Tíminn - 21.11.1973, Page 7

Tíminn - 21.11.1973, Page 7
Miðvikudagur 21. nóvember 1973. TÍMINN 7 MENN í ÖNDVEGI Brynjólfur biskup Sveinsson eftir Þórhall Guttormsson Verð kr. 983,00 ísafoldarprentsmiðja hf. Brynjólfur biskup Sveinsson bætist nú við i hóp þeirra öndvegismanna, sem Isafoldar- prentsmiðja hefur látið birta sögur af. Komnir eru á undan honum Gissur jarl, Skúli fógeti, Jón Loftsson og Jón biskup Arason. Allar eru þessar bækur fáanlegar enn þá. Sögur þessar eru allar af hóf- legri stærð. Þær eru tiltölulega stutt og greinargott yfirlit um sögu og samtið þeirra merkis- manna, sem þær eru kenndar við. Þórhallur getur þess að ekki hafi „verið unnt að seilast til óprentaðra heimilda” um sögu Brynjólfs. Það er þvi engin von til þess, að i þessari sögu komifram ný mynd af meistara Brynjólfi. Verður lika að teljast mjög vafasamt, að mynd hans breyttist, þótt meira væri kannað. Þess er að gæta, að bréfabækur hans hafa verið þrautkannaðar og prentað úr þeim það, sem glöggir sögu- menn telja mestu varða sem heimildir. En bréf meistara Brynjólfs eru nákvæm og örugg heimild um kirkjustjórn mannsins og gerð hans á margan hátt Ég hef ekki vit á öðru en saga meistara Brynjólfs sé vel sögð hjá Þórhalli. Þar kemur glöggt fram, að Brynjólfur Sveinsson var ágætur námsmaður og varð frábær lærdómsmaður og naut á þvi sviði virðingar umfram flesta samtiðarmenn sina i Danaveldi. Sást það meðal annars af þvi, að til hans var leitað að búa islenzk fornrit til prentunar i konungsgarði. Mun hann þó ekki hafa þótt siður menntaður i grisku og guðfræði en I norrænum fræðum, enda þótt þau hafi staöið honum nær. Það eru einkennileg örlög, að þegar Brynjólfur Sveinsson er 33 ára og hefur dvalið 6 ár við kennslu við danskan dómskóla og ætlar að nota næstu framtið viö frægustu menntasetur álf- unnar, og skreppur heim til Islands, til að losa sig frá föður- landi sinu, hittist svo á, að Gisli biskup Oddsson deyr og meistari Brynjólfur er kosinn biskup og verður siðan næstum þröngvað til embættisins, þó að hann biðjist undan þvi. Sem biskup i Skálholti, vinnur hann siðan ævistarf sitt. Meistari Brynjólfur var glöggur og stjórnsamur fjárgæzlumaður og fésýslu- maður. Bæði biskupsstóllinn og hann sjálfur auðuguðust þvi i biskupstið hans. Traustur fjár- hagur biskupsstólsins var undirstaða Skálholtsskóla, sem stóð með miklum blóma i tið meistara Brynjólfs og hefur það eflaust haft mikla þýðingu á tið næstu kynslóðar. Það hefði vissulega verið gaman ef Brynjólfur biskup heföi fengið að koma upp prent- smiöju i Skálholti og byrja þar prentun islenzkra fornrita, eins og hugur hans stóð til. Þorleifur biskup Skúlason hélt raunar að landið bæri ekki nema eina prentsmiðju. En við vitum ekki hvort það hefði nokkuð dregið úr sölu guðsorðabókanna frá Hólum, þó að t.d. Njála og Noregskonungasögur hefðu verið prentaðar i Skálholti. Það er aldrei hægt að vita með vissu hvað hefði orðið, ef önnur leið hefði verið reynd. Við vitum heldur ekki hvað hefði orðið um ýmis merkustu handritin ef þau heföu ekki komizt i hendur meistara Brynjólfs. Hitt