Tíminn - 20.11.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 20.11.1973, Blaðsíða 21
í'.',r . y.ii, cr Þriðjudagur 20. nóvember 1973. TÍMINN 21 Leikur kattarins að músinni — íslenzka körfuknattleikslandsliðið tapaði sínum fyrsta leik í Bandaríkjaförinni með miklum mun Frá Hilmari Victors- syni: Lokatölur i fyrsta leik islenzka liðsins i körfuknattleik i Bandarikjaförinni urðu ekki beint hag- stæðar. Liðið tapaði fyrir háskólaliði Marylands með 45 stigum gegn 166. 1 leiknum vorum við i hlut- verki músarinnar gegn kett- inum. Það var um algera ein- stefnu að ræða. Stigahæstu leikmenn okkar voru Jón Sigurðsson og Þórir Magnús- son, báðir með 12 stig, en þeir voru skástu menn liösins ásamt fyrirliðanum, Kristni Jörundssyni. Lið Marylands er eitthvert allra sterkasta háskólalið Bandarikjanna, og er talið i hópi 5beztu liðanna. 1 leiknum gegn okkur léku sterkustu leikmenn liðsins nær allan leiktimann. Ahorfendur voru um 6 þúsund talsins, eða tals- vert fleiri en við eigum að venjast heima. Þaö sem háði islenzka liðinu, hvað mest i þessum leik, var hinn gifurlegi hæðar- mismunur. Bandarisku leik- mennirnir, margir tveggja metra risar, léku i annarri hæð en við ef svo má að orði kveða. Flugfreyjan i Loft- leiöavélinni hafði hins vegar orð á þvi, er við stigum úm boð i Keflavik, að hún ætti erfitt með að trúa þvi að hér væri körufknattleikslið á ferð, þvi að enginn þurfti að beygja sig, er inn i flugvélina var gengið. Um 20-30 Islendingar horfðu á leikinn. Þeir komu frá Washington og nálægum byggðum. Þeirra á meöal var Þorsteinn Ingólfsson frá sendiráðinu i Washington. Enska Knattspyrnan: Keegarjskorz aði brennu Liverpool-liðið komið í þriðja sæti Kevin „litli” Keegan, sýndi góð- an leikmeö Liverpool gegn'lps- wich á laugardaginn. 'Hann skoraði þrjú mörk fyrir lið sitt, fyrst tvö meö skalla og siðan eitt úr vitaspyrnu. Fjórða mark Liverpool-liðsins, skoraði Peter Cormack. Mörk Ipswich skor- uðu þeir Bryan Hamilton og David Johnson. Liverpool er nú komiðupp I þriðja sæti i 1. deild- inni, en úrslitin á getraunaseöl- inum urðu þessi: x Arsenal—Chelsea 0:0 1 Leeds—Coventry 3:0 1 Leicester—Brunley 2:0 1 Liverpool—Ipswich 4:2 1 Man. City—Q.P.R. 1:0 1 Newcastle—Man. Utd. 3:2 2Norwich—Everton 1:3 lSheff. Utd.—Derby 3:0 x Southampt,—Tottenh. 1:1 1 Stoke—Birmingham 5:2 x Wolves—West Ham 0:0 1 Bristol C.—Sunderl. 2:0 Siðasti leikurinn er leikurinn i 2. deild, sem var á getrauna- seðlinum. Billy Bremner og félagar hans úr Leeds, halda áfram sigurgöngu sinni. A laugardag- inn urðu leikmenn Coventry fyr- ir barðinu á þeim. Leeds vann stórt, 3:0, og skoruðu þeir Alan Clarke, Joe Jardan og Bremner, mörk liðsins. Leicester, lagði, „spútnik”- liðið frá Brunley að velli þegar Burnley-iiðið kom i heimsókn. Leikmenn Leicester leku vel, og 2:0 sigur þeirra var sanngjarn. Glover og Stringfellow, skoruðu mörk heimamanna. Manchester City hafði heppn- ina með sér gegn Queens Park Rangers. Lundúnaliöiö átti meira i leiknum, þar til að Francis Lee skoraði eina mark leiksins úr vitaspyrnu. Newcastle náði báðum stigun- um gegn Manchester United, þrátt fyrir að liðið vantaði sina sterkustu leikmenn. Tommy Cassidy skoraði tvö mörk fyrir heimamenn, og nýliðinn Hope bætti þvi þriðja við. Mörk United, skoruðu þeir George Graham og Macari. Everton átti ekki i erfiðleik- um með Norwich á laugardag- inn. Tvö sjálfsmörk voru skoruð i leiknum, en þau skoruðu þeir McLaughlin (Everton) og Forbes (Norwich). Mörk Everton, skoruöu þeir Clemense og Bernard. Martin Chivers, sem Totten- ham vill selja fyrir 300 þús. pund, skoraði eina mark Lunúnaliðsins á The Dell i Southampton gegn Dýrlingun- um. Það var meira en Lundúnaliðin Arsenal, Chelsea, og West Ham, gerðu á laugar- daginn. Þessum þremur frægu liðum tókst ekki að skora. Aftur á móti voru leikmenn Stoke City, heldur betur á skotskónum. Fimm sinnum neyddust leikmenn Birming- ham