Tíminn - 21.11.1973, Side 14

Tíminn - 21.11.1973, Side 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 21. nóvember 1973. ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt ________________30_ Nú jæja, glæsilegt hafði brúð- kaupið þó verið. Sendiherrann i skrautlegum einkennisbúningi var svaramaður hennar, og i móttökunni á eftir vigslunni haföi margt heldra fólk verið viöstatt til þess aö óska þeim tii ham- ingju. Nú stóð hún hér á þilfarinu og sigldi i átt til lands þess, sem hafði að geyma hið nýja heimili hennar, herragarðinn á Norður- Sjálandi John var ekki meö þeim. Herbert hafði verið sammála henni að það myndi einungis skaða John að taka hann úr skólanum svona skyndilega. Bella var himinlifandi yfir þvi að hann leit þannig á máliö, hún hafði verið dauðhrædd um að hann vildi að drengurinn kæmi með þeim til Danmerkur þegar i stað. Henni fannst alls ekki heppi- legt að hún yrði kynnt i sam- kvæmislifinu, sem móðir tiu ára drenghnokka. Hau komu sér saman um að bezt væri, aö hann yrði i Englandi sem lengst, hann hal'ði það gott, þar sem hann var. Þar að auki vissi hún, að enda þótt Herbert vissi hve gamall John var, þá imyndaði hann sér hann alltaf sem ungabarn. — Komdu nú, ástin min, sagði Herbert v. Lútten, við skulum fá okkur eitthvað að borða, við eigum langa járnbrautarferð fyrir höndum. Bella snéri sér að honum og sendi honum geislandi bros. — Já vinur minn, en ég er svo spennt, að ég held að ég komi ekki niður matarbita. Maður hennar hló við. — Maður skyldi halda að þú værir fermingarstúlka, en ekki slik heimskona, sem þú ert. Þú sem hefur feröazt i kringum hálfan knöttinn. — Það er allt annað, sagði Bella og brosti. Ef ég stæði hér á leið til Kaupmannahafnar til þess eins að halda tónleika, það myndi ég ekki kippa mér upp við, en að koma hingað sem eiginkona þin og hitta fjölskyldu þina og kunningja. — Ö, fjölskylda min, en ég sagði þér... — Já, já, en maður verður samt sem áður að taka gamlar frænkur og frænda með i reikninginn. Ég er svo tauga- óstyrk, Herbert, þú verður að hjálpa mér. — Astin min, treystu mér... — Það geri ég og þú veizt það, annars væri ég ekki hingað komin. — Við hvað ertu svona hrædd? — Ekki neitt alls ekki neitt, ég haga mér eins og stelpukjáni. Bella haföi að vissu marki lagt sig alla fram við að haga sér eins og stelpukjáni. Henni var ljóst hve ánægður Herbert var, þegar hann fékk tækifæri til að leika riddara! Sterki og hugaði maðurinn, sem varði ástina sina með oröum og vopnum. Eins og nú stóð á féll henni hlutverk sitt mætavel i geð, hún var farin að þreytast á að vera stöðugt yfir aðra hafin og sjálfstæð. Vissulega hafði Goldmann séð um öll viðskipti fyrir hennar hönd, en hún hafði þó alltaf hagað sér gagnvart honum, sem heimurinn tilheyrði henni einni. Það var ágætt að hvila sig i dálitinn tima. En það verður sjáifsagt ekki lengi, hugsaði hún með áer. Henni fannst aðeins að það væri betra að vera ekki alltof áberandi fyrst i stað, og sjá hvers konar fólk þetta væri, sem hún nú myndi umgangast. í járnbrautarklefanum fór Bella að spyrja mann sinn um heimili þeirra, og kunningja hans. Herbert hafði sagt henni frá ýmsu, en ekki frá þvi, sem hún helzt vildi fá að vita. Hann hafði lýst fyrir henni búgarði sinum, ættarsetrinu, sem lá á nesi i stærsta stöðuvatni Sjálands. Umhverfis búgarðinn var mikill og þéttur skógur, og þar var hann vanur að stunda veiðar. Hann haföi i þjónustu sinni tvo ráðs- menn, sem sáu um rekstur jarðarinnar, sjálfur hafði hann