Tíminn - 28.11.1973, Síða 4

Tíminn - 28.11.1973, Síða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 28. nóvember 1972. I! Iiiiuilii u B Liv Ullman og nýjasta ástin hennar Liv Ullman þekkir ófáa karl- menn, og einn þeirra, sem nefndir hafa verið i sambandi viö hana, er brezki sjónvarps- maðurinn David Frost, sem komið hefur fram i nokkrum þáttum, sem sýndir hafa verið hér á landi. Þau skemmtu sér saman í Rómaborg, og þangað kom Frost hvorki meira né minna en alla leið frá Banda- rlkjunum til þess eins að hitta Liv. Um leið og þetta fréttist, fóru blaðamenn að skrifa um þau Liv og Frost, og hann var ekki seinn á sér að gefa út yfir- lýsingu um( að þau væru bara góðir vinir. Það varð þó einung- is til þess, að fólk talaði enn meira um samband þeirra. Þegar Rómar-blaðamenn fóru að spyrja Liv, sagði hún bara: Við skulum halda þessu leyndu. Ljósmyndarar voru nærstaddir, eins og vera ber, þegar eitthvað er að gerast, og sænskum ljós- myndara tókst að ná myndum, sem sanna, að það er ekki David Frost, sem Liv er að hugsa um, heldur italskur kvikmyndá- framleiðandi, Fernando Ghia. Fernando Ghia hefur meðal annars leikstýrt myndum, þar sem Claudia Cardinale hefur farið með aðalhlutverk, en nú var röðin komin að því, að hann stjórnaði mynd með Liv Ull- man. t þessarri mynd leikur Peter Finch á móti henni. Peter átti einmitt afmæli um þessar mundir, og Liv fór i afmælið hans. Þar gerðist það, að David Frost mætti, en hann komst þá að raun um, að hann hafði kom- ið alla leið frá Bandarikjunum til þess að hitta Liv, en þá var hún upptekin. Hún hafði nóg að gera við að skemmta sér og ræða við vin sinn, Fernando Ghia, sem hún er einmitt að kyssa hér á annarri myndinni. ★ Leynilegur ást- vinur Sorayu » Soraya prinsessa og fyrrver- andi keisaraynja hefur átt erfiða daga allt siðan hún varð að skilja við eiginmann sinn, keisarann af Iran. Hún hefur leitað að manni, sem hún gæti elskað, en það hefur gengið heldur illa. Þó fann hún að lok- um einn við sitt hæfi, kvik- myndaleikstjórann Franco Indivina, en þá þurfti hann að deyja i flugslysi,rétt áður en þau gengu i hjónaband. En nú er nýr maður kominn i spilið, og hér fáið þið að sjá nokkrar myndir af Sorayu og honum, þar sem hann er að koma með vinkonu sina heim eftir kvöld með henni, en þau höfðu borðað saman kvöldmat hjá prinsessunni af Drago. Maðurinn heitir Massimo Gracia. Soraya situr reyndar i aftursæti bilsins, og þau reyna bæði að láta sem minnst á þvi bera, að Massimo ætlar að heimsækja hana á eftir. Á annarri myndinni laumar Soraya að honum húslyklinum. Svo var ætlunin, að ljósmyndar- inn hyrfi á brott og sæi ekki framhaldið, en hann var þraut- seigari en parið hafði haldið, og að lokum tókst honum aö smella mynd af Massimo, þar sem hann var að læðast milli trjánna i garði Sorayu og á leið inn i hús- ið. — Hann hefur ætið lag á þvi að gera létta hluti erfiða.... — Þetta hlýtur að vera einn af yfirmönnunum á herskipunum, sem voru á Islandsmiðum i þorskastrfðinu á dögunum. DENNI DÆMALAUSI Góðar fréttir pabbi. Ekkert grænmeti. Mamma var búin með alla peningana, þegar hún ætlaði að fara að kaupa grænmetið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.