Tíminn - 21.11.1973, Qupperneq 4

Tíminn - 21.11.1973, Qupperneq 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 21. nóvember 1973. Paola og Tony hugga hvort annað Snowdon lávarður tók þátt i myndasýningu,sem haldin var i Brussel og kallaðist Europalic 1973. Snowdon er mikill ljós- myndari og hefur oft hlotið viðurkenningu fyrir myndir sinar. A sýningunni, og meðan Snowdon var i Briissel, sást hann oft á ferð með Paolu prin- sessu. M.a. kom Paola ein án eiginmanns sins til sýningarinn- ar, og þá var meðfylgjandi mynd tekin af henni og lávarð- inum, en að sjálfsögðu var hann konulaus. Töldu margir, að þau Paola og Snowdown hefðu rætt hjúskaparvandamál sin, en eins og allir vita er af nógu að taka- Litli dýrlingurinn Nú ma hann James Bond ekki taka of fast á, eða Dýrlingur- inn öðru nafni, eða kannski við köllum hanna bara Roger Moore i þessu hlutverki. Hér heldur Moore á litla syni sinum, Christian David Michael, i fyrsta skipti fyrir framan ljós- myndarann. Annars er Moore orðinn þrautþjálfaður i að hugsa £1 um son sinn. Hann skiptir um bleiur á honum ogbaðarhanog gerir hvað sem er til þess að láta honum liða vel. Hann sýnist lika kunna mætavel handtökin. Afsökun innbrotsþjófsins Lögreglan I Uppsölum i Sviþjóð segist hafa heyrt margar skrýtnar afsakanir og úskýr- ingar um dagana, þegar þeir gripa þjófa að verki, en út- skýringin sem þeir fengu nú nýlega sló þó allt út! Þeir náðu innbrotsþjófi upp á þaki á stórri byggingu i Uppsölum, og var hann að reyna að komast inn um þakglugga, sem hann hafði opnað. — Nei, nei, hann var ekki aö brjótast inn, en hann hafði verið að æfa sig i karate (japanskri kraftaiþrótt ) á götunni fyrir neðan, og i látun- um þeyttist tréskórinn af honum, sagði hann, og i háa loft og upp á þakið, og kannski fór hann inn um gluggann. Ég varð auðvitað að reyna að finna skó- inn minn, sagði maðurinn. Lög- reglu-þjónninn benti honum á að skórinn væri fundinn. Maðurinn var með báða tréskóna á fótun- um. — En gott, þakka þér fyrir, þetta voru uppáhaldsskórnir mlnir, sagði hann þá glaður i bragði! *♦+***********+********************+********* Hver er tvífari Mark Spitz? Að minnsta kosti 80 háir, grann- ir og myndarlegir iþróttamenn komu til viðtals, eftir að auglýst hafði verið eftir tvifara Marks Spitz i sambandi við komu hans til Englands i nóvember. AÖ lokum voru valdir fjórir skeggjaðir ungir menn, og hér sjáið þið myndir af þeim, en efst er Mark sjálfur. Cr hópi þess- ara fjögurra var endanlega val- inn Peter Willis, sem er neðst til hægri. Hann á að vera eins kon- ar tálbeita, sem dregur athygli fólks frá hinum raunverulega Spitz, sem óttast að eiga eftir að lenda i vandræðum i Englandi vegna þess að hann er Gyðing- ur. Mark Spitz kemur til Eng- lands I þeim tilgangi að sýna þar sundfatnað. DENNI DÆMALAUSI Og svo vorum við búnir meö tómatsósuna. Ég sagði þér alltaf, að sex flöskur myndu ekki nægja.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.