Tíminn - 20.11.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.11.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN ÞriAjudagur 20. nóvember 1973. Þorsteinn Þ. Víglundsson, sem stofnaði byggðasafn í Eyjum 1932 og hefur helgað því mjög mikla starfskrafta æ síðan, segir l>ursteinn Viglundsson meö krikkjuna ,a6 baki honum stendur Alfreö Guömundsson, forstööumaöur Kjarvaisstaöa. Timamyndir: Gunnar Fjármál eru mitt líf NÚ stendur yfir sýning að Kjarvalsstöðum á inuniim og myndum Hyggðasafns Vest- mannaeyja, ásamt :54 Kjarvalsmyndum og á þriðja tug ljósmynda. Er þetta hluti af Byggðasafninu og lista- safni Bæjarsjóðs Vest- mannaeyja, en þessir hlutir voru allír fluttir I gámum frá Eyjum mjög skömmu eftir að eldgos- ið hófst þar. Sáysem veg og vanda hefur haft af bæði stofnun byggða- safnsins og skjótri björgun þess frá Eyjum, er liinn sihressi og at- orkusami Þorsteinn Þ. Viglundsson, sparisjóðs- stjóri i Vestmannaeyj- um. Siðast liðinn fimmtudag hélt hann blaðamannafund að Kjarvalsstöðum og kynnti þeim þar helztu munina, sem á safninu eru, en Þorsteinn er fróður mjög um sögu þessara muna og mynda, og að skoða þaö undir leiðsögn hans er lieilt ævintýri. Kyrst ber að geta mjög merki- legs safns mynda, sem raunar eru i eigu bæjarsjóðsins, en það eru 34 málverk og teikningar eftir meistara Kjarval. Má þar meðal annars sjó jólakort, sem Kjarval hefur ;i sinum tima sent vini sin- um og velgjörðarmanni, Sigfúsi Johnsen, fyrrum bæjarstjóra, og ennfremur furöulega teikningu, er Kjarval hefur skrifað á nal'nið Siffi, gælunafn vinar sins. Sigfús seldi bænum safnið fyrir nokkr- um árum á mjög vægu verði, en þetta eru myndir, sem hann fékk hjá Kjarval, annaðhvort sem gjafir eða keyptar. Myndirnar eru frá erfiðleikaárum meistar- ans og hjálpaði Sigfús honum oft um peninga fyir mat, litum og lé- refti á þeim árum. t>arna má einnig lita likan af skansinum. með dönskum verzlunarhúsum og vindmyllu, sem notuð var á timum ein- okunarverzlunarinnar af brauð- gerðarmanni staðarins. Nú er mikill hluti skansins farinn undir hraun og Þorsteinn segir, að upp úr aldamótum hafi átt sér stað landsig á þessum slóðum, og rök- styður það með þvi. að á skömm- um tima braut sjórinn mikinn hluta af skansinum. sem hafði staðið óskemmdur um aldir. Sjór- inn tók með sér merkilega stein- rétt. sem einnig er likan af á safn- inu.. Næst bendir Þorsteinn á gamla mynd af Landakirkju i uppruna- legri mynd. en þá kirkju segir hann næstelztu sinnar tegundar á Hér sést kjölurinn af danska kaupfarinu. landinu. Þegar lokið hafi verið byggingu kirkjunnai^ hefðu vinnu- pallar verið sendir til Bessastaða og notaðir við byggingu kirkjunr.- ar þar. Einnig sýnir hann okkur gamla mynd eftir Engilbert Gislason, en á henni má sjá fyrsta fryslihúsið á landinu, sem fram- leiddi is með vélum, og hófst sú starfsemi um áramótin 1908-1909. Frystihúsið var i eigu tsfélags Vestmannaeyja. Fjórir islenzkir annálar geta um strand dansks verzlunarskips sumarið 1711, vestan við Bása- sker. Þegar farið var að dæla upp sandi vegna dýpkunar hafnarinn- ar á sinum tima, kom upp ein- kennilegur trébútur, sem i voru trénaglar. Þegar farið var að kanna þetta nánar að undirlagi Þorsteins, kom i ljós skrokkur af umræddu skipi og reyndist drumburinn úr kili þess. Þor- steinn tók einnig til handargagns krikkju, eða stafnaband úr skip- inu, og bar á þessa fúavarnarefm eftir beztu kunnáttu. Eru þessir tveir hlutir þeir einu, sem til eru úr'skipinu, en hitt grotnaði allt niður. Þarna má einnig sjá likan af fiskigörðum og gefa þeir mikla hugmynd um vandvirknisleg vinnubrögð forfeðra vorra, sem unnu að fiskiðnaði þeirra tima. Likanið var gert eftir siðustu leif- um garðanna frá 1890. Einnig eru á sýningunni fjöldi likana af bát- um og skipum hinna gömlu tima og má þar sjá báta með Land- eyjalagi, Vestmannaeyjalagi og Likan af skansinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.