Tíminn - 21.11.1973, Síða 3
Sliðvikudagur 21. nóvember 1973.
TÍMINN
3*
MIKIL SÖLUAUKNING HJÁ
ICELAND PRODUCTS í USA
1. nóvember. Samingar tókust
ekki vegna þess, að verkalýðs-
félagið bauð aðeins upp á eins árs
samning. Siðan hafa samninga-
umleitanir leitt til þess, að verka-
lýðsfélagið hefur fallizt á að gera
nýjan samning til þriggja ára.
Munur á kröfum verkalýðsfélags-
ins og tilboði Iceland Products er
nú svo litill. að búast má við sam-
komulagi innan fárra daga.
t stjórn félagsins voru kjörnir:
Erlendur Einarsson forstj.,
Guðjón B. Ólafsson framkv. stj.,
Benedikt Jónsson framkvstj. og
William Boswell lögfræðingur i
Ilarrisburg.
Fáar sölur
- gott verð
FAIR sildarbátar hafa selt
undanfarna daga i Danmörku, og
mun aðalástæðan vera sú, að
bræla hefur verið á miðunum
við Hjaltland. Þeir sem selt hafa,
hafa hins vegar fengið gott verð
fyrir sildina, og er þess skemmst
að minnast, að Loftur Baldvins-
son fékk kr. 48.18 fyrir kilóið af
sildinni 15. þessa mánaðar, en
magnið var 11.5 lestir.
1 gær seldu tvö skipi Hirtshals i
Danmörku, Þorsteinn RE 33.6
lestir fyrir 1.2 milljónir,meðal-
verð kr. 37.45 og Harpa RE 13.4
lestir fyrir 507 þús. meðalverðkr.
37.88 fyrir hvert kg.
t fyrradag seldu þrjú skip afla i
Danmörku. Guðmundur RE seldi
fyrir 900 þús., magnið var 25.7
lestir og meðalverðið 34,63.
Bjarni Ölafsson seldi 44.9 lestir
fyrir 1.6 millj., meðalverð 37.40,
og Jón Garðar seldi 17.3 lestir
fyrir 609 þús., meðalverð kr.
35.24.
Varnarmálin
á þingi í gær
Tillaga Alþýðuflokksins um að
endurskoðun varnarsamningsins
við Bandarikin beinist að þvi, að
Islendingar taki við rekstri
mannvirkja og eftirlitsflugi og
herstöðin verði gerð að vopn-
laustri eftirlitsstöð á vegum
Atlantshafsbandalagsins var til
umræðu siðla dags i gær i sam-
einuðu Alþingi.
Nánar verður sagt frá þessum
umræðum i blaðinu á morgun.
Þjónaverkfallið:
Gistihúsunum lok-
að á föstudaginn?
Lögregluþjónar, þjónar og mat-
reiðslumenn og mikill mannsöfn-
uður i kringum þá. — Timamynd:
Róbert.
Klp-Reykjavik. Þófið við Veit-
ingahúsið óðal hélt áfram i gær
eins og undanfarna daga. Þaö
hófst um hádcgið, er eigendur
óðals höfðu hugsað sér að opna.
Varð þá fyrst eitthverl orðaskak
á milli þeirra og þjóna, sem stóðu
verkfallsvakt, og endaði það ineð
þvi, að fleiri þjónar komu og lok-
uðu inngangi að óðali, bæði frá
Austurvelli og Austurstræti.
Til einhverra handalögmála
kom á milli verkfallsvarða ann-
ars vegar og eiganda hússins og
I Það hefur verið tekið óþyrmilega
i jakkaermi Páls, sem var einn úr
hópi þjóna i Austurstræti um
hádcgið i gær. En hann er glað-
logur á svip eigi að siður. —
Timamynd: Róbert.
eiganda Öðals hins vegar. Þó
voru þetta mest hrindingar, en
eitthvað mun hafa rifnað af föt-
um.
Annað markvert gerðist ekki i
gær en þetta þóf við óðal. Ekki er
útlit fyrir að samkomulag verði i
deilunni á næstunni, en til þessa
hafa aðeins verið haldnir tveir
l'undir með deiluaðilum.
A hádegi á föstudag rennur út
frestur sá, sem Félag Iram-
reiðslumanna gaf á þjónustu i
gistihúsum. Orn Egilsson, blaða-
iulllrúi félagsins, sagði, að engin
ákvörðun hafi verið tekin i þvi
máli, en helzt væri að sjá, að til
lokunar yrði að koma, þvi ekki
hefði verið boðað til lundar um
það né annað er varðaði þessa
deilu.
Kjarasamningur við starfsfólk til þriggja óra
ICELAND Products, sem er eign
Sambandsins og frystihúsa innan
samtaka SAFF, hélt aðalfund
sinn mánudaginn 19. nóvember
1973. Fundarstjóri var Benedikt
Jónsson, framkvæmdastjóri i
Keflavik. Erlendur Einarsson,
forstjóri flutti skýrslu stjórnar-
innar. Skýrslur um einstaka þætti
starfseminnar voru fluttar af
Othari Hanssyni framkv.stj. og
Þóri S. Gröndal sölustjóra.
