Tíminn - 28.11.1973, Qupperneq 5
■*.I ' ni ■ yi i . i , l i ('i’f
wmh ít
TÍMINN
5
Miðvikudagur 28. nóvember 1973.
Mannleg náttúra
undir Jökli
Þórður Halldórsson frá Dagverðará lýsir
REFASKYTTAN, listmálarinn,
skáldið og sagnaþulurinn, Þórður
Halidórsson frá Dagvcrðará, er
löngu landskunnur maður, enda
gnæfir hann upp úr hópi sinna
samferðanianna og sést langt að
eins og sjálfur Jökullinn. Og þótt
almenningur viti um hina fjöl-
mörgu eðlisþætti Þórðar, sem
skilja hann frá öllum fjöldanum,
þá á hann það sammerkt með
Jöklinum, að hið innra býr hann
yfir kynngikrafti, sem aldrei
verður til fullnustu mældur eða
veginn. Þeir, sem lesa ævi-
minningar Þórðar, MANNLEG
NATTÚRA UNDIR JÖKLI, munu
komast i nána snertingu við
óvenjulegan anda og fá innsýn i
sérstætt mannlif i sérkennilegu
umhverfi.
„Undir Jökli verður enginn
vændur um ósannsögli”, segir
Þórður frá Dagverðará, ,,þvi að
þar getur enginn sagt frá neinu
svo óvenjulegu eða ósennilegu, að
það hafi ekki gerzt þar eða eigi
eftir að gerast. Þar segja þeir
einir ósatt, sem láta sér það um
munn fara, að Jökullinn sé eins og
hver annar jökull, og mannlif þar
eins og hvarvetna annars 'Stað-
ar”. Og hið sama gildir um Þórð,
um hann segir sá ósatt, sem lætur
sér um munn fara, að hann sé
eins og hver annar venjulegur
maður.
Það er Loftur Guðmundsson,
rithöfundur, sem færir minningar
Þórðar i letur. Loftur kann sýni-
lega að meta hið sérstæða við-
fangsefni, enda fer hann á kost-
um, og má það mikið vera, ef
þetta siðasta verk hans verður
ekki talið mikils vert afrek i
þjóðariþrótt okkar, ævisagnarit-
uninni, og sigilt i sinni röð.
Ekki spillir þaðbókinni, að hinn
kunni listamaður, Ragnar
Kjartansson, myndskreytir hana,
en Ragnar er alinn upp undir
Jökli og nauðaþekkir sögusviðið.
Þess má til gamans geta, að einn
þeirra, sem kemur mikið við sögu
hjá Þórði er einmitt faðir Ragn-
ars, séra Kjartan Kjartansson,
hugvitsmaður og þúsundaþjala-
smiður.
Fyriratbeina Lofts og Ragnars
kynnast. Iesendur ekki einungis
sérkennilegu mannlifi, heldur og
sérstæðum manni: jafn
beinskeyttum i orði og með byssu,
hvort heldur refirnir eru ferfættir
eða tvifættir.
MANNLEG NATTÚRAUNDIR
JÖKLI er sett i Prentstofu G.
Benediktssonar, prentuð i prent-
smiðjunni Viðey og bundin i
Þórður á Dagverðará
Arnarfelli. Uppsetningu kápu
annaðist Hilmar Helgason og
notaði þar teikningar Ragnars
Kjartanssonar sem undirstöðu.
Útgefandi er örn og örlygur.
Samþykktir þings Bind-
indisfélags ökumanna
A ÞINGI Bindindisfélags öku-
manna, sem haldið var i þessum
mánuði, voru margar samþykktir
geröar varðandi umferðarmál og
áfengismál, sem iöuiega eru þeim
tengd,eins og menn þckkja. Sam-
þykktirnar fara hér á eftir:
l. 8. sambandsþing BFÖ, haldið
3. nóvember 1973, þakkar og lýsir
ánægju sinni með þá umferðar-
fræðslu, sem nýlega er hafin i
sjónvarpinu.
Þingið telur að auka þurfi mjög
umferðarfræðslu og umferðar-
STUNGIÐ NIÐUR
STÍLVOPNI
— séra Gunnar Benediktsson segir fró
PRESTURINN, byltingarforing-
inn, kennarinn og fræðimaðurinn,
Gunnar Benediktsson, á sér langa
Sr. Gunnar Benediktsson.
Fyrstir á
morgnana
og litrika sögu. Hann er og löngu
landsþekktur fyrir fjöiþætt af-
skipti sín af félags- og
menningarmálum. Um árabii bar
það oft til, þegar efnt var til al-
verlegra pólitiskra funda, að þar
var Gunnar kominn á vettvang,
og flutti sinn, „fagnaðarboð-
skap”.
A bernskudögum islenzkra
mitímastjórnmála var oft látið
sverfa til stáls. I þann tið þyrsti
menn að heyra rætt um þjóðmálin
frá nýjum hliðum, en harkan var
oft mikil, bæði i sókn og vörn, og
oft þurfti Gunnar á að halda
skerpu, viðbragðshraða og þekk-
ingu i hinu bitra návigi. Hvort
tveggja gat þá komið sér vel,
predikunar- og kennarahæfileik-
inn, en þar fóru saman einkenni-
legir straumar mikillar mýktar
og mikils en vel tamins skaps.
I bók sinni minnist Gunnar lið-
innar ævi, allt frá þvi að hann
gerðist „Drottins smurði til
Grundarþings” norður i Eyjafirði
árið 1920, þar til hann lætur af
kennslustörfum i Hveragerði árið
1972, þá áttræður. A þeirri hálfu
öld, sem þar er á milli, var hann
allt i senn, farandpredikari blóð-
rauðs bolsévisma, sem notaði
jafnvel bilpalla, húsþök eða
moldarhaug sem ræðustól,
kaupamaður i sveit, verkamaður
á eyrinni, leikstjóri, rithöfundur
og ritstjóri Nýja dagblaðsins.
