Tíminn - 21.11.1973, Side 11
10
TÍMINN
Miðvikudagur 21. nóvember 1973.
segjum, að hún sé góð „kjöt-
dúfa”.
— Eru dúfur yfirleitt notaðar
til manneldis í Danmörku?
— Já, og þær þykja mjög góður
matur.
— Hefur þú haft þær til matar
hér á tslandi?
— Já, það geri ég mjög mikið.
Það má næstum segja, að ég hafi
alið þær upp til þess að borða þær.
Þetta verður lika að vera, þvi að
ef það er ekki gert, fjölgar þeim
alltof mikið, svo framarlega sem
sæmilega hefur verið með þær
farið. Þá verða til hinir stóru
dúfnahópar sem verða að hreinni
plágu sums staðar.
Dúfur, sem hafa gott hús og
njóta réttrar umhirðu, eiga ekki
að þurfa að verða neinum til
óþæginda. Það fylgja þeim ekki
óþrif, þvi yfirleitt halda þær sig
alveg við kofann sinn, sitja þar
oftast og eru alltaf inni um nætur.
Af þessu leiðir, að óþrifin, sem
þær valda, eru inni en ekki úti.
Þær dúfur, aftur á móti, sem
látnar eru sitja i löngum röðum á
húsaþökum, eru ekki til neinnar
prýði. Ég get vel viðurkennt, að
það se' sóðaskapur að láta slikt
viögangast.
Það verður að hindra of-
fjölgun
— Hvað er þinn dúfnastofn
stór?
— Siöan ég fluttist i Kópavog,
hef ég oftast átt þetta tuttugu til
þrjátiu fullorðnar dúfur. Það
táknar, aö ungarnir verða áttatiu
til hundrað á ári. Það er auövelt
að sjá, aö þegar viökoman er slik,
þarf eitthvað aö gera til þess að
halda fjöldanum niðri. Auðvitað
tekur maður alltaf beztu og
fallegustu ungana frá til þess aö
láta þá lifa, þvi ekki dugar annað
en að halda stofninum við. Þá er
lika nauösynlegt að kynna sér,
hverjar eru beztar til flugs og ala
upp undan þeim. — Það væri
óneitanlega gaman, ef hægt yrði
einhvern tima að koma á smá-
keppni um það, hver fljótust yröi,
til dæmis frá Akureyri til
Reykjavikur.
— Er megintilgangur þinn með
dúfnaeldinu að afla ljúffengs
kjöts?
— Nei, ekki vil ég segja það. Ég
geri þetta fyrst og fremst vegna
þess, að ég hef ákaflega gaman af
þvi að hafa dýr i kringum mig,
ekki sizt fugla. En ég veit lika, að
það er aldrei hægt að fara vel með
neinar skepnur, sem maður hefur
undir höndum, ef ekki er séð um
aöhalda fjölda þeirra innan hæfi-
legra takmarka. Og þetta á ekki
aðeins við um dýrin. Við vitum
það öll, að halda þarf fðlksfjöld-
anum i skefjum, ef mannkyninu á
að vegna vel á jörðinni.
Eiginleikar
bréfdúfna
— En hvað um bréfdúfurnar?
Geturðu sent dúfu að heiman frá
þér, hvert á land sem þú vilt?
— Nei, það get ég ekki. Aftur á
móti get ég sent þær heim, þótt ég
sé staddur i mikilli fjarlægð frá
heimili minu.
Það er ákaflega gaman að veita
bréfdúfum athygli, þegar þeim
hefur verið sleppt úr kassanum i
þeim tilgangi að láta þær fljúga
heim. Fyrst fljúga þær beint upp i
loftið, allhátt. Siðan fljúga þær
sólarsinnis tvo til þrjá hringi
umhverfis staðinn, þar sem þeim
hafði verið sleppt. Þegar
hringurinn hefur stækkað og þær
eru komnar nokkuð hátt upp,
þverbeygja þær allt i einu út úr
hringnum og taka beina stefnu
heim. Þar skeikar ekki hárs-
breidd.
Þegar dúfur eru æfðar til lang-
flugs.eroft reyntaðhaga þvi svo,
að alltaf sé sama áttin heim á
meðan þjálfunin stendur yfir, en
þó er það engan veginn nauðsyn-
legt. Það er lika hægt að senda
þær úr þveröfugri átt, þær rata
yfirleitt alltaf heim. En vitanlega
er það ennþá öruggara að láta
þær alltaf eiga i sömu átt að
sækja heim, og lengja vega-
lengdina smám saman, eftir þvi
sem æfingatimum fjölgar.