vitum viö, að hvergi hér á landi var til á 18. öld jafn trygg og góð geymsla fyrir þau, eins og i Ka.upmannahöfn, þrátt fyrir eldhættu. Það vitum við lika, að leiðin til Hafnar var hvorki hættulaus né áfallalaus og það hefði verið hægt að finna Islenzka menn til að afrita handrit og búa til prentunar hér heima. Ef til vill er meistari Brynjólfur stærstur i sambandi viö galdramálin. Þar stendur hann með miklum glæsibrag hafinn yfir öld sina og óháður þeirri hjátrú og múgsefjun, sem hafði marga ágæta lærdómsmenn á valdi sinu. En þó að meistari Brynjólfur bæri af flestum samtiðar- mönnum sinum að gáfum, lærdóm i, stjórnvizku og auösæld var hann þó á efri árum óvenjulegur mæðumaður. Dr. Páll Eggert segir, að þarflaus- lega mikið hafi verið ritað um barneign Ragnheiðar dóttur hans. Vist má það til sanns veg- ar færa, en hins vegar er engan veginn út i bláinn að gera sér grein fyrir þvi, hvað sliku veld- ur. Meistari Brynjólfur naut virðingar umfram flesta menn aðra. Hann var ekki aðeins virtur vegna embættistignar og lærdóms, heldur líka vegna stjórnvizku og mannkosta, sem birtust i þvi, að hann var mildur mannasættir i allri sinni stjórn- semi. Þeim, sem urðu að sætta sig við fátækt og menntun af skornum skammri hefur verið dæmi meistara Brynjólfs óræk sönnun þess, að veraldargengið er ekki einhlitt til gæfu. Auk þess er á það að lita, að islenzk alþýða hefur jafnan verið mild og umburðarlynd i ástamálum. Þó að gamla fólkið ástundaði að hafa stjórn á sér og eflaust oft með góðum árangri, kunni það og kenndi gömul orðtök, eins og ,,sú er ástin heitust, sem er meinum bundin”, og „þeim er mein, sem i myrkur rata”. Alþýðan hefur haft alla samúð með biskupsdótturinni, og jafnvel miklað fyrir áér strang- leik föðurins við hana og e.t.v. stundum talið hann orsök i heilsuleysi hennar og dauða, þó að tæringin hafi unnið á mörgu ungu fólki, sem lifði i fullri sátt og eftirlæti við fjölskyldu sina. Bók Þórhalls Guttormssonar sýnir m.a. hversu mikil áhrif Guðmundur Kamban hefur haft með skrifum sinum um Ragn- heiði Brynjólfsdóttur. Kamban rannsakaði samvizkusamlega heimildir um Ragnheiði og Daða, svo sem lesa má i ritgerð hans i Skirni 1929. Hann ætlaði sér að sanna það, að Ragn- heiður hefði unnið réttan eið. Það getum við auðvitað ekki vitað. Um það verðum við að vera I óvissu, eins og svo margt i lifi samferðamanna og kunningja. Hvorugt verður sannað. En ég held, að eiðurinn hafi ekki verið i augum samtiðarmanna sú auðmýking eða niðurlæging, sem Kamban vill vera láta og Þórhallur hefur af honum lært. Það var alls ekki óalgengt á þeim tímum að konur hreinsuðu sig með eiði. Það gat jafnvel hent hinar mestu tignarfrúr. Ég efast um að viðhorf almennings hafi breytzt i þeim efnum þau 100 ár, sem liðin voru frá þvi að Elin, fyrri kona Magnúsar prúða, afabróður meistara Brynjólfs, hreinsaði sig með eiði af þeim orðrómi, að hún hefði haft fram hjá bónda sinum, enda höfðu margar konur, giftar og ógiftar, unnið slika eiða á þeim árum, sem á milli voru. Samúð alþýðu með Ragnheiði biskupsdóttur hefur þó ekki nema að takmörkuðu