Tíminn - 21.11.1973, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Miðvikudagur 21. nóvember 1973.
iiFiniTiii
Þarf að stórhækka hita-
veitugjöld í Reykjavík til
að hitaveita komist í
Kópavog og Hafnarfjörð?
MAGNÚS Kjartansson iðnaðar-
ráðherra svaraði á Alþingi i
fyrradag fyrirspurn frá Stefáni
Gunnlaugssyni um hitaveitu-
framkvæmdir i Ilafnarfirði,
Kópavogi og Garðahreppi á veg-
um llitaveitu Reykjavikur.
Fyrirspurnin var svohljóðandi:
„Hver er afstaða rikisstjórnar-
innar til óska Hitaveitu Reykja-
víkur um gjaldskrárhækkanir, en
ákveðin arðsemi af rekstri þess
fyrirtækis er háð þvi, að fram-
kvæmdahraði vegna lagningar
hitaveitu á vegum Hitaveitu
Reykjavikur i Hafnarfjörð, Kópa-
vog og sennilega einnig i Garða-
hrepp geti orðið svo sem gert er
ráð fyrir i samningum?”
t svari ráðherrans kom m.a.
þetta fram:
Fyrirspurn þessi gefur tilefni
að rifja upp i örfáum orðum for-
sögu máls þessa. Viðræður for-
ráðamanna Kópavogs og Hafnar-
fjarðar annars vegar og fulltrúa
Reykjavikurborgar og Hitaveitu
Reykjavikur hins vegar um að
Hitaveita Reykjavfkur taki að sér
lögn og rekslur hitaveitu á þess-
um stööum, mun hafa hafizt fyrir
alvöru 1971 og lauk svo sem
kunnugt er með samningi milli
bæjarstjórnar Kópavogs og
Reykjavikurborgar, dags. 30.
nóv. 1972, og siðan sams konar
samningi milli bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar og Reykjavikur-
borgar, sem dagsett var i október
s.l.
t báðum þessum samningum er
I 2. gr. þeirra ákvæði um tima-
mörk framkvæmda þeirra, er
Hitaveita Iteykjavikur tekur að
sér, þ.e. lögn dreifikerfis i Kópa-
vogi á árunum 1973-1976 og lögn
aðfærsluæðar og dreifikerfis i
Hafnarfirði á árunum 1974-1978. t
báðum tilvikum eru skuld-
bindingar Hitaveitu Reykjavikur
með þeim fyrirvara, að gjaldskrá
Hitaveitu Reykjavikur verði á
ofangreindum timabilum ákveðin
þannig, að árlegur rekstrararður
verði a.m.k. 7% af endurmetnum
fjárfestingum veitunnar.
Verði þvi skilyrði ekki fullnægt,
áskilur Hitaveita Reykjavikur
sér rétt til endurskoðunar á fram-
kvæmdahraða og lengingar á
timaáætlun framkvæmda, og
skuli um þær breytingar höfð
samráð við hlutaðeigandi bæjar-
stjórnir.
Þá er rétt að vikja nokkuð að
beiðnum Hitaveitu Reykjavikur
um hækkun á gjaldskrá, sem
taldar eru koma þessu máli svo
mjög við.
Með bréfi borgarstjórans i
Reykjavik, dags. 6. des. 1972, var
óskað eftir gjaldskrárhækkun
sem næmi 13%.
Hinn 28. sama mánaðar er þessi
hækkunarbeiðni talin nauðsynleg
17,9% og loks er með bréfi
borgarstjórans i Reykjavik, 28.
febr. 1973, óskað eftir hækkun
sem næmi 29,6%.
t samræmi við umsögn Fram-
kvæmdastofnunar, dags. 8. marz
1973, var leyfð 20% hækkun og ný
gjaldskrá staðfest hinn 12. marz
1973, sem fól þessa hækkun i sér.
Með bréfi borgarstjórans i
Reykjavik, dags. 22.08.73, var þó
enn óskað eftir hækkun, sem
næmi 12%.