— Hefur flughraði bréfdúfna
ekki verið mældur?
— Jú, það hefur oft verið gert.
Þegar veður ekki hamlar, fljúga
þær með niutiu til hundrað kiló-
metra hraða á klukkustund, en ef
þær fá mótvind, — eða hliðarvind,
sem er ennþá verra —, seinkar
þeim að sjálfsögðu.
Er ekki mikill vandi að temja
og æfa bréfdúfur?
— Bréfdúfur eru svo ákaflega
heimakærar, að heita má
ógerningur að losa sig við þær
lifandi. Selji maður bréfdúfu, má
hann eiga það vist, að hún skilar
sérheim aftur viðfyrsta tækifæri,
að minnsta kosti ef hún er full-
orðin. Eina ráöið er að kaupa
unga og láta þá strax vera frjálsa
úti við, svo þeim lærist að taka
tryggð við nýja staðinn. Siðan er
æfingin fyrst og fremst fólgin i þvi
að fara með þær spölkorn frá
heimilinu og láta þær fljúga heim.
Þessa vegalengd verður svo
auðvitað aö stækka jafnt og þétt,
eftir þvi sem aldur og þrek
ungans vex.
— Hvað gætir þú hugsað þér að
fulloröin bréfdúfa væri lengi að
fljúga frá Akureyri tl Reykja-
vikur?
— Ég veit það ekki, þvi þetta
hef ég aldrei reynt, en mér dettur
I hug, að hún yrði svona þrjá til
fjóra klukkutima.
— Er þeim heimþráin með-
fædd?
— Já, hún er algerlega með-
fædd. Annars má geta þess til
gamans, að bréfdúfur eru kyn-
bótaræktun frá fjalladúfunni i
Sviss. Hún lifir i svissnesku ölp-
unum, heldur sig alltaf á sömu
slóðum og er afbragðs flugfugl.
Mér er kunnugt um danskan
mann, sem oft hefur tekið þátt i
kappflugi dúfna þar i landi. Hann
keypti eitt dúfnapar frá Hollandi,
en þar er mjög mikið af ágætum
bréfdúfum. Maðurinn gaf fjórtán
hundruð danskar krónur fyrir
þessar tvær dúfur, og það var
ekki svo litill peningur fyrir fimm
árum eða svo. Siöan hefur hann
látiðþessar dúfur taka þátt i flug-
keppni, og nú á hann stórt spjald
á vegg meö mörgum heiðurs-
merkjum og verðlaunapeningum
fyrir utan drjúga fjárupphæð,
sem hann hefur hlotið i verölaun.
Ég þori ekki aö nefna neinar
tölur, en ég veit, að það er ekki
svo litill skildingur, sem kemur i
rikiskassann sem nokkurs konar
skemmtanaskattur, þegar háð er
keppni milli bréfdúfna.
Hér vantar alveg upp-
fræðslu um dúfnarækt
— Þér finnst liklega ekki mikið
koma til hegðunar okkar
Islendinga i sambandi við dúfur?
— Hér á landi vantar alveg
félagsskap á þessu sviði. Það
vantar alveg fræöslu þeim til
handa, sem eiga dúfur, hvort sem
það eru unglingar eða fullorðnir.
Húsin, sem þær eru hafðar i, eru
ekki nærri nógu góð, og þar að
auki eru þau oft alltof litil, eða
verða það að minnsta kosti fljótt,
þvi ekki þarf að efast um fjölg-
unina.
Það þarf lika að kenna fólki að
matbúa dúfur á réttan hátt og
siðan að borða þær. Gamlar dúfur
eru sjaldnast góður matur. Þær
verða strax seigar, þvi þetta eru
svo vöðvamikil dýr. Það verður
að segja fólki þetta og kenna þvi
að slátra ungunum og matbúa þá
á réttum tima.