Það gustaði um Gunnar á yngri
árum, en i bók hans, STUNGIÐ
NIÐUR STILVOPNI, leikur mild-
ur haustblær um minningar lið-
inna ára, þar sem hver þjóðskör-
ungurinn af öðrum er ieiddur
fram á sjónarsviðið.
Bók Gunnars er sett i prent-
stofu G. Benediktssonar, prentuð
i prentsmiðjunni Viðey og bundin
i Arnarfelli. Bókarkápu gerði
Hilmar Þ. Helgason. útgefandi er
örn og Örlygur.
áróður og skorar á stjórnvöld að
stórauka fjárveitingar til þeirra
mála. Þingið leggur áherzlu á
mikilvægi umferðarráðs og þakk-
ar þvi vel unnin störf og bendir i
þvi sambandi á skólann „Ungir
vegfarendur” og bilbeitaáróðurs-
herferðir undanfarin tvö sumur.
En staðreyndin er sú, að starfs-
geta umferðarráðs er stórlega
skert vegna ónógra fjárframlaga
til þess.
2. a) Að allir dráttarvélaeigend
ur verði skyldaðir til að færa þær
til skoðunar einu sinni á ári og
hafa veltiboga eða hliðstæðan út-
búnað-sem hlif fyrir ekil. Einnig
verði hert á eftirliti með þvi, að
allir þeir, sem aka dráttarvélum,
hafi tilskilin réttindi.
b) Að það ákvæði sé sett i
umferðarlögin, að ökumönnum,
sdm taka gjöld fyrir akstur á fóiki
og/eða vörum, sé með öllu bann-
að að neyta áfengra drykkja, eða
deyfandi og örvandi lyfja, siðustu
8 klukkustundirnar fyrir akstur.
3. Þing Landssambands BFÖ,
haldið 3. nóvember 1973, lýsir
vanþóknun sinni á þeirri ákvörð-
un yfirvalda, að heimila sölu vin-
veitinga á þeim eina degi vikunn-
ar, miðvikudegi, sem með lögum
um vinveitingar hér á landi skuli
vera „þurr dagur”, en hér er átt
við vinveitingar á vegum Í.S.Í. i
sambandi við svokallaða trimm-
lagakeppni og virðist skörin vera
farin að færast upp i bekkinn
varðandi dýrkun á Bakkusi, þeg-
ar iþróttasamtökin stuðla þannig
að auknum drykkjuskap meðal
þjóðarinnar.
4. Attunda sambandsþing BFÖ
fagnar þvi,- að fram er komin á
Alþingi Islendinga þings-
ályktunartillaga um það, aö hið
opinbera veiti ekki áfengi i opin-
berum veizlum og móttökum.
5. Þingið metur þá viðieitni lög-
reglunnar, sem miðar að þvi að
draga úr ölvun við akstur. Nauð-
syn ber þó til, að lögreglan fái
aukinn starfskraft til eftirlits-
starfa, og að eftirlit fari fram á
öllum timum sólarhringsins. Þá
telur þingið rétt, að hert verði á
viðlögum við ölvunarakstri.
6. a) Sambandsþing BFö álykt-
ar, að endurskoða þurfi öku-
kennslu. Það telur æskilegt, að
umferðafræðsla og bóklegur
undirbúningur undir ökupróf
verði skyldunámsgrein i skólum.
b) Þingið beinir þvi til viðkom-
andi yfirvalda, að ökutæki þeirra,
sem stjórnað er af nýliða i aks'tri
(á fyrsta ári'), verði greinilega
merkt, t.d. með segulplötu með
bókstaínum N (nýliði).
FÓLK ÁN FATA
— eftir Hilmar Jónsson
FÓLK AN FATA heitir ný bók
eftir Hilmar Jónsson, og er hún
gefin út af BKS-útgáfunni, Bók-
menntaklúbbi Suðurnesja. Undir-
titill bókarinnar er: Veröldin séð
frá Keflavik á árunum 1958 til
I973.
Hér segir höfundur frá Suður-
nesjum, gömlum og nýjum deilu-
málum þar, i gamansömum stil.
Einnig er komið viðar við, lýst
fundum hjá rithöfundum og,
æskustöðvum höfundar austur á
landi. Augljóst er, að • bókin er
framhald af „Kannske verður
þú...,” sem vakti mikla athygli,
er hún kom út 1970, og hefur siðan
verið lesin sem siðdegissaga i út-
varpinu.
Andrés Kristjánsson ritstjóri
taldi á sinum tima „Kannske
verður þú....” skemmtilegustu
bók á markaðnum. Það er spá
þeirra, sem lesið hafa „Fólk án
fata,” að hún muni valda miklum
deilum. Bókin er 150 blaðsiður,
prýdd myndum eftir Þorstein
Eggertsson og Magnús Gislason.
Kápumynd er eftir Aka Granz.
Grágás i Keflavik prentaði og
Nýja bókbandið annaðist bók-
band. -SB.
Hilmar Jönsson
tatra
Drif á öllum hjólum. Mismunadrif læsanleg.
Vél 212 (Din) hestöfl. Buröarþol 15 tonn.
Verð með stálpalli, hliðar- og endasturtum,
að fullu tilbúinn til notkunar,
-Ca. 2.750.000,00 kr.
Möguleikar á afgreiðslu í desember —
EF PANTAO ER STRAX.
Hvert hjól er með sjálfstæða f jöðrun.
TÉKKNESKA
BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI H.F.
AUÐBREKKU 44-46 SlMI 42600
KÓPAVOGI