Ennfremur skýrði Jón Finnsson
hrl. frá málflutningi i máli Mr.
Pauls Kitchen.
Heildarsala félagsins árið 1972
var 26.5 millj. dollara á móti 20.5
millj. árið 1971. Sala á fram-
leiðsluvörum verksmiðjunnar
var 15.000 tonn að verðmæti 16.5
millj. dollara, en var 11.500 lestir
að verðmæti 12 millj. dollara árið
áður. A yfirstandandi ári, til 1.
nóvember, nemur heildarsalan
31.5 millj. dollara.
Afkastageta verksmiðjunnar
var aukin um þriðjung á árinu, og
framleiðir hún nú um 9% af
heildarmagni fullunnins fisks,
sem seldur er á Amerikumarkað-
inn. Fyrir fimm árum var hlut-
deild félagsins um 3%
Eins og kunnugt er urðu mikil
flóð, sem ollu gifurlegu tjóni, i
Harrisburg og nágrenni i júni
1972. Ekki urðu neinar teljandi
skemmdir á mannvirkjum Ice-
land Products i flóðunum, en þau
orsökuðu miklar tafir á
byggingaframkvæmdum og ollu
ýmsum öðrum erfiðleikum, sem
áhrif höfðu á reksturinn.
Eins og kunnugt er af fréttum,
þá er félagið aðili að málssókn
Mr. Pauls Kitchen.
Mál þetta var hafið f. rúml. 3
árum. Málflutningi i héraðsdómi
lauk fyrr i þessum mánuði, en
dóms er eigi vænta fyrr en eftir
áramót. 1 skýrslu Jóns Finnsson-
ar á fundinum kom fram, að lög-
menn Sambandsins og Iceland
Products væru bjartsýnir á úrslit
málsins, enda væru kröfur stefn-
anda fjarstæðukenndar og ekki i
neinu samræmi við meint tilefni.
Kjarasamningur við starfsfólk
verksmiðjunnar frá 1970 rann út
Stjórn B.S.A.B. ber af sér sakir:
Héraðsdómur í innheimtu-
móli gekk félaginu í vil
Annar
brezkur til
ísafjarðar
BREZKI togarinn Port Vale
kom til ísafjarðar I gær vegna
bilunar, og er það annar tog-
arinn, sem kemur I Islenzka
höfn siðan „striðinu" iauk.
Að sögn Guðmundar Sveins-
sonar á Isafirði er togarinn
með bilað reykrör frá katli, en
St. Leger, sem kom til Isa-
fjarðar á sunnudag, var
einnig með bilun i katli. Virð-
ast ketilbilanir algengar hjá
þeim brezku, og þeir virðast
ennfremur kunna að meta þá
þjónustu, sem þeim er veitt.
Brezkir sjómenn eru vafalaust
fengnir þvi, að endi hefur ver-
ið bundinn á landhelgis-
deilurnar.
hs-
VEGNA skrifa blaðs yðar um
félag vort í laugardagsblaöinu 17.
þ.m., þar sem bornar eru hinar
alvarlegustu sakir á hendur
B.S.A.B. í grein, sem undirrituð
er af h.s. leyfum vér okkur aö
koma á framfæri eftirfarandi at-
hugasemdum:
B.S.A.B. varð vegna
stórfelldra vanskila,
að höfða mál gegn ein-
um heimildarmanna
h.s. Ármanni Magnússyni.
Er mál það nú fyrir hæstarétti,
og visum vér að öðru leyti til
niðurstöðu héraðsdómsins, en
lögmaður vor, Þorvarldur
Þórarinsson hrl., hefur óskað
eftir birtingu á niðurstöðum hans
I blaði yðar. Samskonar
innheimtumál er rekið einnig
gegn öðrum heimildarmanni h.s.
fyrir bæjarþingi Reykjavikur af
sömu ástæðu.
Forsendur héraðsdómsins i máli
Armanns Magnússonar skýra
bezt.hvers eðlis ásakanir hans og
félaga hans á hendur B.S.A.B.
eru, en þar segir m.a um mála-
rekstur Armanns: „Þá leiðréttir
hann i yfirlitinu byggingar-
reikning á þann hátt, að taka eitt
ár út úr og telja það heildar-
kostnað yfir ákveðinn kostnaðar-
liö byggingarinnar og krefjast
lækkunar þess vegna, en taka
ekki tillit til kostnaðar við þann
byggingarlið á öðrum árum.
