Tíminn - 28.11.1973, Page 6

Tíminn - 28.11.1973, Page 6
6 TÍMINN Leikfangamarkaður Lionsmanna NÆSTKOMANDI laugardag, 1. desember, hefst árleg fjár- söfnun nýstofnaðs Lions- klúbbs I Hafnarfirði, Lions- klúbbsins Asbjörns, og veröur hún meö nýstárlegu sniöi. í Sjálfstæðishúsinu I Hafnarfirði verður haldinn leikfangamarkaður, þar sem allar gerðir leikfanga veröa seldar við vægu verði, og rennur ágöði til líknarmála. Markaðurinn hefst klukkan tlu á laugardagsmorgun, og verður opinn til klukkan tíu um kvöldið. Einnig verður opiðá sunnudag á sama tima. Lionsmenn vilja beina Haínfirðingum og öðrum á að nota þetta tækifæri til að gera hagkvæm jólainnkaup, um leiö og þeir styrkja gott mál- efni. Sýður á keipum — Guðjón á Akraborginni segir fró GUÐJÓN Vigfússon, fyrrum skipstjóri á Akraborginni, er mörgum kunnur. Hann lagöi upp I Hfssiglinguna frá Húsavik, þar sem hann ólst upp I skjóli fátækr- ar en frábærrar móöur. Fyrsti áfanginn i ilfssigiingu Guöjóns var kóngsins Kaupmannahöfn, en þar geröist hann um skeiö dáti I hinum konunglega danska sjóher, en síöan lá lcið hans vítt og breitt um öll hcimsins höf, þar til hann sneri aftur heim og geröist aö lok- um skipstjóri á Akraborginni og flutti fólk og faragnur milli Akra- ness, Vestmannaeyja og Reykjavikur. Þeir munu fáir Is- lenzkir skipstjórar, sem hafa skilaö fleiri farþegum á fljótandi fjöl milli áfangastaöa en Guðjón. Hann segir tæpitungulaust frá ævintýrum slnum I hafnarborg- um, veraldarvolki og kynnum slnum af misjöfnu mannlífi I hin- um ýmsu heimshornum. Guðjón segir einnig frá æsku sinni á Húsavik, sumardvöl I Grimsey, námuvinnu á Tjörnesi, glugga- tjaldasölu, og meindýraeyðingu I Kaupmannahöfn hundahirðingu I Svendborg og ástagjöldum I Dakar, svo eitthvað sé nefnt. Guðjón Vigfússon hefur aldrei siglt ládeyðu lengi á lifsleiðinni og gerir það ekki heldur I bók sinni. Frásögn hans er einlæg og æðrulaus, hann siglir af festu og öryggi, þótt stundum sjóði á keip- um. Guöjón Vigfússon. SÝÐUR A KEIPUM er sett I prentstofu G. Benediktssonar, prentuð I prentsmiðjunni Viðey og bundin I Arnarfelli. Kápu- teikningu gerði Hilmar Þ. Helga- son. útgefandi er örn og örlygur. Happdrætti Framsóknarflokksins. t happdrætti Framsóknarflokksins eru 50 vinningar að þessu sinni og heildarverðmæti þeirra 1.1 milljón krónur. Þetta eru allt hinir eigulegustu munir, t.d. húsvagn á 258 þúsund, stórt mál- verk eftir Sverri Haraldsson á 135 þúsund, húsgögn frá 3K fyrir 130 þúsund og bátur frá Sportval á 130 þúsund krónur. Þá eru einnig margir smærri vinningar mjög eigulegir i happdrættinu þ.á.m. 10 málverk eftir Mattheu Jónsdóttur, stereo-útvarps og plötuspilari, sjónvarpstæki o.fl. frá Dráttarvélum h.f., fleiri hús- gagnavinningar auk annara góðra muna. Útgefnir miöar eru hinsvegar aðeins 35 þúsund, eöa helmingi færri en áður og hefur þeim aö mestu verið skipt niður til trúnaöarmanna flokksins og annarra viðskiptamanna um land allt. Happdrættisskrifstofan I Reykjavlk hefur þvi færri miða en áður fyrir lausasöluna. Framsóknarmenn og aðrir, sem ekki hafa fengið miða heimsenda aö þessu sinni, ættu þvi aö panta þá næstu daga. Tekið er á móti miðapöntunum á