Að athuguðu máli taldi rikis-
stjórnin ekki unnt að verða við
þessari siðustu hækkunarbeiðni
Hitaveitu Reykjavikur og synjaði
henni með bréfi , dags. 8. þ.m.
Samningurinn milli bæjar-
stjórnar Hafnarf jarðar og
borgarstjórnar Reykjavikur um
hitaveitu i Hafnarfirði hefur verið
staðfestur af bæjarstjórn og
borgarstjórn, og hinn 18. okt. s.l.
fór bæjarstjórinn i Hafnarfirði
fram á það við iðnaðarréðuneyt-
ið, að heimilað sé framsal einka-
leyfis til Hitaveitu Reykjavikur
til að starfrækja hitaveitu i
Hafnarfirði meö þeim skilmálum,
sem nánar er frá greint i
samningunum.
Ráðuneytið hefur haft þennan
samning til athugunar og óskað
umsagnar Orkustofnunar á hon-
um.
Orkustofnun telur, að nokkuð
þurfi að athuga þennan samning
með tilliti til Orkulaga, og skulu
þá nefnd aðallega þrjú átriði.
111. gr. samningsins er gert ráð
fyrir einkarétti Hitaveitu Reykja-
vfkur til jarðhitaleitar. Einka-
réttur þessi hlýtur að takmarkast
af ákvæðum 15. gr. Orkulaga um
rétt rikisins til að láta rannsaka
jarðhita hvar sem er á landi hér
og skyldur landeigenda til að þola
óhindraðan aðgang þess vegna að
landareigninni.
1 öðru lagi réttindaafsal á jarð-
hitaréttindum i Krýsuvik af
ákvæðum i afsali rikissjóðs til
Hafnarfjarðar á Krýsuvikur-
réttindunum i afsali dags. 20.
febrúar 1941 sbr. heimildarlög af-
salsins nr. 101 1940 og nr. 11 1936.
Hafnarfjarðarkaupstaður þarf,
sem landeigandi skv. 16. gr.
Orkulaga, leyfi ráðherra til að
skilja jarðhitaréttindin frá jörð
sinni Krýsuvik, en i 11. gr. 2. mgr.
samningsins virðist vera um slik-
an aðskilnað að ræða.
Samningsaðilum verður nú
gerð nánari grein fyrir þessum
lögfræðilegu atriðum, en að þeim
leiðréttum sér ráðuneytið ekkert
þvi til fyrirstöðu, að samningur
þessi verði, ef báðir aðilar óska,
staðfestur, og þá væntanlega i þvi
formi, að gefið verði út heildar-
leyfi fyrir Hitaveitu Reykjavikur,
sem spanni yfir Reykjavik, Kópa-
vog og Hafnarfjörð og Garða-
hrepp, ef þess verður óskað.
í háskól-
5. landsþing íslenzkra kennaranema:
Innganga kennara
ann, aðstaða
utanbæjarnema
SAMTÖK islenzkra kennara-
skólanema hcldu fimmta lands-
þing sitt um siðustu helgi, og var
þar ineðal annars samþykkt að
koma upp starfshópi, er skal
fjalla um gruniiskólafrumvarpið,
kosti þess og galla, og halda um
það ráðstefnu innan fjögurra
mánaða.
Mest var fjallað um mál, sem
snerta kennaranema sérstaklega.
Meðal annars lýsti landsþingið
undrun sinni á þeirri meðferð,
sem umsóknir kennara um inn-
göngu i háskólann hafa fengið, og
taldi, að allur gangur málsins
hefði brotið i bága við gefin loforð
fyrrverandi rektors, sem og til-
lögur tengslanefndar og Svein-
bjarnar Björnssonar sem byggð-
ar hefðu verið á rækilegri
rannsókn. Krafðist þingið þess,
að kennarar fengju tafarlaust
inngöngu i háskólann. Það lýsti
einnig stuðningi sinum við kröfur
hjúkrunarfólks um, að þvi verði
gefinn kostur á að auka þekkingu
sina á þann hátt, sem það telur
eðlilegastan.