leyti varpað skugga á mynd og minningu föður hennar. Þjóöin sá þar harmleik mikinn, þar sem strangleiki föðurins var að miklu leyti skylda. Tignin og upphefðin var ekki að öllu leyti jákvæð og þessi mikli harm- leikur geymdist frá kynslóð til kynslóðar á vörum þjóðarinnar. Hallgrimur Pétursson og Jón Vidalin urðu heimilisprestar og sálusorgarar þjóðar sinnar öldum saman. Þeir urðu báðir ástsælir og þjóðtrúin lagaði mynd þeirra. Meistari Brynjólfur náði ekki með sama hætti til seinni tima manna. Þeim var hann fyrst og fremst aöalpersóna i harmleiknum mikla. Samt mun lifsstarf hans og kirkjustjórn hafa borið ávexti langt fram i timann. Óneitanlega væri þetta rit um Brynjólf biskup enn eigulegra ef þvi fylgdi nafnaskrá. Það á að gera nafnaskrá við svona rit. Það er oft, sem menn vilja gá að einhverju um tiltekinn marin, og þá getur tafizt fyrir að finna það, ef leita þarf tilsagnarlaust um bókina alla. Þetta ætti aö vera til athugunar framvegis. n.Kr. BINDINDISFÉLAG ÖKU- MANNA TUTTUGU ÁRA BINDINDISFÉLAG ökumanna var stofnað í Reykjavlk sumarið 1953. Aðalhvatamenn að stofnun þess voru þeir Asbjörn Stefánsson læknir, Pétur Sigurðsson, ritstjóri og Sigurgeir Albertsson, húsa- smiðameistari. Þetta sama ár var haidið i Reykjavik norrænt bindindisþing. Þingið sóttu margir mætir menn úr stjórnarnefnd Sam- bands bindindisfélaga ökumanna á Norðurlöndum og hinn 31. júli 1953 var haldinn fundur að Hótel Borg, þar sem saman voru komn- ir niu fulltrúar frá Sviþjóð, fimm frá tslandi, og einn fulltrúi frá hverju landanna: Danmörku, Finnlandi og Noregi. Framhalds- stofnfundur var siðan haldinn 29. sept. 1953, og teljum við hann stofndag félagsins. BFÖ á Islandi gerðist strax að- ili að Nordisk Union Alkoholfri Trafik, og jafnan hefur verið mik- ið og gott samstarf milli norrænu félaganna. Samhugur og hugsjónatengslin komu ef til vill bezt í ljós á s.l. sumri, er BFÖ I Sviþjóð (MHF) efndi til fjársöfnunar meðal félagsmanna sinna til stuðnings Vestmannaeyingum vegna eld- gossins i Heimaey, og afhentu BFö á Islandi yfir tvær milljónir Islenzkra króna söfnunarfé i þessu skyni. Fyrstu árin var sameiginlegt félag fyrir Reykjavik og Hafnar- fjörð. Siðar voru stofnaðar deildir á Akranesi, i Borgarnesi, i Ólafs- vik, i Bolungarvik, á tsafiröi, Siglufirði, Akureyri, Húsavik, Hverageröi, Keflavik og Hafnar- firði. Hinn 24. júni 1957 var stofn- að landssamband BFO, og hefur starfsemin verið i þvi formi sið- an. Þegar meta á starf félagssam- taka eins og BFö á tslandi, ber að hafa I huga, að á tslandi búa að- eins um 200 þús. manns og að á siðustu áratugum hefur ísland sogazt inn i alþjóðaviðskipti efna- hags- og ferðamála. Þetta hefur átt sinn sterka þátt i þvi, að áfengisneyzla meðal tslendinga hefur mjög færzt I aukana og starfsemi þeirra félagssamtaka, er byggja á bindindi, átt erfiðari starfsskilyrði með hverju ári. Vonandi er þó, að störf BFÖ á Is- landi hafi verið með svipuðum hætti og annarra bræðrafélaga okkar, á hinum Norðurlöndunum, þótt i smærri mynd sé. Væri þá ekki nema von að spurt væri: Hver hefur starfsemin