til að hirða knöttinn úr netinu, hja áér á laugardaginn. Ritchie skoraði tvisvar og Hurst, Robertson og Mahony sendu knöttinn einu sinni i netið. Hynd og Latchford (B) skoruðu mörk Birmingham. ,,Það skiptir máli hvernig irnir vinnast' — segir Brynjólfur Markússon, þjálfari 2. deildar liðs KA í handknattleik 5 _JL Æh &■- I I i ekki leik- f „Það skiptir ekki máli hvernig leikirnir vinnast/ bara að við fá- um stigin.".. sagði Brynjólfur Markússon, þjálfari og leikmaður 2. deildar liðs KA frá Akureyri KA-leik- mennirnir höfðu heppnina með sér um helgina í islandsmótinu i handknattleik. Á laugardagskvöldið tókst þeim að tryggja sér sig- ur gegn Fylki á siðustu sekúndunum, 26:25 og á sunnudaginn unnu þeir Breiðablik 23:22. Breiðablik hafði yfir nær allan leikinn, og var staðan 13:8 i hálfleik. I siðari hálfleik sóttu ieik- menn KA í sig veðrið, og þeim tókst að jafna, 20:20. Brynjólfur bætti síðan við þremur mörk- um, og var staðan þá 23:20 fyrir KA, en leikn- u.n lauk 23:22. Fimm leikir fóru fram i 2. deildinni um helgina, og urðu úrslit þessi: KA-Fylkir 26:25 Þróttur-Völsungur 31:13 KA-Breiðablik 23:22. Grótta-Völsungar 23:17 KR-Keflavik 25:18 BRYNJÓLFUR MARKUSSON.. sést hér skora eitt af tiu niörkum sin- um i leik gegn Breiðabliki. (Timainynd Ilóbert) Víkingsliðið komið / gang Það sýndi mjög góðan leik i fyrri hálfleik gegn Haukum. Lokatölur leiksins urðu 28:22 fyrir Víking Mikiö markaregn var i leik Vlkings og Hauka i 1. deildar- keppninnu í handknattleik. Fimmtiu sinnum þurftu mark- verðir liöanna að sækja knöttinn i netiö i leiknum, sem lauk 28:22 fyrir Viking. Vikingsliöið náöi sér vel á strik i fyrri hálfleiknum, og náði liöið að sýna sinn bezta leik. Vörnin var góð, og Sigurgeir Sigurösson varöi vel. Vikingar komust fljótlega i 7:1, siðan mátti sjá 11:2, og hálfleiknum lauk með 14:5, fyrir Viking. I siðari hálfleik fóru Víkingar að slappa af, þegar staðan var 19:11. Þá minnkaði Höröur Sigmarsson muninn i 19:15 með fjórum mörkum, og eftir það skiptust liðin á að skora. Lciknum lauk svo með sigri Vikings, 28:22. Heppnin var ekki með Haukum i byrjun. Þeir misnotuðu þrjú vitaköst og skoruðu ekki nema tvö mörk á 27. minútum, fyrst á 2. min, síðan á 17. min., og þriöja markið kom á 27. minútu. Ekki nógu góð skotnýting hjá liðinu. Vikingsliðið átti mjög góðan leik i fyrri hálfleik, og er greinilegt að leikmenn Vikings eru að koma til. Þeir léku nokkuð vel i vörninni, og sóknarleikur liðsins var mjög góður. Nú léku leikmennirnir fyrir liðið, en ekki fyrir sjálfa sig, og árangurinn kom strax i ljós. Einar Magnússon var mark- hæsti leikmaður Vikingsliösins. Hann skoraði tiu mörk, fjögur úr vitum. Sum mörk Einars voru stórglæsileg, skoruð með lang- skotum. Aörir, sem skoruðu fyrir Viking, voru: Stefán og Guðjón, fjögur hvor, Jón 3, Ólafur, Páll og Skarphéðinn tvö hver og Viggó eitt. Mörk Hauka, skoruðu: Hörður 8 (3 viti), Stefán 7, Ólafur 4( 3 viti), Guðmundur, Arnór og Frosti eitt hver. Haukur Þorvaldsson og Jón Friðsteinsson dæmdu leikinn. Þeir voru mjög ákafir að visa leikmönnum af leikvelli fyrir mjög litilfjörleg brot. SOS. Höfnuðu í fjórða sæti íslcnzka kvennalandsliðið I handknattleik hafnaði i fjórða sæti I Noröurlandamótinu, sem haldið var um helgina. Liöið tapaöi fyrir Svium, Dön- um og Norðmönnum, en sigraði finnsku stúlkurnar I siðasta leiknum með 16 mörk- um gegn 9. Dönsku stúlkurnar uröu Norðurlandameistarar, en þær sigruðu Norðmenn i úr- slitaleik með 13:8. Frammistaða islenzku stúlknanna var tæplega eins góð og búizt haföi verið við fyrirfram. T.d er hið stór tap fyrir norsku stúlkunum afleitt, en leiknum lyktaði 2:14. Fyrir Svium töpuðu þær 7:15 og fyrir Dönum 8:12. Þess má geta, að leikreyndasta stúlka islenzka liðsins, Sigrún Guðmunds- dóttir, gekk ekki heil til skógar, en hún slasaðist á fæti i æfingaleik fyrir keppnina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.