Tíminn - 28.11.1973, Síða 9
Miðvikudagur 28. nóvember 1973.
TÍMINN
9
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuöi innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakiö.
Blaðaprent h.f.
- --------------------------- ------------- -
Samningamálin
Kjarasamningunum hefur nú verið visað til
sáttasemjara. Það fer ekki hjá þvi i þessum
samningum, að eftir aðild og afskiptum rikis-
valdsins verður leitað. Kemur þar margt til.
Það eru mun fleiri þættir en kjarasamn-
ingarnir sjálfir, sem ákvarða, hver raunveru-
leg kjör launþega verða á samningstimabilinu.
Má þar nefna fyrirkomulag visitölu, fjöl-
skyldubætur, niðurgreiðslur og skatta og
skyldur til rikisins. Einkum beinist athyglin nú
að beinum sköttum.
Það eru beinu skattarnir, sem ákvarða, hve
mikið er eftir af umsömdum launum, er laun-
þegar fá launaumslög sin i hendur. Það virðast
allir sammála um það, að óæskilegt sé, að
beinir skattar hækki. Hafa komið fram
ákveðnar óskir um,að skattar verði lækkaðir á
lágtekjum og miðlungstekjum.
Þar með er komið að fjáröflunarkerfi rikis-
ins. Kröfur á hendur rikinu fara sifellt vaxandi
frá öllum stéttum, atvinnugreinum og
byggðarlögum. Það er krafizt aukinnar þjón-
ustu, fyrirgreiðslu og stuðnings á öllum sviðum
þjóðlifsins. Til þess að mæta þessum kröfum og
stuðla að sem mestum framförum á sviðum at-
vinnu- menningar- og félagsmála, þarf rikið
að afla tekna. En rikisvaldinu ber einnig
skylda til að reyna eftir megni að hamla gegn
verðbólgu og takmarka sem mest þær vixl-
hækkanir verðlags og kaupgjalds, sem ekki
skila sér sem aukning kaupmáttar, heldur að-
eins sem verðbólga.
Hér er úr vöndu að ráða, ef jafnframt á að
draga úr skattheimtu rikisins með beinum
sköttum og taka upp söluskatt eða óbeina
skatta aðra i staðinn, vegna þess að sérhver
hækkun óbeinna skatta fer beint út i kaup-
greiðsluvisitöluna, og visitölukerfið er þannig
uppbyggt nú, að hinir furðulegustu liðir, sem
ekkert eiga skylt við nauðþurftir heimilanna,
geta valdið hækkun á kaupgreiðsluvisitölu.
Það er aðeins skattheimta rikisins með beinum
sköttum, sem ekki fer inn i visitöluna. Visital-
an er hins vegar samningsmál milli launþega
og atvinnurekenda.
Allir þessir þættir, sem hér hafa verið nefnd-
ir, kjarasamningar, visitalan, fjáröflun rikis-
ins, beinir skattar og óbeinir, eru svo samofnir,
að þar hefur eitt áhrif á annað.
Af þessum orsökum er óhjákvæmilegt annað
en rikisstjórnin hafi talsverð afskipti og áhrif á
þá kjarasamninga, sem nú eru i undirbúningi.
Eins og allt er i pottinn búið, er heldur ekki
óeðlilegt, að allir þessir þættir, sem áhrif hafa
á kjör manna og fjáröflun rikisins, verði nú
settir i eina deiglu,og allir aðiljar viðurkenni i
reynd það nána samband, sem milli þeirra er,
og komist sameiginlega að farsælli lausn, þar
sem leitazt yrði við að ná eftirfarandi mark-
miðum:
1. Samningar verði til 2ja ára og tryggi vinnu-
frið á samningstimabilinu.
2. Visitölukerfið endurskoðað og óeðlilegir liðir
felldir niður.
3. Fjáröflun rikisins gerð áháðari visitölunni,
um leið og beinir skattar verði verulega
lækkaðir.
4. Reynt að tryggja sem mesta aukningu kaup-
máttar með hóflegum kauphækkunum i
áföngum. —TK
V. Jakovleff, fréttaskýrandi APN:
Þýðingarmikill fundur
Brésjneffs og Indiru
Stefnt að náinni samvinnu Sovétríkjanna og Indlands
liidiru Gandlii
l.eiðtogi rússneskra kominún-
ista, L.l. Bresjneff, er nú i
opinberri heimsókn i Ind-
landi. Tilgangur heimsókn-
arinnar er aö koma á nánari
samvinnu Sovétrikjanna og
Indlands. Sovétrikin hyggj-
ast styrkja stöóu sina i Asiu
meft samvinnunni vift Ind-
land, en Indland telur þessa
samvinnu lika styrkja sig
gagnvart Kina. Mikift er mi
rætt um þessa heimsókn
Bresjneffs i rússneskum
fjölmiAlum, og sýnir eftir-
farandi grein, hvernig þessi
ntál eru túlkuft þar.
