Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29. nóvember 1973. TÍMINN 7 SCHAUB-LORENZ 1 II ÍO) s GARÐASTRÆTI II LLUKF S/M/ 200 80 Þótti ekki nógu góður fyrir Kjarvals- staði — en sýning hans sló öll met ó öðrum stað! Ný bók eftir Theresu Chorles: Hættulegur arfur Allt erbá rennt er A LAUGARDAGINN opnaði Ragnar Páll Einarsson mál- verkasýningu i Bogasal Þjóð- minjasafnsins. Það telst nú ekki orðið I frásögur færandi að opnuð sé málverkasýning, enda þjóta þær upp eins og gorkúlur um þessar mundir. Þessi sýning er þó frábrugðin öðrum að mörgu leyti. Það sem gerir hana i fyrsta lagi stór- merkilega, er að nákvæmlega 24 klukkustundum eftir að sýningin var opnuð var 31 mynd af þeim 33, sem eru á sýningunni SELD. Þær tvær myndir, sem eftir eru, voru ekki til sölu, þvi það eru andlitsmyndir, sem eru i einka- eign. Ekki var nóg með að myndirn- ar seldust allar upp. Svo var áhuginn mikill á myndunum, að einni klukkustund eftir að sýning- in var opnuð á laugardaginn voru 27 myndir seldar, en verð þeirra var frá 15 þúsundum til 80 þúsund króna. Eftir sumum myndunum var svo mikið spurt, að allt að fjórir aðilar hafa skráð sig á biðlista, ef sá, sem er fyrst skráður, fellur frá forkaupsrétti sinum, en litlar llkur virðast vera á þvi eftir nöfn- unum að dæma. Við komumst að þvi, að Ragnar Páll á annað eins af myndum heima hjá sér, og að hann hafði ætlað að halda stóra sýningu að Kjarvalsstöðum. — Valtýr Pétursson & Co, sem þar ráða rikjum, hafa neitað mér um húsnæðið sagðiRagnar Páll, eftir að hafa skoðað myndirnar. Þess skal getið að um þessar mundir er engin sýning á Kjar- valsstöðum. Við spurðum Ragnar Pál, hvort þetta væri rétt, og kvað hann svo vera. Forstöðumaður hússins, Alfreð Guðmundsson, hefði þó gert allt, sem hann hefði getað fyrir sig, eftir að hann hefði pantað salinn með finu og form- legu bréfi snemma i vor. Frásögnin er hröð og viðburðarik. I útdrætti úr sögunni á kápusiðu segir m.a.: Ungfrú Prudence heimtaði að fá að aka Laviniu niður til Kellion Cove til að kanna málið. Ef hún hefði erft einhverja peninga, mundi hún ekki þurfa að snúa strax aftur til sjúkrahússins og hita Pétur, hugsaði Lavinia...en það var gífurlegt áfall að frétta, að það var frænka Jane Smith, sem hafði arfleitt konuna, sem Jane hafði leikið svo grátt, að hinu dularfulla húsi, Tröllaskógi. Og i Tröllaskógi, þessu húsi leyndardómanna, hlóðust ævintýrin upp, æsileg og spennandi. Þetta er fögur og heill landi ástarsaga, sem enn mun auka á hróður og vinsældir þess- arar mikið lesnu skáld- konu..Andrés Kristjánsson þýddi bókina, sem er 176 blaðsiður. Skuggjsá gefur út. —SB ÚTVARP Bylgi usvið: LW, ANl, FNl, SVl, SW2 AAAGNARI 2x30 Sin. Wött Tónsvið 15-30.000 Hz KASSETTUSEGULBAND Come og Normal VERÐ KR. 54.295,00 ITT Ragnar Páll og hluti myndanna, sem hann sýnir nú í Bogasalnum og ekki töldustnógu frambæriiegar aö áliti „sérfræöinganna” á Kjarvals- stööum, þar sem honum var neitaö um húsnæöi til aö sýna. Allar myndirnar á sýningunni seldust þó upp á 24 klukkutfmum og þar af 27 þeirra á fyrstú klukkutimanum. (Tlmamyndir: Róbert). HÆTTULEGUR ARFUR eftir Theresu Charles er nýjasta bókin eftir þann vinsæla höfund. Bókin er leyndardómsfull og spenn- andi, eins og bezt verður á kosið og sögupersónurnar heitar i ástriðum og örar i lund. Auglýsítf iHmanum — Þeir báðu mig um að fá að sjá myndir minar fyrst, sem er alveg óþekkt fyrirbæri þar umslóðir, eftir þvi sem ég hef frétt, og eftir að þeir höfðu skoðað þær fékk ég neitun. Sjálfsagt hefði ég getað klagað og kvartað, en ég gerði það ekki, þvi ég stend ekki i útistöðum við fólk að óþörfu. Það má vera að þessum mönn- um hafi þótt myndirnar minar vera lélegar, enda nota ég ekki sama stilinn og mótifin og sumir þeirra. En það, sem gerzt hefur hér á sýningunni sannar mér allt annað, en þessir og aðrir sjálf- skipaðir gagnrýnendur hafa um myndir minar að segja. Hér hafa komið á annað þúsund manns á þremur dögum og allar myndirnar eru seldar. Það er ekki hægt að óska eftir betri við- tökum, enda hef ég lika fundið hvað fólkið er ánægt og það hefur ekki svo litið að segja. Þetta er i þriðja sinn, sem ég held sýningu hér i Reykjavik og hefur mér alltaf verið vel tekið. Siðasta sýning min var i Sýningarskálanum við Borgartún 1969 og þar seldust þær allar myndir minar og vel á þriðja þús- und manns komu þangað. 1 þessari sýningu er meiri breidd, auk þess sem myndirnar eru frá fleiri stöðum, m.a. margar frá Snæfellsnesi. Ég mála allar minar myndir á staðn- um og er ekki með neitt „skissu- verk”. Þegar ég er ekki að mála, er ég að vinna fyrir listamannalaunun- um minum, en það kalla ég laun- in, sem ég fæ fyrir að leika á gitar með hljómsveitinni á Hótel Loft- leiðum. Ég hef aldrei fengið lista- mannalaun, og Listasafn rikisins á ekki eftir mig eina einustu mynd, svoe| veit ekki hvort ég á að bera titilinn listamaður, eins og sumir vinir minir gera, segir Ragnar Páll og hlær við. — En ég hef ánægju af þessu og þegar maður fær móttökur eins og þess- ar þá tel ég mig ekki vera minni listamann en aðra. Þegar við vorum að ganga út úr Bogasalnum var hópur fólks að koma inn, og varla hafði hver greitt þessar 50 krónur, sem kraf- izt er i inngangseyri, þegar við heyrðum hvislaðar setningar úr öllum áttum eins og....ó guð hvað hún er falleg þessi mynd....sjáðu þessa....það er von að þessar myndir seljist, — þetta er fyrir fólkið en ekki „figúrurnar.” — klp

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.