að halda hana i Santiago i
Chile, eins og fyrirhugað var.
Fulltrúar 117 rikja greiddu at-
kvæði með tillögunni, en tiu sátu
hjá.
Stefán Gunnlaugsson las úr
ályktun læknasamtaka um
fósturey ðingaákvæði frum-
varpsins, en tók sjálfur ekki af-
stööu til málsins.
Svava Jakobsdóttir lýsti sig
fylgjandi ákvæöum frumvarpsins
um frjálsa ákvöröun konu og rétt
hennar til að fá fóstureyöingu
framkvæmda,ef fósturhennar er
innan við 12 vikna gamalt. Sagöi
Svava, að prestar lútersku
kirkjunnar þyrftu að hugsa sitt
ráö að nýju.
Itagnhildur llelgadóttir lýsti
sig andviga ákvæðum frum-
varpsins um skilyrðislausan rétt
konu til að fá framkvæmda
fóstureyðingu. Spurði hún um rétt
fööur fóstursins i þvi sambandi.
ólafur Kinarssonsagðist halda,
aö meirihluti geölækna og
heimilislækna væri meðmæltur
frumvarpinu. Lýsti hann
stuðningi við meginstefnu frum-
varpsins og sagöi, að hinn langi
listi um synjanir um fóstur-
eyðingu sýndi augljóslega, aö
lagabreytingar væri þörf.
lijarni Guönason mælti meö
frumvarpinu.
Karvel l’álmasonlýsti sig and-
vigan ákvæðum frumvarpsins um
fóstureyðingar, en taldi að önnur
ákvæði frumvarpsins stæðu til
bóta frá gildandi lögum.
Magnús Kjarlansson taldi
málið þess eðlis, að óeðlilegt væri
að þingflokkar legðu bönd á þing-
menn i afstöðu til málsins.
Athugasemd
— vegna skrifa Morgunblaðsins
MOKGUNHI.ADII) gerir launa-
mál Sóknar aö umræöuefni s.l.
sunnudag. Þar scm blaöiö telur,
ranglega, mig vera forsvars-
mann félagsins vil ég svara þessu
aö nokkru. fíg vil strax taka þaö
fram, aö ég er starfsmaöur á
skrifstofu Sóknar, svo sein ég hef
vcriös.l. 10 ár, en forsvarsmaöur
Sóknar er aö sjálfsögöu formaö-
ur, Guömunda llelgailóttir, og
ber aö þakka lienni, en ekki mér,
þaö sem gert hefur veriö i iauna-
niálum félagsins.
Forsaga máls þess er Morgun-
blaðið fjallar um, er sú, að árið
1961 hófst launajöfnun kvenna og
karla á tslandi samkv. landslög-
um, skyldi hún framkvæmd i
áföngum og fullu launajal'nrétti
náð 1. jan. 1967. Þrir menn áttu
sæti i launajafnaðarnefnd, voru
það Barði Friðriksson frá Vinnu-
veitendasambandi Islands,
Hannibal Valdimarsson frá
Alþýðusambandi tslands og
Hjálmar Vilhjálmsson ráðu-
neytisstjóri i félagsmálaráðu-
neytinu og var hann formaður
nefndarinnar.
Launajafnaðarnefndin skipaði
Sóknarkonum i á launaflokk með
pakkhúsmönnum hjá heildsölum
og verkamönnum á oliustöðvum,
sem fengu þá greidd laun samkv.
öðrum launataxta Dagsbrúnar,
og fá þeir greitt samkv. þeim
taxta enn i dag. Viðmiðun við
menn þessa hélzt allt launa-
jöfnunartimabilið, og ef þessir
menn fengu hækkun i launaflokk,
vegna niðurskurðar neðsta eða
næst neðstu taxta Dagsbrúnar
fékk Sókn það einnig, það mun
hafa skeð a.m.k. einu sinni á
launajöfnunartimabilinu. Hjálm-
ar Vilhjálmsson tjáir mér, að
enginn ágreiningur hafi verið
innan nefndarinnar um hvar i
flokk Sókn skyldi skipað, og fengu
Sóknarkonur sömu laun og við-
miðunarstéttin allt fram til ársins
1970.