Það koma oft til min unglingar,
einkum á vorin, til þess að spyrja
mig, hvernig þeir eigi að fara
með dúfur. Ég reyni að leiöbeina
þeim eftir beztu getu, en vitan-
lega hrekkur það skammt. Hér er
ekki nein uppfræðsla um dúfna-
rækt, og danskar bækur, sem til
eru um þessi efni, eru bæði stórar
og dýrar auk þess sem ungling-
arnir geta flestir hverjir ekki
lesið þær. Ég veit, að Dýra-
verndunarfélagið ætlaði að reyna
að bæta úr þessu með þvi að birta
Ljósm. Timans G.E.
allan þann tima hef ég haft dúfur
hér. Ég bjó á Frikirkjuvegi 11 i 24
ár, og var með dúfur þar. Eftir að
ég flutti i Kópavoginn var ég mest
með hvitar dúfur, en svo fékk ég
mér nokkrar bréfdúfur og hef
ræktað þær siöast liðin fjögur ár.
— Hefur þú æft þær mikið?
— Ég hef flogiö dálitið með
þær, eins og við köllum það i Dan-
mörku, en það hefur ekki verið
neitt venjulegt kappflug og ekkert
veðmál i sambandi við það, enda
enginn hér til þess að veðja við.
Ég hef farið með dúfurnar austur
á Kambabrún og sleppt þeim þar,
og þær hafa verið mjög fljótar að
fljúga heim aftur.
— Það hafa ekki verið bréf-
dúfur sem þú kynntist á barns-
árum þinum i Danmörku?
— Jú. Ég ólst upp i sveit á
Norður-Jótlandi, og það var alltaf
siður að selja dúfnaunga til Ála-
borgar — við fengum fimmtiu
aura fyrir stykkið. Bréfdúfan er
mjög brjóstmikil og fremur stór,
svo hún er talin ágæt til þess að
ala upp unga til slátrunar. Við
Valdiniar Sörensen heldur hér á eiimi dúfunni sinni.
ÞAÐ er mikið til af
dúfum á íslandi. í
Eeykjavik þarf að eyða
þeim skipulega, ef kyn
þeirra á ekki að aukast
svo úr hófi fram, að þær
verði hrein plága. En
þrátt fyrir þessa miklu
mergð, hafa íslendingar
aldrei lært að
umgangast þennan
ágæta fugl, að heitið
geti. Þeir hafa að
minnsta kosti ekki enn
lært að ala dúfur til
manneldis og leggja þær
sér til munns, að hætti
margra annarra þjóða.
Dúfnaát er allt að þvi
öþekkt á landi hér.
Og fyrst okkur hefur aldrei
lærzt að snæða dúfur, en þess er
lftil von að við kunnum að temja
þærá þann hátt, sem aðrar þjóðir
hafa lært fyrir löngu. Bréfdúfur
þekkjum við aðeins af afspurn.
Danir framleiða dúfna-
kjöt til manneldis
Þó er einn maður á Islandi —
raunar ekki Islendingur, heldur
Dani, — sem kann með bréfdúfur
að fara. Hann heitir Valdimar
Sörensen og er dómvörður i Saka-
dómi Reykjavikur. Valdimar er
nú hingað kominn og ætlar að tala
um dúfurnar sinar, ef það mætti
verða til þess að vekja áhuga
okkar fyrir eiginleikum þessara
fallegu og sérstæðu fugla.
— Valdimar! Hvenær hófust
þin nánu kynni af dúfum?
— Þau hófust þegar ég var
ungur drengur heima i Danmörku
— og það er orðið langt siðan! Nú
eru næstum þrjátiu og fimm ár
liðin siðan ég kom til Islands, og
„Af alúð og athygli..."
Miðvikudagur 21. nóvember 1973.
TÍMINN
11
Svona eiga dúfnakofar að vera. Þegar vel er að dúfum búiö, eru þær hinar skemmtilegustu skepnur og
skila aröi, rétt eins og hver önnur húsdýr.
grein i Dýraverndaranum um
meðferð dúfna, og ég vona, að
hún geri eitthvert gagn.
— Það má þannig segja, að við
hvorki kunnum að fóðra dúfur eða
borða þær?
