Tíminn - 21.11.1973, Qupperneq 9

Tíminn - 21.11.1973, Qupperneq 9
Miðvikudagur 21. nóvember 1972. TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Kdduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. - ■■■■ ■ ' Sá fyrsti farinn! í fyrradag kom varðskipið Týr að brezka togaranum Northern Sky frá Grimsby að veiðum á friðaða svæðinu innan 50 milna fisk- veiðilögsögunnar norður af Kögri. Skipstjóri togarans viðurkenndi að vera innan friðaða svæðisins, en taldi sig ekki eins langt innan marka þess og skipherra varðskipsins lýsti yfir. Togarinn Northern Sky, sem er 700 lestir að stærð, er á skrá fyrir þá togara brezka, sem hér hafa leyfi til veiða skv. ákvæðum bráða- birgðasamkomulagsins við Breta, er undir- ritað var á þriðjudag i fyrri viku. Varðskipið kallaði þvi á brezka eftirlitsskipið Miröndu, til að gefa þvi kost á að sannreyna málsatvik. Miranda hélt tafarlaust á vettvang og staðfesti skipstjóri þess mælingar skipherra varðskipsins Týs. Dómsmálaráðuneytið hefur nú strikað nafn Northern Sky út af skránni yfir þá brezku tog- ara, sem undanþágu hafa til veiða á til- greindum svæðum innan 50 milna fiskveiðilög- sögunnar. Þar með hefur þeim skipum, sem hér hafa undanþágu til veiða, þegar fækkað um eitt. Engu skipi verður bætt inn á skrána i stað þeirra, sem út verða strikuð vegna brota gegn ákvæðum bráðabirgðasamkomulagsins. Þvi fleiri, sem brjóta gegn ákvæðum sam- komulagsins, þvi færri brezkir togarar verða við veiðar hér við land. Þótt eftirlitsskipið Miranda hefði mótmælt mælingum og staðarákvörðun skiphr. varð- skipsins Týs og þar með dregið i efa, að tog- arinn Northern Sky hefði brotið gegn ákvæðum samkomulagsins, hefði dómsmálaráðuneytið engu að siður strikað Northern Sky út af skránni. Áfrýjun skipstjórans á Northern Sky til dómstóla hefði ekki frestað leyfissvipt- ingunni og hefði hann verið réttlaus til veiða innan 50 milna fiskveiðilögsögu íslands, þar til úrskurði skipherra varðskipsins hefði verið hnekkt fyrir Hæstarétti. Nú höfum við fengið fyrstu sönnun þess, hve þau ákvæði um framkvæmd bráðabirgða- samkomulagsins við Breta, sem ólafur Jóhannesson fékk Heath til að fallast á i Lund- únaviðræðunum, munu reynast okkur árangursrik og hve þung þau viðurlög gegn brotum á samkomulaginu munu verða brezkri togaraútgerð i skauti. Á þetta er eðlilegt að lögð sé sérstök áherzla nú, vegna þeirrar gagnrýni, sem þessi ákvæði bráðabirgðasamkomulagsins um framkvæmd þess, sættu af hálfu þeirra, sem töldu sam- komulaginu flest til foráttu. Ef gilt hefðu almennar og venjulegar reglur i bráðabirgðasamkomulaginu um meðferð brota gegn veiðireglum innan 50 milna fisk- veiðilögsögunnar, þá hefði togarinn Northern Sky verið færður til hafnar og mál hans tekið fyrir hjá héraðsdómi. Skipstjórinn hefði verið dæmdur i sekt og afli og veiðarfæri gerð upp- tæk. Skipstjórinn hefði áfrýjað til hæstaréttar og sett tryggingar, en haldið þegar i stað aftur til veiða og stundað veiðar það sem eftir er af samningstimabilinu óáreittur meðan hann færi eftir reglum samkomulagsins. Northern Sky er nú haldinn brott af íslandsmiðum — TK. Moses Ologa-Oka, Kristeligt Dagblad: Yfir 100 þús. manns hafa orðið hungurmorða í Etíópíu Hörmungarnar þar og annars staðar stafa að verulegu leyti af röskun á vistfræðilegu jafnvægi FORSIÐUR blaða hafa yfir- leitt verið helgaðar striðinu i löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafsins, en meðan þvi fór fram heíir hungursneyðin i Etiópiu magnazt. Sulturinn hefir valdið gifurlegu mann- falli i samanburði