Þá var einnig skorað á alþingi
og rfkisstjórn að beita sér fyrir,
aö komið verði upp mötuneyti og
heimavist handa þvi utanbæjar-
fólki, sem stundar nám i Reykja-
vik. Taldi það lausn til bráða-
birgða að taka Hótel Esju eignar-
námi til starfrækslu á nemenda-
bústað og mötuneyti, og gæti
þetta komið til framkvæmda
haustið 1974. Vegna mikilla
húsnæðisvandræða skóla i
Reykjaneskjördæmi benti þingið
á hið mikla húsnæði á Keflavikur-
flugvelli, sem losnar þegar
bandariski herinn hverfur brott.
Þar gæti fengizt skólahúsnæði,
mötuneyti, iþróttahús og ibúðar-
húsnæði handa skólum i
kjördæminu.
Tryggvi Gunnarsson var áður
formaður samtakanna, en nú
voru kosnir i stjorn Jóhann
Geirdal formaður, Margrét
Bóasdóttir ritari, Borghildur
Jósúad. gjaldkeri og Guðrún
Þóra Hallgrimsdóttir og Guðrún
Ásgrimsdóttir meðstjórnendur.
1 lok fréttatilkynningar um
landsþingið segir, að hin ný-
kjörna stjórn vilji taka það
fram, vegna yfirlýsingar frá i vor
um endurskoðun á aðild að
Æ.S.I., að hún hafi verið gefin út
af stjórn, sem raunar hafði ekki
umboð samtakanna, og sé afstaða
núverar.di stjórnar, að þeim beri
að starfa innan Æ.S.t.
Ekið fyrir Hestfjörð
G.S. isafirði. Það voru að öllum
likindum siðustu vöruflutuiuga-
bilarnir að sunnan á þessum
vetri, sem komu til isafjarðar i
gær. Fcrðin var mjög erfið og
voru bílarnir viku að komast
vestur.
Ekki verða fjallvegir á Vest-
fjörðum ruddir aftur á þessum-
vetri, og má þvi búast við þvi að
þetta séu síðustu ferðir vöru-
flutningabifreiða frá Reykjavik.
Farið er að aka á jeppum fyrir
botn Hestfjarðar, og hefur svo
verið undanfarnar vikur, en
reiknað er með að vegurinn, sem
er mikil samgöngubót, verði
fullgerður næsta ár, ári á undan
áætlun.
-hs-
Rætt við for-
stöðumenn
100 stofnana
ÓLAFUR Jóhannesson forsætis-
ráðherra svaraði i gær fyrirspurn
um störf stofnananefndar. Svar
forsætisráðherra var svohljóð-
andi:
Forsætisráðuneytið skipaði i
april 1972 nefnd sjö manna til að
„kanna staðarval rikisstofnana
og athuga, hverjar breytingar
koma helzt til greina i þvi efni”.
Formaður nefndarinnar er dr.
Ólafur Ragnar Grimsson prófess-
or. Nefndin hefur hagað störfum
sinum á eftirfarandi hátt:
1 fyrsta lagi hefur nefndin rætt
tilgang og eðli stofnanaflutnings,
þá erfiðleika sem honum eru
samfara og hvaða skilyrði þurfa
að vera fyrir hendi til þess að
hann beri tilætlaðan árangur. A
grundvelli þessar umræðu hefur
nefndin komið sér saman um
ákveðin atriði, sem sérstaklega
veröur að taka tillit til við ákvörð-
un um, hvort flytja eigi opinbera
stofnun eða ekki. Meðal þessara
atriða eru: a) Skipulag stofnunar
og helztu einkenni starfsemi
hennar. b) Tengsl stofnunarinnar
við aðrar stofnanir og hlutfalls-
legt sjálfstæði hennar i starfi. c)
Möguleikar á skiptingu stofnunar
i deildir eða útibú. d) Starfs
mannafjöldi stofnunar og
sérhæfni starfsfólks,
e) Húsakostur stofnunar,hvort
hún býr i varanlegu húsnæði eða i
leiguhúsnæði, hverjar eru
húsnæðisþarfir hennar á næstu
árum. f) Likleg áhrif af flutningi
stofnunar á atvinnulif, þjónustu-
starfsemi, vaxtarmöguleika og
fleiri þætti almennrar byggða-
þróunar.
