Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 1
fóðurvörur ÞEKKTAR„ UM LAND ALLT Hver d stæðið? Tveir hópar borg- arstarfsmanna deila um bílastæði í eigu borgarinnar i GÆRDAG barst starfs- mönnum rannsóknarlögregl- unnar i Reykjavik, en þeir eru eins og flestir vita starfs- menn borgarinnar, bréf frá öðrum hópi borgarstarfs- manna, þar sem farið er fram á, að þeir leggi ekki bil- um sinum á bilastæði borg- arinnar við Borgartún! Bréfið er undirritað af Inga Ú. Magnússyni gatna- málastjóra, en hann hefur skrifstofu að Skúlatúni 2 þar sem fleiri skrifstofur borgar- innar eru til húsa. En þetta bilastæði er beint á móti þvi húsi. Hin borgarskrifstofan, sakadómur og rannsóknar- lögreglan er til húsa að Borgartúni 7 og er þetta um- deilda bilastæði beint á móti aðalinnganginum þangað aðeins hinum megin við göt- una. Borgarstarfsmennirnir að Skulatúni 2 telja sig sjálfsagt eiga þetta borgarbilastæði — aö öðrum kosti væru þeir ekki að skrifa bréf, þar sem þeir banna hinum borgar- starfsmönnunum að leggja þar. Og borgarstarfsmenn- irnir að Borgartúni 7 telja sig einnig hafa rétt á að leggja bilum sinum á þessu borgar- bflastæði, þar sem annað sé ekki að hafa i heppilegri fjarlægð, ef til útkalls kem- ur. í bréfi þessu er hótað hörðum aðgerðum, ef bilum úr Borgartúni 7 verði lagtþarna.og getur þá orðið gaman fyrir borgarbúa að vera nálægt þessu bilastæði borgarinnar og fylgjast með aðgerðum þeirra borgar- starfsmanna. En annars gæti það verið anzi fróðlegt að fá að vita, hvort einhverjir ákveðnir ■ starfshópar innan borgar- starfsmanna geti hreinlega eignað sér bilastæði, sem borgin á, og bannað öðrum borgarbúum að koma þar nálægt. Kannski getur æðsti yfirmaður borgarinnar, sjálfur borgarstjórinn i Reykjavik frætt okkur borg- arbúa um þetta? — klp — wmm C 278. tölublað — Fimmtudagur29. nóvember — 57. árgangur WOTEL miMIR SUNDLAUGIN er eitt af mörgu, sem „Hótel Loftleioir hefur til síns ágætis og umfram önnur hötel hérlendis. En það býður lika afnot af gufubaðstofu auk snyrti-, hárgreiðslu- og rakarastofu. , _ ViSlÐ VINUM A HOTEL loftleidir. Reykjavík: Olíuvörnum dfátt * Reykvlkingar eru stoltir af EUiðaánum, enda munu þess ekki mörg dæmi I heiminum, að laxveiðiár renni um miðja höfuðborg. Fyrirhyggjan er samt ekki meiri en svo, að ekki er hirt um að reisa þrær I kringum oliugevmana sem standa á árbakkanum. Þeir rúma samtals 3600 tonn af svartolfu og færi svo, að annar hvor þeirra bilaði er hætt við, að ekki yrði lengur veiddur lax í Elliðaánum. Aö sögn Ingólfs Agústssonar hjá Landsvirkjun er ætlunin aö tæma geymana I vor og rannsaka hvernig þeir eru á sig komnir. Sem betur fer bendir ekkert til þess, að þeir séu ekki traustir, þótt hálfur þriðji áratugur sé siðan þeir voru reistir. Nauðsyn þess.aðkomiö verði upp þróm umhverfis geymana hefur boriö á góma, að sögn Ingólfs, en ekkert hefur verið ákveöið I þvi efni. Tímamynd Gunnar Kal í dburðarreitum á Eyvindarstaðaheiði, en hvergi utan þeirra „ÞEGAR farið var að hyggja að uppskeru i áburðartilrauna- reitum á Eyvindarstaðaheiði, á siðast liðnu hausti”, segir i bréfi frá llelga Hallgrímssyni, náttúrufræðingi á Vikurbakka á Arskógsströnd”, kom i ljós, aö gróöur i reitunum var meira eða minna kalinn og uppskera lftil sem engin. Mest var kalið i nyrzta reitnum, við Stóruflá, um 25%, en minnst í reitnum við Aðalmanns- vatn, um 5%. Tilbúinn áburður hefur verið borinn reglulega á þessa reiti siðan árið 1968. Aðeins hefur verið sáö i einn þeirra, sem er á mel, en Ihinum var borið á hinn uppruna- lega móagróður. Niðurstöður Orkustofnunar: Hitaveita frá Deildar- tunguhver hagkvæm ORKUSTOFNUN fékk fyrir nokkru til athugunar og umsagnar frumáætlun Verk- fræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen varðandi lögn hita- veitu i Borgarnes og á Akranesi. Könnun Orkustofnunar er að Ijúka og niðurstöður hennar benda til, aö hagstætt verði aö ráðast i framkvæmdir við lögn hitaveitu frá Deildartunguhver, eins og horfir með orkumálin i heiminum nú. Næsta skref málsins yrði væntanlega, að Borganeshreppur léti gera fullnaðaráætlun um verkið og endanlega fjárhags- áætlun. Ef gerð þessarar fullnaðaráætlunar lyki á skömmum tima og vel gengi að fjármagna framkvæmdirnar, virðist ekkert til fyrirstöðu að framkvæmdir geti hafizt næsta