við slriðið. Regn hefir verið afar óstöðugt þarna i sjö ár, en undangengin tvö ár helir legið við ncyðar- ástandi og keyrði um þverbak siðustu mánuði, þegar sultur- inn hefir sótt heim verulegan hluta al' ibúum Etiópiu. Talið er, að um 100 þúsund manns hafi látizt af hungri i einu fylki. Þaulvanir starfsmenn mannúðarsamtaka, sem unnið hafa i Bial'ra og Indlandi, segja ástandið i Etiópiu mun verra en þeir hafi áður komizt i kynni við nema ef til vill i kvikmyndum frá Belsen i siðari heimsstyrjöldinni. Ahrif þurrkanna fóru að veröa veru- lega tilfinnanleg i mai, júni og júli i sumar, en umheimurinn l'ékk ekki fulla vitneskju um ástandið l'yrri en i ágúst. Regn hefir oft brugðizt siðan 1971 og uppskeran i fyrra var afar rýr. tbúar landsins vonuðust eftir hagstæðri tið i vor, en regnið brást alveg og uggvæn- legt ástand snerist upp i öng- þveiti. MIÐFYLKI landsins, Wollo og Tigre, hafa oröið harðast úti. Þarna eru eyðimerkur og Ijalllendi, sem hallar að Rauðahafi. Um 7 milljónir manna búa i fylkjunum tveimur, en tvær milljónir manna hafa liðið sult og margir látizt. Fólkið hrynur niður þúsund- um saman. Starfsmenn sam- einuðu þjóðanna telja, að 50- 100 þúsund manns hafi horlall- ið i april til ágúst i Wollo, en þar er um þriðjungur þess landssVæðis, sem sulturinn herjar. Aðrir áætla mannfallið að meðaltali um 500 á dag i þessum hluta Etiópiu. Enginn veit með vissu, hvert mann- fallið er, þar sem enginn hefir kannað ástandið i afskekktu þorpunum. Hinir harðsæknari reyna að brjótast til borganna og falla þar þúsundum saman. Gera má sér i hugarlund hörmungar þeirra, sem eftir eru i afskekktu þorpunum. Tjaldbúðum hefir verið komið upp og reynt að safna nokkru af ibúum þorpanna þar saman. Lýsingar sjónar- votta á ástandinu i þessum tjaldbúðum eru hryllilegar, eins og til dæmis þessi: 13 tjaldbúðir eru i Wollo og 14000 manns i þeim, en um 100 manns látast i hverjum tjald- búðum á dag. En sérhvert skarð er fyllt jafnóðum, aðsókn að tjaldbúðunum er meiri en við verður ráðið, matur ónógur, læknishjálp af skornum skammti og aðstaða til hollustuhátta afar léleg. SULTURINN herjaði ekki á mannfólkið i Etiópiu i fyrstu, heldur búféð. Ilirðingjar á þurrkasvæðunum hafa orðið aö horfa upp á búsmalann veslast upp úr hor. Flestir hafa reynt að koma gripum sinum til sláturhúsanna, en þau hafa ekki annað slátrun þeirra tugþúsunda dýra, sem komust alla leið. Auk þess er nálega ekkert hold á grúthor- uðum skepnunum. Hiröingj- arnir biöa þúsundum saman við sláturhúsin með búsmala sinn, stundum allt aö þvi mán- uð, og hjörðin heldur áfram að hrynja niður. Niu af hverjum tiu manns i Wollo búa við bráða neyð. Bú- smalinn má heita fjör- fallinn, villidýr hrynja niður úr þorsta. Börnin þjást af skorti á eggjahvituefni og fjöl- mörg horfalla. Mótstöðukraft- ur allra er meira og minna lamaður og voðinn þvi vis ef farsóltir herjuðu. Nefnd frá ýmsum kirkju- félögum ræddi við l'ylkisstjór- ann i Tigre og hann staðlesti það, sem nefndarmenn höfðu orðið áskynja á þvi svæði, sem sulturinn herjar. Karlmennirnir fara Irá þorp- unum i leit að atvinnu annars staðar og skilja eftir konur, börn og gamalmenni. Taka má Alitens-hérað i Tigre sem dæmi, en þar helir rikl þurrk- ur i sjö ár. Ættbálkurinn, sem þar býr, hefir sótt um leyfi til hroltf lulnings i von um lifvæn- legt land annars staðar. For- feður fólksins hafa búið þarna i fjórtán aldir. ÞURRKUR hrjáir Etiópiu samtimis og Sahel-svæðið i Veslur- Alriku, við suðurjaðar Saharaeyðimerkurinnar. Undangengin ár hefir þurrkur