Tíminn - 21.11.1973, Qupperneq 17
Miðvikudagur 21. nóvember 1973.
TÍMINN
17’'
Aðeins
eitt langskot hafnaði
í marki Svía í síðari
hálfleik
íslenzka landsliðið virðist ekki geta
verið án Geirs Hallsteinssonar.
Tapaði í gærkvöldi fyrir Svíum með
þriggja marka mun, 13:16
Það verða að teljast
hæpin meðmæli fyrir is-
lenzkan handknattleik, að
svo mikið skuli muna um
einn leikmann, að það
skipti algerum sköpum um
árangur landsliðsins. Án
Geirs Hallsteinssonar var
íslenzka landsliðið hvorki
fugl né fiskur í landsleikn-
um gegn Svium í gærkvöldi
og tapaði með þriggja
marka mun, 13:16. Sigur
Svíanna var fyllilega sann-
gjarn, og maður hafði-það
allan tímann á
tilf inningunni, að þeir
væru betri aðilinn. Og
jafnvel þegar rúmar 4
mínútur voru til leiksloka
og Axel Axelssyni hafði
tekizt að minnka muninn í
13:15, hvarflaði það tæpast
að nokkrum hinna 3 þúsund
áhorfenda, að islenzka
liðinu myndi takast að
brúa bilið. Ekki fyrir þá
sök, að sænska liðið væri
afburðasterkt, heldur ein-
faldlega vegna getuleysis
íslenzku sóknarmannanna,
sem ýmist voru of ragir við
að skjóta eða skutu of
laust, þegar þeir létu verða
af því. Meira að segja Axel
var með þessu sama marki
brenndur, enda þótt hann
skoraði langflest mörkin.
En þó ber að taka tillit til
þess, að Svíarnir léku
vörnina mjög framarlega
og virtust einsetja sér að
stöðva hann.
Ef hægt er að tala um einhvern
ljósan punkt i þessum leik, þá var
það markvarzla ólafs Benedikts-
sonar i siðari hálfleik. Aftur og
aftur varði hann hörkuskot
sænsku leikmannanna, þrátt
fyrir, að vörnin, sem lék fyrir
framan hann væri opin eins og
gatastigti oft á tiðum.
Nei, það er ekki hægt að hrósa
islenzka landsliðinu fyrir leikinn i
gærkvöldi, til þess var
viðvaningsbragurinn of mikill
Mistök á mistök ofan, auk þess,
sem linumennirnir voru einstak-
lega klaufskir, þegar þeir komust
I dauðafæri. A einni og sömu
minútunni misnotuðu Sigurberg-
ur Sigsteinsson og Auðunn
Óskarsson þrjú dauðafæri, svo
dæmi séu nefnd. Alvarlegast er
þó sú staðreynd, að sóknar-
mennirnir brugðust. Það er erfitt
að sætta sig við það, að islenzka
landsliðið geti ekki verið án Geirs
Hallsteinssonar, sérstaklega,
þegar á það er litið, að i raun hef-
ur hann yfirgefið islenzkan hand-
knattleik. Axel, Viðar Simonar-
son og Hörður Sigmarsson brugð-
ust allir meira og minna, þó að
þaö verði ekki skafið af Axel, að
hann stóð að mestu að baki þess,
sem jákvætt var i sóknarleiknum.
Af Guðjóni Magnússyni var ekki
búizt mikið, enda hefur hann ekki
einu sinni staðið sig vel með
félagsliði sinu.
En þrátt fyrir að svona hafi
tekizt til i gærkvöldi, er ástæðu-
laust að gefa alla von á bátinn
vegna HM. Enn er timi til stefnu
til að lagfæra það, sem miður fór,
enda þótt það sé óneitanlega
nokkuð kyndugt, að samstilling
landsliðsins skuli ekki vera meiri,
tæpum tveimur mánuðum fyrir
lokakeppnina.
t stuttu máli gekk leikurinn i
gærkvöldi þannig fyrir sig, að
Sviar skoruðu þrjú fyrstu mörkin.