„H E I M S OK N L . I .
Bresjneffs mun þjóna mál-
staft friöarins”. Þannig hljóö-
ar fyrirsögn i Hindustan Tim-
es á yfirlýsingu formanns
stjórnarflokksins, S.D.
Sharma, þar sem hann lætur i
ljós þá vissu, að væntanlegur
leiðtogafundur Sovétrikjanna
og Indlands i Delhi muni
skapa möguleika á viðtækara
alhliða samstarfi landanna.
Eins og indversk blöð beina
sovézk blöð mililli athygli
að væntanlegri heimsókn
Bresjneffs. Sovézk blöð leggja
áherzlu á, að sameiginleg
markmið i baráttunni fyrir
friði og alþjóðlegu öryggi, en
gégn heimsvaldastefnu, ný-
lendustefnu og kynþáttakúg-
un, séu traust undirstaða
gagnkvæms skilnings og
árangursrikrar samvinnu
Sovétrikjanna og Indlands.
NÚ ER meira en aldarfjórð-
ungugsiðan Jawaharlal Nehru
dró þjóðfánann að húni á
rauða virkinu i Dehli til merk-
is um sjálfstæði landsins.
Sovétrikin og Indland hafa
haft stjórnmálasamband æ
siðan.
Hvernig verður umhorfs i
Indlandi, þegar Bretar fara?
ritaði Rabindranath Tagore,
upphafsmaður nútima-bók-
mennta Indlands, áriö 1941.
Hvilik ægileg fátækt, þegar
valdaferli þeirra lýkur, hróp-
aði hann. Hvilikar hörmungar
og niðurniðslu munu þeir,
skilja eftir sig. Nú er þetta lið-
in tið. Indland er ekki það
sama og það var undir stjórn
Breta.
Sá, er þetta ritar, heimsótti
Indland, skömmu eftir að það
fékk sjálfstæði, og aftur ný-
verið. Þegar snemma á sjötta
áratugnum var indverska
þjóðin að vakna af margra
alda svefni og tekin að gera
framtiðaráætlanir, vitandi um
sögulegt hlutverk sitt og þá
hlutdeild, er hinni 500 milljóna
indversku þjóð bar að eiga i
mótun framtiðar Asiu og alls
heimsins.
British Museum gat ekki
flutt til London hellamálverk-
in i Ajanta, hin fornu hof
Ellore og Elephanta. Hvita
marmaragrafhýsið,Taj Mahal,
er lika enn á sinum stað.
Við, sovézkir borgarar, er
heimsóttum Indland, dáðumst
aö þessum ómetanlegu
meistaraverkum mannlegrar
menningar, sem i Indlandi má
rekja meira en 5 þúsund ár
aftur i timann. En við sáum
lika fátækt, ólæsi langvarandi
matvælaskort og upphaf iðn-
þróunar, likt og i Rússlandi
fyrir byltinguna.
MIKLAR breytingar hafa
orðið i Indlandi siðustu tvo
áratugi. Indira Gandhi for-
sætisráðherra sagði i viðtali
við sovézka fréttamenn
nýverið, að frá þvi landið varð
sjálfstætt, hefði það tvöfaldað
landbúnaðarframleiðsluna og
meira en þrefaldað iðnaðar-
framleiðsluna. Landið fram-
leiðir nú eigin eimreiðir, bif-
reiðir, flugvélar, skip, vélar til
raforkuframleiðslu, og fyrir
þungaiðnaðinn. 80 milljónir
barna stunda skóla eða I jórum
sinnum l'leiri en á ylirráða-
tima Breta. Verkefni okkar er,
sagði Indira Gandhi, að binda
endi á fátæktina og ójafnréttið
á æviskeiði næstu kynslóðar.
Samstarfiö við Sovétrikin átti
þýðingarmikinn þátt i þróun
indversks efnahagslifs, og þá
fyrst og fremst þunga-
iðnaðarins.Fyrstaviðlangsefn-
ið, sem þetta samslarf beind-
istað, var bygging Bhilai járn-
og stáliðjuversins. Sovétrikin
hafa aðsloðað Indland við að
auka þátt hins opinbera i efna-
hagslifinu. Rikisfyrirtæki
framleiða nú meirihlula
málmframleiðslunnar, meira
en helming véla, og þrjá
fjórðu hluta steinefnaáburðar
landsins.