hráð ákveðið belti um Mahar- astra i Indlandi, Sahel-svæðið og Mið-Ameriku, eða Nieara- gua og l’unama. Þurrka- svæðið i Etiópiu fellur að þessu belti. Sahel-svæðið varð ekki aðeins lyrir barðinu á þurrk- unum, heldur helir öll aðstoð þar verið illa skipulögð. Þar hala allt of margir brunnar verið boraðir á röngum stöðum. Of margir nautgripir á fáeinum stöðum hafa verið bólusettir gegn sjúkdómum. Þetta hcfir leitt til olfjölgunar fólks og nauta. Etiópiumenn hafa búið við fullkomið öryggisleysi um vistlræðilegt jafnvægi hátt á þriðju öld. Þrennt hefir ráðið öllu um þetta jafnvægi, eða drepsóttir, hungursneyð og fjöldaflutn- ingar milli landshluta. Siöustu tiu ár heíir utanað- komandi aðstoð og almenn framvinda valdið þvi, að fólk- inu hefir fjölgað gifurlega og nautpeningnum um leið, en hann er hraustari en áður og hver einstaklingur lifir lengur. MANNFJÖLGUN og þurrk- ar valda hörmungunum i sam- einingu. Vistfræðilegt jafn- vægi hefir farið út um þúfur bæði i Etiópiu og á Sahel- svæðinu. I Pakistan skullu á fyrir skömmu svipaðar hörmungar, sem stöfuðu af röskun vistfræðilegs jafn- vægis. Gegndarlaust skógar- högg i fjöllunum i Pakistan olli flóðunum þar i landi, þegar vatnið flæddi óhindrað niður um sletturnar. Nú riður á mestu i Etiópiu að mátulega margt fólk sinni ökrunum og eggjahvituefnin i matnum séu nægileg. Elna- hagsbandalag Evrópu hefir heitið 120 smálestum al' þurr- mjólk, Svisslendingar og Bandarikjamenn hafa hafiz.t handa auk UNICEF og fleiri hjálparstofnana. Hin alþjóð- lega hjálp bætir efalaust veru- lega úr bráðri neyð, eins og raunin varð i Sahel fyrr á þessu ári, en slikri hjálp eru takmörk sett. 11 I N umlangsmikla h jálparáætlun kostaði 150 millj. dollara og virðist hafa lorðað frá stórfelldu mannfalli i ár i Sahel. En ræturnar eru bæöi lélagslegar og elna- hagslegar. Þorri fólks hefir hjarað af i ár, en allt verður á heljarþröm að ári. Regn féll að visu i ár, en ýmist á óheppi- legum stöðum eða tima. tbú- arnir höfðu varðveitt sáðkorn allt þurrkaskciðið og þegar byr jaði að rigna var undir eins l'arið að sá. Þá stytti upp, ekki kom dropi úr lofti i tiu daga, og sólin sveið sprotana. Uppskeran verður þvi afar rýr að ári og fólkið sveltur á ný. Alþjóðleg hjálp getur ef til vill lorðað frá stórkostlegu mannlalli aftur að ári, en það kostar gifurlegar fjárhæðir. Kostnaðurinn verður meiri en svo, að unnt reynist að gera raunhæfar áætlanir um þá fjárfcstingu, sem á þarf að halda til þess að tryggja vist- Iræðilega möguleika á Sahel- svæðinu, hvað þá að huga alvarlega að lausn hins vist- Iræðilega og efnahagslega vanda á öllu svæðinu til fram- búðar. BRÝN nauðsyn er að huga að Iramtiðarlausn engu siður en bráðabirgðahjálp eins og þeirri, sem Etiópiumenn nú njóta. Þegar til lengdar lætur munu samgöngubætur koma að mestu gagni við hjálpina. Þær gera kleift að bregða við áður en allt er komið i óel'ni. Framkvæmd áætlana um áveitur verður að hraða sam- hliða búnaöarumbótunum. Einnig er bráðnauðsynlegt aö huga vel að náinni sam- ræmingu og samvinnu um alla alþjóölega hjálp i neyð, en þar er ekki af miklu að státa enn sem komið er. Mest ber á aðstoð einstakra rikja, auk Rauða krossins. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna i Genf | hafa fyrir skömmu kvatt | saman hóp manna sem á að B tengja björgunarstarf um heim allan. En hvað sem | áhuga og hjartalagi liður eru j; þeir tólf talsins. Þeir eiga aö tengja gefendur og hinar ; Framhald á bls. 19 ! — r

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.