1 öðru lagi hefur nefndin tekið
til meðferðar um 150 opinberar
stofnanir. Nefndin hefur aflað
margvislegra gagna um starf-
semi þeirra.og nú þegar rætt sér-
staklega við forstöðumenn um 100
stofnana til þess að kanna nánar
möguleika á flutningi stofnan-
anna. Á grundvelli gagna og við-
tala tekur nefndin afstöðu til þess,
hvort og þá á hvern hátt eigi að
flytja viðkomandi stofnun.
Nefndin hefur nú þegar tekið
slika afstöðu til tæplega 50 stofn-
ana. Á næstu tveimur mánuðum
mun nefndin ljúka viðtölum sin-
um við forstöðumenn rikisstofn-
ana og taka afstöðu til flutnings
þeirra stofnana, sem eftir er að
meta.
1 þriðja lagi hefur nefndin
kynnt sér umræður og skýrslur
um stofnanaflutning i nágranna-
löndum. Störf nefnda af þessu
tagi hafa yfirleitt tekið þrjú til
fimm ár erlendis.
1 fjórða lagi hefur nefndin aflað
sér gagna um liklega framtiðar-
skipan nokkurra þjóðfélagsþátta,
sem móta ’mjög skilyrði til
stofnanaflutnings. Má sem dæmi
nefna framtfðarþróun sam-
gangna.
Nefndin áformar að skila áliti i
febrúar n.k.
(Jr nýju búðinni í höfuðstað Norðurlands
r
Gunnar Asgeirsson
opnar útibú á Akureyri
GUNNAR Asgeirsson h.f., sem
stofnað var 9. janúar 1960, og hef-
ur stöðugt verið I örum vexti síð-
an, hefur nú ásamt nokkrum aðil-
um á Akureyri sett á stofn verzl-
un að Glerárgötu 20.
Stofnun þessa fyrirtækis er til
þess ætluð, að auka og jafnframt
bæta, þjónustu Gunnars Asgeirs-
sonar hf. við Norðurland.
. Verzlunin er i nýju húsnæði, og
hafa innréttingar verið hannaðar
af Gunnari Magnússyni innan-
hússarkitekt. Smiði á innrétting-
um annaðist Trésmiðjan Týr.
Raflagnir annaðist Norðurljós, og
var öll málningarvinna unnin af
Guðmundi Jónatanssyni málara-
meistara. Stærö verzlunarinnar
er um 200 fermetrar.
Þarna veröa á boðstólum allar
þær vörur, er Gunnar Ásgeirs-
son hf. hefur umboð fyrir. Einnig
verða þar til sölu ýmsar vörur frá
öðrum aðilum, til að auka vöru-
valið. Verzlunin mun jafnframt
veita fyrirgreiðslu um varahluta-
og viðgerðaþjónustu, á þeim vör-
um, sem Gunnar Asgeirsson hf.
hefur til þessa selt á Norðurlandi.
Þar má m.a. nefna allar vörur frá
Husquvarna, Blaupunkt, Lenco
og Bosch rafmagnsverkfæri.
Verzlunarstjóri er Aðalsteinn
Pétursson, sem starfað hefur hjá
Gunnari Asgeirssyni hf. i Reykja-
vik s.l. tvö ár.
Lesta fisk og
rækju á Isafirði
G.S. ísafirði — ÞRJU skip voru á
isafirði i gær að lesta unna rækju
og frystan fisk, og mun heildar-
verðmæti þessara sjávarafurða
nema rúmlega 160 milljónum.
Skipin, sem unnið var við að
lesta, voru Selfoss, Goðafoss og
Lagarfoss, en ilofsjökull mun
væntanlegur i næstu viku i sömu
erindagjöröum.
Þessar sjávarafurðir koma að
mestu leyti frá Isafirði, enn
einnig frá Súðavik og Hnifsdal, og
er um að ræða 106 lestir af
fullunninni rækju, að útflutnings-
verðmæti um 35 milljónir, og
57.000 kassa affrystum fiski að
verðmæti um 130 milljónir.
-hs-