sumar. —gbk Nýr kirkju- garður í Gufunesi BORGARRAÐ samþykkti á fundi i fyrradag, að heimila stækkun á kirkjugarðinum i Foss- vogi, en þar er nú orðið þröngbýlt mjög. Garðurinn verður stækk- aður um hálfan þriðja hektara, en verður þrátt fyrir það ekki til frambúðar og er talið að eftir 4-5 ár rúmist ekki fleiri grafir i garðinum. Þá er ætlunin að koma upp nýj- um kirkjugarði i Gufunesi og borgarráð hefur gefið stjórn kirkjugarða vilyrði fyrir tveimur landspildum þar i nesinu, samtals 60-70 hektarar. Nýi kirkjugarður- inn verður þó öllu stærri, eða um lOOhektarar og ekki i tvennu lagi eins og ætla mætti, þvi að áformað er að kaupa land, sem er i eigu rikisins og aðskilur þessar tvær spildur. Nýi garðurinn verður svo stór að hann mun end- ast um langa hrið. — HHJ. Allmikil gróðurbreyting hefur átt sér stað i reitunum á þessum tima, þannig að grastegundir hafa aukizt, en lyng og kvistur hefur minnkað, svo og skófir. Allir eru reitirnir girtir, en sumir hafa verið opnaðir á haustin, þar á meöal sá reitur, sem mest var kalinn. Reiturinn við Aðalmanns- vatn hefur verið alfriðaöur. Ekki varö vart við kal i gróöri utan reitanna, svo hér hlýtur áburðurinn að hafa rekið smiðs- höggið á verkið. Er þetta ljóst dæmi um hvað getur gerzt, ef farið verður að bera tilbúinn áburð i stórum stil á hálendið, eins og ýmsir leggja nú til”. Borgarverkfræð- ingur kannar dstandið EFTIIt óhappið, sem varð að Klöpp i sumar. þegar mikið magn af vcgaoliu raun I sjóinn, munu margir liafa farið að hyggja að þvi hvernig búið væri um oliu annars staðar. Þar á meðal var náUúruvcrndarnefnd Rcykjavik- ur, sem fyrir skömmu fór þcss á leit við borgarráð, að gerð yrði könnun á unibúnaði þcirra staða i Rcykjavik, þar sem gcymt er mikið magn oliu, og athugaö hversu mikil mengunarhættan væri, cf illa tækist til. Borgarráö fól siðan borgarverkfræðingi að láta gcra slíka könnun. — Náttúruverndarnefnd Reykjavikur hefur haldið nokkra fundi um þetta mál, sagði borgar- verkfræðingur, þegar Timinn átti tal við hann. Eftir óhappið að Klöpp kom siglingamálastjóri lika á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir þvi, hvernig háttað er oliuvörnum. Oliufélögin segjast fara eftir brezkum staðli um þetta efni, þar sem svo er á kveð- ið, að varnargarðar skuli vera umhverfis geymana og að þeir skuli vera svo háir að þróin rúmi a.m.k. þaðsem i stærsta geymin- um er. Viö höfum hins vegar grun um, að þörf sé ýmissa úrbóta á þessu sviði hér i Reykjavik og munum þá auðvitað hafa sam- vinnu um það við oliufélögin. Ég áætla að þessari könnun muni lokiðeftir u.þ.b. tvo mánuði og þá verði hægt að hefjast handa um úrbætur, þar sem þeirra er þörf. — Við höfum eiginlega verið að biða eftir þvi að lægði öldurnar sem risu vegna slyssins að Klöpp, sagði Þorleifur Einarsson jarð- fræðingur, sem sæti á i náttúru- verndarnefnd Reykjavikur. Viö töldum það heppilegra, þvi að þessi mál eru svo mikilvæg, að starfa verður að þeim æsinga- laust. Það vantar reglur á þessu sviði og hugmynd okkar i náttúru- verndarnefndinni er sú, að þessu verði komið inni borgar- samþykktina og Reykjavikur- borg taki sjálf upp eftirlit innan sinna landamerkja. Þessu er annars þannig háttað, að á vegum Siglingamálastofnunar starfar einn maður, sem ætlað er að sinna þessu, en sá hængur er á, að valdsvið hans er næsta litið. Þess vegna leggjum við til, að settar verði reglur um meðferð oliu á Framhald á bls. 19 Landmannalaug- ar þjóðgarður? LANDMANNALAUGAR hafa sætt miklum átroðningi undanfarin sumur, og um- gengni hefur iöulega veriö þar harla slæm. Er nú svo komiö, að menn bera ugg I brjósti um framtið þessa sérkennilega staðar, og þykir sýnt, aö gripa veröi i taumana, ef koma skal i veg fyrir áföll, sem seint eöa aldrei yrðu bætt. Þetta mál var til umr'æðu á framhaldsstofnfundi Náttúru- verndarsamtaka Suðurlands á Selfossi nú fyrir skömmu, og var þar samþykkt að stuðla að stofnun þjóðgarðs á svæðinu umhverfis Landamanna- laugar, þar eð það virtist til- tækilegasta úrræðið til þess að koma i veg fyrir, að þvi væri boðið meira en þaö þolir. Hvatti fundurinn Sunnlend- inga til þess aö sýna þessu máli skilning og náttúru- verndarráð að hraða könnun málsins og öðrum undir- búningi aö þjóögarðsstofnun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.