Tíminn - 21.11.1973, Qupperneq 20
VIÐA ÞINGAÐ UM OLÍUNA
NTB-London — Oliuráöherrar
Saudi-Arabiu og Alsir hefja á
mánudaginn ferðalag um Evrópu
til aö komast að raun um, hvaöa
riki þar eru vinsamleg Araba-
rikjunum, Ferðin hefst i Paris og
lýkur i London, vegna þess að
„Frakkland er vinur númer eitt
og Bretland vinur númer tvö",
eins og oliuráðherra Saudi-
Arabiu orðar það.
Samband oliuframleiðslurikja,
OPEC, hélt i gær fund i Vin um
oliumálin, og á mörgum öðrum
stöðum var þingað um oliuvand-
ann, sem nú tekur til æ fleiri
rikja.
1 Kaupmannahöfn komu utan-
rikisráðherrar EBE-landanna
saman, og i Paris ræddust við
fulltrúar 24 landa OECD. Ekki er
búizt við að nein niðurstaða fáist
á þessum fundum.
1 Japan var oliu- og raforkusala
til 11 stórra iðnfyrirtækja minnk-
uð um 10% i gær, og byggingu
þriggja stórra brúa milli eyja þar
eystra var frestað um óákveðinn
tima.
Auglýsingasími
Tímans er
GEÐI
fyrir gódan mai
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
NTB-Jerúsalem — Egyptar hafa
enn ekki opnað Bab-El-Mandeb-
sund fyrir umferö skipa, þótt um
það væri talaö, þegar vopnahlés-
samningarnir voru undirritaðir.
Kissinger haföi fuilvissaö tsracls-
menn um aö sundiö yröi opnaö, én
egypzk herskip sitja þar sem
fastast.
Vestrænir fréttaskýrendur i
Israel telja, að Egyptar loki enn
sundinu, i þvi skyni að knýja tsra-
ela til að fara aftur til vopnahlés-
linanna siðan 22. október.
tsraelska stjórnin kom saman I
gær til að ræða það, að við-
r'æðurnarum framkvæmd vopna-
hléssáttmálans eru nú komnar i
strand. Deilan stendur aðallega
um atriði númer tvö i áætluninni,
sem kveður á um að tsraelar
skuli fara aftur til þeirra stöðva,
Framhald á bls. 19
Wilma Keading ásamt hljómsveitarstjóranum John Hawkins. Myndin var tekin á æfingu með hljómsveit FIH að Hótel Sögu.
Sovézkur njósna-
hringur í París
NTB-Paris — Franska vesturs til að auka starfsemi
öryggislögreglan hefur flett
ofan af sovézkum njósna-
hring, og tiu meðlimir sovézku
veriunarsendinefndarinnar
hcfur verið visað úr Frakk-
landi.
Þetta birtist i einu franska
dagblaöinu i gær, en starfs-
menn sovézka sendiráösins i
Paris hafa ekki viljaö segja
neitt um málið. Samkvæmt
frétt blaösins komst öryggis-
lögreglan að þvi, að sovézku
njósnararnir notuðu sér vin-
samlegri samskipti austurs og
sina.
Blaðið segir ennfremur, að
Pompidou forseti hafi sjálfur
samþykkt brottvisun Rúss-
anna tiu, sem voru vinsam-
lega beðnir aö yfirgefa landið
fyrir þremur vikum.
Rannsókn, sem fram fór i
ýmsum sendiráðum Frakka i
A-Evrópu, er sögð hafa leitt i
ljós margan alvarlegan leka.
A undanförnum tveimur árum
hefur komizt upp um franska
njósnara i A-Evrópulöndum,
og hafa átta þeirra verið send-
ir heim.
— Timamynd: G.E.
FIH slær sér upp
á þjónaverkfallinu
ÞJÓNAVERKFALL og lamaö
skemmtanalif aftraði ekki ástr-
ölsku söngkonunni Wilmu Read-
ing frá þvi að koma hingað til
landsins á fimmtudag, ásamt
manni sinum, Ray Lehr, og
hljómsveitarstjóranum, John
Hawkins. Þar kom tækifæriö upp
i hendurnar á 18 manna hljóm-
sveit Félags islenzkra hljóöfæra-
leikara. A sunnusag hófst fyrsta
æfingin með hljómsveitinni og
verða látlausar æfingar, þar til
islenzkum áheyrendum gefst
tækifæri til að njóta árangursins á
Olíuvopninu beitt
gegn nýlendukúgun
og kynþáttamisrétti ?
NTB-Addis Abeba —
Fulltrúar 40 Afrikurikja
hafa beðið Arabariki,
sem framleiða oliu, að
stöðva útflutning hennar
til S-Afriku, Ródesiu og
Portúgal. Áskorun þessi
kom fram i lok sérstakr-
ar ráðstefnu, sem ein-
ingarsamtök Afriku-
rikja (OAU) héldu i
Addis Abeba og lauk i
gær.
