Tíminn - 28.11.1973, Qupperneq 1

Tíminn - 28.11.1973, Qupperneq 1
fóðurvörur ÞEKKTARv UM LAND ALLT c 277. tölublað — Miðvikudagur 28. nóvember — 57. árangur Helkuldi í jarðhitabænum: Gamla fólkið skelfur, frost í gróðurhúsum MIKIL óánægja ríkir meðal Hvergerðinga um þessar mundir vegna tíðra bilana og ólags á hita- veitunni i þorpinu. Um hádegi á mánudag var orðið svo kait i barnaskólanum, að ekki var talið fært annað en að hætta kennslu og senda börnin heim. 1 sumum ibúðarhúsum hefur verið svo kait, að flögrað hefur að fólki að flýja húsin. i einu gróðurhúsanna var fimm stiga frost, þegar kaldast var. Timinn hafði tal af nokkrum Hvergerðingum og spurði þá, hvernig háttað væri þessum málum. Endalaust ólag. — Það er endalaust ólag og biliri á nýju hitaveitunni sagði Þórður Snæbjörnsson. Fyrir viku bilaði skilja uppi i Reykjafjalli milli Reykja og Gufudals. Að visu var gert við hana samdægurs, en frost var mikið þá, svo að ekki mátti miklu muna að frysi i leiðslum. Svo bilaöi á laugar- daginn . Þá fóru stofnleiðslur á hverasvæðinu og þá varð ástandið snöggtum alvarlegra, þvi að þegar búið var að gera við var viða farið að frjósa og mér er kunnugt um, að hiti hafi farið niður fyrir frostmark i gróður- húsum. Sum röranna eru gömul og hafa 1 liklega ekki þolað þessi snöggu skipti á milli hita og kulda og gefið sig. Auk alls þessa hafa komið fram frekari bilanir á útilögnum. Menn Framhald á bls. 15. Gufuna ieggur upp úr jörðinni, en tæknin hefur brugðizt.og fólk kappklæðir sig f rúminu að nóttunni. Vonandi þarf það þess þó ekki lengi. Sóttafundur A.S.Í. vinnuveitenda * I dag KJARADEILU vinnuveitenda og A.S.i. hefur nú verið visað til Sama harkan í þjónadeilunni Kærri kröfur og allt þungt í vöfum Klp—Reyk javjk. — Harkan i þjónadeilunni fer stöðugt vax- andi. Sýnilega ætlar hvorugur aðilinn að gefa neitt eftir og alit á að nota. 1 fyrrakvöld kom hópur þjóna i öðal, og eftir að hafa dvalizt þar góða stund, kölluðu þeir á lög- regluna og báðu um að athugað yrði, hvort þar væru ekki vin- flöskur, sem ekki væru sérlega merktar til sölu á vinveitinga- stöðum. Lögreglan kallaði á vineftirlit- ið,og þegar það kom á staðinn, óskuðu eigendur Óðals eftir þvi, að allar flöskur yrðu rannsakaðar i húsinu, eitthvað um 2000 flöskur. Þarna fundust um 10 ómerktar flöskur, sem lagt var hald á, og skýrsla gefin til lögreglunnar. — Meirihlutinn af þessum flöskum var léttvin og kampavin, sem litið seist af og oft koma ómerktar frá áfengisverzluninni, sögðu eigendur Öðals, er við töluðum við þá i gær. Voru þeir mjög óánægðir vegna þessa herbragðs þjónanna. En þeim er nú nokkur vorkunn, enda er búið að þvo þeim hvað eftir annað með „spúlslöngu” þarna við húsið. sáttasemjara og hefst fundur með 7 manna framkvæmdanefndum beggja aðila og sáttasemjara kiukkan 14.30 i dag. Akvörðun um þetta var tekin á fundi samninga- ncfndanna, sem haldinn var I fyrradag. Snorri Jónsson, forseti Alþýðu- sambandsins, sagði i viðtali við biaðið i gær, að eftir fundinn i fyrradag hafi eina raunhæfa leiðin verið sú að visa málinu til sáttasemjara. Engin gagntilboð hafi komið frá vinnuveitendum. Þeir hafi ekki gert tilboð um launahækkun um eitt einasta prómill, og þegar á það er litið, var þetta eina ieiðin. Snorri sagði, að kröfurnar núna væru reyndar hærri en áður, en þær væru sem næst þvi sem A.S.t. vildi fá fram. Hann gat þess, að áður hafi það verið mjög i tizku að fara fram á hærri kröfur en menn gerðu sér vonir um að fá sam- þykktar, en svo væri ekki i þessu tilfelli. Snorri sagði að lokum, að um kröfur væri að ræða en ekki úrslitakosti. Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands- ins, sagði i gær, að heldur fyndist sér þetta allt þungt i vöfum. Hann sagði, að kröfurnar hafi aldrei verið svona miklar áður. Hann staðfesti það, að vinnuveitendur hafi ekki lagt i'ram nein tilboð á fundinum i fyrradag, en þeir hafi á sinum tima'lagt l'ram gagn- kröfur. Olafur sagði, að starfandi væru nii starf nelndir,þar sem einstök atriði væru til athugunar, en endurtók það, að sér litist heldur þunglega á málið. — HS Austurland: wotel mimiR SUNDLAUGIN er eitt af mörgu, sem ,, Hotel Loftlelðir" hefur til sins ágætis og umfram önnur hótel hérlendis. En það býður llka afnot af gufubaðstofu auk snyrti-, hárgreiðslu- og rakarastofu. VISID VINUM A HöTEt~ LOFTLEIDIR. Rafmagns- leysi enn í Hrísey Rætist úr í dag? RAFSTRENGURINN úr landi til Ilriseyjar slitnaði á laugardaginn var og hafa Hriseyingar siðan notast við rafinagn frá litilli vararaf- stöð i eynni og hefur það ver- ið skainmtað i þrennu iagi, þannig að liver hópur húsa liefur rafmagn I tvo tima I einu. Hriseyingar þurfa að nota á þriðja hundrað kilóvött, en varastöðin framleiðir aöeins 90 kilóvött. Nærri má geta, að atvinnulifiö er heldur illa á sig komið, en það er lán i ó- láni, að bátar Hriseyinga veiða litið þessa dagana og ef það er eitthvað, þá landa þeir á Dalvlk. Viðgeröar- menn hafa verið siðan um helgi að leita að biluninni á strengnum, sem reyndist vera á stað, þar sem streng- urinn skemmdist af hafis fyrir nokkrum árum. Er nær búið að ná strengnum upp, og er búizt við að hann verði kominn I lag i dag, ef veður helzt gott. —SB. Heitt vatn í tíu hús HITAVEITAN I Hrisey hefur nú vei ið tcngd við cin tiu hús og rcynist hið bezta. Fyrir hálfum mánuði var vatninu hleypt á kcrfið i tilrauna- skyni, og siðan var farið aö tengja. Um 80 hús og vinnu- staðir munu fá heita vatnið, og verður væntanlega lokið tengingu þeirra allra fljót- iega eftir áramótin. Nú eru liöin sjö ár, siðan fyrst var farið að bora eftir hcitu vatni i Ilrisey. Rorhol- an cr norðan við Saltnes, og var gengið frá henni i fyrra. Vatnið cr 07 stiga heitt, og nást 23 sekúndulitrar úr hol- unni með dælingu. —SB Rafmagnsskömmtun um óúkveðinn tíma J.K.—Egilsstöðum —■ Rafmagns- skömmtun var tekin upp á orku- vcitusvæði Grimsár eftir hádcgiö á þriðjudaginn og vcröur lienni haldið áfram næstu daga. Orku- skorturinn á vcitusvæöi Grimsár er óþægilcga farinn að segja til sin. Um nokkurt skeið hefur disilvél, sem er á Seyðisfirði verið biluð, en vonir standa tii að við- gerðum ljúki næstu daga. Mjög kalt hefur verið á Austurlandi undanfarið (frost hefur farið upp i 20 stig) og þess vegna afar litið' vatn verið i Grimsá. Yfirleitt er tæpt um rafmagn á Austurlandi og öngþveiti fyrirsjá- anlegt, þegar loðnuvertið hefst. — gbk. Milljónatjón í bruna ó Stokkseyri VEIÐARFÆRAverkstæði og -geymsla brann á Stokkseyri i fyrrinótt, og er taliö að tjón- ið nemi ailt að 6 miljónum króna. Húsið var um 200 fer- metrar, steypt með timbur- þaki. Það var veiöarfæra- verkstæði Ármanns Sigur- jónssonar og veiðarfæra- geymsla fyrir frystihúsiö, og ennfremur átti vélbáturinn Sæbjörg frá Vestmannaeyj- um þarna veiðarfæri i geymsiu. Eldsins varð vart um klukkan hálf-þrjú um nótt- ina, og var hann þá þegar svo mikill, að slökkvilið Eyrarbakka, Stokkseyrar og Selfoss. réðu ekki við neitt, er komið var á staðinn. Engir erfiðleikar eru meö að ná i nóg vatn þarna, og veðr- ið var gott. Afastar skemm- ur skemmdust ekki mikið. Ekki er vitaö um eldsupptök, en i húsinu var miðstöð, sem ekki er ljóst, hvort kveikt var upp I. -SB.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.