Sóknarkonur vinna, sem kunn-
ugt er, á sjúkrahúsum, elliheimil-
um, barnaheimilum, heimilum
fyrir vangefna i heimilishjálp hjá
Reykjavikurborg og viö fleiri slik
störf, sem unnin eru jafnt á helg-
um dögum sem virkum, störf
þeirra má þvi telja þýðingarmikil
fyrir þjóðfélagið, auk þess sem
þau eru erfið og erilssöm. Launa-
jafnaðarnefnd virðist hafa haft
þetta i huga, og litið svo á að
sanngjarnt væri og enda nauð-
synlegt, að konur þessar fengju
örlitið hærri laun, en þau allra
lægstu, sem greidd eru i þjóð-
félaginu hverju sinni, enda mun
hafa verið komin hefð á, að Sókn
væri ekki með allra lægsta
kvennakaupið i landinu. En
Adam var ekki lengi i Paradis,
frá árinu 1970 hafa Sóknarkonur
setið á bekk með lægst launaða
vinnukrafti þessa lands. Með
þessa þróun mála varð að vonum
megn óánægja innan félagsins og
afleiðingin varð, að tið skipti urðu
á starfsstúlkum á vinnustöðum
Sóknar og erfiðleikar með að fá
þangað fólk.
Sókn sneri sér nú til Hjálmars
Vilhjálmssonar og spurði hann,
hvort hann teldi félaginu ekki
stætt á að fara fram á það við
atvinnurekendur, að þeir viður-
kenndu rétt til hærri launataxt-
ans, þess taxta er Sókn var i fram
til ársins 1970, — annars taxta
Dagsbrúnar, — og teldu sig eiga
heimtingu á þvi samkv. launa-
jöfnuninni. Taldi Hjálmar, að
Sóknarkonum bæri tvimælalaust
lagaréttur til sömu launa og við-
miðunarstéttin, þar eð launa-
jöfnunarlögin hefðu ekki verið úr
gildi numin, væri þvi sjálfsagt
fyrir Sókn að fara fram á þessa
hækkun og byggja kröfur sinar i
haust á að þetta væri sá taxti,
sem Sókn ætti að vera á. Að
fengnum þeim úrskurði hjá fyrr-
verandi formanni launajafnaðar-
nefndar skrifaði formaður
félagsins atvinnurekendum
1 efri deild mælti Lúðvik
Jósefsson fyrir stjórnarfrum-
varpi um staðfestingu á
bráðabirgðalögum um breyt-
ingu á verðlagsráði sjávarút-
vegsins, og Geir Hallgrimsson
mælti fyrir frumvarpi um af-
nám heimilda til laxveiöi i sjó.
1 neðri deild var frumvarpiö
um fóstureyðingar til fyrstu
umræðu. Fylgdi Magnús
Kjartansson heilbrigðisráð-
herra frumvarpinu úr hlaði.
Tóku margir þingmenn til
máls, og er ljóst, að skoðanir
verða mjög skiptar um frum-
varpið. Gerð hefur verið itar-
leg grein fyrir frumvarpinu
hér i blaöinu. Nánar er sagt
frá umræðum um frumvarpið
i neðri deild i gær annars stað-
ar i blaðinu.
Eftirfarandi fyrirspurnir
voru lagðar fram á Alþingi i
gær:
Til fjármálaráðherra um
fjármál hafnarsjóöa.
Frá Lárusi Jónssyni.
1. Hvernig skiptast milli ein-
stakra hafnarsjóða og kjör-
dæma endurlán þess fjár-
magns, sem rikisstjórnin
tók að láni skv. 6. gr. fjár-
laga 1973, að upphæð 40
millj. kr., til þess að létta
greiðslubyrði þeirra
hafnarsjóöa, sem verst eru
settir vegna langra lána?
2. Með hvaða kjörum og til
hve langs tima tók rfkis-
sjóður umrætt lán, og hver
voru kjör endurlánanna til
hafnarsjóðanna?
3. Telur ráöherra fullnægjandi
að létta greiðsluskilyrði
umræddra hafnarsjóða með
slikum lánum I stað óaftur-
kræfra framlaga?
4. Er það rétt, að sumir
hafnarsjóðirnir geti ekki
tekið þessi lán vegna synj-
unar um rikisábyrgð i þvi
skyni?
5. Var ekkert tekið tillit til
lausaskulda hafnarsjóð-
anna, þegar ákvarðanir
voru teknar um úthlutun
endurlána til þeirra?
Til fjármálaráðherra um
nýbyggingu Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
Frá Lárusi Jónssyni.
1. Hvers vegna hefur fjár-
málaráðuneytið ekki veitt
endanlegt framkvæmda-
leyfi til nýbyggingar
Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri fyrr i haust, svo
sem heimaaðilar hafa óskað
eftir og heilbrigðisráðu-
neytið hefur lagt til?
2. Verður veitt nægilegt fjár-
magn á fjárlögum næsta árs
til þess að standa við fram-
kvæmdaáætlun heilbrigðis-
ráðuneytisins á þvi ári?
Til iönaöarráðherra um
oliuleit i hafsbotni umhverf-
is tslands.
Frá Stefáni Gunnlaugssyni.
1. Hvers konar rannsóknir og
leit eftir oliu i jarðlögum i
hafsbotni út fyrir ströndum
tslands hafa farið fram á
undanförnum árum, og
hvaða aðilar hafa að þvi
staðið?