— Nei, þvi miður er þetta alveg
rétt, þið kunnið ekki heldur að
fóðra þær. Það halda margir, að
tiúfur geti lifað þvi sem næst af
sjálfu sér, eins og villtir fuglar,
án þess að maðurinn komi þar
nokkuð við sögu, en er mjög
fjarri þvi, að svo sé. Dúfurnar,
sem sitja á húsaþökum og verða
að miklu leyti að -sjá um sig
sjálfar, eru ekki vel haldnar. Það
sést bezt, ef frjósemi þeirra er
borin saman við þá frjósemi, sem
dúfum er eðlileg. Dúfur, sem vel
er farið með, verpa og unga út sex
sjö sinnum á ári, en dúfurnar á
þökunum ekki nema einu sinni til
tvisvar. Og ungarnir, sem alizt
hafa upp á útigangi, eru ekki
mannamatur. Hinir eru aftur á
móti afbragðs fæða.
— Já, vel á minnzt: Hvaö er
hægt að gera ráð fyrir mörgum
ungum á ári eftir hverja dúfu, ef
hún er sæmilega fóðruð?
— Fyrst er að þvi að huga, aö
dúfurnar eru einkvænisdýr, sem
lifa I strangheiðarlegu hjóna-
bandi, oftast alla æfina, sama
parið. Langoftast koma tveir
ungar i senn, ef allt gengur vel, og
þá má gera ráð fyrir að hjónin
komi upp tólf til fjórtán ungum á
ári. Ég hef að gamni minu
reiknað út fóðrið þeirra annars
vegar og verð á kjöti hins vegar,
og ég hef komizt að þeirri niður-
stöðu, að þessir tólf ungar geri
betur en að borga það fóður, sem
til þess þarf að koma þeim upp,
og er þá miðað við ungakjötið sé
álika verðmætt og gott lamba-
kjöt. Það er þannig hægt að eiga
dúfurnar sér að kostnaðarlausu,
ef menn á annað borð hafa
ánægju af þvi að umgangast dýr
og kunna með að fara. Menn
verða að skilja, að það er ekkert
ósæmilegt við það að aflifa dýr, sé
þaö gert á réttan hátt.
Menn geta margt
af þvi lært
— Já, það geri ég sannarlega.
Ef rétt er að farið, er þetta mjög
holl tómstundaiðja. Það er ekki
lltið fróðlegt, að fylgjast meö at-
ferli bréfdúfna, ef fálki nálgast
dúfnahóp, þar sem bæði bréf-
dúfur og hvitar dúfur eru saman.
Bréfdúfur fljúga þá beint upp i
loftið, svo hátt, að fálkinn veit
ekkert hvað af þejm verður. Ég
veitekki, hversu hatt þær fara, en
ég hef ekki getað fylgt þeim eftir
með sjónauka, þótt skyggni hafi
verið ágætt. Svo sem hálftima
seinna koma þær aftur — alveg
beint niður úr loftinu. Þetta er
furðulegt á að horfa.
Menn geta margt lært af sam-
félagi við skepnur, ef þeir
umgangast þær af alúö og
athygli. -VS.
Skrautlegt fiöurfé, — enda ber höfuöburðurinn vott um ánægju meö eigið útlit
S. J. Míkines; "Sakn", oijuroálningur frá 1934.
Bók um
færeyskan
listmólara
1 DANMÖKKU licfur veriö gefin
út hók um færeyska listamanninn
S. Joensen-Mikines eftir Ernst
Ment/.e, sem áöur liefur skrifaö
svipaöar bækur um ýmsa danska
listamen n.
t þessari bók er meðal annars
lýst bernsku og uppvaxtarárum
listamannsins úti i Mykines,
baráttu hans við sjálfan sig,
þrosaferli hans og vináttu hans
við skáldið William Heinesen
siðar á ævinni, en þessir tveir
menn hafa haft mikil og örvandi
áhrif hvor á annan. 1 henni er birt
mikið af bréfum listamannsins til
ættingja sinna.
Þólt margt sé fallega sagt i
þessari bók, hefur hún eigi að
siður vakið hneykslun i Færeyj-
um, þvi að mynd sú, sem dregin
er upp af manninum S. Joensen -
Mikines þykir annað en skyldi, og
sumar lýsingar á færeysku
mannlifi eru næsta lurðulegar. A
einum stað stendur til dæmis:
„Stærpi börnin kasta af
„tilviljun” grjóti i K.. og L.., sem
ganga um með bláa og græna
bletti á fóturn og handleggjum.
Það er mikil iþrótl að grýta hver
annan og sérstaklega þessa naut-
heimsku Dani.”
Ummæli af þessu tagi þykja
Færeyingum undarleg i bókinni
um listamanninn.
S. Joensen-Míkines