AÐ ALITI indverskra efna-
hagssérfræöinga munu
væntanlegar viðræður i Delhi
leiöa til nýs samnings eða
samkomulags um samstarf,
og hefja þannig efnahags-
tengslin á nýtt stig á grund-
velli samningsins frá 1971.
Þessi friðar-, vináttu- og
samstarfssamningur mótaði
söguleg tengsl vináttu og
samvinnu landanna tveggja
og markaði nýjar leiðir i þró-
un sovézk-indverskra sam-
skipta, sem þjóna málstað
heimsfriöarins. Andstæöingar
þess, að dregið sé úr spennu
i heiminum, ráðast á sovézk-
indverska samninginn. Hann
er gagnrýndur bæði af heims-
valdasinnum og i herbúðum
Pekingstjórnarinnar, sem
ekki hefur áhuga á varðveizlu
friðar i Asiu og stofnaði til
hernaöaraögeröa á landa-
mærum Indlands 1962 og
Sovétrikjanna 1969.
Þau tvö ár, sem liðin eru frá
undirritun samningsins, hafa
staðfest, að hann stuðlar að
friði og er i fullu samræmi
við hið nýja pólitiska and-
rúmsloft, þar sem lögmál frið-
samlegrar sambúðar vinna
sér vaxandi viðurkenningu.
Samtimis reyna óvinir friðar
og lýðræðis að viðhalda
gömlum og skapa ný ófriðar-
hreiður. Þetta gerist hvar-
vetna: t Indókina, fyrir botni
Miðjarðarhafs, i Chile, Grikk-
landi, á Norður-trlandi.
Afturhalds- og auðvaldsöflin
og Maóistar i Kina reyna
einnig að spilla ástandinu á
Indlandsskaga. Jafnvel eftir
að ófriðnum i Indókina lauk,
lék bandariski blaðam. C.
Sultzberger, sem er vinur og
velkominn gestur i Peking,
imyndunaraflið hlaupa með
sig i gönur, er hann ritari eft-
irfarandi i New York Times:
,,Ef Indland missir Kalkútta
og Vestur-Bengal, verður það
landinu mikið áfall. 1 Bengal,
bæði Bangladesh-hlutanum og
Indlandshlutanum, er leynileg
Maóistahreyfing. Einn góðan
veðurdag mun Kina styðja að
stofnun fylgirikja sinna, alll
frá suður-landamærunum um
Nepal, Sikkim, Bhutan og
Bangladesh til Kalkútta”.
Þessi pólitiski draumur miðar
að þvi að sundurlima og veikja
Indland hið stóra, friðsama
riki i Asiu. Sultzberger skir-
skotar til stefnu Bandarikj-
anna i Asiu og gefur þau ráð
að hafa stöðugt nægan flota-
styrk á Indlandshafi”, svo að
þetta svæði lendi ekki undir
áhrifum rikisstjórna and-
stæðra Vesturveldunum.
EN TIMARNIR hafa
breytzt. Friðaröllin hafa eflzt.
Arásarstefna heimsvalda-
sinna, fasitiskra rikisstjórna
og Pekingstjórnarinnar mætir
æ ölfugri mótstöðu frá sósi-
alisku og óháðu löndunum
og þeim, sem berjast fyrir
friði og þjóðfélagsframförum
um allan heim.
Að áliti margra alþjóölegra
fréttaskýrenda munu viðræð-
urnar i Delhi snúast mjög um
alþjóöamál. Indversk blöð
telja, að Asia muni skipa þar
háan sess. Margar yfirlýsing-
ar sovézkra leiðtoga um
stefnu Sovétrikjanna i Asiu
styðja þessar tilgátur. 1 ræöu
sinni á heimsfriðarþinginu i
Moskvu sagði L.I. Bresjneff:
Við erum sannfærðir um, að
friðsamleg sambúð og sam-
vinna munu verða rikjandi i
öllum heimsálfum. Og hann
ræddi lengi um eflingu friðar á
meginlandi Asiu með sam-
eiginlegum aðgerðum.
I Indlandi vex þeirri skoðun
einnig fylgi, að engin ástæða
sé til að viðhalda spennunni i
Asiu, þegar friðsamlegra er
orðið i Evrópu og dregið hefur
úr spennunni i samskiptum
stórveldanna.
Það er almenn skoðun i
Sovétrikjunum og Indlandi, og
margir fréttaskýrendur i öðr-
um löndum lita einnig svo á,
að leiðtogaviðræðurnar i Dehli
beri að skoða sem nýjan hlekk
i traustri keðju sovézk-ind-
verskrar vináttu, og sem
framlag til málstaðar heims-
friðarins og alþjóðlegrar
samvinnu.