skrifstofu happdrættisins, Hringbraut 30, simi: 24483 og á Afgreiðslu Timans, Aðalstræti 7, simi: 26500. Einnig hjá umboðs- og trúnaðarmönnum happ- drættisins úti á landi. Ljóðabréf eftir Hannes Pétursson „SJALFSLÝSING skálds, ferða- saga úr tima og rúmi, heimildir skáldskapar, veruleiki hand- samaöur á augnablikum, Ijóö I svo frjálslegri gerð, aö lesandinn finnur ekki til aöhalds listarinnar, fyrr en aö loknum lestri” — þannig lýsir bókaútgáfan Heiga- fell nýrri bók, Ljóðabréfum, sem hún gefur út eftir Hannes Péturs- son. Það er annas um þessa nýju bók að segja i stuttu máli, að hún er I fjörutiu stuttum lesmálsköfl- um, sem fjalla mjög um eðli víð- áttu i tima og rúmi, fágaðir að ailri gerð, en bera annars svip dag- bókarkafla, og eru ýmist skrifað- ir heima eða erlendis, og þó eink- um utan lands, að þvi er virðist. Þetta er tólfta bók Ilannesar Péturssonar, sem ungur skipaði sér i röð beztu skálda sinnar kynslóðar. Hannes Pétursson. Miövikudagur 28. nóvember 1973. BRÉF FRÁ R-HR. TIL ÞINGMANNA FRUMVARP um nýja fóstureyð- ingalöggjöf, sem nú liggur fyrir alþingi og felur i sér breytingar er stefna að auknu frjálsræði kvenna til fóstureyðinga, hefur vakið upp nokkurn úlfaþyt, sem vænta mátti um svo róttækar breytingar, þótt sjálfsagðar séu. 1 þvi sambandi má benda á, að I nágrannalöndum okkar hefur frjálsræði verið stóraukið, og i Danmörku, Sviþjóð og Englandi hafa nú verið lögleiddar frjálsar fóstureyðingar. Þessi þróun mun óhjákvæmi- lega hafa það i för með sér, ef frumvarpið um nýja fóstur- eyöingalöggjöf verður ekki sam- þykkt, að stúlkur, er þurfa á fóstureyðingu að halda, leysi vanda sinn með þvi að taka sér ferð á hendur til þessara landa, og eru slik ferðalög algeng nú þegar. En hvaða konur hafa bol- magn til að standa straum af dýrri utanlandsferð? Margar alls ekki, og það eru þá e.t.v. þær, sem helzt þyrftu á henni að halda, þ.e.a.s. þær konur er lifa við önuirlegustu aðstæður og eru litilmagnar þjóðfélagsins i sér- hverju tilliti, andlega sem fjár- hagslega. Samþykkt fyrirliggj- andi frumvarps I óbreyttri mynd ætti einnig að hafa i för með sér, að ólöglegar fóstureyðingar legð- ust af, og þar með væri úr sögunni auðmýking, sem fjöldi kvenna hefur látið sig hafa, og ekki verð- ur með orðum lýst, en af eðlileg- um ástæðum hafa lifsreynslusög- ur kvenna, er hafa látið eyða fóstri á ólöglegan hátt, ekki væri dregnar mjög fram i dagsljósið i umræðum þeim, er um þessar mundir fara fram um þessi mál. Margvislegar skoðanir hafa komið framá opinberum vett- vandi, einkanlega á móti þvi er tekur til sjálfsákvörðunarréttar konunnar i frumvarpinu, og bregður þá oft við næsta undar- legri röksemdafærslu. Þvi hefur verið haldið fram, að fóstureyðing væri sambærileg við morð. Það munu vera til einar þrjár skilgreiningar á þvi, hvenær einstaklingur verður til, og hefur hver sina, páfinn, læknirinn og lögfræðingurinn. Er ekki hæpið að tala um að eyða mannslifi, þegar fárra vikna hnúður er fjarlægður úr móður- kviöi? Það sem skiptir hér meginmáli, er, að fóstureyðing kemu i veg fyrir, að fóstur verði að manneskju. Mikið hefur verið rætt um þá hættu, sem lifi og heilsu konunnar er stefnt i við fóstureyðingu, og hafa einkum læknar látið sér tið- rætt um þetta atriði. Hér eru þó ekki allir á einu máli. Sumir læknar halda þvi fram, að fóstur- eyðingar séu hættulegar aðgerð- ir, aðrir skipa þeim á bekk með algengustu skurðaðgerðum. En flestir munu þó sammála um, að fæðing feli i sér meiri hættu en fóstureyðing. 