2. Eru nú fyrirliggjandi um-
sóknir eða fyrirspurnir frá
erlendum aðilum um leyfi
til oliuleitar i hafsbotni um-
hverfis tsland, og ef svo er,
þá frá hverjum?
3. Hafa verið teknar
ákvarðanir um frekari oliu-
leit eða veitingu leyfa til
slikrar leitar eða rannsókna
við tsland, og ef svo er,
hvers eðlis eru þær
ákvarðanir?
Til samgönguráðherra um
ferðamál.
Frá Heimi Hannessyni.
1. Hvað liður framhalds-
athugunum á vegum Sam-
einuðu þjóðanna um þróun
islenzkra ferðamála?
2. Hafa ráðstafanir verið
gerðar til að tryggja fé til
þeirra, og hver yrði hlutur
tslands i þvi sambandi?
3. Hafa verið gerðar ráð-
stafanir af opinberri hálfu
til að leysa hreinlætis-
vandamál á fjölförnum
ferðamannastöðum?
4. Hafa ráðstafanir verið
gerðar til að kynna alþjóð-
legum fjármálastofnunum
umræddar áætlanir og
hugsanlega þörf á lánveit-
ingum vegna framkvæmda
á ferðamálum?
Til samgönguráðherra um
landkynningarstarfsemi.
Frá Heimi Hannessyni.
1. Hversu miklu opinberu fé er
áætlað að ráðstafa til land-
kynningarstarfsemi Ferða-
skrifstofu rikisins á næsta
ári?
2. Hversu há er sú upphæð, er
lögð hefur veriö fram af is-
lenzkri hálfu til að standa
straum af kostnaði við nor-
rænar kynningarskrifstofur
I Bandarikjunum og Þýzka-
landi á undanförnum þrem-
ur árum, og hversu miklu fé
er áætlað að ráðstafa i þvi
sambandi á næsta ári?
Til utanrikisráöherra um
endurskipulagningu utan-
rikisþjónustunnar.
Frá Heimi Hannessyni.
1. Hvað liður þeirri endur-
skoðun á starfsemi utan-
rikisþjónustunnar, er mál-
efnasamningur rikis-
stjórnarinnar kveöur á um?
2. Hefur verið leitað álits for-
svarsmanna útflutnings-
aðila I sambandi við þá
endurskoðun?
Til utanrikisráðherra um
viðurkenningu á herfor-
ingjastjórninni i Chile.
Frá Svövu Jakobsdóttur.
Hefur islenzka rikisstjórnin
viðurkennt herforingja-
stjórnina i Chile?
trá skrifstofu Sóknar
svohljóðandi bréf og fór sjálf með
það til allra hinna stærstu:
„Eins og yður er kunnugt var
með lögum nr. 60/1961 um launa-
jöfnuð kvenna og karla kveðið svo
á, að á árunum 1962—1967 skyldu
laun kvenna hækka til jafns við
laun karla fyrir sömu störf i al-
mennri verkakvennavinnu, verk-
smiöjuvinnu og verzlunar og
skrifstofuvinnu. Hin árlega
launahækkun skyldi ákveðin af
launajafnaðarnefnd i samræmi
við ákvæði laganna.
Akvarðanir nefndarinnar
skyldu vera fullnaðarákvarðanir.
Eins og fram kemur af bréfi
Hjálmars Vilhjálmssonar, for-
manns launajafnaðarnefndar og
tveim fylgiskjölum með þvi, sem
fylgja hér með i ljósriti var við-
miðunarstétt sú, sem laun
Sóknarkvenna skyldu jöfnuð við,
verkamenn á oliustöðvum og
pakkhúsmenn hjá heilsölum og
hélzt samræmi i launum þessara
stétta þar til i kjarasamningum i
júni 1970, en þá var samið um
meiri hækkun fyrir viðmiðunar
stéttina en Sóknarkonur og hefur
misræmi i launum haldizt siðan.
Stjórn telur, að eftir gildistöku
laga nr. 37/1973 um Jafnlaunaráð,
sé óheimilt að greiða Sóknarkon-
um lægri laun en viðmiðunar-
stéttin nýtur, enda hafi mati
Launajafnaðarnefndar á þvi að
hér sé um jafnverömæt störf aö
ræða ekki verið hnekkt. Stjórn
Sóknar telur með tilliti til allra
atvika og þó einkum þess, að
félagið hefur e.t.v. ekki gætt rétt-
ar sins sem skyldi, rétt að leggja
til að mál þetta verði leyst á þann
hátt. að frá 1. nóvember n.k. og
þar til samningar verða undir-
ritaðir, verði grunnlaun Sóknar-
kvenna sem hér segir (mánaðar-
laun).
rjunarlaun kr. 18.229.00
tir 2 ár kr. 18.958.00
tir 4 ár kr. 19.687.00
tir 6 ár kr. 20.416.00
þar er um að ræða sömu laun
viðmiðunarstéttin nýtur.