ver- iö? Skal nú leitast við að svara þvi i sem stytztu máli: Við höfum gefiö út nokkur blöð á vegum BFö, og auk þess flutt mál okkar i dag- blöðum, útvarpi og á mannfund- um. Við höfum tekið þátt i bindindismótum, haft náið og gott samstarf við lögreglu og yfir- stjörn umferðarmála, einnig viö Slysavarnafélag tslands og i samvinnu við það gaf BFÖ út bók Ake Camelid rektors „Mánniskan bakom Ratten”. BFO hefur kappkostaö að leggja fram sinn skerf til vinnu að bættri umferðarmenningu, og það á fulltrúa I ýmsum ráðum, er fjalla um þau mál. Félagið hefur i samvinnu við Abyrgö h/f, tryggingafélag bindindismanna, haldið nokkur námskeiö fyrir ökumenn til upp- rifjunar á ýmsu þvi, er góður öku- maður þarf jafnan aö kunna og hafa i huga. Félagiö hefur nokkrum sinnum haldið opna fundi með bila- innflytjendum og kynnt þar nýjar bilategundir og nýjar árgerðir bila. Höfum við jafnframt reynt að nota fundi þessa til þess að kynna samtök okkar og tala fyrir málstað bindindis. 1968, þegar breytt var úr vinstri umferð hér á landi I hægri um- ferð, starfaði að þeim málum álitlegur hópur félagsmanna frá BFö. Þá hefur BFÖ efnt til góð- aksturskeppni alls 18 sinnum, þ.e. 7 sinnum hér i Reykjavik og 11 sinnum úti á landi. Fyrstu góð- aksturskeppninni stjórnaði Steinar Haage frá Noregi þann 18. ágúst 1955, eða fyrir 18 árum, er samtök okkar höfðu aðeins starf- að I tvö ár. Okkur var leiðsögn Steinars Haage ómetanlega mik- ils virði og vakti góðaksturs- keppni þessi almenna eftirtekt um land allt og var einn sterkasti þáttur i að kynna BFö meðal landsmanna. Steinar Haage er nú heiðursgestur okkar á þessu þingi, og er okkur mikil ánægja af komu hans sem fulltrúa NUATs, og Bertjls Persson frá Sviþjóð, sem einnig situr þing þetta. Það hefur jafnan verið svo, að góð- aksturskeppnirnar hafa notið mikilla vinsælda og orðið félags- samtökum okkar til mikils ávinn- ings. Strax á fyrstu árum BFÖ leituðumst við eftir að útvega félagsfólki bilatryggingar með lægri iðgjöldum en almennt voru þá i gildi. Varö okkur að visu nokkuð ágengt i þessum efnum, en samt ekki nægilega að okkur fannst. Þvi var það, aö við leituð- um eftir þvi við Ansvar Inter- national LTD i Stokkhólmi að veita okkur aðstoð við að koma á fót hér á landi tryggingafélagi fyrir bindindismenn. Hinir ágætu samhugsjónamenn okkar hjá Ansvar brugðust vel við málaleit- an okkar, og þann 17. ágúst 1960 var Abyrgö h/f„ tryggingafélag bindinindsmanna á Islandi stofn- að. Við teljum það með gæfurik- ustu sporum er BFÖ hefur stigið, að vinna aö stofnum á Abyrgð h/f. Starfsemi Abyrgðar h/f, hefur vaxið ár frá ári, og er talandi vottur þess, að bindindisstarf- semin getur bæöi verið vigð hugsjón og áþreifanleika. Félagatala BFÖ er ekki há, um 800 félagar. 1953 voru stofnendur 16. Sé við það miðað, er aukningin um 5000%. Það er ekki svo litið, er það? Verkefni BFÖ eru mörg og fjöl- þætt og við eigum þróttmikla félaga, er vilja félagssamtökun- um vel. Við munum þvi leitast við Framhald á bls. 19 Frá afmælisþingi Bindindis féiags ökumanna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.