Erfitt er að sjá, hvaöa tilgangi
þetta eigi að þjóna, öðrum en
þeim að villa um fyrir dómstóln-
um. Þegar á allt þetta er litiö,
verður ekki hjá þvi komizt aö
finna alvarlega að málatilbúnaði
stefnda." Þarf ekki að hafa fleiri
orö um ásaknir þeirra félaga.
Vér hörmum það, að blað yðar
skuli flytja slíkan einhliða og
órökstuddan áróður gegn sam-
vinnufélagi og slá sliku upp sem
einhverri rosafrétt.
Vér væntum þess, að þér birtið
þessar athugasemdir vorar á
jafnáberandi stað i blaði yðar og
grein þá, sem hér um ræðir.
Stjórn B.S.A.B.
íbúðaldnakerfið
Björn Jónsson félagsmála-
ráðherra flutti fyrir skömmu
erindi uin húsnæðismál á ráð-
stefnu Fjóröungssambands
Norðurlands. Ræddi hann þar
vandann i ibúðalánakerfinu og
hina miklu aukningu i hús-
byggingum. Björn sagði m.a.:
„Hitt þarf vist engan að
undra, að þegar fjárfesting i
ibúðabygginguin vex um
mcira en 2 milljarða á einu ári
og umsóknir um lán úr
Byggingasjóði eru orðnar á
3ja þúsundinu, skapist nokkur
vandi, sem ekki verður i
skyndi leystur nema til bráða-
birgða. 1 þessu sambandi vil
ég taka fram. að i rikisstjórn-
inni rikir full samstaða, um að
leysa skynsamlega fjárþörf
Byggingasjóðs. i fyrstu með
bráðabirgðaaðgerðum, eins
og gert hefur verið, og svo er
þiug kcmur saniaii, til lengri
frainbúöar með nauðsvnlegri
fjáröflun til þess að eðlilegri
og æskilegri og sem jafnastri
byggingastarfsemi verði hald-
ið uppi. Vandi er vissulega
fyrir hendi i þessum efnuin, en
það er ástæðulaust með öllu að
örvænta um sæmilega lausn
hans.
— Eins og fundarmönnum
er kunnugt voru á siðasta
Aiþingi samþykkt lög um
byggingar leiguíbúða á vegum
sveitarfélaga, e'n þau lög gefa
fyrirheit um byggingar 1000
ibúða á næstu 5 árum utan
höfuðborgarsvæðisins við
lánakjörum þeim sömu, sem
Frainkvæmdaáætlun Breið-
holts veitir siiiu fólki. fcg tel
alveg nauðsynlegt, sanngjarnt
og sjálfsagt að framkvæmd
þessara laga hafi algeran for-
gang við liliö verkamanna-
bústaðakerfisins, — 300 itiúðir
á ári, — þegar frá upphafi
næsta árs, og ég a.m.k. hef
látið mér til liugar koina, að
ekki væri útilokað að fram-
kvæma þessa áætlun á
skemmri lima cn 5 árum,
e.t.v. á 2-3 árum. Um það tel
ég þó of snemnit að fullyröa,
hvort unnt reynist,
Eg er lika þeirrar skoðunar,
að við framkvæmd þessara
laga heri að leggja sérstaka
áherzlu á aukna hagkvæmni í
byggingaaðferð eða aðferð-
um, bæði kostnaðar vegna og
einnig vegna þess, hvc stór
hluti landsbyggðarinnar er
illa settur með byggingamenn
og byggingatæki. T'ilbúin hús
eða einingahús, sem samtök
væri um að byggja og
Húsnæðismálastjórn hefði for-
giingu um, kæntu þvi vel til at-
hugunar að einhvcrju leyti, og
má vera að slikt auðveldaði
lika fjármögnun að verulegu
marki. En tengsl þessa stóra
máls, við vöxt útlutnings-
framleiöslunnar gæti vel rétt-
lætt, að leitað væri eftir er-
lendu fjármagni til að fram-
kvæma þennan þátt i lausn
húsnæðismála landsby ggðar-
innar fljótt og myndarlega.
Ekki sýnist heldur útilokað, að
beizla mætti áhuga ýmissa at-
vinnufyrirtækja til að fá aukið
vinnuafl i þjónustu sina f sam-
bandi við fjármögnun, og er
mér raunar kunnugt um, að
þess eru dæmi að slikt sé i at-
hugun. Samvinna fleiri eöa
færri sveitarfélaga um þessar
byggingaframkvæmdir væri
að sjálfsögðu bæði gagnleg og
æskileg.
Um hugsaöa framkvæmd
þessara laga er það að segja,
að spurningalistar verða
sendir út til sveitarfélaganna,
þar sem leitað er eftir áliti
þeirra á þvi, hvernig bezt
veröi að framkvæmdum stað-
ið og einnig eftir upplýsingum
um önnur atriði, sem máli
skipta. Hefur þetta verið tal-
inn nauðsy nlegur undir-
búningur, að setningu sam-
hæfðrar og heppilegrar reglu-
Framhald á bls. 19