ekkert vit á búskap. Þetta vissi hún, en hvað um fólkið i nágrenninu, sem þau kæmu til með að umgangast, hann hafði ekki sagt annað en að það væri indælis fólk. Oft hafði hún verið að þvi komin að spyrja hann hvort hann þekkti nokkuð til Jean Pierre Deleuran, sem hafði keypt búgarð i Danmörku fyrir tiu árum. En hún hafði gætt tungu sinnar. Hún mátti alls ekki nefna það nafn. Það væri alltof hættu- legt aö gefa i skyn að hún þekkti Jean Pierre, af þvi að þá varð hún að gefa skýringu á hvernig hún þekkti hann, og ef svo Jean Pierre einhvern tima gæfi aðra skýringu, eöa léti sem hann hefði aldrei séð hana fyrr, nei, þá áhættu gat hún ekki tekið. Járnbrautarlestin rann af stað. Bella hnipraði sig saman i einu horninu á klefanum, og horfði út um gluggann. — Er langt frá okkur til nágranna okkar, spurði hún, mér virðast bæirnir liggja svo nálægt hver öðrum, er það eins heima hjá okkur? — Þeir liggja enn þéttar þar, en þaö eru ekki allt búgarðar, sem við höfum samskipti við. Sá sem býr næst okkur er yfirskógar- vörður Torstensen svo er Gylling hirðveiðivöröur á Gyllenlund. Presturinn og kona hans eru nokkuð við aldur. Þau eru reyndar öll nokkuð við aldur. — Er enginn á okkar aldri? — Mikil ósköp, jú, vitlausi vesturindia maðurinn eins og við erum vön að kalla hann. Að visu viröist hann hafa stillzt svolitið eftir að hann kvæntist. Það er indælis kona, sem hann á. En hann hafði óneitanlega skrýtnar hugmyndir um ýmsa hluti, átti dálitið erfitt með aö aölagast um- hverfinu... Bella lokaði augunum og var fegin að rökkrið huldi roðann er breiddist um andlit hennar. — Nú, jæja sagöi hún, við komum sjálfsagt ekki til með aö umgangast þau neitt að ráði. — Ég veit það ekki, við héldum honum vissulega i nokkurri fjarlægð fyrstu árin, Hann hafði eins og ég sagði áðan talsvert undarlegar hugmyndir um lifið, Hann hafði verið þrælahaldari og mikill maður þarna suðurfrá að þvi er virtist. Honum fannst að hann gæti hagað sér eftir eigin höfði fyrst þegar hann kom til Danmerkur. Hann átti nóg af peningum, og varði stórfé til að betrumbæta búgarðinn og keypti rándýr húsgögn i allt húsið. A þennan hátt komst hann i samband við borgarastéttina i Kaupmannahöfn. Hann skemmti sér vist mjög mikiö á þessum árum, að þvi að sagt, er, bætti hann við, eins og hann væri hræddur um að hún héldi að hann, Herbert, hefði hitt þennan skemtanafýkna mann á vafa- sömum stöðum. Hann hefur einnig alið veiðihunda og hesta, presturinn hefur sagt mér að hann fáist við hina undarlegustu hluti. Hann kvað hafa smiðað, forláta fiðlu, sem hann leikur stundum á. Hann kvæntist þessari stúlku sem ég minntist áðan á fyrir sex eða sjö árum. Hún er dótturdóttir Werners gamla, það er frægur trésmiða- meistari og hönnuður, húsgögn hans eru fræg um gjörvallt landið. Hann smiðaði húsgögnin sem prýða Sct. Jans Minde, það er búgarðurinn hans sem heitir svo, ja þetta er ekki búgarður heldur einungis ibúðarmikið ibúðarhús, sem einungis kostar peninga, en gefur ekkert i aðra hönd. En honum má vist á sama standa, hann á nóg af peningum. — Heldur þú ekki að mér gæti litizt á konuna hans? Það væri gaman að hafa einhverja konu, sem ég gæti umgengizt i nágrenninu. — Jú, sjálfsagt, en ég held að þið séuð ákaflega ólikar, hún er indæl en ákaflega borgaraleg. Hún er prestsdóttir frá Noregi. Annars held ég að hjónabandið hafi haft góö áhrif á Deleuran. Þegar ég fór að heiman, áttu þau tvö börn og ég held að það þriðja hafi veriö á leiðinni, það ætti að vera fætt núna. Ég hef ekki minnzt á þetta fólk fyrr, af þvi að það tilheyrir ekki beinlinis okkar stétt, og þar að auki virðast þau vera hvort öðru nóg. Þau umgangast mest fólk frá Kaup- mannahöfn, og af eðlilegum ástæöum hefur unga frúin haldið sig heima við að mestu leyti. Ég hef ekki umgengizt þau mikið, og hvort á þvi verður einhver breyting vil ég ekkert segja um aö svo stöddu. 