Það var ekki fyrr en á 9. minútu
að Island komst á blað, en þá
skoraði Axel úr vitakasti. I hálf-
leik skildu 2 mörk á milli, 9:7,
Svium i vil. Af þessum 7 mörkum
tslands hafði Axel skorað 5, þar af
3 úr vitaköstum. Það er eftir-
tektarvert, aö aðeins 3 mörk eru
skoruð með langskotum i fyrri
hálfleik. En enn þá alvarlegri er
sú staðreynd, að i siðari hálfleik
er skorað aðeins 1 mark með
langskoti. Fátt sýnir betur hvað
langskyttur okkar brugðust illi-
lega i gærkvöldi.
1 siðari hálfleik höfðu Sviar
örugga forustu allan timann, oft
skildu fjögur mörk á milli, en
undir lokin virtist aðeins ætla að
rofa til, þegar Axel minnkaði bilið
niður i tvö mörk. En sigur
Svianna var samt aldrei i neinni
hættu og lokatölurnar urðu 16:13.
Þrátt fyrir þá staðreynd, að
sænska liðið heföi nokkra yfir-
burði i leiknum i gærkvöldi, og
þrátt fyrir þá staðreynd, að i þvi
séu snjallir leikmenn eins og Bo
AXEL AXELSSON.. sést hér skora mark með langskoti. Hann skoraði þrjii mörk með langskotum af sjö
(Tfmamynd Gunnar).
Andersson (no 3), þá hafa Sviar
oftast teflt sterkari landsliðum
fram gegn tslendingum. Það
gerir ósigurinn i gærkvöldi enn
súrari.
Sem fyrr segir, var Ólafur
Benediktsson, markvörður, sá
leikmaður islenzka liðsins, sem
stóð sig hvað bezt i gærkvöldi.
öðrum er vart hægt að hrósa,
nema kannski Björgvin
Björgvinssyni, sem var iðinn á
linunni, eins og fyrri daginn, og
þó að hann skoraði ekki nema 2
mörk, fiskaði hann vitaköst.
Mörk tslands skoruðu: Axel 7,
(4 viti), Björgvin 2, Viðar,
Hörður, Sigurbergur og Agúst 1
mark hver.
Mörk Svianna skiptust nokkuð
jafnt milli leikmanna. 'l’homas
Person og Bengt Hansson
skoruðu 3 hvor, Jan Andersson,
Björn Anderson, Dan Eriksson,
Bo Andersen 2 mörk hver. Göran
Hard og Bertil Söderberg 1 hvor.
Dönsku dómararnir Henning
Svenson og Knud Hjuler dæmdu
leikinn þokkalega, en ekkert
umfram það. -alf.
Gísli Halldórsson kjörinn
formaður Olympíunefndar
Á fundi Olympiunefndar ts-
lands, sem haldinn var i gær, var
Gisli Halldórsson, forseti ISt,
kjörinn formaður nefndarinnar i
stað Birgis Kjaran, sem gaf ekki
kost á sér til endurkjörs.
Varaformaður Olympiunefndar
var kjörinn Sveinn Björnsson, en
hann er jafnframt varaforseti
ISt. Mun einhver styrr hafa staðið
um það, hver yrði varaformaður,
en ýmsir formenn sérsambanda
BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON.. skorar af Ifnu.
Hollend-
ingar
í HAA
úrslit
Ilolllendingar tryggðu sér rétt
til að leika i úrslitunum i
heimsmeistarakeppninni i
knattspyrnu 1974. Holland
gerði jafntcfli gegn Belgiu,
0:0. Holland er þvi tólfta land-
ið, sem hefur tryggt sér rétt til
að leika i úrslitunum i Vestur-
Þýzkalandi næsta suntar.
Staðan i riðlinum var þessi:
Holland 6 4 2 0 24:2 10
Belgia 6 4 2 0 12:0 10
Noregur 6 2 0 4 9:17 4
Island 6 0 0 6 2:14 0
lSt munu hafa haft áhuga á þess-
ari stöðu.
Um kjör formanns mun þó hafa
verið fullkomin eining. Uppá-
stunga um Albert Guðmundsson
fékk ekki hljómgrunn, en af ýms-
um var talið, að hann væri heppi-
legur til þess að veita Olympiu-
nefndinni forstöðu eftir að hann
hætti störfum fyrir KSl.
Gisli Halldórsson.