1 þessu sambandi ber einnig að taka tilliti til félags- legrar heilsu konunnar, sem get- ur verið stofnað i hættu með þvi, að kona sé látin ala barn gegn vilja sinum, og andleg vanheilsa getur haft i för með sér likamlegt heilsuleysi. Sumir vilja telja, að sjálfs- ákvörðunarréttur konunnar til fóstureyðinga hafi i för með sér of mikla ábyrgð að leggja á herðar henni einni. En hún á.að geta tekið ábyrgðina á nýju lifi, sem hún fæðir af sér við vonlausar aðstæður. Einnig hefur verið talað um( að konan geti oft ekki séö, hvað sé henni fyrir beztu, vegna hræðslu og þunglyndis á fyrstu vikum meðgöngutimans. En hver getur það þá? Getur læknirinn séð betur, hvað ókunn- ugri manneskju er fyrir beztu? Enginn utanaðkomandi maður, kunnugur eða ókunnugur, getur sett sig inn i allar hliðar vanda máls einstaklings. Þvi er konan sjálf bezt til þess fallin að taka þessa ákvörðun, enda verður hún sjálf að bera ábyrgð á henni. Hins vegar ber að sjálfsögðu, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, að fræða hana, áður en hún tekur ákvörðun sina um þá hjálp,sem þjóðfélagið býður, kjósi hún að eignast barnið. Heyrzt hafa raddir um það, að með frjálsum fóstureyðingum sé i raun og veru verið að svipta kon- una frelsi, þvl að þá geti aðrir þröngvað henni til að láta eyða fóstri slnu. En hvað með hið gagnstæða? Það hlýtur að vera jafn alvarlegt fyrir hana að láta þröngva sér til að eignast barn, sem hún óskar ekki eftir að eignast. Það er þröngvun, sem svo lengi hefur við gengizt, að margir taka ekki eftir henni. Það er ekki siðmenntuðu þjóðfélagi samboðið að ráðskast á svo örlagarikan hátt með lif þegna sinna. Kona á að vera ábyrg gerða sinna, segja sumir. Sofi hún hjá karlmanni, verður hún að taka afleiðingunum. En eins og kunnugt er, fara tilfinningar og skynsemi ekki alltaf saman. Kynlifið er sjálfsagður þáttur i lifi hvers fullþroska einstaklings, og á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir á sviði getnaðarvarna, þ.e.a.s. getn- aðarvarnir gerast æ öruggari og auðveldari i notkun. Þó ber nokkuð á annmörkum, sem valda þvi, að stór hópur kvenna getur ekki notfært sér getnaðarvarnir, og auk þess eru engar getnaðar- varniralls kostar öruggar. Aukin leiðbeining i notkun getnaðar- varna, ásamt aukinni mæðra- hjálp, minnkar að sjálfsögðu þörfina fyrir fóstureyðingar, en getur aldrei gert þær að engu. Það er ábyrgðarhluti að neita kornungri stúlku, sem ekki treystir sér til að taka á sig móðurábyrgð, um fóstureyðingu, eða slitinni margra barna móður, sem finnst hún vera orðin of gömul til að byrja á nýjan leik. Það er skref i áttina að mannúð- legra þjóðfélagi, að þegnar þess séu velkomnir i heiminn. Það er ekki virðingarvottur við lifið að láta ókunnuga ráða yfir lifi konu, að láta börn fæðast við hörmulegar aðstæður, að neyða börn og aðra, sem litils