1558 Lárétt 1) Hitunartæki,- 6) Dropanna,- 10) Spil,- 11) Fléttaði.- 12) Sætiö.- 15) Vendir.- Lóðrétt 2) Gekk burt.- 3) Elska,- 4) Skraut.-5) Nurla,- 7) Kærleik- ur.- 8) Máttur,- 9) Miðdegi,- 13) Veinin,- 14) Hreyfist.- Ráöning á gátu nr. 1557 Lárétt I) Lómur.- 6) Italska.-10) Tá,- II) Tá.- 12) Ilmanin.- 15) Akafi. Lóörétt 2) Óra.- 3) Uss.- 4) Lítil,- 5) Barna.- 7) Tál.- 8) Lóa,- 9) Kái.- 13) Mök.- 14) Nef. / Nei! Þeir hljóta ) ^ að hafa sprengt ^ fjaliiö. Þaöer ekki hægt Þú finnur það ekki lengur, eöa að þekkja landslagið.^x ! mmí i Miðvikudagur 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar 14.30 Srðdegissagan: „Saga Eldeyjar-H jalta ” eftir Guðmund G. Hagalin Höfundur les (11). 15.00 Miödegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15. Veöurfregnir. 16.20 Popphornið 17.10 Ótvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt” eftir Stefán Jónsson GIsli Halldórsson leikari les (11). 17.30 Framburðarkennsia i spænsku 17.40 Tónleikar. T»il- kynningar. 18.30 Fréttir. 18.45. Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Orð af orði Umræðuþáttur um skóla- húsnæði, sem Gerður óskarsdóttir stjórnar. 19.45 Til umhugsunar Þáttur um áfengismál i umsjá Sveins H. Skúlasonar. 20.00 Kvöldvaka a. Eggert Stefánsson syngur islenzk lög. b. Kaupstaöarferðir Úthéraösmanna Halldór Pétursson segir frá. c. Kvæði eftir örn Arnarson. Guðmundur Guðmundsson les. d. „Ein er upp til fjalla” Sigriður Guðmundsdóttir flytur ævintyr um rjúpuna eftir Eirik Sigurðsson. e. Heiöarkolla og Smalarnir á Gagnfellsheiði Hallgrimur Jónsson frá Ljárskógum flytur tvo stutt frásögu- þætti. f. Kórsöngur. Alþýðu- kórinn syngur undir stjórn dr. Hallgrims Helgasonar. 21.30 Útvarpssagan: „Dvergurinn” eftir PSr Lagerkvist i þýðingu Mál- friöar Einarsdóttur. Hjörtur Pálsson les. (11). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Fram- haldsieikritið: „Snæbjörn galti” eftir Gunnar Benediktsson Þriðji þáttur 22.50 Nútimatóniist Halldór Haraldsson kynnir „Lofræðu timans”, tónverk fyrir hljóð úr sveifluvaka eftir Wuorinen. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 18.00 Kötturinn Felix. Tvær stuttar teiknimyndir. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.15 Skippi. Astralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.40 Svona eru börnin — á Madagskar. Norskur fræösluþáttur. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Lif og fjör i læknadeild. Breskur gamanmynda- flokkur. Litla bókin bláa. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 21.00. Krúnkaðá skjáinn.Þátt- ur með blönduöu efni varöandi fjölskyldu og heimili. Umsjón Magnús Bjarnfreðsson. Stjórn upptöku Sigurður Sverrir Pálsson. 21.40 Kúba I þrettán ár.Sænsk yfirlitsmynd um þjóðfélags- þróun og efnahags- uppbyggingu á Kúbu fyrir þrettánárum.sem liðin eru frá byltingunni. Meðal annars er lýst þætti unga fólksins i uppbyggingar- starfinu. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.30 Jóga tii heilsubótar. Bandariskur myndaflokkur með kennslu i jógaæfingum. Þýðandi og þiilur jpn O. Edwald. 23.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.