I'eliið bér vður ekki eeta fallizt
á þetta er þess vænzt að þér sam-
þykkið að aðilar óski þess að
Félagsdómur fjalli um málið sem
gerðardómur og dæmi um rétt-
mæti kröfu okkar.
Væntum heiðraðs svars yöar
við fyrsta tækifæri”.
Eins og framangreint bréf ber
með sér fór Sókn aldrei fram á
það við atvinnurekendur, aö þeir
felldu lagalegan dóm um kröfu
félágsins, enda var það vart i
þeirra verkahring. Eingöngu var
farið fram á það, að þeir viður-
kenndu rétt Sóknar i verki, meö
þvi að greiða Sóknarkonum sömu
laun og viðmiðunarstéttinni frá 1.
nóvember, þar eð þá voru
samningar félagsins við þá runnir
út. Atvinnurekendur tóku bréfi
þessu af skilningi og sanngirni, og
skil ég ekki hvað Morgunblaðið er
að tala um úlfaþyt meðal þeirra i
þessu sambandi. Þeir vissu það
vel, að frá árinu 1967—1970 voru
Sóknarkonur með sömu laun og
viðmiðunarstéttin og viður-
kenndu að það, sem farið væri
fram á, væri réttlætismál.
Magnús Óskarsson talaöi aö
visu um, að ekki mætti gleyma
„garminum honum Katli, at-
vinnurekandanum, sem situr hin-
um megin við samningaborðið,
það verður svo leiðinlegt fyrir
hann að hafa ekki um neitt að
semja, ef búið er að gera allt
aölandslögum’ sagðihann.lHvort
man nú ekki einhver eftir þvi,
þegar visitalan var afnumin á
laun árið 1958, og þau rök borin á
borð fyrir almenning, aö það væri
miklu heilbrigöara að launafólk
semdi sjálft um hana heldur en að
hún væri staðfest með landslög-
um). Guðmunda Helgadóttir
gladdi Magnús með þvi, aö eftir
væri að semja um sérkröfur
Sóknar, þó að almenna kaupið
fylgdi launum viðmiðunarstéttar-
innar, og yrði reynt að hafa þær
svo fjölskrúðugar, að engum
leiddist við samningaborðiö. Hins
vegar varð ekki af orðum hans
ráðið þá, að hann væri andvigur
kröfu félagsins. Georg Lúðviks-
son tók framúrskarandi vel undir
þessa kröfu, eins og hans er von
og visa og óskaði félaginu alls
góðs við að fá þessu réttlætismáli
framgengt. Lagði hann svo bréf
Sóknar fyrir Heilbrigðismála-
ráðuneytið og fékk þar heimild til
aö greiða laun samkvæmt þvi frá
1. nóvember. Það er þvi alrangt
hjá Morgunblaðinu, að við höfum
aðeins munnleg svör frá ráðuneyt
inu, svar þess var að sjálfsögöu til
Rikisspítala, en ekki Sóknar,
enda þeir en ekki við, sem fóru
fram á heimildina.
Sókn mun siðan byggja kröfur
sinar við samningaborðiö i haust,
á þeim rétti sem hér hefur áunn-
izt, þegar atvinnurekendur hafa
hafið launagreiðslur samkvæmt
þvi launajafnrétti, sem félaginu
var tildæmt á sinum tima. Er
vandséð hvað það kemur
Framsókn við, það er ekki vitað
að þær hafi glatað neinu af þeim
réttindum, sem þær fengu með
launajöfnunarlögunum. Hitt
kynni að vera ástæðan fyrir þvi
aö Morgunblaðið rikur upp út af
þessu réttlætismáli, að viðs vegar
I þessu þjóðfélagi séu konur, sem
likt er ástatt með konurnar i
Sókn, að þær hafa glatað þvi
launajafnrétti, sem þeim var
úskurðað með lögum, eða e.t.v.
aldrei hlotið það i framkvæmd.
Hins vegar munu Sóknarkonur
allar þakka formanni sinum,
Guömundu Helgadóttur þetta
framtak til að rétta hlut þeirra,
og ekki siður þeir aðilar, sem
dvelja um lengri eöa skemmri
tima á sjúkrahúsum, elliheimil-
um og öörum vinnustöðum þar
sem Sóknarstúlkur vinna, og eiga
mikið undir þvi að þangað fáist
gott fólk til starfa.
Að sfðustu vil ég hvetja Sóknar-
konur til að fjölmenna á fund
Sóknar, sem haldinn verður i
Lindarbæ miðvikudaginn 21.
nóvember, og þakka formanni
sinum þetta einstæða afrek.
Maria Þorsteinsdóttir.