mega sin, til að verða foreldrar. Áður en þér greiðið atkvæði yðar um þetta frumvarp, þá Ihugið,hve sjálfsögð mannréttindi það eru, að konan ráði sjálf yfir likama sinum og lifi og ákveði sjálf, hvort hún vill eignast börn, hvenær hún vill eignast börn og hve mörg börn hún vill eignast. Fyrir hönd starfshóps Rauðsokka um nýja fóstureyöingalöggjöf. Helga ólafsdóttir. Ásvallagötu 8. Iðnlánasjóður annaðist úthlutun IÐN AÐARRAÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að fela stjórn iðnlána- sjóðs að annast úthlutun og af- greiðslu á 10% lánum vegna skipasmiða innanlands, en afgreiðsla þéirra iána var áður i höndum Framkvæmdastofnunar. Þessum lánum er ætlað að styrkja samkeppnisaðstöðu islenzkra skipasmiðastöðva með þvi að veita hærri lán til skipa sem smiðuð eru innanlands en þeirra, sem smiðuð eru eða keypt erlendis. Mun iðnaðarráðuneytið beita sér fyrir þvi, að lögum um Iðnlánasjóð verði breytt þannig, að þau nái til þessa nýja verk- efnis og að tryggt verði f jármagn til þess. Hafa selt fyrir rúman milliarð ISLENZKU sildveiðiskipin hafa nú selt fyrir samtals 1 milljarð og 107 milljónir á þessu ári, en höfðu á sama tima i fyrra selt fyrir 536 milljónir. 1 siðustu viku seldu skipin fyrir tæpa 21 milljón og meðalverðið var kr. 35.12 fyrir hvert kg. Sex skip seldu i Skagen og Hirtshals i gær. Heimir SU fyrir 863 þús., Magnús NK fyrir 1.6 milljónir, Dagfari ÞH fyrir 977 þúsundir, Orn SK fyrir 1.7 millj., Keflvikingur fyrir 1.5 millj. og Asgeir RE fyrir 733 þúsund. Hæsta meðalverðið fékk örn SK, 37.44 fyrir hvert kg. nóvember s.l. hafa eftir- talin síldveiðiskip selt afla sinn í Danmörku: * Magn Verðm. Verðm. lestir •: isl.kr. : pr. kg. : 19. : nóv. GuSmumiur RE. 25.7 889.977,- 34.63 19. II Bjarni dlafsson AK. 44. 9 1.679.148,- 37.4o 19. II JÓn GarSar GK. 17.3 6o9.657,- 35:-24 2o. " Þorsteinn RE. 33.6 1.258.484,- 37.45 2o. II Harpa RE. 13.4 5o7.639.- 37.88 21. II Petur jónsson KÓ. 12.8 462.561.- 36.14 21. II ii ii 3.5 37.368.- lo.68 1) 23. II TalknfirSingur BA. 65.8 2.479.187.- 37.68 23. II Ólafur Sigurðss. AK. 17.8 676.111.- 37.98 23. II Albert GK. 14.7 527.615.- 35.89 23. »» Grindvíkingur GK. 44.9 1.725.968,- 38.44 23. ” II 11.1 98.934,- 8.91 1) 24. II VÍSir NK. 33.4 1.186.548,- 35.53 24. II JÓn Finnss. GK. 56.2 2.119.621,- 37.72 24. ” Faxi GK. 19.2 724.217,- 37.72 24. II II 9.2 63.348,- 6.89 1) 24. tt Höfrungur III. AK. 48.5 1.779.979,- 36.70 24. 11 Svanur RE. 23.7 88o.4ol.- 37.15 24. II Fífill GK. 34.3 1.279.9oo.- 37.31 24. II tl 16.3 103.239,- 6.33 1) 24. ” Nattfari ÞH. 48.4 1.793.381,- 37.o5 Síld 554.6 2o.58o.394.- 37.11 Bræðslusíld 4o. 1 3o2.889.- 7.55 Samtals 594.7 2o.883.283.- 35.12 1) BræSslusfld. Samanburður a sxldarsölum erlendis a Þessu or a síSasta ari: 1972 36.358.8 tonn Kr.: 536.384.436,- 14.75 pr. kg. 1973 43.436.0 " " 1. lo7.344 .357,- 25.49 II lt Þrjú aflahæstu síldveiSiskiDin í ar eru sem her segir, fra því sildveiðar hófust til 24. nóvémber s.l.: Lestir: Kr,: Pr. kg.: Loftur Baldvinsson GuSmundur RE. Súlan EA. EA. 2.433.7 2.011,9 1.811.7 35.841.769,- 51.959.072,- 45.383.549,- 27.o5 25.83 25. o5

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.