Framkvæmdastjóri OAU,
Senagaki, sagöi að oliubann á
þessi lönd myndi hafa mikla þýð-
ingu I þeirri viðleitni að stöðva
--SX
Undirrit......óskar eftir að gerast
áskrifandi að Timanum
nýlendustefnu Portúgala og kyn-
þáttamisrétti i Ródesiu og S-
Afriku. Hann sagði ennfremur, að
olian væri ekki aðeins nytsamleg
til að knýja fram skjóta lausn á
deilunni fyrir Mið-Austurlöndum,
heldur mætti einnig beita henni
gegn löndum, sem láta sig al-
menningsálitið i heiminum engu
skipta.
— Skýrslur sýna, að þau riki,
sem eru verstu óvinariki okkar,
eiga allt undir okkur komiö með
orku sina, og við núverandi
kringumstæður er ekki fjarri lagi
að ætla, að mál sé til komið að
beita oliuvopninu gegn þessum
rikjum, sagði Seangaki. Hann
bætti þvi við, að 90% af þeirri oliu,
sem S-Afrika notar, kæmi frá
löndunum viö Persaflóann.
Portúgal færsina oliu frá 15 lönd-
um alls, en þar af selja Irak og
Saudi-Arabía mest þangað.
hljómleikum i Austurbæjarbiói i
kvöld.
Wilma Reading er mörgum ís-
lendingum vel kunn, en þetta er i
þriðja skiptið, sem þessi vinsæla
söngkona kemur hingað til lands
á vegum Glæisbæjar. Þegar hún
fer héðan, mun hún halda til
Austur-Berlinar, þar sem hún
nýtur mikilla vinsælda. Henni
bauðst nýlega að koma fram i
þætti meö Tom Jones, en varð að
hafna þvi, það eð hún fékk sig
ekki lausa frá fyrri samningi.
A blaöamannafundi, sem
haldinn var með þeim
þremenningunum kom fram, aö
þau heföu ekki viljað láta þjóna-
verkfallið aftra sér frá þvi að
koma hingað, og nú þegar hefur
Wilmaskemmtá Keflavikurflug-
velli og I Festi. Þau fréttu, að hér
væri starfandi átján manna
hljómsveit, og eftir æfingu með
hljómsveitinni ákváðu þau að
halda hljómleikana i Austur-
bæjarbiói, þar sem hljómsveitin
léki lög i útsetningu Johns
Hawkins.
Sagði Ray Lehr, sem er um-
boðsmaður þeirra, að það væri
sérstaklega ánægjulegt að vinna
með þessum mönnum, sem væru
fullir áhuga og væru ekki ennþá
búnir að fá á sig atvinnu-
mennskuyfirbragð. Sagðist hann
vera alveg undrandi á þvi, hve vel
hljómsveitin léki.
Gefst hljómsveitinni nú
einstakt tækifæri til að spreyta
sig, og kvaðst Ray reiðubúinn að
hafa millgöngu með að fá hingaö
erlenda skemmtikrafta eins og
Sammy Davies, Diönu Ross,
Gilbert O’Sullivan og fleiri, sem
þyrftu hvort sem væri að ferðast
milli Evrópu og Ameriku. Ætti
ekkert að vera þvi til fyrirstöðu
nú þegar góð hljómsveit er til
staðar, að þau kæmu hingað.
John Hawkins er kunnur hljóm-
sveitarstjóri og útsetjari, og hann
hefur boðizt til að veita hljóm-
sveitinni alla þá aðstoð. sem hann
getur. Hann sagðist jafnvel geta
komið þrem dögum fyrir hljóm-
leika og æft hljómsveitina, svo að
allt væri til reiðu, þegar þessir er-
lendu söngvarar kæmu. Einnig
hefur hann boðizt til að útsetja
fyrir hljómsveitina og útvega
henni nótur.
Arni Scheving, sem staddur var
á fundinum, sagði að hljómsveitin
heföi nýlega myndaö sérdeild
innan FIH. Heföi verkefna- og
fjárskortur háð hljómsveitinni
mikið, en erlendis væru slikar
hljómsveitir yfirleitt i tengslum
við útvarp eða sjónvarp. Sagði
hann, að það væri mikil lyftistöng
fyrir hljómsveitina að fá hingað
erlenda skemmtikrafta og þetta
fólk hefði talað um hluti, sem þá
hefði ekki einu sinni dreymt um
að geta framkvæmt.
Tónleikarnir i Austurbæjarbíói
hefjast kl. 11:30. Fyrst leikur
hljómsveitin undir stjórn
Magnúsar Ingimarssonar, siöan
verður flutt tónlist undir stjórn
John Hawkins, og að lokum
kemur Wilma Reading fram og
syngur. kr-
Evrópuríkin hfálpi
hvert öðru um olíu
NTB-Paris — Þingmenn frá sjö
löndum i V-Evrópu ræddu i gær
um orkuvandann, og hvort ekki
skyldi reynt að koma Hollandi til
hjálpar, en það hefur orðið verst
úti vegna oliubannsins.
Aðalumræðuefnið var skýrsla
um oliu- og orkuvandann, sem
franski gaullistinn Pierre Charles
Krieg lagði fram. 1 skýrslunni
segir, að löndin i V-Evrópu veröi
að gera allt sem þau geti til að
koma i veg fyrir oliukreppu, m.a.
Framhald á bls. 19
Miðvikudagur
21. nóvember 1973.
Umræðurnar
strandaðar?